Morgunblaðið - 11.05.2007, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 11.05.2007, Blaðsíða 18
18 FÖSTUDAGUR 11. MAÍ 2007 MORGUNBLAÐIÐ ÚR VERINU Eftir Hjört Gíslason hjgi@mbl.is MEÐ svokallaðri ofurkælingu á fisk- flökum og flakastykkjum er hægt að auka geymsluþol flakanna verulega, bæta gæði þeirra og fá fyrir þau hærra verð á erlendum fiskmörkuð- um. Matís, áður Rf, hefur unnið að þróun þessarar aðferðar með fisk- vinnslunni um nokkurt skeið og ár- angurinn lætur ekki á sér standa. AVS rannsóknasjóður, Tækniþróun- arsjóður og Rannsóknasjóður hafa styrkt verkefnin. Útflutningur á ferskum flökum hefur aukist mjög hratt síðustu árin. Til þess að halda gæðum og fersk- leika flakanna er nauðsynlegt að kæla þau eins og unnt er, án þess þó að skemma eiginleika fiskholdsins. Þau verða að vera í sem beztu ástandi, þegar þau koma á disk neyt- andans. Þróað með fyrirtækjunum Sigurjón Arason, efnaverkfræð- ingur og deildarstjóri hjá Matís hefur stjórnað þessu verkefni: „Við beitum því svokallaðri ofurkælingu, sem þýð- ir að farið er með hitastigið vel undir núll gráður, eins neðarlega og unnt er án þess að þeir ískristallar sem myndast í fiskholdinu fari að skemma út frá sér og rýra gæði flakanna. Þannig förum við með hitastigið nið- ur í mínus 1 til mínus 1,5 gráður. Við höfum unnið mikið að því að þróa þessa aðferð með mörgum af fyrir- tækjunum sem standa í þessum út- flutningi. Málið snýst svo um að halda því hitastigi sem hentar bezt stöðugu meðan á útflutningi stendur. Mark- miðið hjá okkur í þessu verkefni er að bæta fiskgæðin. Það gildir um alla keðjuna frá veiðum á disk neytand- ans. Við veiðarnar þarf að blóðga og slægja fiskinn rétt og kæla hann strax niður. Það þarf svo að gæta þess að halda fiskinum vel kældum gegnum allt vinnslu- og flutningsferl- ið. Það er afskaplega mikilvægt að allur fiskur, sem flytja á út sem fersk flök, fari strax í kælingu um borð í fiskiskipunum. Það er líka mikilvægt við pökkun flakanna að þau hafi verið kæld áður. Það auðveldar að ná og viðhalda hinu ákjósanlega hitastigi.“ Bara hnakkinn af þorskinum Hvernig hefur þróun þessa útflutn- ings verið? „Undanfarin misseri hefur útflutn- ingur ferskra þorskflaka aukist veru- lega. Það eru reyndar nær eingöngu hnakkastykkin sem eru flutt út, ekki heil flök. Hinn hluti flakanna er laus- frystur og fluttur út á aðra markaði. Þannig nást mestu verðmætin út úr þorskflakinu. Hins vegar eru heil ýsu- og karfaflök flutt út og þar er um gífurlega mikla hagsmuni að ræða. Með ofurkælingunni næst sá árangur að geymsluþol fisksins eykst og því getur kaupandinn haft vöruna hjá sér í sölu í nokkra daga án þess að gæði slakni svo neinu nemi. Þannig eykst líftími, eða svokallað hillulíf flakanna verulega. Maður hefur verið að skoða þetta hjá stórmörkuðunum á Bret- landi, sem kaupa og selja mikið af ferskum hnakkastykkjum og flökum frá Íslandi, en bjóða einnig upp á slík- ar afurðir úr frystum fiski. Gæða- munurinn er ótvíræður og þá fer maður að skilja betur hvers vegna neytendur vilja frekar fá ferskan fisk en frosinn. Í fersku flökunum er meiri vökvaheldi, ferskleiki og holdið er stinnara. Með þessu móti fáum við svo hærra verð fyrir afurðirnar en ella. Ofurkælingin færir okkur lengri geymslutíma, betri afurð og mun hærra verð.