Morgunblaðið - 11.05.2007, Blaðsíða 68

Morgunblaðið - 11.05.2007, Blaðsíða 68
68 FÖSTUDAGUR 11. MAÍ 2007 MORGUNBLAÐIÐ Grettir Smáfólk Kalvin & Hobbes Hrólfur hræðilegi Gæsamamma og Grímur Úthverfið Kóngulóarmaðurinn Ferdinand BRÁÐUM KEMUR SÁ TÍMI ÁRSINS... ÞEGAR MJÚKUR SNJÓRINN FELLUR TIL JARÐAR... OG ÞAÐ FÓLK BYRJAR AÐ ELDA JÓLAMATINN ÞESSIR KENNARAR EGGJA- SKURN... JÁ, OG EGGJA- SKURN ÉG HELD AÐ ÞEIR SÉU ALLTAF AÐ FARA Á TAUGUM... ÞEIR HUGSA UM OF MIKIÐ Í EINU KENNARA FUNDI, EINKUNNASKIL, PASSA UPP Á BÖRNIN, FORELDRAFUNDIR... ÞAÐ ER LANGT SÍÐAN ÞÚ ÞURFTIR AÐ KASTA UPP SÍÐAST. ÉG ÆTLA AÐ MÆLA ÞIG EGG ÞARR ADD GUUA HVAÐ SAGÐIR ÞÚ KALVIN? EGG ÞARR ADD GUUA! AF HVERJU SAGÐIR ÞÚ ÞAÐ EKKI STRAX? DRÍFÐU ÞIG FRAM! ÉG VAR BÚIN AÐ SEGJA ÞÉR AÐ ÞETTA VÆRI VINNUFERÐ... EN EF ÉG HEF TÍMA SEINNA... ÞÁ GETUM VIÐ FARIÐ TIL LONDON AÐ VERSLA ÞIÐ HAGIÐ YKKUR EKKI EINS OG ÁLFAR! HVAÐ HEITIÐ ÞIÐ? ÉG HEITI TEITUR OG ÞETTA ER KÚTUR ÞETTA ERU DVERGA- NÖFN! ÞÚ ERT EKKI ÁLFUR ÞÚ ERT HUNDUR! STOPP! HANN ER AÐ HAGA SÉR EINS OG PURKUR DRÍFÐU ÞIG BARA GLÁMUR! ÞESSIR LED ZEPPELIN AÐDÁENDUR ELSKA OKKUR! ÉG RÆÐ EKKI VIÐ MIG, ÉG VERÐ AÐ LÍFGA AÐEINS UPP Á ÞETTA... ÞAÐ TEKUR ENGINN EFTIR ÞVÍ ÚPS! Á MEÐAN BÚNINGURINN MINN ER Í TÖSKUNNI ÞÁ TEK ÉG EKKI AUGUNA AF HENNI NÚNA ÆTLA ÉG AÐ SLAPPA AF OG HÆTTA AÐ HUGSA UM NOKKUÐ SEM TENGIST OFURHETJUM MYNDIN SEM VIÐ SÝNUM Í FLUGINU Í DAG ER... ...„BATMAN SNÝR AFTUR“ Æ, NEI! dagbók|velvakandi Fátækt er staðreynd ÉG HEF verið að hlusta á frambjóð- endur í fjölmiðlum undanfarið. Þeg- ar farið er að tala um velferðarmálin og fátæktina þá harðneita stjórnar- liðar að nokkuð sé að. Svo byrjar sama gamla lumman um aukinn kaupmátt sem var 60% fyrir nokkr- um dögum, en hefur hækkað í 75% þegar nær líður kosningum. Allir eiga að hafa svo gott og líka þeir lægst launuðu. Ég er verkamaður og þekki því vel til mála. Fólk verður að leggja mikla aukavinnu á sig til að geta skrimt. En það er heldur ekki meira en svo. Það er hart að fram- bjóðendur skuli voga sér að tala svona við okkur tilvonandi kjós- endur. Þeir væru meiri menn, í mín- um augum, ef þeir myndu viður- kenna vandann og reyna að lagfæra hlutina. En sjálfsagt er lítil von til þess. Kannski er mikill pólitískur vilji til að viðhalda fátækt hér á Ís- landi, hver veit? Það þarf engar reik- nikúnstir til að sjá hvað fátækt hefur aukist mikið hér undanfarin ár og hvað erfitt er hjá mörgum. Við skatt- greiðendur borgum alþingismönnum mjög góð laun fyrir utan mörg hlunnindi sem þeir hafa. Að lokum vil ég segja þetta, að atkvæði þeirra fátæku vega jafnþungt og hinna. Halli verkamaður. Upplifun SÍÐDEGIS í gær fékk ég sjálfa Jó- hönnu Sigurðardóttur í stutta heim- sókn. Hef aldrei séð hana augliti til