Morgunblaðið - 11.05.2007, Side 44

Morgunblaðið - 11.05.2007, Side 44
44 FÖSTUDAGUR 11. MAÍ 2007 MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN Á YFIRBORÐI Venusar er hitastigið yfir 450°C sem nægir til að bræða zink. Nær allt vatn, frumforsenda lífsins, er horfið að eilífu útí óravíddir alheimsins. Lengi vel þróaðist ástargyðjan Venus eins og systir hennar Jörð- in. Venus er nær Sólu en Jörðin sem flýtti fyrir að breyta ásjón- unni í glóandi víti. Andrúmsloftið er nú að mestu gróðurhúsa- loftegundin koldíoxíð. Ógnvænleg teikn eru á lofti um að sömu örlög bíði Jarð- ar ef gróðurhúsaáhrif af mannavöldum verða ekki stöðvuð innan tíðar. Ef ofhitn- unin verður það mikil að gashydröt fari að losna í miklu magni úr sjávarbotni og jarð- skorpu er allt orðið um seinan. Orkuver eins og Kárahnjúka- virkjun gæti átt hlutdeild í því að snúa þessari óheillaþróun við enda gæti þessi vistvæni orkugjafi séð um 5-földum bílaflota landsmanna fyrir orku ef um rafmagnsbíla (electric vehicles) væri að ræða. Raforka Kárahnjúkavirkjunar myndi einnig duga ef bílaflotinn yrði vetnisvæddur en vegna marg- falt lakari heildarorkunýtni vetn- isdæmisins yrði vart mikill afgang- ur. Samkeppnishæfir rafmagnsbílar hefja senn innreið sína á mark- aðinn. Drægi þeirra þróuðustu er nú komið í 400 km á einni raf- hleðslu og hægt að endurhlaða með húsarafmagni. Bush II. neitar enn að skrifa undir Kyotobókunina. Í bláeygðri viðleitni til að gera Bandaríkin óháð innflutningi jarðefnaelds- neytis eys hann milljörðum dollara úr sjóðum til bílaframleiðenda til þróunar vetnisvéla. Því miður virð- ist hafa láðst að segja honum að vetni er ekki orkugjafi heldur að- eins orkumiðill. Er Íraksstríð Bush II. bara for- smekkurinn af því sem koma skal? Mun Bush IV. í örvæntingu ýta á „rauða hnappinn“ í fyllingu tímans til að framkalla kjarnorkuvetur, sem myndi jú snúa hitastigsþróun- inni við, en líklega því miður að- eins skapa framtíð fyrir komandi kynslóðir kakalakka. Tæknilega séð er hönnun og staðsetning Kárahnjúkavirkjunar snilld. Gífurleg orka vatnsins eftir 600 metra fall (5-falt meira en við Búrfells- virkjun), úr mann- gerðum göngum Fljótsdalsheiðar, gerir það að verkum að raf- orkuafl hennar (um 700 MW) verður um 2,6 sinnum meira en Búrfellsvirkjunar (270 MW) þrátt fyrir að vatnsrennsli Kárahnjúkavirkjunar sé helmingi minna. Aðaluppistöðulónið, Hálslón, verður aðeins um 57 ferkílómetrar að stærð, næstum helmingi minna en Þórisvatn, eða aðeins um 0,06% af flatarmáli Íslands sem er yfir hundraðþúsund ferkílómetrar að stærð. Til samanburðar er uppistöðulón Balbino orkuversins í Brazilíu 2360 ferkílómetrar að stærð en aflið að- eins 112 MW. Það svarar til þess að um hálf Suður-Múlasýsla hefði farið undir vatn! Miðað við sömu afkastagetu Balbino orkuversins hefði það þýtt stærra uppistöðulón en sem nemur grunnflatarmáli allra jökla og vatna á Íslandi sam- anlagt og allt regnskógar sem binda koldíoxíð! Margar miklu af- kastameiri vatnsaflsvirkjanir er að finna í Brazilíu og reyndar víðs- vegar um heim. Miðað við afkastagetu er Kára- hnjúkavirkjun ein allra nátt- úruvænsta virkjun í heimi enda sáralitlu gróðurlandi fórnað. Fyr- irsjáanlegur fórnarkostnaður ligg- ur aðallega í landrofi við Héraðs- flóa og dekkri lit á Lagarfljóti. Reyndar benda rannsóknir á kalsí- um-flæði í aurburði nokkurra ís- lenskra jökuláa því miður í þá átt að kalsíum-útfellingar jökulvatns- ins í Hálslóni muni draga úr bind- ingu koldíoxíðs í hafinu og þar með úr andrúmsloftinu, er jök- ulvatnið nær í sjó fram við Hér- aðsflóa. Þó íslensk álver noti vistvæna orku eru þau rök ekki einhlít að fjölga þeim á þeirri forsendu að þeim mun færri álver sem nota óvistvæna orku verði byggð útí heimi. Bylting kann að vera á næst leiti varðandi bindingu koldíoxíðs frá álverum, auk þess sem unnið er að þróun kolefnisfrírra rafskauta. Þeir stjórnmálamenn sem halda fjallræður gegn Kárahnjúkavirkj- un og úthrópa hana í gegnum póli- tísk gjallarhorn í krossferð niður Laugaveg hafa látið pólitískt keppnisskap hlaupa með sig í gön- ur. Ummæli þeirra að gera Kára- hnjúkavirkjun að minnisvarða um heimsku mannsins og útvega kol- díoxíð-spúandi álveri á Reyðarfirði rafmagn frá jarðvarmavirkjunum í staðinn eru þversagnakennd. Dómsdagsáróður sem