Morgunblaðið - 11.05.2007, Síða 54
54 FÖSTUDAGUR 11. MAÍ 2007 MORGUNBLAÐIÐ
MINNINGAR
✝ Unnur SigríðurMalmquist
fæddist í Borgar-
gerði við Reyð-
arfjörð 29. sept-
ember 1922. Hún
lést á Landspít-
alanum við Hring-
braut að morgni 4.
maí síðastliðins.
Foreldrar hennar
voru Kristrún
Bóasdóttir ljós-
móðir, f. 23.12.
1882, d. 30.12.
1927, og Jóhann
Pétur Malmquist Jóhannsson, f.
26.10. 1877, d. 16.3. 1937. Systk-
inin voru 16: Jóhanna Sig-
urbjörg, látin, Bóas, lést ungur,
Jóhann Eðvald, látinn, Gunnar
Sigurður, lést ungur. Margrét,
lést ung, Anna Lovísa, látin, Hild-
ur, látin, Margrét, lést ung, Sig-
urbjörg Bóel, Eðvald Brunsted,
látinn, Kristín Petra, lést ung,
Unnur Sigríður, sem hér er
kvödd, tvíburarnir Rakel Kristín
og Guðlaug Ingibjörg, og Krist-
rún. Unnur missti móður sína
fimm ára gömul og var send í
fóstur til ættingja sinna, þar til
Jóhanna elsta systir hennar gekk
dóttir frá Hjallanesi í Landsveit.
Þau Unnur og Bergsteinn eign-
uðust tvo syni. Þeir eru: 3) Sig-
urður Jóhann, f. 3.1. 1956, maki
Bryndís Kondrup, f. 7.11. 1953.
Börn þeirra eru Sunna, f. 10.10.
1980, og Máni, f. 22.2. 1990. 4)
Bóas Dagbjartur, f. 23.3. 1959.
Hann á eina dóttur, Kristrúnu, f.
23.9. 1995.
Þegar Unnur var fimmtán ára
fór hún til Noregs þar sem hún
dvaldi m.a. hjá Guðrúnu Brun-
borg móðursystur sinni. Þau
Elimar og Unnur giftust og
bjuggu í Kaupmannahöfn þar
sem Unnur vann m.a. við sauma-
skap. Unnur flutti með börnum
sínum tveimur til Íslands árið
1953. Unnur vann áfram mikið
við fatahönnun og sauma, jafn-
framt því sem hún hélt heimili
með Bergsteini og fjórum börn-
um sínum. Á síðustu árum hefur
hún haft mikla ánægju af að
starfa sem leiðbeinandi í ýmsu
handverki með eldri borgurum,
fyrst á Dalbraut og síðan í Graf-
arvogskirkju en þar starfaði hún
síðastliðin 13 ár.
Unnur verður jarðsungin frá
Grafarvogskirkju í dag og hefst
athöfnin klukkan 13.
henni í móðurstað er
hún var sjö ára.
Unnur giftist 21.
apríl 1940 í Dan-
mörku Elimar Knud-
sen, f. 21.10. 1913, d.
13.4. 1964, og eign-
uðust þau tvö börn.
Þau eru:
1) Ulla Bettý, f.
15.8. 1940, gift Sæ-
mundi Stefánssyni,
f. 16.8. 1905, d. 1.11.
1996. Börn þeirra
eru Sæmundur, f.
22.8. 1962, maki
Margrét Vala Kristjánsdóttir, f.
5.4. 1962, Unnur, f. 2.5. 1964,
maki Sveinn Þór Stefánsson, f.
17.3. 1964, og Geir, f. 13.6. 1965,
maki Erna Torfadóttir, f. 14.1.
1966. 2) Hilmar, f. 5.10. 1941,
maki Ólöf Kjaran, f. 30.3. 1942.
Þau eiga tvær dætur, Helgu
Sveinbjörgu, f. 20.6. 1963, maki
Ólafur Gunnarsson, f. 14.4. 1959,
og Unni, f. 5.8. 1966, maki Arn-
aldur Halldórsson, f. 13.7. 1971.
Unnur giftist 29.9. 1955 seinni
manni sínum, Bergsteini Sigurð-
arsyni, f. 11.5. 1919, d. 11.9. 2003.
Foreldrar hans voru Sigurður
Lýðsson og Ingiríður Bergsteins-
Það var alltaf einhver hefðar-
konublær yfir tengdamóður minni.
