Morgunblaðið - 11.05.2007, Blaðsíða 59

Morgunblaðið - 11.05.2007, Blaðsíða 59
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 11. MAÍ 2007 59 ✝ Jóndóra Elsa-bet Jónsdóttir fæddist í Gunn- hildargerði í Hró- arstungu hinn 25. maí 1947. Hún lést á Landspítalanum í Fossvogi hinn 3. maí síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Anna Ólafs- dóttir, húsfreyja í Gunnhildargerði, f. 29. ágúst 1902, d. 20. mars 1987, og Jón Sigmundsson, bóndi í Gunnhildargerði, f. 25. október 1898, d. 18. maí 1957. Systkini Jóndóru Elsabetar eru: Margrét, f. 30. maí 1927, d. 24. nóvember 1988, gift Gunnari Höskuldssyni, f. 16. október 1929, d. 28. júní 1972; Guðrún Ingibjörg, f. 18. október 1928, gift Marteini Nevel Rúrikssyni, f. 16. apríl 1933; Þráinn Sig- mundur, f. 5. október 1930, kvæntur Ingveldi Önnu Páls- dóttur, f. 12. apríl 1935; Þórunn Kristbjörg f. 28. maí 1932, í sambúð með Jóhanni Karli Bjarnasyni, f. 19. júlí 1935; Ólafur Heiðar, f. 25. nóv- ember 1934, kvæntur Halldóru Hilmarsdóttur, f. 21. september 1937; Sesselja Hildigunnur, f. 4. nóvember 1936, gift Sigmari Jó- hanni Ingvarssyni, f. 19. júlí 1927; og Soffía Hrafnhildur, f. 15. ágúst 1939, gift Gunnþóri Bender, f. 28. febrúar 1926. Jóndóra Elsabet ólst upp í Gunnhildargerði en flutti með móður sinni til Reykjavíkur og átti lengst af heimili í Hátúni 10 og síðar í Stuðlaseli 2. Útför Jóndóru Elsabetar verð- ur gerð frá Háteigskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 15. Á fögrum vordegi fékk hún Jón- dóra, mágkona mín, ferð til guðs síns, burt frá veikindum þessa lífs, komin til ættingja og vina sem farnir eru á undan, foreldra sem hún sakn- aði alltaf mjög, systur og allra ást- vina. Kveðjustundin falleg og hljóð. Hún kom inn í líf mitt eða ég inn í hennar fyrir rúmum fjörutíu árum. Þá bjó hún með móður sinni á heimili Ólafs, bróður hennar, sem ég kom inn í sem eiginkona hans. Með okkur Jóndóru tókst mikil vinátta frá fyrstu tíð. Hún var elskuleg og dug- leg þrátt fyrir sína miklu fötlun sem orsakaði það að hún fylgdi ekki sín- um jafnöldrum til náms og leiks. En þrátt fyrir það vissi hún ótal margt, var vel gefin og minnug. Úrræðin fyrir fólk, sem gekk ekki eins hratt og við voru ekki eins mikil þá eins og nú. Foreldrarnir kenndu dótturinni og vernduðu hana með miklum sóma en svo veiktist faðir Jóndóru og lést, var það henni mikið áfall og tregaði hún hann ætíð. En hún var rík, yngst átta systkina sem þá tóku að sér að aðstoða tengda- móður mína sem brá síðar búi og flutti til Reykjavíkur. Jóndóra kunni vel við sig, var hvers manns hugljúfi, fylgdist vel með sínu fólki og var dugleg að mæta í afmæli og veislur hjá ættingjum sínum. Fyrir rúmum 20 árum, við breyttar aðstæður og fráfall móður, flytur hún í Stuðlasel 2 sem var hennar heimili til dauðadags. Þar naut hún sín með jafnöldrum, stund- aði vinnu og nám við hennar hæfi. Jóndóra söng í kór og var í sauma- klúbb. Hún var lækni sínum afar þakklát fyrir að gera á sér hjartaðgerð til að létta allar hennar hreyfingar. Hún hafði svo gaman af að dansa og hlusta á góða tónlist. Ríkisútvarpið var líka í miklu