Morgunblaðið - 11.05.2007, Page 71

Morgunblaðið - 11.05.2007, Page 71
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 11. MAÍ 2007 71 Listahátíð var sett í gær og ísetningarveislunni spilaðimeðal annars kongóska hljómsveitin Konono N°1, sem heldur síðan tónleika í Listasafni Íslands, Hafnarhúsinu, í kvöld. Sveitin hefur vakið mikla athygli fyrir kraftmikla alrafmagnaða þjóðlega danstónlist og lagði Björk meðal annars lið á síðustu breiðskífu hennar. Fullt nafn hljómsveitarinnar er reyndar öllu voldugra: L’orche- stre folklorique T.P. Konono N°1 de Mingiedi, en T.P. stendur fyrir „tout puissant“, sem snara má sem „hin fullsterka“. Höfuðpaur sveitarinnar er Mawangu Ming- iedi, vörubílstjóri sem langaði að setja saman hljómsveit til að spila þjóðlega tónlist úr heimahéraði sínu. Hljóðfærið sem Mingiedi lék og leikur á heitir likembé eða þum- alpíanó, box sem búið er að spenna á stálfjaðrir sem spilað er á með þumlunum. Likembé þau sem notuð eru í Konono N°1 eru nokkuð frábrugðin þeim sem alla jafna eru notuð í sveitinni suður af Kinshasa því boxið sem fjaðr- irnar eru spenntar á eru úr stál- þynnum og skarkalinn síðan magnaður upp úr öllu valdi þar til hljómurinn er orðinn skældur og knúsaður, en þrjú likembé eru notuð í sveitinni. Til að auka enn bjögun og fjör notast Konono N°1 svo við handgerða viðarhljóð- nema, tálgaða, og heimagerða hátalara sem smíðaðir eru úr rið- straumsrafalseglum. Ekki er alveg ljóst hvenær hljómsveitin var stofnuð, en sitt- hvað bendir til þess að hún sé bú- in að vera að í Kinshasa í að minnsta kosti þrjá áratugi. Tónlistin sem Konono N°1 spil- ar er mögnuð blanda af vestur- kongóskri leiðslutónlist og kong- óskri rúmbu og síðan setja tak- markanir hljóðkerfisins óneitanlega svip sinn á það sem fram fer, tæta hljómana og beygla og úr verður ómót- stæðilegur kraftmikill takt- grautur. Eins og getið er féll Björk Guð- mundsdóttir fyrir sveitinni og notar hana í einu lagi á Volta, síðustu breiðskífu sinni, en Ko- nono N°1 hefur spilað með Björk og hitað upp fyrir hana í Banda- ríkjunum og kemur þaðan hingað til lands að spila í Listasafninu. Fleiri listamenn hafa hrifist af hljómsveitinni og segja má að Ko- nono N°1 njóti talsverðrar hylli hjá tónlistarmönnum og öðrum listaspírum víða um heim. Fyrsta breiðskífa Konono N°1 kom út á síðasta ári á vegum Crammed útgáfunnar belgísku, en breska útgáfan Fat Cat, sem er Íslendingum að góðu kunn eft- ir útgáfu á Sigur Rós og múm, hefur líka gefið út skífu með sveitinni sem segir sitt um í hvaða metum hún er. Tónleikar Konono N°1 í Lista- safninu hefjast kl. 22.00. Hljómsveitin fullsterka Kraftmikið Vestur-kongósk leiðslutónlist og rúmba flutt á heimasmíðuð hljóðfæri í heimasmíðuðu hljóðkerfi. AF LISTUM Árni Matthíasson »Eins og getið er féllBjörk Guðmunds- dóttir fyrir sveitinni og notar hana í einu lagi á Volta, síðustu breiðskífu sinni, en Konono N°1 hefur spilað með Björk og hitað upp fyrir hana í Bandaríkjunum. arnim@mbl.is SÁ orðrómur hefur gengið í nokkurn tíma að bandaríska