Morgunblaðið - 11.05.2007, Blaðsíða 52

Morgunblaðið - 11.05.2007, Blaðsíða 52
52 FÖSTUDAGUR 11. MAÍ 2007 MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN VART hefur það farið fram hjá fólki, að kosningar til Alþingis eru framundan. Loforðakapphlaupið er hafið. Það væri að æra óstöðugan að tí- unda allan þann pakka, en mig langar þó til að horfa til Kastljóssþáttar fyrir stuttu síðan. Þar mættu til leiks hjá Sigmari tvær konur, Kristrún Heim- isdóttir frá Samfylkingu og Ragn- heiður Elín Árnadóttir frá Sjálf- stæðisflokki. Kristrún hefur það fyrir sið að grípa frammí í tíma og ótíma og reyna með því að hefta málflutning annarra. Þetta er aðferð sem notuð er af þeim sem hafa lélegan málstað. Hún hafði það á hreinu hvað lof- orðalisti Sjálfstæðisflokksins kost- aði, en vissi Kristrún hvað lof- orðalisti Samfylkingar kostar? Við fengum ekki svar við þeirri spurn- ingu. Stjórnandi Kastljóssins þetta kvöld reyndi hvað hann gat að fá svar, en Kristrún jós óskiljanlegum orðaflaumi yfir hann og Ragnheiði og leyfði sér þann dónaskap að brjóta allar eðlilegar leikreglur og þegar málæðinu loksins linnti sagði hún við Ragnheiði: Vertu mál- efnaleg. Kristrún var þá enn spurð, af Sigmari, hvað loforðalisti Sam- fylkingar væri í krónum talið, en ekki kom svar við því. Málæðiskæfiaðferðin er komin frá formanni Samfylkingarinnar. Það kom glögglega fram í þættinum Silfri Egils. Þar voru mætt Ingi- björg Sólrún, form. Sam- fylkingarinnar, og Víglundur Þor- steinsson í B.M.Vallá. Og formað- urinn tók til máls og talaði. Víg- lundur skaut inn orði og orði og beið rólegur. Loks kom að því að honum leiddist biðin og bað Egil um að fá tækifæri til að taka þátt í þessari umræðu, og fékk það. Víglundur var varla byrjaður þegar formaðurinn greip frammí. Víglundur benti formanninum á að hún hefði fengið að tala og ekki verið trufluð, hann óskaði því eftir því að hann fengi að tala trufl- unarlaust. Þá sagði formaðurinn: Nú, ég hélt að við ætluðum að tala saman um þessi mál. Það er því skilningur Ingibjargar Sólrúnar, formanns Samfylkingarinnar, að hún tali og hinir hlusti. Guðmundur Steingrímsson, með- reiðarsveinn Ingibjargar Sólrúnar, skrifar bakþanka í Fréttablaðið ný- lega undir fyrirsögninni. „Þjóð á bið- lista“. Hann segir svo frá. „Á dögunum fór ég ásamt skoð- anasystur minni í heimsókn í fang- elsi. Þá tjáðu fangarnir mér eitt sem ég vissi ekki, hafði bara ekki dottið það í hug, að meira að segja í fang- elsin hér á landi eru biðlistar. Dæmdir menn þurfa að gjöra svo vel að bíða í þónokkurn tíma, jafnvel nokkur ár, áður en þeim er hleypt inn í fangelsin til þess að afplána.“ Ætli það sé eitthvað fleira sem Guðmundur Steingrímsson veit ekki, eða honum hefur ekki dottið í hug? Guðmundur veit auðvitað ekki, að við höfðum hér dómsmálaráð- herra sem vildi drífa í því að byggja hér fangelsi einmitt til þess að dæmdir menn þyrftu ekki að bíða, jafnvel árum saman, til að komast í afplánun. Frú Sólveig Pétursdóttir gegndi þessu embætti þá og vildi bæta úr. En stjórnarandstaðan var að sjálfsögðu á móti og sagði: dóms- málaráðherra vill minnisvarða eins og Davíð. Þráinn Bertelsson skrifar um rússneska hollustu í Fréttablaðið 21/4 s.l. „Fór í sund. Á meðan var Geir H. Haarde endurkjörinn for- maður Sjálfstæðisflokksins með rússneskri kosningu. Mér rennur alltaf kalt vatn milli skinns og hörunds þegar ég frétti af einróma stuðningi við stjórn- málaleiðtoga.