uppáhaldi. Úr því fékk hún svo mikinn fróðleik sem hún gleymdi ekki og átti til dæmis ekki í nokkrum erfiðleikum með að svara því hvar tilteknar búðir á Laugaveginum væru þó hún legði sjaldan leið sína þangað. Eftir að hafa búið við ágæta heilsu lengst af fékk hún Alzheimer-sjúk- dóm sem tók mjög á hana síðustu tvö til þrjú árin. En umönnun allra í Stuðlaseli 2, bæði heimilismanna og alls starfsfólks, var einstök til hinstu stundar og er fjölskyldan í ævarandi þökk fyrir það. Minningin um Jóndóru lifir hjá börnum okkar alltaf. Það var þrosk- andi fyrir þau og okkur, fullorðna fólkið, að hafa kynnst slíkum ein- staklingi sem hún var. Blessuð sé minning hennar. Halldóra Hilmarsdóttir. Mín kæra móðursystir og uppeld- issystir er jarðsungin í dag. Upp í hugann koma fjölmargar góðar og skemmtilegar minningar úr okkar uppeldi hjá ömmu. Jóndóra elskaði að láta punta sig, hún þreyttist aldrei að láta mig mála á sér neglurnar rauðar, það fannst henni mjög fínt og hún var mjög veik fyrir eyrnalokkum og öllu glingri. Ég man stundirnar þegar ég var að kenna henni að prjóna og hekla, það gekk ekki alltaf átakalaust fyrir sig. En umfram allt man ég eftir frænku minni sem yndislegri persónu sem kunni alla afmælisdaga utan að. Minningarnar tengjast allar Gunnhildargerði eða Háagerðinu. Draumur Jóndóru var að verða hús- móðir, hún elskaði lítil börn og var mikil barnagæla.Við Ísak skreyttum alltaf íbúðina og jólatréð fyrir ömmu og Jóndóru í Hátúninu á aðfangadag á meðan við vorum í Reykjavík. Eftir að við Ísak fluttum út á land þá hitt- umst við aðeins þegar við komum suður, en Jóndóra kom einu sinni austur á ættarmót til okkar og gaf það okkur öllum mikið, þrátt fyrir áfallið sem ættin varð fyrir þegar einn af uppáhalds frændum mínum dó í bílslysi í þessari sömu viku. Sú umhyggja og væntumþykja sem maður fann á sambýlinu hennar verður seint fullþökkuð og má segja að Jóndóra hafi blómstað eftir að hún kom á sambýlið, bæði atvinnu- lega og félagslega. Nú er Jóndóra mín komin til ömmu, afa og Möggu frænku og er það gott. Við Ísak sendum mömmu og öðr- um systkinum og ættingjum Jón- dóru okkar innilegustu samúðark- veður. Megi góður guð geyma þig Jóndóra mín, nú ertu loksins frjáls. Húmar að kveldi, hljóðnar dagsins ys, hnígur að Ægi gullið röðulblys. Vanga minn strýkur blærinn blíðri hönd, og báran kveður vögguljóð við fjarðarströnd. Ég er þreyttur, ég er þreyttur, og ég þrái svefnsins fró. – Kom, draumanótt, með fangið fullt af friði og ró. Syngdu mig í svefninn, ljúfi blær. Sorgmæddu hjarta er hvíldin jafnan vær. Draumgyðjan ljúfa, ljá mér vinarhönd, og leið mig um þín töfraglæstu friðarlönd. Ég er þreyttur, ég er þreyttur, og ég þrái svefnsins fró.