þennan missa greindir menn aðeins útúr sér sem hættir til að skoða allt í gegnum flokkspólitískt kýrauga. Það er dómsdags-misskilningur að halda því fram að okkur sem nú lifum beri skylda til að skila nátt- úru landsins ósnortinni til komandi kynslóða við núverandi aðstæður í loftslagsmálum. Íslendingum ber skylda til að leggja sitt af mörkum til að skila lofthjúpi Jarðar í lagi til komandi kynslóða. Kárahnjúkavirkjun sem er í eigu Íslendinga, gæti orðið notadrjúg í þeim efnum þegar fram líða stundir. Kárahnjúkavirkjun og ástargyðjan Daníel Sigurðsson skrifar um umhverfismál og virkjanir »Kárahnjúkavirkjungæti átt hlutdeild í því að snúa þessari óheillaþróun við enda gæti þessi vistvæni orkugjafi séð um 5- földum bílaflota lands- manna fyrir orku ef um rafmagnsbíla væri að ræða. Höfundur er sjálfstætt starfandi véltæknifræðingur. Daníel Sigurðsson RADDIR fyrri ára um að flytja miðstöð innanlandsflugs til Keflavíkur og leggja þar með innanlandsflugið niður að mestu leyti og auka þar með bílaumferð og slysahættu enn frek- ar á þjóðvegum landsins virðast hafa þagnað að mestu. Nú virðast flestir vera komnir á þá skoðun að Reykjavík þurfi að hafa sinn eigin flugvöll, en enn greinir menn á um staðsetningu hans. Eins og ég hef bent á áður eru ekki járnbrautarsam- göngur á Íslandi eins og í flestum löndum heims og er því innanlandsflugið nokkurs konar ígildi þeirra hér á landi. Flugfargjöld eru hins vegar allt of há þessa stundina en munu væntanlega lækka með fjölgun farþega og aukinni samkeppni. Samgöngu- ráðherra hefur látið gera vandaða skýrslu um ýmsa kosti innanlands- flugsins þar sem kemur fram að núverandi flugvöllur er afar vel staðsettur, ekki síst frá flug- tæknilegu sjónarmiði. Flugvöllur uppi á Hólmsheiði yrði aldrei jafnnothæfur. Gerð flugvallar á Lönguskerjum væri um- hverfispjöll. Umræðan um staðsetningu flugvallarins hefur hins vegar tekið á sig nokkuð furðulega mynd á síðustu dögum og vilja nú sumir horfa til hás lóðaverðs í Vatnsmýrinni sem rök fyrir flutningi hans á brott. Slíkir arð- semisreikningar eru var- hugaverðir því hver myndi hagn- ast á sölu lands þar? Fyrst Reykjavíkurborg, en síðan gæti landið orðið græðgisvæðingu þeirri að bráð sem nú ríður yfir þar sem byggt er sem stærst og hæst í anda þéttingar byggðar og þar sem skuggar og vindar ríkja. Er það fyrir almannaheill? Það er verðmætt bygging- arland undir aðaljárnbrautarstöð Kaupmannahafnar, Hovedbaneg- ården. En hverjum mundi detta í hug að hrófla við slíku sam- göngumannvirki? Þetta er sambærilegt við landið undir Reykjavíkurflugvelli og því eru fyrr- nefndir arðsem- isreikningar ekki rök í málinu. Það eru víða dýrar lóðir sem engum dettur í hug að byggja á. Má ekki byggja á Klambra- túni í anda þéttingar byggðar? Það er kominn tími til að taka ákvörðun í máli þessu og horfast í augu við þær stað- reyndir að flugvöll- urinn er best kominn þar sem hann er, vegna staðsetningar og flugtækni. Það er líka ódýrast. Flug- stöðin í Reykjavík er ígildi aðaljárnbraut- arstöðvar og á þess vegna að vera sem næst miðborginni. Reisa þarf sem allra fyrst nýja flugstöð þannig að farþegar þurfi ekki að fara um gamla bragga frá stríðsárunum úr og í flug. Ný samgöngu- miðstöð er reyndar á teikniborð- inu sem einnig á að vera flug- stöð. Flugvöllinn þarf að end- urskipuleggja og minnka og hugsanlega breyta legu flug- brauta, þannig að þó nokkurt byggingarland fengist. Annars er það álitamál hvort ekki sé rétt að hafa flugvöllinn óbreyttan fyrir flugvélar, fólk og endur og geyma landið að öðru leyti fyrir komandi kynslóðir þar sem vafi leikur á að núverandi kynslóð ráði við að byggja í Vatnsmýrinni. Það er lang- ódýrast. Reykjavíkurflug- völlur – kominn til að vera Magnús Skúlason skrifar um staðsetningu Reykjavíkurflugvallar Magnús Skúlason » Annars erþað álitamál hvort ekki sé rétt að hafa flugvöllinn óbreyttan fyrir flugvélar, fólk og endur og geyma landið að öðru leyti fyrir komandi kyn- slóðir... Höfundur er arkitekt. VIÐVÖRUNARLJÓS Fyrir verktaka Margar stærðir frábært verð WWW.TOPDRIVE.IS Nánari upplýsingar í síma 422 7722 Verð 540 þús. m/kerru+vsk Hæðasmára 4 s. 544 5959 Einnig fáanleg í hvítu St. 10-20 Fáðu fréttirnar sendar í símann þinn

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.