Morgunblaðið - 11.05.2007, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 11.05.2007, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 11. MAÍ 2007 11 FRÉTTIR FRÉTTASKÝRING Eftir Elvu Björk Sverrisdóttur elva@mbl.is „Í STUTTU máli þá viðgengst þetta ekki hér á landi og ég tel að laga- ákvæði séu fullnægjandi sem banna þetta,“ segir Sigurbjörn Sveinsson, formaður Læknafélags Íslands. Í frétt sem bandaríska blaðið New York Times birti í fyrradag segir að tvö af stærstu lyfjafyrirtækjum heims, Amgen og Johnson & John- son, greiði læknum upphæðir sem alls nema mörg hundruð milljónum dollara fyrir að gefa sjúklingum sín- um lyf sem notuð eru við járnskorti. Í frétt blaðsins segir að í Bandaríkj- unum séu greiðslur sem þessar lög- legar, en hingað til hafi fólk almennt ekki gert sér grein fyrir umfangi þeirra. Þeir sem gagnrýnt hafa greiðsl- urnar segja að þær hafi hvetjandi áhrif á lækna til þess að ávísa lyfjum í magni sem getur aukið hættu á að sjúklingarnir fái hjartaáfall eða heilablóðfall. En lyfjafyrirtæki geta endurgreitt læknum hluta þeirrar upphæðar sem þeir greiða fyrir lyf, líkt og lyf við járnskorti, sem þeir gefa á sjúkrastofum sínum Siðareglur og starfsmannalög Sigurbjörn segir óþekkt hér á landi að læknar fái greiðslur frá lyfjafyrirtækjum með þessum hætti. Um það séu ákvæði í siðareglum lækna og einnig í svonefndum starfsmannalögum, lögum um rétt- indi og skyldur starfsmanna ríkisins. En hvað um lækna í einkarekstri? Sigurbjörn segir Læknafélagið túlka störf þeirra þannig að þeir séu opinberir sýslunarmenn. Undir þetta tekur Gunnar Ármannsson, lögfræðingur LÍ. „Ef læknar ráð- stafa opinberum hagsmunum, til dæmis með því að skrifa út lyfseðla, eru þeir í þeim skilningi opinberir starfsmenn,“ segir hann. Gunnar vísar einnig til 128. greinar al- mennra hegningarlaga í þessu sam- bandi. Þar segir að allt að sex ára fangelsi liggi við „ef opinber starfs- maður heimtar, tekur við eða lætur lofa sér eða öðrum gjöfum eða ávinn- ingi, sem hann á ekki tilkall til, í sambandi við framkvæmd starfa síns …“ Þá sé Ísland aðili að evr- ópskum spillingarsamningi frá árinu 1999. Þar hafi hugtakið spilling verið skilgreint á þann hátt að það sé „mútur eða önnur háttsemi sem brýtur gegn skyldum manna sem falin hefur verið ábyrgð af opinber- um eða viðskiptalegum toga, hvort sem um er að ræða opinbera starfs- menn, launþega eða sjálfstæða um- boðsmenn, og ætlað er að ná fram ávinningi af einhverju tagi fyrir þá sjálfa eða aðra, sem þeir eiga ekki tilkall til“. Ekki lengur líka í lyfjasölu Sigurbjörn segir að það hafi að einhverju leyti á Íslandi viðgengist að læknar hafi á sama tíma verið lyf- salar en að allir hafi gert sér grein fyrir þeim meinbugum sem hafa ver- ið á því. Þetta sé hins vegar á miklu undanhaldi og hann viti ekki hvort nokkur slík dæmi séu enn fyrir hendi á Íslandi. Hér áður fyrr hafi þetta verið algengt, einkum í fá- mennum byggðum, en menn hafi sameinast um að reyna að útrýma þessu til að vernda sjúklinginn. Hann segir að lyfjafyrirtæki megi kynna vöru fyrir læknum og gefa þeim sýnishorn af vöru en slíkt sé hvorki ætlað til neyslu fyrir lækni né sjúklinga hans. „Það er bara til þess að kynna okkur pakkningar, útlit og þess háttar,“ segir hann. Geta komið upp bráðaviðbrögð Jafnframt segist Sigurbjörn telja að notkun járnlyfja sem notuð eru til inndælingar hafi minnkað á stofum af varúðarástæðum. „Það geta kom- ið upp bráðaviðbrögð sem ekki er gott að eiga við annars staðar en á sjúkrahúsum,“ segir Sigurbjörn. Fyrir nokkru gerðu læknar og lyfjafyrirtæki með sér reglur um samskipti. Þar er meðal annars kveðið á um að óheimilt sé fyrir lyfjafyrirtæki að bjóða læknum gjaf- ir, fé eða fríðindi nema um óveruleg verðmæti sé að ræða og tilboðið tengist læknis- eða lyfjafræðistörf- um. Sigurbjörn segir þær ekkert koma inn á þessi atriði. „Þær koma ekkert inn á þetta. Mönnum dettur ekki einu sinni í hug að ræða þetta í þeim siðareglum, þetta er svo frá- leitt,“ segir Sigurbjörn. Hann bendir á að í siðareglum Læknafélags Ís- lands séu ákvæði þar sem reynt er að vernda sjúklinginn fyrir hags- munaárekstrum af þessu tagi. Ef það gerðist að læknar gerðu eitthvað þessu líkt myndu menn vita „að þeir væru að fremja ósæmilegt og ólög- legt athæfi“. Regluleg úttekt Í reglugerð um lyfjaauglýsingar sem heilbrigðis- og tryggingamála- ráðuneytið gefur út segir í 16. grein að óheimilt sé að bjóða læknum gjaf- ir, fé eða fríðindi nema um óveruleg verðmæti sé að ræða og tilboðið tengist læknisstörfum. Regína Hall- grímsdóttir, sviðsstjóri eftirlitssviðs Lyfjastofnunar, segir það þekkt að á ráðstefnum fái læknar oft smágjafir sem tilheyra þeirra starfssviði. „En þetta á ekki að vera þannig að það geti haft áhrif á mat læknisins,“ seg- ir hún. Spurð um eftirlit Lyfjastofn- unar segir Regína að stofnunin geri reglulega úttekt á starfi markaðs- fyrirtækja í lyfjageiranum. „Stofn- unin tekur þau út með tilliti til allra þeirra krafna sem eru í reglugerð ráðuneytisins,“ segir hún. Fá ekki greitt frá lyfjafyrirtækjum Morgunblaðið/Arnaldur Fá greitt Í Bandaríkjunum hafa læknar fengið greitt frá lyfjafyrir- tækjum fyrir að gefa sjúklingum lyf sem þau framleiða við járnskorti. Í HNOTSKURN »Markaðsheiti lyfjanna sembandarísku læknarnir hafa vísað sjúklingum sínum á og fengið greitt fyrir eru Ara- nesp, Epogen og Procrit. »Þau eru meðal mest seldulyfja í heimi samkvæmt frétt New York Times. »Lyfið Aranesp er á skráLyfjastofnunar yfir lyf sem hafa markaðsleyfi hér. Laugavegi 84 • sími 551 0756 Bómullar- og hörfatnaður í úrvali
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.