Morgunblaðið - 11.05.2007, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 11.05.2007, Blaðsíða 2
2 FÖSTUDAGUR 11. MAÍ 2007 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fréttir frett@mbl.is Fréttastjórar Ágúst Ingi Jónsson, aðstoðarfréttaritstjóri, aij@mbl.is Sigtryggur Sigtryggsson, aðstoðarfréttaritstjóri, sisi@mbl.is Viðskipti vidsk@mbl.is Björn Jóhann Björnsson, fréttastjóri, bjb@mbl.is Daglegt líf Guðbjörg Guðmundsdóttir, gudbjorg@mbl.is Menning menning@mbl.is Fríða Björk Ingvarsdóttir, ritstjórnarfulltrúi, fbi@mbl.is Umræðan | Bréf til blaðsins Guðlaug Sigurðardóttir, ritstjórnarfulltrúi, gudlaug@mbl.is Minningar minning@mbl.is, Stefán Ólafsson, Arnór Ragn- arsson Dagbók| Kirkjustarf Ellý H. Gunnarsdóttir, elly@mbl.is Íþróttir sport@mbl.is Sigmundur Ó. Steinarsson, fréttastjóri, sos@mbl.is Útvarp | Sjónvarp Hulda Kristinsdóttir, dagskra@mbl.is mbl.is netfrett@mbl.is Guðmundur Sv. Hermannsson fréttastjóri gummi@mbl.is HÆSTIRÉTTUR staðfesti í gær dóm Héraðsdóms Reykjavíkur um að tveir Litháar á fertugsaldri, Šarunas Budvytis og Virûnas Kaval- èiukas, skuli sæta 7 ára fangelsisvist fyrir að standa sameiginlega að inn- flutningi á tæplega 12 kílóum af mjög sterku amfetamíni ætluðu til sölu- dreifingar. Fram kemur í dómi Hæstaréttar, að samkvæmt fyrirliggjandi mats- gerð hefði verið unnt að drýgja efnið og fá úr því um eða yfir 30 kíló af am- fetamíni, með ríflega 20% styrkleika. Í niðurstöðu héraðsdóms, sem stað- fest var í Hæstarétti, segir að engum vafa sé undirorpið hverjir hættu- eiginleikar efnisins séu. Brot mann- anna hafi verið þaulskipulögð og þeir hafi frá upphafi gert sér far um að villa um fyrir rannsóknaraðilum. Þeir Budvytis og Kavaleiukas komu með ferjunni Norrænu til Seyðisfjarðar í júlí í fyrra. Í bíl, sem þeir fluttu með sér, fundust átta plastflöskur, fylltar með hvítu dufti, sem komið hafði verið vandlega fyrir í eldsneytistanki. Duftið reyndist við rannsókn vera amfetamín. Málið dæmdu hæstaréttardómar- arnir Gunnlaugur Claessen, Garðar Gíslason, Hrafn Bragason, Ingibjörg Benediktsdóttir og Markús Sigur- björnsson. Verjandi ákærða Budvytis var Sveinn Andri Sveinsson hrl. og verj- andi meðákærða Björgvin Jónsson hrl. Sækjandi var Sigríður Elsa Kjartansdóttir saksóknari hjá ríkis- saksóknara. Sjö ára fangelsi fyrir amfetamínsmygl Hrun í íshelli í Sólheimajökli VARAÐ er við hruni úr íshelli sem er í Sólheimajökli. Innan við ár er síðan ferðamaður lést hér á landi þegar hluti úr íshelli í Hrafntinnu- skeri hrundi yfir hann. Íshellirinn í Sólheimajökli breyt- ist á hverjum degi, mikið hrun er úr honum og hættulegt að fara um hann, segir í fréttatilkynningu frá Slysavarnafélaginu Landsbjörg og lögreglunni á Hvolsvelli. Greini- legar sprungur eru komnar og víða er ísinn allþunnur. Björgunarsveitin Víkverji setti upp skilti, á fimm tungumálum, við íshellinn í vikunni þar sem varað er við því að vera í honum vegna hættu á hruni. Eftir Andra Karl andri@mbl.is „ÞAÐ SNJALLA við þetta er að um 60% þeirra sem eru háðir öndunar- vél ævilangt geta losnað við hana allan sólarhringinn og um 40% alla vega 16 klukkustundir á dag,“ segir Páll Gíslason, læknir á Landspítala – háskólasjúkrahúsi, um tvær að- gerðir sem gerðar voru á spítalan- um í gær sem hluti af fjölsetra rann- sóknarverkefni. Páll segir lífsgæði sjúklinganna aukast gríðarlega eftir aðgerðina. Bandarískur skurðlæknir, Ray- mond Onders, stjórnaði aðgerðun- um og var Margréti Oddsdóttur inn- an handar en hún gerði aðgerðirnar. Um er að ræða kviðsjáraðgerð eða gægjugatsaðgerð og eru rafskaut sett hvort sínum megin á þindina. Áður en það er gert er mælt með rafstraumi hvar best svörun er. Í þrjá áratugi hefur verið notuð sú aðferð að setja rafskaut á þindina og eru fyrir tvær aðferðir til þess. Þær fela hins vegar báðar í sér að opna þarf brjóstkassann, þ.e. gera opna brjóstholsaðgerð. Þessar að- ferðir hafa verið notaðar víða um heim en nýja aðferðin á eftir að valda byltingu. Lengi vel var það að- eins Raymond Onders sem gerði þessar aðgerðir og hefur hann gert 61 slíka; 42 á sjúklingum sem þjást af mænuskaða og 19 á MND-sjúk- lingum. Fleiri aðgerðir hugsanlegar „Þetta er rannsóknarverkefni ennþá og í prófun. Við erum fjórða setrið en að auki hafa aðgerðir verið gerðar í Atlanta í Bandaríkjunum, Vancouver í Kanada og á heima- stöðvum Onders í Cleveland sem einnig er í Bandaríkjunum. Þetta er svo fjórða setrið og Margrét hefur nú gert tvær aðgerðir,“ segir Páll og útilokar ekki að fleiri slíkar aðgerðir verði gerðar á LSH. „Nú er mænuskaðahópurinn sem betur fer aðeins þessir tveir sjúk- lingar, þ.e. sem háðir eru öndunar- vél, en ef þörfin kemur upp aftur er alltaf möguleiki á að gera aðgerðina. Við getum pantað búnaðinn og Mar- grét hefur þekkinguna.