Alltaf flott, vel klædd, grönn og fín
með fallegu skartgripina sína. Hún
var alltaf hrókur alls fagnaðar hvar
sem hún kom, sjarmerandi sel-
skapsmanneskja.
Kornung stúlka fór Unnur til
Noregs og síðan Danmerkur þar
sem hún bjó um árabil. Danmerk-
urárin höfðu mikil og mótandi áhrif
á líf hennar. Þar kynntist hún fyrri
eiginmanni sínum og eignaðist með
honum tvö eldri börn sín. Þau
skildu og hún flutti heim til Íslands
með börnin. Þá kynntist hún seinni
manni sínum Bergsteini, og átti
með honum tvo syni.
Unnur var einstaklega fjöl-
skyldu- og frændrækin manneskja.
Hún fylgdist vel með öllum og hélt
öllu saman. Hún var í essinu sínu
þegar allir hittust í góðum veislum
og var þá manna fjörugust. Þá er
margs að minnast: hennar eigin
veislur, góður matur, fallegur borð-
búnaður á drifhvítum dúk, danskur
andi sveif yfir vötnum. Og allar
fjölskylduveislurnar þar sem hún
mætti alltaf eins og drottning í sínu
fínasta pússi. Þegar við fluttum
heim frá Danmörku 1986 með
Sunnu, þá bjuggum við hjá tengda-
foreldrum mínum um tíma. Þau
tóku vel á móti okkur eins og við
var að búast af þeim og sérstaklega
fannst þeim gaman að stússa með
Sunnu litlu og hún varð algjör
ömmu- og afastelpa. Þá var margt
brallað og oft fórum við saman í
sumarbústaðinn þeirra þar sem
amma bauð upp á sína rómuðu
kræklingasúpu.
Þær voru ómetanlegar stundirn-
ar sem hún dvaldist hjá okkur eftir
að við fluttum norður, sérstaklega í
fimmtugsafmæli Sigga sonar henn-
ar og svo um síðustu jól. Ef Unnur
væri ung í dag væri hún eflaust
fatahönnuður, því eins og svo
margar konur af hennar kynslóð
var hún snillingur í að sauma föt.
En hún var ekki bara saumakona
því hún var mjög frumleg og list-
ræn í sér og vann við saumaskap og
hannyrðir lengst af.
Unnur var ein af þeim mann-
eskjum sem eru alltaf ungar í anda
og fylgjast vel með öllu. Það sást
vel þegar þær komu saman dóttir
mín og amma hennar, þær töluðu
og flissuðu og aldursmunurinn
skipti þær engu máli, heldur mál-
efnin og gagnkvæmur skilningur.
Síðustu mánuðina var fjörið farið
að dvína hjá Unni, veikindin tóku
sinn toll, hún vildi fara að hvíla sig.
Blessuð sé minning hennar
Bryndís Kondrup.
Amma mín var ekki nein venju-
leg amma, hún var líka alvöru vin-
kona. Að vissu leyti má segja að
hún hafi alltaf verið jafnaldri minn í
leik og lífi.
Þegar ég var lítil lékum við okk-
ur saman einsog tvær litlar stelpur,
gleymdum okkur í fantasíuheimi
með aðstoð leikmuna sem við
bjuggum til saman. Amma gaf mér
heiður fyrir sköpunargáfur sem
voru þó ekki síður hennar eigin
verk. Hún saumaði kisur og seli,
röndóttan Rúdolf, síðhærðar yng-
ismeyjar, sleifar-hjónin og svo
marga fleiri kynlega karaktera sem
við skírðum alla hátíðlega og gædd-
um sameiginlega lífi. Við spunnum
sögur og söngva út frá teikning-
unum mínum, fengum afa með í
bréfaleiki og spiluðum endalaus
túrnament af vist og manna.
Ég var semsagt böðuð ást, um-
hyggju, virðingu og síðast en ekki
síst, endalausri athygli.
Þetta gáfu þau mér í veganesti
og þessu mun ég alltaf búa að.
Á mínum snemm-fullorðinsárum,
eftir að gelgjuskeiðinu lauk, tókust
á ný og spennandi kynni milli mín
og ömmu.
Amma var ennþá þessi skemmti-
lega blanda af jafnaldra og svo
manneskju með vitsmuni og
reynslu síns raunverulega ára-
fjölda. Fjarvera mín sökum náms
erlendis varð til þess að samvistir
okkar urðu enn dýrmætari þegar
við gátum hist. Við reyndum alltaf
að tileinka okkur heilan dag og
jafnvel kvöld – sem varð að nótt,
einungis okkur tveimur svo við
gætum ótruflað átt spennandi sam-
töl og deilt vangaveltum um lífið og
tilveruna. Þá verður að koma fram
að amma var engin kerling með
volga mjólk og harðar smákökur,
ónei, hún serveraði osta og vínber
með vel veittu rauðvíni og spilaði
geisladiskinn með djassinum sem
ég hafði sérvalið handa henni. Svo
var hún með hárbeittan og vel stað-
settan húmor sem hún fór listilega
með og gerði þannig frásagnir sín-
ar bæði fyndnar og áhugaverðar í
senn.
Einsog allar góðar vinkonur átt-
um við trúnað hvor annarar og
traust sem enginn annar nema ein-
mitt við tvær getum flett í gegnum.
En einu get ég þó deilt með þeim
er þetta les;
ég mun áfram hitta prinsessuna
hana ömmu mína í draumum jafnt
sem minningum, fallega, litla fín-
gerða konan dansar glæst í sölum
hugskota minna.
Sunna.
Svo lítil og nett en samt svo ótrú-
lega sterk. Listræn vandvirk og
vinnusöm. Alltaf svo ungleg og fal-
leg, vel til höfð og til í að hafa gam-
an. Við eigum svo margar góðar
æskuminningar um ömmu, það
fylgir þeim ljúf glaðværð. Heim-
sóknir í Njörvasundið og á sumrin í
Vígið þar sem farið var í fjöruferðir
að tína skeljar, ígulker og sjóslípuð
glerbrot. Allt það fallega sem hún
saumaði, málaði og föndraði.
Hvernig hún söng og trallaði um
móana í Hrísey þegar hún og afi
komu í heimsókn til okkar. Tínandi
ber og sveppi og fleira sem nýta
mátti úr náttúrunni í mat og
skraut. Spiladagar þegar veðrið var
ekki eins gott. Ömmu féll aldrei
verk úr hendi, enda ótal margt fal-
legra hluta sem hún skilur eftir sig
sem við fáum að njóta áfram og ylja
okkur um hjartarætur.
Við þökkum henni alla umhyggj-
una í okkar garð í gegn um árin og
síðar mökum okkar og börnum.
Hvíl í friði, elsku amma.
Sæmundur, Unnur og Geir.
Svo virðist sem engu máli skipti
hversu vel maður býr sig undir það
sem maður vissi að væri ekki langt
í, að kveðja þig, langamma mín.
Það er kannski ekki til þess að gera
það auðveldara að hafa ekki haft
gott tækifæri til að kveðja, að vera
staddur í slíkri fjarlægð og geta
ekki heimsótt þig á þínum síðustu
dögum. Það er þó til að auðvelda
mér hlutina talsvert að vita til þess
að þú fórst frá okkur sátt, ánægð
með það sem þú gafst okkur og við
gátum gefið þér í gegnum tíðina.
Alveg frá því að fréttirnar bárust
um að ekki væri langt eftir tókstu
því vel og gerðir það upp við þig að
njóta lífsins eins lengi og hægt var.
Ég verð ævinlega þakklátur fyrir
allar þær góðu stundir sem við höf-
um átt saman gegnum árin. Það
eru ekki allir sem njóta þeirra for-
réttinda að eiga langömmu, enn
færri sem njóta þess í næstum 19
ár og sennilega nánast enginn sem
nýtur þess í næstum 19 ár með því
sterka sambandi sem milli okkar
myndaðist. Mitt allra fyrsta bros
fór til þín og ég veit að það var
nokkuð sem þú gleymdir aldrei,
ekki frekar en ég mun gleyma öll-
um þeim stundum sem við áttum
saman. Þegar við fórum að tína
sveppi í Hrísey og komum heim
með fullar körfur. Þegar þú stóðst
við að hreinsa dún og ég fór út í
dúnhús til að spjalla við Löngu um
daginn og veginn. Alla þá daga
þegar ég var staddur í Rauðhömr-
unum hjá ömmu og afa og fór niður
til að spjalla við þig og langafa
Bergstein, borða dýrindis hafra-
graut eða suðusúkkulaði og rúsínur
og tala við þig meðan þú saumaðir
eða föndraðir eins og þér einni var
lagið. Einum degi mun ég aldrei
gleyma, fermingardeginum mínum.