“ Svo mörg voru þau orð. Nú spyr ég. Hvað er rússnesk kosning? Hvað er einróma stuðn- ingur? Ég hef litið svo á, að rússnesk kosning væri þegar einhver fær yfir 90 prósent atkvæða, en einróma stuðningur þegar ekki er kosið, bara klappað. Það var bara klappað í for- mannskjöri Samfylkingarinnar. Þannig að hið kalda vatn milli skins og hörunds er því komið frá Sam- fylkingunni. Kalt vatn milli skinns og hörunds Eftir Ragnar S. Magnússon Höfundur er prentari og áhuga- maður um stjórnmál. MEÐ áframhaldandi forustu Geirs H. Haarde í ríkisstjórn tryggjum við áfram leikgleði, árangur, sanngirni og frumkvæði. Sjálfstæðisflokkurinn er það ankeri sem íslenskt samfélag hefur alltaf getað treyst á með fullri virðingu fyrir öðrum stjórnmálaflokkum. Árangurinn af stjórnarsetu sjálfstæðismanna í ríkisstjórn fer ekkert á milli mála, og það er sérstætt að forustumenn stjórnarand- stöðuflokkanna hafa viðurkennt það í umræðum í fjöl- miðlum. Árangur til allra átta. Ef vel gengur og vel fiskast þá skipta menn ekki um kallinn í brúnni bara til að skipta, það væri glórulaust. Þess vegna er það bæði skynsamlegast og mest spennandi um leið að tryggja forustu Sjálfstæð- isflokksins í næstu ríkisstjórn, en það gerist ekki nema með öruggu fylgi við flokkinn í kosningunum á laugardaginn kemur. Ég vil sérstaklega hvetja alla kjósendur í Suðurkjördæmi til þess að fylkja liði um Sjálfstæðisflokkinn, eina stóra jafnaðarflokkinn á Íslandi með rammíslenska stefnu á öllum bylgjulengdum. Með sterkum Sjálfstæð- isflokki í Suðurkjördæmi tryggjum við best áframhaldandi uppbyggingu, öflugra sjálfstæði einstaklinga, fjölskyldna, fyrirtækja og sveitarfélaga. Nýtum þann möguleika til heilla okkar byggðum frá Lónsöræfum í austri til Sandgerðis í vestri. Höfum gaman af þessu, skilum árangri, gefumst aldrei upp þótt gefi á bátinn og pusi. Lífið á að vera skemmtilegt þótt eng- inn hafi sagt að það eigi að vera létt. Við höfum stefnuna á miðið og þá er bara að keyra í sólstafa vindi með blússandi byr með happafleyinu Sjálf- stæðisflokknum XD. Með happafleyinu Sjálfstæð- isflokknum í blússandi byr Eftir Árna Johnsen Höfundur skipar 2. sætið á lista Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi til Alþingis. FYRIR nær tveimur áratugum átti ég sem blaðamaður á tímarit- inu Heimsmynd viðtal við ungan Sádi-Araba, sem hér var í heim- sókn hjá íslenskum kunningja sín- um sem hann hafði kynnst við nám í háskóla í Bandaríkjunum. Það sem mér er minnisstæðast úr þessu viðtali er að hann sagði við mig eitthvað á þessa leið: Ísland býr yfir mikilli orku í vatnsföllum sínum og jarðhita. Þakkið guði fyrir að sú mikla orka er ekki í formi olíu, því að þá væruð þið örugglega ekki sjálfstæð þjóð. Hér vísaði viðmælandi minn til þess að heimaland hans Sádi- Arabía býr yfir meiri olíulindum en nokkurt annað ríki í heiminum, og að þau auðæfi eru einungis á forræði örfámennrar ættarklíku, sem hefur tengt sig helstu al- þjóðaauðhringum og valdaklíkum Bandaríkjanna órjúfanlegum böndum