“ Bæði í flug og með skipum Er útlit fyrir aukningu á útflutn- ingi með gámum? „Þessi útflutningur fer mun meira með flugi en gámum með flutninga- skipum, enda styttir flugið flutnings- ferlið verulega, en er auðvitað dýr- ara. Gámarnir eru hins vegar góður kostur líka. Flutningskostnaður er mun lægri en ferðalagið tekur lengri tíma. Það sem hægt er að gera í gám- unum er að taka ferskasta fiskinn sem kemur að landi og setja hann í gáma. Flutningurinn tekur fjóra daga og hafi kælingin verið í lagi í öllu ferlinu, geta flökin verið með geymsluþol í allt að viku á markaðn- um. Það er líka kostur við gámana að auðveldara er að halda hitastigi stöð- ugu í þeim en í fluginu. Þar er ekki sú hætta fyrir hendi, eins og í fluginu, að fiskurinn bíði fyrir og eftir lestun án nægilegrar kælingar. Framtíðin í íslenzkum sjávarútvegi er því sú að flytja út mikið af ferskum unnum fiski. Verð er hátt fyrir fersk flök og því er eðlilegt að framleiðslan leiti mikið í þann farveg. Með þessu móti er ferskur fiskur frá Íslandi með stöðugri gæði og lengra geymsluþol en hjá flestum keppinautum okkar. Auk þess hefur kvótakerfið leitt til þess að auðveldara er að bjóða upp á stöðugt framboð og að nýta sér þau tímabil, þegar verð er hæst. Þetta gefur okkur ákveðið forskot og það er ekki að ástæðulausu sem við sjáum að það er minna gert af því en áður að frysta fisk úti á sjó. Fisk- urinn kemur í auknum mæli til vinnslu í landi. Þar er hægt að gera meiri verðmæti úr honum með út- flutningi á ferskum fiski. Það er eðli- legt að þau fyrirtæki, sem halda utan um alla virðiskeðjuna, hugsi meira um heildarútkomu en afkomu ein- stakra þátta eins og til dæmis frysti- togara. Kosturinn við flest þessi stóru fyr- irtæki, sem eru í ferskum fiski í dag, er að þau eru með alla keðjuna undir sinni stjórn. Þessi fyrirtæki geta stjórnað sókn skipa sinna í samræmi við þarfir markaðarins ytra hverju sinni. Þau geta haft áhrif til þess að áhafnirnar meðhöndli fiskinn rétt. Þau geta kallað skipin inn eftir því sem hentar hverju sinni. Þau geta líka stjórnað því á hvaða árstíma skipin veiða og á hvaða veiðisvæðum. Slík stjórnun byggist á því hvar bezti fiskurinn fæst á hverjum árstíma og hvernig staðan er á mörkuðunum. Það liggur fyrir svo mikil þekking á hafsvæðunum kringum landið að menn vita alveg hvar bezta nýtingin á fiski er, bæði eftir svæðum og árs- tíma og hvar og hvenær hann gefur sig bezt. Ætlum við okkur að vera sem næst neytandanum komumst við varla nær en með ferskum hnakkastykkjum. Þau eru tilbúin afurð til matreiðslu. Þetta er kannski spurning um það hvað við viljum gera. Grunnurinn að árangri í þessum málum er náin sam- vinna við fyrirtækin og góð meðferð á fiskinum. Við vinnum mjög markvisst að öllum þáttum ofurkælingarinnar. Hvaða áhrif breytingar á hitastigi hafa á gerla, ensím og gæði flakanna, vatnsheldni, vökvatap og suðunýt- ingu. Kerfisbundin vinna Ætlum við að ná árangri skiptir mjög miklu máli að þetta sé unnið kerfisbundið, svo við vitum alveg hvað við erum að gera og hvað minnstu breytingar á hitastigi hafa í för með sér. Við erum með kæli- herma hér á Matís þar sem við getum unnið með hitastig frá til dæmis 10 stigum niður í mínus 40. Við getum líkt eftir hitaferlinu í flutningunum og séð hvaða áhrif breytingarnar hafa á gæði og geymsluþol fisksins. Allt þetta gerum við í náinni sam- vinnu við fyrirtækin. Í dag er fiskvinnsla og útflutningur á fiski ekkert annað en útflutningur á þekkingu. Að samtvinna svona þekk- ingu, eins og við gerum, er útflutn- ingur á þekkingu. Að geta alltaf sagt til um það að fiskur á þessum árs- tíma, og af þessu eða hinu veiðisvæð- inu, sé ekki nógu góður til að flytja út sem fersk flök, er auðvitað ekkert annað en þekking. Meðhöndlunin um borð í skipunum og vinnsluaðferðin í landi er ekkert annað en þekking. Því má segja að sjávarútvegurinn sé orð- inn mjög tæknivæddur þekkingar- iðnaður í dag,“ segir Sigurjón