“ Páll segir að aðgerðin muni ger- breyta lífi sjúklinganna, enda mun meiri heilsufarsleg áhætta sem fylgir því að vera í öndunarvél og dæla lofti inn undir yfirþrýstingi. Þá þarf ennfremur að gefa þrisvar sinn- um meira loft en ef sjúklingurinn andar sjálfur. Með þindaröndun dregur þindin sig saman og verður þá undirþrýstingur sem tryggir að mun meira af lofti fer niður í lungun. „Þá er miklu minni sýkingarhætta þar sem nánast enginn sem háður er öndunarvél sleppur við að fá lungna- bólgu sem getur ógnað lífi viðkom- andi. Mun minni hætta er á slíku.“ Viku eftir aðgerðina má byrja að örva þindina þrjátíu mínútur í senn og með tímanum verður það aukið í nokkrum sinnum á dag. Eftir þrjá til fjóra mánuði ættu sjúklingarnir að geta verið lausir við öndunarvél- ina. Mun gerbreyta lífs- gæðum sjúklinganna Morgunblaðið/RAX Tímamótaaðgerð Læknateymið Páll Ingvarsson, Margrét Oddsdóttir og bandaríski skurðlæknirinn Raymond Onders. Í HNOTSKURN »Bandaríski læknirinn Ray-mond Onders stjórnaði en Margrét Oddsdóttir gerði að- gerðirnar. »Með þeim verður mænu-sködduðum sjúklingum gert kleift að losna úr önd- unarvél, 60% sjúklinga allan sólarhringinn. »Rafskaut eru fest áþindina sem örva hana og tryggja öndun og mun meira af lofti en öndunarvélin gerir.  Tvær tímamótaaðgerðir gerðar á LSH í gærdag  Mænuskaddaðir sjúklingar losna við öndunarvél Morgunblaðið/Ómar Elst á Íslandi Kristín Guðmundsdóttir, 105 ára, er elsti núlifandi Íslendingurinn. Með henni eru á myndinni barnabarnabarn hennar Lilja Þorsteinsdóttir og synir hennar Óttar 2 ára og Ísak 6 ára. Afkomendur Kristínar eru núna 40 og fagna þeir með afmælisbarninu á Sólvangi í dag. Kristín Guðmundsdóttir er elsti Íslendingurinn Fagnar 105 ára afmæli KRISTÍN Guðmundsdóttir, sem er elsti núlifandi Íslendingurinn, verður 105 ára í dag. Hún kemst þar með í hóp þeirra 23 Íslend- inga sem hafa orðið svo langlífir, en 18 þeirra hafa átt heima á Ís- landi og 5 í Vesturheimi. Kristín er fædd í Kolbeinsvík í Strandasýslu og ólst upp í Byrg- isvík. Foreldrar hennar voru Guð- mundur Jónsson bóndi og Sigríð- ur Ingimundardóttir húsmóðir. Kristín átti sextán systkini, en þrettán þeirra náðu fullorðins- aldri. Kristín flutti til Ísafjarðar 1935 og til Reykjavíkur 1954. Hún flutti síðan til Hafnarfjarðar árið 1958. Kristín stundaði verkamanna- vinnu samhliða heimilisstörfum. Kristín var mikil handa- vinnukona, saumaði, prjónaði og heklaði mikið. Hún er trúuð og mikið fyrir að hlusta á sálma og íslensk ættjarðarlög. Áður fyrr sótti hún samkomur hjá Hjálpræð- ishernum. Maður Kristínar var Viggó Guð- mundsson verkamaður, ættaður af Ströndum. Börn þeirra voru Skúli, sem lést aðeins tvítugur að aldri, Vigdís, Lilja og Sigmundur, sem lést 2004. Kristín bjó á Álfaskeiði 64 með syni sínum Sigmundi þar til hún fór á hjúkrunarheimilið Sólvang, þá orðin 100 ára. Sigmundur kom á hjúkrunarheimilið nokkru áður. Kristín klæðist suma daga og situr stutta stund í hjólastól. Heyrn hennar er farin að daprast en sjónin er góð. Dætur hennar koma daglega í heimsókn. Afkom- endur Kristínar og Viggós eru 40. LÖGREGLUMENN í Borgarnesi handtóku ökumann bifreiðar í um- dæminu í gærkvöldi vegna gruns um akstur undir áhrifum fíkniefna. Maðurinn var færður á lögreglu- stöð og sleppt að loknum yfir- heyrslum lögreglu en mál hans fær áframhaldandi meðferð hjá sýslu- manni. Þessu til viðbótar gerðu lög- reglumenn leit í bifreið mannsins og fundu þá nokkur grömm af kannabisefnum sem lagt var hald á og verða þau að líkindum gerð upp- tæk með dómi eða annars konar viðurlögum. Tekinn með kannabisefni
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.