Að sjálfsögðu varst þú þar og ég
man eftir að þennan dag, þennan
stóra dag í lífi mínu, var enginn
sem var eins stoltur af mér og
þeirri ákvörðun minni að taka þetta
skref. Fermingargjafir eru mis-
munandi eftirminnilegar, en það
sem þú gafst mér var alveg sér-
stakt. Íkon af Jesú Kristi, gert af
þér. Þessi mynd prýðir nú herberg-
ið mitt og víst er að hún mun prýða
veggi allra þeirra herbergja, íbúða
og húsa, sem ég mun búa í um æv-
ina.
Þú hefur gefið mér svo mikið í
gegnum tíðina og gafst svo mikið af
þér til allra sem þig þekktu.
Guð blessi þig, langamma mín,
og megir þú hvíla í friði.
Þinn
Kristján Pétur.
Í dag kveðjum við elskulega
móðursystur okkar, Unni frænku.
Hún er þriðja systirin sem kveður
þetta líf á um fimm mánuðum.
Fyrst Anna frænka í Noregi og svo
elsku mamma Hildur. Eftir eru
samt fjórar systur og er þetta mik-
ið áfall fyrir þær. Já, þetta var svo
stór systkinahópur sem tvístraðist
þegar amma Kristrún dó, aðeins 45
ára. Ég er elsta systurdóttirin og
um það leyti sem foreldrar mínir
giftu sig og eignuðust mig voru þau
tíu systkinin, sem komust á legg, að
kynnast. Ég átti margar frænkur
og frændur og allir héldu vel saman
í gleði og sorg.
Elsku Unnur frænka var alla tíð
falleg, dugleg og myndarleg og var
mín fyrirmynd og líka vinkona í
gegnum lífið. Hún fór til Noregs, til
móðursystkina sinna, Guðrúnar og
Eðvalds, og hafði gagn og gaman
af. Hún giftist svo Ego sínum og
bjó í Kaupmannahöfn. Alltaf skrif-
aði hún mér, litlu frænku, og var
það mér mjög dýrmætt. Í stríðinu
var ég mjög hrædd um þau öll því
þá voru Ulla og Hilmar komin í
þennan heim. 1950 fer ég fyrst til
útlanda og þá til þeirra og síðan til
Noregs. Ullu og Hilmari fannst
spennandi að fá stóru frænku í
heimsókn. Nú færumst við bara
nær í aldri. Allir vildu allt fyrir mig
gera og kærleikurinn jókst.
En tímarnir breytast og Unnur
mín flutti heim með börnin í skjól
fjölskyldunnar. Seinna giftist Unn-
ur svo Bergsteini og þau eignuðust
Sigga og Bóas. Við bjuggum öll
mjög nálægt og var mikill sam-
gangur á milli. Mér fannst syst-
urnar átta hittast of sjaldan án
barna og eiginmanna og stakk upp
á því að þær stofnuðu „systra-
klúbb“. Þetta var mjög vel til fund-
ið og nutu þær þessa kvölda út í
ystu æsar í mörg ár. Einnig höfum
við yngri stofnað „frænkuklúbb“.
Systur og eiginmenn spiluðu bridge
af svo miklum eldmóði að okkur
yngri þótti næstum nóg um. Það
varð líka til spilaklúbbur hjá systr-
unum Unni, Hildi, Boggu og Nínu
frænku, sem fluttist frá kvöldi yfir
til eftirmiðdags og svo bara framm-
úr Alltaf var svo gaman hjá þeim í
öllu þessu. Svo voru alls konar af-
mæli og boð með söng og dansi og
Unnur mín geislaði. Hún var mikil
handavinnukona á allan hátt og
starfaði mikið uppi í Grafarvogs-
kirkju. Og þrátt fyrir veikindin var
hún að klára hitt og þetta áður en
kallið kæmi, því hún vildi vita sem
var. Börnin og fjölskyldan sinntu
henni eins vel og hægt var. Hún
naut þess að vera elskuð og kunni
að gefa og þiggja, var trygglynd og
einlæg. Ég veit líka að við öll í ætt-
inni erum alin upp í þessum anda
og viljum breyta eftir því eins vel
og við getum.
Elsku Unnur frænka, takk fyrir
allt og allt. Guð blessi þig og styrki
ykkur, Ulla, Hilmar, Siggi, Bóas og
fjölskyldur. Samúðarkveðjur frá
okkur systkinunum á „Flókó“ og
fjölskyldum.
Stefanía (Didda) Stefáns.
Í dag er til moldar borin kær föð-
ursystir mín, Unnur Malmquist.
Mér er ljúft og skylt að minnast
hennar í fáeinum orðum, þó ég láti
öðrum eftir að rekja ævi hennar
nánar.