tónlistarkonan Norah Jones væri væntanleg til landsins til tónleikahalds. Sá orðrómur hefur nú verið staðfestur og fara tónleikarnir fram sunnudaginn 2. september í Laugardals- höll. Norah Jones vakti heimsathygli árið 2002 þegar plata hennar Come away with me kom út en fyrir plötuna hlaut Jones fimm Grammy-verðlaun og þar á meðal fyrir bestu upptökur en þar sat Íslendingurinn Husky Huskolds við takkaborðið. Come away with me hefur í dag selst í tæpum 10 milljónum eintaka. Bregður á leik Um þessar mundir stendur Norah í ströngu við að fylgja eftir þriðju breiðskífu sinni, Not too late, sem kom út sl. jan- úar og þykir gripurinn ekki síðri en hinar plötur tónlist- arkonunnar. Norah, sem er dóttir hins víðfræga indverska tónlistar- manns Ravi Shankar, mun í Laugardalshöll koma fram með hljómsveit sinni, The Handsome Band, en þar er valinn mað- ur í hverju rúmi. Norah er þekkt fyrir að bregða á leik á tón- leikum og færa lög af breiðskífum sínum í nýjan búning eða spila lög eftir aðra listamenn á borð við Willie Nelson (sem hún segir fyrirmynd sína) og Tom Waits. Miðasala tilkynnt síðar Norah gefur út hjá hinni sögufrægu plötuútgáfu Blue Note (sem sérhæfir sig í eðal-djassmúsík og gaf m.a. út verk Miles Davis og John Coltrane) og er sá listamaður fyrirtæk- isins sem flestar plötur hefur selt þrátt fyrir ungan aldur. Eins og áður sagði kemur Norah Jones fram í Laug- ardalshöll 2. september nk., en nánari upplýsingar um miða- sölu verða tilkynntar á næstunni. Norah Jones til Íslands í haust Eplið Norah Jones er dóttir indverska tónlistar- mannsins Ravis Shankar. Leikur í Laugardalshöll sunnudaginn 2. september Four Seasons glerbyggingar eru frábær lausn sem hefur ver ið mikið notuð á Ís landi . Gler ið er háeinangrandi , með mjög góðri sólarvörn og öryggisgler sem er skylda að nota í þök. Gler ið ger i r húsin að 100% hei lsárshúsum. Tré-ál eða ál útfærsla. Sem dæmi um notkun hér á landi er: Fyrir einkaheimili: Stofur, sólstofur, borðstofur, eldhús, svalalokanir, sumarbústaðir og margt fleira. Fyrir atvinnuhúsnæði: Veitingahús, hótel, verslunar- hús, söluskálar, barnaheimili og margt fleira. Verkhönnun Kirkjulundi 13, 210 Garðabæ Sími 565 6900 Netfang verkhonnun@simnet.is SÓLSTOFUR - SVALALOKANIR Viðhaldsfríar í húsið eða sumarbústaðinn Þar fer fram kynning á nýjungum í starfsemi Hæfingar og Dagdvalar. Handverkssýning og sala á framleiðsluvörum verður á vinnustofum og þar verður einnig kaffisala til fjáröflunar ferðasjóðs íbúa Skálatúns. Skálatúnsheimilið Opið hús í dagþjónustu! Laugardaginn 12. maí verður opið hús í dagþjónustu Skálatúnsheimilisins í Mosfellsbæ frá kl. 11.00–17.00 Allir hjartanlega velkomnir. Munið bílastæðin í bílastæðahúsinu í Traðarkoti, beint að baki versluninni Kisan er opin á föstudögum frá kl. 10:30 til kl. 19:30 og á laugardögum frá kl. 10:30 - 18:00 Laugavegi 7 101 Reykjavík Sími 561 6262 www.kisan.is Sumarið 2007 Sonia Rykiel, American apparel, Epice, Petit Bateau, Jamin Puech ...

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.