auglitis en tel hana – og hennar mál- stað Íslendingum til mikilla heilla. Hún hefur flest. Þessi sjarmerandi kona færði mér rauða rós sem lyktar yndislega og færir mínu koti ilm, sem er ekki dagsdaglega. Aldrei áð- ur hafa konur fært mér blóm. Ég er sjálfstæðismaður 75% og veit að XD, – og með yfirtöku heilbrigðisráðu- neytis – mun 25% fara að líða betur með tíð og tíma.Við erum ung þjóð sem byggir það besta. Danir, ásamt öðrum, lögðu þann grundvöll að við töldumst til siðmenntaðra. Flest virðist stefna í að Íslendingar veki athygli á heimsvísu. Að fá rós frá sjálfri Jóhönnu Sig- urðardóttur vermdi hjarta mitt og sál. Í landhelgisdeilu urðu allir Ís- lendingar einhuga. Íslendingar voru ekki sammála árið 1944. Með vin- semd og virðingu. Helgi Steingrímsson, 130643-3889. Týnd læða AÞENA Mandý er lítil svört læða, ca 2½ árs, nett, gljásvört með nokkur hvít bringuhár. Hún hvarf 1. maí frá heimili sínu í Þingholtunum, Lauf- ásvegi 39 og hefur ekki sést síðan. Hún er ómerkt og gelt og örlítið fæl- in. Hennar er sárt saknað. Vinsam- legast hafið samband í síma 694-1831 Heiðveig, eða 820-4462 Rósa. Fund- arlaun. Ferðataska tapaðist FYRIR ca 10 árum tóku hjón, sem keyrðu hjá BSR, ferðatösku í pant. Eru ættingjar vinsamlegast beðnir um að hafa samband í síma 847 1096, Heiðrún. Eyrnalokkur í óskilum GULLEYRNALOKKUR fannst sl. föstudagskvöld í verslun í Kringl- unni. Upplýsingar gefur Sigurlaug í síma 588-1188 eða 895-1985. Peningur tapaðist VERÐLAUNAPENINGUR fyrir dans tapaðist í Laugardalshöllinni á meistaramóti í dansi, 5. til 6. maí. sl. Hans er sárt saknað. Uppl. í síma 822-6869. Fundarlaun. Morgunblaðið/Árni Torfa Svarað í síma 5691100 frá 10–12 og 13–15 | velvakandi@mbl.is FRÉTTIR ÍÞRÓTTA- og ólympíusamband Ís- lands, ÍSÍ, hefur samið til þriggja ára við Vodafone um fjarskipta- þjónustu fyrir sambandið. Stefán Konráðsson, framkvæmdastjóri ÍSÍ, og Ómar Svavarsson, fram- kvæmdastjóri sölu- og þjónustu- sviðs Vodafone, skrifuðu undir samninginn í húsakynnum ÍSÍ á dögunum. Í tilkynningu segir að með samn- ingnum lækki verulega fjarskipta- kostnaður ÍSÍ, sem á hverjum degi vinnur að því að hagræða í rekstri og tryggja gæði þjónustunnar við aðildarfélög og almenning í land- inu. Stefán Konráðsson segir samn- inginn mikilvægan fyrir ÍSÍ, ekki síst vegna þeirra miklu möguleika sem hann skapi á lækkun símkostn- aðar erlendis. Framundan sé t.d. ferð með 200 manna hóp á Smá- þjóðaleikana í Mónakó þar sem nýi samningurinn muni strax sanna gildi sitt fyrir ÍSÍ. Fjarskiptaþjónusta Stefán Konráðsson, framkvæmdastjóri ÍSÍ, og Ómar Svavarsson, framkvæmdastjóri hjá Vodafone, ganga frá samningnum. ÍSÍ samdi við Vodafone
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.