Morgunblaðið - 11.05.2007, Qupperneq 71

Morgunblaðið - 11.05.2007, Qupperneq 71
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 11. MAÍ 2007 71 Listahátíð var sett í gær og ísetningarveislunni spilaðimeðal annars kongóska hljómsveitin Konono N°1, sem heldur síðan tónleika í Listasafni Íslands, Hafnarhúsinu, í kvöld. Sveitin hefur vakið mikla athygli fyrir kraftmikla alrafmagnaða þjóðlega danstónlist og lagði Björk meðal annars lið á síðustu breiðskífu hennar. Fullt nafn hljómsveitarinnar er reyndar öllu voldugra: L’orche- stre folklorique T.P. Konono N°1 de Mingiedi, en T.P. stendur fyrir „tout puissant“, sem snara má sem „hin fullsterka“. Höfuðpaur sveitarinnar er Mawangu Ming- iedi, vörubílstjóri sem langaði að setja saman hljómsveit til að spila þjóðlega tónlist úr heimahéraði sínu. Hljóðfærið sem Mingiedi lék og leikur á heitir likembé eða þum- alpíanó, box sem búið er að spenna á stálfjaðrir sem spilað er á með þumlunum. Likembé þau sem notuð eru í Konono N°1 eru nokkuð frábrugðin þeim sem alla jafna eru notuð í sveitinni suður af Kinshasa því boxið sem fjaðr- irnar eru spenntar á eru úr stál- þynnum og skarkalinn síðan magnaður upp úr öllu valdi þar til hljómurinn er orðinn skældur og knúsaður, en þrjú likembé eru notuð í sveitinni. Til að auka enn bjögun og fjör notast Konono N°1 svo við handgerða viðarhljóð- nema, tálgaða, og heimagerða hátalara sem smíðaðir eru úr rið- straumsrafalseglum. Ekki er alveg ljóst hvenær hljómsveitin var stofnuð, en sitt- hvað bendir til þess að hún sé bú- in að vera að í Kinshasa í að minnsta kosti þrjá áratugi. Tónlistin sem Konono N°1 spil- ar er mögnuð blanda af vestur- kongóskri leiðslutónlist og kong- óskri rúmbu og síðan setja tak- markanir hljóðkerfisins óneitanlega svip sinn á það sem fram fer, tæta hljómana og beygla og úr verður ómót- stæðilegur kraftmikill takt- grautur. Eins og getið er féll Björk Guð- mundsdóttir fyrir sveitinni og notar hana í einu lagi á Volta, síðustu breiðskífu sinni, en Ko- nono N°1 hefur spilað með Björk og hitað upp fyrir hana í Banda- ríkjunum og kemur þaðan hingað til lands að spila í Listasafninu. Fleiri listamenn hafa hrifist af hljómsveitinni og segja má að Ko- nono N°1 njóti talsverðrar hylli hjá tónlistarmönnum og öðrum listaspírum víða um heim. Fyrsta breiðskífa Konono N°1 kom út á síðasta ári á vegum Crammed útgáfunnar belgísku, en breska útgáfan Fat Cat, sem er Íslendingum að góðu kunn eft- ir útgáfu á Sigur Rós og múm, hefur líka gefið út skífu með sveitinni sem segir sitt um í hvaða metum hún er. Tónleikar Konono N°1 í Lista- safninu hefjast kl. 22.00. Hljómsveitin fullsterka Kraftmikið Vestur-kongósk leiðslutónlist og rúmba flutt á heimasmíðuð hljóðfæri í heimasmíðuðu hljóðkerfi. AF LISTUM Árni Matthíasson »Eins og getið er féllBjörk Guðmunds- dóttir fyrir sveitinni og notar hana í einu lagi á Volta, síðustu breiðskífu sinni, en Konono N°1 hefur spilað með Björk og hitað upp fyrir hana í Bandaríkjunum. arnim@mbl.is SÁ orðrómur hefur gengið í nokkurn tíma að bandaríska