– Kom draumanótt, með fangið fullt af friði og ró. (Jón frá Ljárskógum.) Jóna Gunnhildur. Jóndóra upprétt í rúminu sínu heima hjá ömmu, leggur kapal, heils- ar með brosi á vör – tekur litlu fólki alltaf opnum örmum. Dýrgripirnir allt í kring, rauð naglalökk, ilmvötn, spil, prjónlesið og dularfullar stíla- bækur. Hver myndin á fætur ann- arri kemur upp í hugann. Jóndóra svo glettin, sposk og fróð – sérstak- lega um fjölskylduna. Ekkert fer framhjá frænku, allir afmælis- og merkisdagar vel geymdir í hennar minni. Í ævi Jóndóru speglast gríðarleg- ar breytingar í aðstæðum og viðhorfi til fatlaðs fólks á Íslandi. Eftir flutn- inginn í Stuðlaselið kynntist fjöl- skyldan nýrri Jóndóru. Nýja Jón- dóra er á sífelldum þeytingi. Hún sækir vinnu, gengur í skóla, fer til útlanda, dansar og skýtur sér í strákum. Í augum unglingsins lifir Jóndóra ævintýralegu lífi, umkringd vinum og kunningjum heima og að heiman. Alltaf hefur hún frá ein- hverju skemmtilega að segja – aldrei komið að tómum kofanum. Árin líða, unglingarnar, vaxa úr grasi, eignast börn og buru. Jóndóra hampar ungviðinu hverju á fætur öðru. Börnin sækja í Jóndóru, að dansa, spila og leika. Smám saman hallar að ævikvöldi. Jóndóra þarf aftur á vernd og stuðningi að halda – nú í faðmi systkina, vina og fólksins í Stuðlaseli. Þakka þér frænka fyrir allt sem þú gafst mér – bros, blik í augum og endalausa lífsgleði. Anna Gunnhildur Ólafsdóttir. Kær vinkona mín Jóndóra Elsabet Jónsdóttir er látin. Við höfum átt samleið í 18 ár. Hún auðgaði líf mitt eins og svo margra sem voru henni samtíða, með óvenju þroskaðri skap- höfn og viti. Hún var einstök kona sem þrátt fyrir fötlun og veikindi frá fæðingu tókst að varðveita sjálfstæði sitt og reisn. Hvar sem hún kom á mannamót hópaðist að henni fólk og öllum fagn- aði hún af þeirri hlýju og friðsemd sem var svo einkennandi í fari henn- ar. Jóndóra var söngelsk, kunni kynstrin öll af ljóðum, stundaði kóra- starf og tók þátt í tónleikahaldi. Um árabil var hún félagi í Átaki, tók þar virkan þátt í umræðum og voru hús- næðismál fatlaðra henni sérstaklega hugleikin. Hún hélt tryggð við uppruna sinn og fjölskyldu, fróð um ættmenni sín fjarskyld og náin og staðfærði fólk með svo lifandi lýsingum og gleði að undirrituð, fákunnandi, fann til smæðar sinnar. Er sótti að henni tregi vegna þess hlutskiptis sem henni hafði hlotnast í lífinu, hvarf hún á vit einveru og hugleiddi fallega drauma þar sem háleitustu óskir eru uppfylltar, hún lét ekki bugast held- ur endurheimti gleði sína og æðru- leysi. Flókið búsetuform sem ætlað er þeim sem skilgreindir eru fatlaðir í íslensku samfélagi getur reynst erf- itt að höndla svo vel fari og varla á færi aukvisa að ráða fram úr. Með frábærri leikni færði hún allt til betri vegar. Hér má heldur ekki gleyma elskulegu sambýlisfólki sem reynd- ist henni vel, ekki síst þegar heilsu hrakaði svo, að öll þátttaka varð henni um megn. Nú skiljast leiðir, ég mun sakna minnar góðu vinkonu. Þakklát kveð ég hana, þess fullviss að almættið taki henni fagnandi og færi henni þann sess sem henni sæmir. Helga Birna Gunnarsdóttir. Elsku Jóndóra, við kveðjum þig með söknuði. Þegar við rifjum upp gamlar og góðar stundir þá er margt sem kem- ur upp í hugann, þú varst svo mikil félagsvera, hafðir unun af að vera í kringum fólk og taka þátt í öllu er viðkom söng, saumaklúbbum, og veislum. Þú hlakkaðir ávallt til þegar sumarið kom að fara í sumardvöl til Guðrúnar Ægis, Ölmu og Helenu. Oft sátum við saman í eldhúsinu og rifjuðum upp gamla daga og