og fer með olíuauðinn sem einkaeign. Þrátt fyrir allan auðinn er þjóðinni haldið fanginni í viðjum miðaldaskipulags, konur eru réttlausar með öllu, og karlar lítið betur staddir; enginn þegn kemst upp með nokkurt múður. Síðan hefur þróunin orðið sú að Orka, með stórum staf og í hvaða formi sem er, hefur orðið eftirsótt- asta auðlind veraldar. Það er okk- ur Íslendingum ekki lengur vörn að orka okkar er ekki í formi olíu til útflutnings heldur staðbundin, hrein og endurnýjanleg. Við búum yfir eftirsóttum auðlindum, sem nú stíga í verði nánast með degi hverjum. Við þurfum að gæta þess vandlega hvernig við verjum þess- um auði. Ekki láta það henda okk- ur að selja hann frá okkur á út- söluverði til margra áratuga og binda þannig hendur komandi kynslóða. Fyrir rúmu ári var eitt prósent, sem Álftaneshreppur átti í Hita- veitu Suðurnesja, selt á 27 millj- ónir króna. Nú fyrir skemmstu seldi ríkið sinn hlut í sömu hita- veitu á 18,5-földu verði: Hvert pró- sent á 500 milljónir króna. Hingað til hafa þessar orkulind- ir okkar verið ýmist þjóðareign eða í eigu sveitarfélaga. Samfara því að aukin eftirspurn keyrir upp orkuverðið færist sá áróður í aukana að það beri að einkavæða orkufyrirtækin. Þannig, segja sumir þeirra sem kalla sig „hægri- græna“ í Sjálfstæðisflokknum, er hægt að koma í veg fyrir að ákvarðanir um virkjanir séu tekn- ar á pólitískum forsendum í sov- éskum stíl; ríkisábyrgðir hverfa úr sögunni og allar ákvarðanir um virkjanir verða teknar á hreinum viðskiptaforsendum. En gætum að því, að eftir að við höfum sleppt hendinni af þessum fyrirtækjum okkar ganga hluta- bréf í þeim kaupum og sölum í kauphöllum heimsins. Eflaust verður í upphafinu um einkavina- væðingu að ræða; nokkrir skjól- stæðingar stjórnarflokkanna á borð við S-hópinn kaupa bréfin í fyrstu atrennu og maka vel krók- inn. Næst koma svo alþjóðaauð- hringarnir og fara létt með að kaupa upp þessi fyrirtæki með öll- um þeirra virkjanaréttindum og virkja það sem þeim sýnist og greiða orkuna fyrir stóriðjuna sína því verði sem þeim sýnist og rukka okkur sömuleiðis um það sem þeim sýnist fyrir heim- ilisrafmagnið. Undanfarna daga hefur það ver- ið í fréttum að Alcoa (sem er að reisa Fjarðaál og hefur fyrirheit stjórnvalda um að reisa álver á Húsavík) ætlar að gleypa Alcan (sem hefur verið að reyna að knýja fram stækkun á Ísal í Straumsvík) með fjandsamlegri yf- irtöku. Úr yrði stærsti álhringur í heimi, sem yfirgnæfði íslenska þjóðríkið að stærð og umsvifum. Iðnaðarráðherrann, formaður flokksins fylgislausa, er þó borg- inmannlegur: „Við munum tryggja að þetta verði engin valda- samþjöppun gagnvart okkur“ (!) segir hann í Morgunblaðinu. Við þekkjum viðhorf núverandi stjórnarflokka til auðlinda landsins sem sameignar þjóðarinnar. Þeir hafa róið að því öllum árum að koma þeim í hendur skjólstæðinga sinna, sem bíða þess tækifæris, þegar þeir geti selt þær á heims- markaðsverði. Okkar hinna bíður þá hlutverk þrælsins, sem ekkert hefur með sín eigin örlög að gera. Kannski munu kosningarnar á laugardaginn ráða úrslitum um sjálfstæði Íslands. Alcan fyrst, Ísland næst Eftir Ólaf Hannibalsson Höfundur skipar annað sætið á lista Íslandshreyfingarinnar í Reykjavík-norður. MORGUNBLAÐIÐ er ekki bara málgagn Sjálfstæðisflokksins heldur áróðursvél. Nú er Samfylkingunni farið að ganga of vel og þá er tekin Stak- steinasleggjan og byrjað að berja með dónaskap á Ingi- björgu. Þetta er ekki nýtt. Í heilt ár hamr- aði Morgunblaðið skipulega á því í Staksteinum og leið- urum hvað Ingibjörg Sólrún væri ómöguleg. Síðan fjölluðu litlu spuna- doktorarnir um Staksteinaummælin og leiðarana eins og um stórasann- leik væri að ræða. Sú ókurteisi og æpandi karlremba sem einkenndi þessi skrif verður rannsóknarefni seinni tíma en allt snerist þetta um að Sólrún væri að tapa fylgi Samfylk- ingarinnar vegna þess hvað hún væri ómögulegur leiðtogi. Nú er fylgið á hraðri uppleið og Morgunblaðið á í miklum vanda því ekki er hægt að viðurkenna að það geti verið Ingibjörgu Sólrúnu eða jafnaðarstefnunni að þakka. Þá er byrjað að spinna sögu um klofning í forystu Samfylkingarinnar, klofning sem útiloki samstarf við hana að loknum kosningum. Morgunblaðið gengur jafnvel svo langt að fullyrða að það styðjist við „traustar heim- ildir“. Ég get fullyrt að Morg- unblaðið er að láta spila rækilega með sig og þær „heimildir“ sem það hefur eru verulega „ótraustar“. Karlremban og dónaskapurinn birt- ist aftur í Staksteinum 8. apríl þegar gleiðgosinn fullyrðir að öll barátta Ingibjargar Sólrúnar snúist um að komast í stjórn með Sjálfstæð- isflokknum. Þorsteinn Pálsson ritstjóri Frétta- blaðsins, sem er maður með reynslu og hefur myndað ríkisstjórn oftar en Morgunblaðritstjórarnir, er allt ann- arrar skoðunar. Þorsteinn telur að álverskosningin í Hafnarfirði hafi losað um spennuna í umhverfismál- unum, en þær kosningar voru verk Samfylkingarinnar. Hann telur að eini flokkurinn sem muni eiga í ein- hverjum vandræðum með stjórn- arsamstarf verði VG vegna málefna sem þeir eigi erfitt með að fá aðra til að taka undir. Þorsteinn hugsar aug- ljóslega stjórnarmyndunarkosti fyrst og fremst út frá staðreyndum og málefnum en ekki gróusögum eða strákslegu bulli. Ótti Morgunblaðsins við Samfylk- ingu í stjórn er jafnfáránlegur og hræðsla þess við flutningabílstjóra. Í desember 2005 birtist sú skoðun í leiðara Morgunblaðsins að flutn- ingabílstjórar séu ógnvaldar í um- ferðinni. Þessi vitleysa hefur haldið áfram og í Reykjavíkurbréfi hinn 21. apríl sl. tók steininn úr þegar þeir beinlínis segja flutningabílstjóra helstu ógn við líf fólks á vegunum: „Nú er flestum landsmönnum orðið ljóst að óbreytt vegakerfi okkar er lífshættulegt. Umferð risastórra flutningabíla um þjóðvegina er orðin svo mikil að þeir sem þar eru á ferð á litlum bílum eru í lífshættu …“ og svo aftur í leiðara hinn 5. maí sl. spyr leiðarahöfundur: „Hvenær kemur að því að almennir vegfarendur … krefjast þess að umferð þeirra (flutningabíla) verði bönnuð eða tak- mörkuð.