tónlistarkonan Norah Jones væri væntanleg til landsins til tónleikahalds. Sá orðrómur hefur nú verið staðfestur og fara tónleikarnir fram sunnudaginn 2. september í Laugardals- höll. Norah Jones vakti heimsathygli árið 2002 þegar plata hennar Come away with me kom út en fyrir plötuna hlaut Jones fimm Grammy-verðlaun og þar á meðal fyrir bestu upptökur en þar sat Íslendingurinn Husky Huskolds við takkaborðið. Come away with me hefur í dag selst í tæpum 10 milljónum eintaka. Bregður á leik Um þessar mundir stendur Norah í ströngu við að fylgja eftir þriðju breiðskífu sinni, Not too late, sem kom út sl. jan- úar og þykir gripurinn ekki síðri en hinar plötur tónlist- arkonunnar. Norah, sem er dóttir hins víðfræga indverska tónlistar- manns Ravi Shankar, mun í Laugardalshöll koma fram með hljómsveit sinni, The Handsome Band, en þar er valinn mað- ur í hverju rúmi. Norah er þekkt fyrir að bregða á leik á tón- leikum og færa lög af breiðskífum sínum í nýjan búning eða spila lög eftir aðra listamenn á borð við Willie Nelson (sem hún segir fyrirmynd sína) og Tom Waits. Miðasala tilkynnt síðar Norah gefur út hjá hinni sögufrægu plötuútgáfu Blue Note (sem sérhæfir sig í eðal-djassmúsík og gaf m.a. út verk Miles Davis og John Coltrane) og er sá listamaður fyrirtæk- isins sem flestar plötur hefur selt þrátt fyrir ungan aldur. Eins og áður sagði kemur Norah Jones fram í Laug- ardalshöll 2. september nk., en nánari upplýsingar um miða- sölu verða tilkynntar á næstunni. Norah Jones til Íslands í haust Eplið Norah Jones er dóttir indverska tónlistar- mannsins Ravis Shankar. Leikur í Laugardalshöll sunnudaginn 2. september Four Seasons glerbyggingar eru frábær lausn sem hefur ver ið mikið notuð á Ís landi . Gler ið er háeinangrandi , með mjög góðri sólarvörn og öryggisgler sem er skylda að nota í þök. Gler ið ger i r húsin að 100% hei lsárshúsum. Tré-ál eða ál útfærsla. Sem dæmi um notkun hér á landi er: Fyrir einkaheimili: Stofur, sólstofur, borðstofur, eldhús, svalalokanir, sumarbústaðir og margt fleira. Fyrir atvinnuhúsnæði: Veitingahús, hótel, verslunar- hús, söluskálar, barnaheimili og margt fleira. Verkhönnun Kirkjulundi 13, 210 Garðabæ Sími 565 6900 Netfang verkhonnun@simnet.is SÓLSTOFUR - SVALALOKANIR Viðhaldsfríar í húsið eða sumarbústaðinn Þar fer fram kynning á nýjungum í starfsemi Hæfingar og Dagdvalar. Handverkssýning og sala á framleiðsluvörum verður á vinnustofum og þar verður einnig kaffisala til fjáröflunar ferðasjóðs íbúa Skálatúns. Skálatúnsheimilið Opið hús í dagþjónustu! Laugardaginn 12. maí verður opið hús í dagþjónustu Skálatúnsheimilisins í Mosfellsbæ frá kl. 11.00–17.00 Allir hjartanlega velkomnir. Munið bílastæðin í bílastæðahúsinu í Traðarkoti, beint að baki versluninni Kisan er opin á föstudögum frá kl. 10:30 til kl. 19:30 og á laugardögum frá kl. 10:30 - 18:00 Laugavegi 7 101 Reykjavík Sími 561 6262 www.kisan.is Sumarið 2007 Sonia Rykiel, American apparel, Epice, Petit Bateau, Jamin Puech ...
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.