þú varst alltaf tilbúin að deila með okk- ur þínum æskuminningum, hvað þú varst minnug á nöfn og afmælisdaga langt aftur í tímann. Jóndóra, manstu hvað þér fannst gaman að finna til fínu fötin fyrir ýmis tilefni eins og veislur og saumaklúbba, það var svo gaman að vera þér innan handar því það veitti manni svo mikla gleði. Elsku Jóndóra nú ertu komin heim eins og þú óskaðir svo oft eftir síðustu vikurnar í þínu lífi að fara í Gunnhildargerði. Það er svo margt að minnast og við kveðjum þig með söknuði og hlýhug með laginu sem minnir okkur ávallt á þig, elsku Jóndóra. Blátt lítið blóm eitt er, ber nafnið: gleymdu ei mér. Væri ég fleygur fugl, flygi ég til þín. Svo mína sálu nú sigraða hefur þú, engu ég unna má, öðru en þér. (Þýsk þjóðvísa) Þökkum fyrir góðar og ógleyman- legar stundir. Þínar vinkonur Lofthildur Kristín Bergþórs- dóttir, Íris Lind Ævarsdóttir. Elsku Jóndóra, nú hefur þú kvatt okkur í þessu lífi. Við erum þakklát fyrir að fá að hafa verið vinir þínir og samferða- menn í gegnum lífið. Við minnumst allra yndislegu stundanna sem við áttum saman. Þú varst hrókur alls fagnaðar og hafðir lífsgleðina í fyr- irrúmi. Þú áttir svo gott með að hrífa alla með þér í leik og starfi. Fékkst margar góðar og skemmtilegar hug- myndir sem urðu að skemmtilegustu stundum okkar saman í Húsinu. Ættfræðiáhugi þinn var alveg ein- stakur og minni þitt á afmælisdaga allra sem þú þekktir var ótrúlegt. Þegar heilsa þín fór að gefa sig, söknuðum við svo mikið þinnar ljúfu og skemmtilegu persónu. Nú vitum við að þú ert komin á stað þar sem þú færð að njóta þín, sauma út og hlæja. Lækkar lífdaga sól. Löng er orðin mín ferð. Fauk í faranda skjól, fegin hvíldinni verð. Guð minn, gefðu þinn frið, gleddu og blessaðu þá, sem að lögðu mér lið. Ljósið kveiktu mér hjá. (Herdís Andrésdóttir.) Samúðarkveðjur sendum við allri fjölskyldu þinni. Hafðu þökk fyrir allt. Vinir þínir í Húsinu. Jóndóra Elsabet Jónsdóttir Ef þau deyja hverfa þau til guðs, eins og draumur, sem aldrei gleymist. Í sorginni mætast foreldrar og börn og verða ekki síðan viðskila. (Jón úr Vör) Við nutum þeirra forréttinda að kynnast Magnúsi Óla þar sem hann stundaði nám við Safamýrarskóla. Þar fengum við tækifæri til að upp- lifa ýmislegt skemmtilegt saman og taka þátt í hans daglega lífi. Magnús Óli var duglegur, þrautseigur og glaðlyndur strákur sem naut sín vel í skólanum. Við minnumst Magnús- ar Óla af miklum hlýhug og vottum fjölskyldu hans samúð okkar á þess- um erfiða tíma. Kveðja Drífa, Guðrún Á., Guðrún P., Lilja, Lovísa og Margrét. Ég fékk erfitt símtal í síðustu viku. Um leið og ég heyrði röddina í vinkonu minni, henni Guðbjörgu, vissi ég að eitthvað hafði komið fyr- ir. Elsku sonur hennar, hann Magn- ús Óli, hafði dáið um nóttina. Hann sofnaði svefninum langa um borð í flugvél á leið heim til Íslands. Guðbjörg var einmitt stödd í heimsókn hjá mér í Kaupmannahöfn þegar Kristján pabbi Magnúsar fékk símtal frá Vildarbörnum Ice- landair, um að þau hefðu fengið út- hlutað styrk til að fara í draumaferð með strákinn sinn. Mikil gleði og spenna ríkti – enda höfðu þau ekki áður farið öll