“ Flutningabílstjórar eru hópur ósérhlífins fólks sem heldur við- skiptalífinu gangandi með vöruflutn- ingum landshorna á milli. Starfs- bræður þeirra, skipstjórar og flugstjórar flytja varninginn til og frá landinu. Þetta eru atvinnumenn og ef slysasagan er skoðuð þá hafa flutningabílstjórar sárasjaldan vald- ið skaða á öðrum en sjálfum sér með útafakstri eða veltum. Slysavaldar í umferðinni eru fyrst og fremst dómgreindarlausir karl- menn á einkabílum sem aka án tillits til aðstæðna. Tíföldun íslenskra vega mun ekki breyta því. Það að Morg- unblaðið skuli telja flutningabílstjóra lífshættulega ógnvalda umferð- arinnar og að ritstjórar þess skuli halda að samfélagið geti lifað það af að umferð flutningabifreiða verði bönnuð, bendir til ótrúlegs dóm- greindarleysis og er jafnfáránlegt og hræðsla þeirra við hugsanlega stjórnarsetu Samfylkingarinnar. P.s. Í grein fyrir skömmu sagði ég skattleysismörk vera um 75.000,- kr.. Rétt er að þau eru rúmar 90.000,- kr.. Talan var fengin af www.rik- iskassinn.is en Hjördís vissi svo bet- ur. Ótti Morgunblaðs við Sam- fylkingu og flutningabílstjóra Eftir Stefán Benediktsson Höfundur er arkitekt og 9. maður borgarstjórnarflokks Samfylkingarinnar í Reykjavík. ÞEGAR A-flokkarnir hurfu af sviði íslenskra stjórnmála gerðu lang- flestir jafnaðarmenn ráð fyrir því, að nú væri loksins upp runninn tími sameiningar vinstri manna á Íslandi eftir langa eyðimerkurgöngu. Nei, það var nú aldeilis ekki. Í stað þess að taka upp alvöru- viðræður við félaga sína úr báðum flokkum um stofnun nýs jafnaðarmannaflokks völdu Steingrímur og félagar hans enn eina klofningsleiðina. Hver er svo árangurinn? Hann er augljós. Með þessu háttalagi hafa þeir afhent íhaldinu og Framsókn lyklana að stjórnarráðinu kosn- ingar eftir kosningar. Svo kemur Steingrímur skælbros- andi fram í sjónvarpi og segist hafa verið svo „heppinn að tapa fyrir Margréti Frímannsdóttur í kosningu um for- mannsembættið í Alþýðubandalaginu“. Heppinn með hvað? Þoldi Stein- grímur ekki að bíða lægri hlut fyrir þessari ágætu konu? Var það kannski þess vegna, sem hann heyktist á því að horfa til framtíðar og taka þátt í sögulegum sáttum vinstri manna í stað þess að vera eins konar kommandör í halelújasöfnuði? Menn ættu að lesa ævisögu Margrétar Frí- mannsdóttur (Stelpan frá Stokkseyri). Auðvitað geta menn barist fyrir sjónarmiðum sínum í fjölmennum flokkum, jafnvel þótt þeir viti það, að þeir kunni að verða a.m.k. um sinn í minnihluta í einstökum málum. Þjóð- in vill ekki segja sig úr Atlantshafsbandalaginu, hún vill skynsamlegar ráðstafanir í öryggis- og varnarmálum í samvinnu við vinaþjóðir austan hafs og vestan og Austfirðingar vildu fá álverið á Reyðarfirði sem þátt í því að stöðva flóttann úr fjórðungnum. Undirritaður hefur fylgst með ís- lenskum stjórnmálum allt frá 1938, þegar kommúnistar klufu Alþýðu- flokkinn og þar með hófst darraðardansinn á vinstri væng stjórnmálanna. Allt hefur þetta orðið vatn á myllu hægri manna og mun svo verða áfram, ef málum linnir ekki. Ég hygg, að Vinstri græn muni fyrr en síðar átta sig á því, að flokkur þeirra er á rangri leið. Eina leiðin nú til að vinna áfram að sameiningu jafnaðarmanna er að styrkja og styðja Samfylk- inguna. Það er ekkert aðalatriði að Ingibjörg Sólrún Gísladóttir verði forsætisráðherra, þótt það yrðu að sjálfsögðu tímamót í íslenskum stjórn- málum, ef hún fyrst kvenna gegndi því embætti. Kjarni málsins er efling Samfylkingarinnar í komandi kosningum. Örlagarík mistök Steingríms og félaga Eftir Guðmund Magnússon Höfundur er fv. fræðslustjóri í Austurlandsumdæmi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.