Arason hjá Matís. Útflutningur ferskra fiskflaka eykst enn Ofurkælingin gefur aukið geymsluþol, meiri gæði og mun hærra verð Morgunblaðið/Kristinn Rannsóknir Sigurjón Arason við einn af hermunum, en þar er líkt eftir hitastigi í fiskinum á flutningstímanum. Í HNOTSKURN »Grunnurinn að árangri íþessum málum er náin samvinna við fyrirtækin og góð meðferð á fiskinum. »Þannig gæti vinnslan fariðað bjóða í þann fisk sem annars færi óunninn úr landi. » Í dag er fiskvinnsla og út-flutningur á fiski ekkert annað en útflutningur á þekk- ingu. »Við ofurkælingu er fisk-urinn kældur niður fyrir frostmark. KEYPT hafa verið 1.700 neyðaröndunartæki sem dreift verður um borð í fiskiskip í ís- lenska flotanum. Auk þess hafa verið keypt um 100 æfingatæki. Tækjum þessum er ætl- að að greiða leið skipverja úr svefnklefum komi upp eldur um borð. LÍÚ hefur haft frumkvæði að því að fé- lagsmenn kaupi neyðaröndunartækin fyrir skip sín. Umrætt neyðaröndunartæki (eða flótta- tækið eins og tækið er einnig nefnt, á ensku „Emergency escape breathing device“ skammstafað EEBD), er ætlað til að skip- verjar geti forðað sér örugglega út úr vist- arverum eða öðrum rýmum ef þau fyllast af reyk. Á stjórnarfundi LÍÚ í september á síð- asta ári var samþykkt að samtökin leituðu eftir tilboðum í neyðaröndunartæki fyrir fiskiskipaflotann. Myndaður var vinnuhópur sem fékk það verkefni að kanna gæði ólíkra tækja og móta stefnu um hvernig best væri staðið að kaupum á öndunartækjum í skip félagsmanna. Niðurstaða hópsins var að leggja til að keypt yrðu öndunartæki frá Víkingi – af gerðinni OCENCO M-20.2. Umrætt tæki er sérstaklega hannað til notkunar í skipum, og uppfyllir allar kröfur Alþjóðasiglingastofnunarinnar til neyð- aröndunartækja. Það er sérlega fyrirferð- arlítið og létt, vegur einungis 1,4 kg. Tækið endurvinnur súrefni frá öndun og í neyð- artilvikum á súrefni að endast í 15-32 mín- útur, eftir því hvað notandinn reynir mikið á sig. Áætlaður endingartími tækisins er 15 ár. Að þessu sinni hafa verið keypt 1.700 neyðaröndunartæki og um 100 æfingatæki. Með tækjunum fylgir kynningarefni um meðferð þeirra. Á vegum verkefnisstjórn- arinnar um langtímaáætlun um öryggismál sjómanna er nú unnið að þýðingu efnis sem áætlað er að verði gefið út á mynddiski með íslensku tali. Neyðaröndunartæki um borð í fiskiskipin Öryggismál Sturla Böðvarsson samgönguráðherra afhendir Björgólfi Jóhannssyni, formanni LÍÚ, fyrsta tækið. Með þeim er Einar G. Haraldsson, framkvæmdastjóri hjá Víkingi. „SÉ LITIÐ sérstaklega á ofurkælinguna sé ég fyrir mér verulega aukn- ingu á útflutningi ferskra flaka og þá jafnframt að aukingin verði mest í kæligámum. Nú eru um 70% af fersku flökunum að fara utan með flugi, en hitt í gámum. Spurningin er bara hvert heppilegt hlutfall þarna á milli sé. Það hefur verið ákveðin aukning í útflutningi á heilum óunnum fiski í gámum líka. Það eru ákveðin skip smíðuð með það í huga að stunda veið- ar fyrir slíkan útflutning. Þessi fiskur er unninn að mestu leyti í Bret- landi og er í einhverri samkeppni við fiskvinnsluna hér á landi. Með því að flytja fersku flökin út með núverandi hætti, fær vinnslan hærra verð fyrir afurðina. Það leiðir svo aftur til þess að hún getur borgað hærra verð fyrir hráefnið hér heima. Þannig gæti vinnslan farið að bjóða í þann fisk sem annars færi óunninn úr landi. Með því gæti svo skapast meiri at- vinna hér heima með tilheyrandi virðisauka. Annars er það auðvitað til- tölulega einfalt reikningsdæmi hvor leiðin borgar sig,“ segir Sigurjón Arason. Meiri aukning í gámum
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.