Morgunblaðið - 11.05.2007, Blaðsíða 79

Morgunblaðið - 11.05.2007, Blaðsíða 79
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 11. MAÍ 2007 79 HOLLYWOOD HOMICIDE (Sjónvarpið kl. 22.50) Saman fer vondur leikur og vont handrit og útkoman sú að augnlokin byrja að síga skömmu eftir að mynd- in byrjar og eini hasarinn í námunda við löggutvíeykið er barátta áhorf- andans við að halda þeim opnum seinni klukkutímann. THE INSIDER (Sjónvarpið kl. 00.45) Ótrúlega áhrifarík og listavel leikin kvikmynd um hetju sem tók áhætt- una að missa allt sem var honum kærast til að sannleikurinn um skað- semi reykinga kæmi í ljós. STILLETTO DANCE (Stöð 2 kl. 23.40) Spennandi glæpamynd um lög- regluþjóna í dulargervi sem vinna að því að uppræta mafíusamtök sem hyggja á kjarnorkuvæðingu. Kostir hennar felast í óvenjulegum og frísk- legum efnistökum.  MARCI X (Stöð 2 kl. 01.20) Augasteinninn hans pabba síns neyð- ist til að taka við rappútgáfufyrirtæki hans þegar karl fellur frá. Betri leik- arar hefðu eitthvað bætt úr skák. IN HER SHOES (Stöð 2 kl. 20.25) Það má ekki á milli sjá hvor leikkonan gæðir persónu sína meiri sjarma, Di- az nær að feta hárfínt jafnvægi milli frekju og viðkvæmni og Collette læt- ur skína í sjálfsniðurbrjótandi hliðar persónu sinnar. Rómantísk gam- anmynd í vandaðri kantinum.  SHREK 2 (Stöð 2 bíó kl. 18.00) Engu síðri fjölskylduskemmtun en frummyndin. Áfram haldið á svip- aðri braut en þess gætt að hressa upp á innihaldið með nýjum bak- grunni og persónum. BROKEN ARROW 8Stöð 2 bíó kl. 22.10) Lítil vitglóra og mikil spenna er gömul og góð hasarmyndaforskrift, sem virkar vel að þessu sinni í með- förum átakameistarans Woo. Sla- ter og Travolta leika orrustu- flugmenn og er sá fyrrnefndi sendur þeim síðarnefnda til höfuðs er hann gengur af göflunum – vopnaður kjarnorkusprengju.  FÖSTUDAGSBÍÓ Sæbjörn Valdimarsson GARDEN STATE (Stöð 2 kl. 21.55) Leikari sem hefur alla tíð talið sig bera ábyrgð á því að mamma hans sé bund- in við hjóla- stól, gerir rót- tækar breytingar á lífi sínu er hún fellur frá. Ljósta að Braff hefur auga og eyra kvikmyndagerð- armanns. Hann er frumlegur og ferskur, og tekst algerlega að mynda sinn eigin stíl og stemningu sem situr í áhorfendum lengi á eft- ir. Það er alls ekki hlaupið að því. Braff er kominn til að vera og gera góða hluti. ÞAÐ má sannarlega deila um hent- ugleika Barsins til tónleikahalds. Rýmið er bagalegt hvað áhorfendur varðar og erfitt er að sjá til þeirra sem eru að spila. Smæðin býður þó reyndar innilegri stemningu heim, það er líkt og þú sért í stofu heima hjá þér og skilin á milli áhorfenda og sveita eru engin. Þannig var þessum tónleikum háttað, það var líkt og þeim hefði verið svipt upp í ein- hverjum kjallaranum, hljóðmaður var t.a.m. enginn en stemningin góð og mæting framar vonum. Ekki spillti að hljómveitirnar stóðu sig all- ar sem ein með prýði. Celestine er sveit sem rær á mið hins „atmósperíska“ metals sem Isis og Buried Inside ástunda. Ólafur Arnalds, sem hefur verið að vekja athygli fyrir sólóverk sín að und- anförnu, er trommari og Alex Lúð- víksson, sá er söng Shogun í fyrsta sæti Músíktilrauna, syngur. Lögin voru keyrð áfram á skriðdrekagít- urum, en síðan brotin upp með hæg- um, dramatískum köflum. Alex er tilkomumikill söngvari, algjör „moð- erfokker“, og sveitin bara býsna þétt. Mjög efnilegt. I Adapt er ein ástríðufyllsta rokk- sveit sem hér starfar, og hefur safn- að að sér harðsnúnum hópi aðdá- enda á síðustu árum sem syngur með í hverju lagi. Sveitin er nýkom- inn af Ameríkutúr og þéttari en andsk... Byrjað var á nýju efni sem er nokk frábrugðið því eldra, lögin hægari og nokkuð þyngra á þeim. Endað var á slagara, „Sparks“, og allt varð vitlaust í húsinu. Iron Lung spilar afar framsækið öfgarokk, og eru farnir nokkuð langt frá bæði þungarokki og harðkjarna, þannig séð. Þetta nálgast að vera einslags „avant-garde“ tónlist, gít- arleikurinn minnti t.d. nokkuð á New York sveitina Orthrelm. Greina mátti „grindcore“ og „sludge“ m.a. en blandan er eiginlega alveg ein- stök. Lögin úthugsuð; allt í einu brast á með brjálæði, en svo stopp- aði allt skyndilega. Hávaðinn var mikill (og góður) og oft mátti sjá og heyra magnaða spretti. Salurinn tæmdist engu að síður til hálfs þegar Iron Lung var að. Furðulegt. Slíkt er þó ávallt merki um þú sért að gera eitthvað rétt. Járnlungu Voru greinilega að gera eitthvað rétt. Tveggja manna tal TÓNLIST Barinn Iron Lung, I Adapt og Celestine, mið- vikudagskvöldið 9. maí, 2007. Iron Lung  Arnar Eggert Thoroddsen HLJÓMSVEITIN Ghostigital, þ.e. Einar Örn Benediktsson og Curver Thoroddsen, halda í dag til Banda- ríkjanna á fund Bjarkar. Björk fékk þá hugmynd að Ghostigital léki með henni á tónleikum í Chicago á morgun. Björk er nú á tónleikaferðalagi um Bandaríkin, en hún sendi nýver- ið frá sér breiðskífuna Volta. Eins og þeir vita sem hafa spilað með Björk þá er hún óhrædd við að prófa eitthvað óvænt á tónleikum. ÍNew York ákvað Björk að flytja breytta útgáfu af Venus as a Boy og hafði hljómsveitin hálftíma til að æfa þá útgáfu. Ghostigital spila með Björk
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.