saman í frí með Magn- ús Óla með sér – þar sem slík ferð kostaði mikla peninga og mikla fyr- irhöfn, sökum fötlunar og veikinda Mola litla, eins og hann var gjarnan kallaður. Ferðin til Orlando var að Guðbjargar sögn yndisleg og afar vel heppnuð. Það gladdi mig mikið að heyra það. Guðbjörg og Kristján með öllum börnunum sínum fjórum ásamt Sessý og hjúkrunarkonunni Gillian. Magnús brosti alla dagana og naut þess að vera með fjölskyldunni, sem og alls sem Orlando hafði upp á að bjóða. En því miður var ferðin eins- konar kveðjustund Magnúsar. Hann átti góðan tíma með fjölskyldu sinni, en eftir margra ára veikindi og mikla fötlun var hann eflaust orðinn þreyttur. Þessi yndislegi drengur er farinn, en hann skilur mikið eftir sig. Hann kenndi okkur hinum mikið. Hann hafði mikinn baráttu- og lífsvilja. Var oft mjög nærri því að kveðja en harkaði allt af sér og kom t.d. lækn- um sínum á óvart. Ég hafði því miður ekki séð mikið af Magnúsi síðastliðin ár, bæði þar sem ég bý erlendis og svo hittist yf- irleitt þannig á að Magnús var á sambýlinu, þar sem hann bjó, þegar ég kom í heimsókn. En ég var dugleg að fylgjast með honum og lét spurningum rigna yfir vinkonu mína um hann og líðan hans. Guðbjörg var síðan búin að lofa mér að fá hann heim til sín næst þegar ég kæmi til landsins. Þá ætl- aði hún að hafa hann í græna bolnum sem ég gaf honum í afmælisgjöf í janúar – mamma hans sagði að hann væri svo sætur í honum og færi hon- um svo vel. Elsku Guðbjörg mín, ég finn svo til með þér. Mér finnst líka oft erfitt að skilja hvers vegna svona mikið er lagt á eina manneskju. En ég veit að þú munt taka á þessu með æðruleysi og kjarki, eins og þú hefur alltaf gert. Ég dáist að þér og er stolt að eiga vinkonu eins og þig. Við Birkir sendum þér, Kristjáni, Birtu, Sigrúnu, Hauki og öllum öðr- um í fjölskyldu ykkar okkar innileg- ustu samúðarkveðjur. Hugur okkar er hjá ykkur. Elsku Magnús Óli. Minningin um þig mun lifa áfram í hjörtum allra sem þekktu þig. Þú varst yndislegur drengur og verður fallegur og frjáls engill á himnum. Guð blessi þig. Fríða Dóra Steindórsdóttir.  Fleiri minningargreinar um Magnús Óla Guðbjargarson bíða birtingar og munu birtast í blaðinu á næstu dögum. ✝ Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, HÖRÐUR SÆVALDSSON tannlæknir, Sefgörðum 10, Seltjarnarnesi, verður jarðsunginn frá Hallgrímskirkju þriðjudaginn 15. maí kl. 13.00. Blóm og kransar eru afþakkaðir en þeim sem vilja minnast Harðar er bent á reikning 0372-13-110667, kt. 080657-5959, sem stofnaður hefur verið í minningu hans. Það fé sem safnast verður sett í minningarsjóð og notað til að efla þekkingu á sviði tannverndar og tannlækninga á Íslandi. Ragnheiður Marteinsdóttir, Helga Harðardóttir, Sturla Jónsson, Hildur Harðardóttir, Óskar Einarsson, Friðrika Þóra Harðardóttir, Friðbjörn Sigurðsson, Hjördís Edda Harðardóttir, Arnór Halldórsson, Ragnheiður Harðar Harðardóttir, Lýður Þorgeirsson, Sævaldur Hörður Harðarson, Dagný Lind Jakobsdóttir, Hörður Harðarson, Sigríður Marta Harðardóttir, barnabörn og barnabarnabarn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.