Leiðir okkar Unnar frænku lágu
fyrst saman haustið er ég var 13
ára. Þá kom ég til dvalar í borginni
til að sækja skóla og um leið að
kynnast föðurfólki mínu, sem ég
hafði haft takmörkuð kynni af fram
að því. Unnur kom mér fyrir sjónir
sem afar falleg kona með mjúka og
elskulega rödd. Framkoma hennar
einkenndist af ástúð og hún var
virkilega sönn dama.
Erindi mitt og föður míns þenn-
an bjarta haustdag fyrir 44 árum
var að fá saumaðan á mig kjól
vegna sérstaks tilefnis. Svo vildi til
að Unnur átti rétta kjólinn fyrir
tækifærið og þar með eignaðist ég
kjól, sem ég hafði enn ekki látið
mig dreyma um. Ég var svo glöð og
ánægð með þessa vel saumuðu flík
að mér fannst ég vera verulega
flott og fín.
Seinna gerði ég mér grein fyrir
að Unnur var ekkert að byrja að
sauma. Hún hafði þegar getið sér
gott orð á því sviði og hannað og
saumað allslags fatnað sem seldur
var í betri verslunum í Reykjavík.
Já það var margt sem þessi frænka
mín hafði til brunns að bera og svo
var hún svo vel heima í mörgu.
Hafði búið erlendis og öðlast marg-
víslega reynslu, kynnst sorg og
gleði.
Í mörg ár hafa eldri borgarar
fengið að njóta listfengis Unnar í
föndri og listsköpun, er hún hefur
verið óþreytandi við að leiðbeina og
aðstoða í aðstöðu á vegum Graf-
arvogskirkju.
Ég hef heyrt marga lofa þessa
vinnu sem hún hefur af sinni al-
kunnu hlýju og smekkvísi sinnt af
óþrjótandi natni og tryggð við fólk-
ið sem notið hefur samvista við
hana.
Nú er stórt skarð komið í hópinn
og margir sem munu sakna hennar
sárt. Jafnvel eftir að hún var orðin
alvarlega veik hélt hún samt ótrauð
áfram að mæta og vinna með hópn-
um sínum.
Ég leit mjög mikið upp til hennar
og óskaði þess einatt að ég gæti
líkst henni. Aldrei sá ég Unni
frænku öðruvísi en fallega klædda
og smekklega, hvenær sem ég hitti
hana. Jafnvel þegar hún var veik og
þjáð var hún falleg og virðuleg. Ég
þakka henni fyrir allt það góða sem
hún gaf af sér og bið góðan Guð að
blessa og styrkja ástvini hennar við
þessi leiðarlok.
Þórdís R. Malmquist.
Kveðja frá starfi eldri
borgara í Grafarvogskirkju
Drottinn er minn hirðir, mig mun
ekkert bresta.
Á grænum grundum lætur hann mig
hvílast,
leiðir mig að vötnum,
þar sem ég má næðis njóta.
Hann hressir sál mína,
leiðir mig um rétta vegu
fyrir sakir nafns síns.
Jafnvel þótt ég fari um dimman dal,
óttast ég ekkert illt,
því að þú ert hjá mér,
sproti þinn og stafur hugga mig.
Þú býr mér borð
frammi fyrir fjendum mínum,
þú smyr höfuð mitt með olíu,
bikar minn er barmafullur.
Já, gæfa og náð fylgja mér
alla ævidaga mína,
og í húsi Drottins bý ég
langa ævi.
(23. Davíðssálmur.)
Þegar góð vinkona fellur frá er
margs að minnast og margt að
þakka.
Unnur var frá upphafi ein af
sterku stoðunum í starfi eldri borg-
ara í Grafarvogskirkju.
Með sínu fallega brosi og ljúfu
framkomu stjórnaði hún og leið-
beindi í handavinnustarfinu.
Hún var mjög listræn og smekk-
leg, svo margur fór heim með fal-
lega dýrgripi eftir góða samveru í
kirkjunni. Eldri borgarar minnast
hennar með þakklæti og virðingu.
Við sem störfuðum með henni
áttum í henni trygga vinkonu jafnt
í lífi og starfi. Það er því með sökn-
uði en um leið miklu þakklæti sem
við kveðjum Unni í dag og vottum
börnum hennar og allri fjölskyld-
unni okkar dýpstu samúð.
Blessuð sé minning hennar.
Edda, Jónína og Valgerður.
Unnur Sigríður Malmquist