Morgunblaðið - 11.05.2007, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 11.05.2007, Blaðsíða 8
8 FÖSTUDAGUR 11. MAÍ 2007 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR POKASJÓÐUR verslunarinnar út- hlutaði í gær styrkjum að upphæð rúmlega 100 milljónir króna til 122 verkefna á sviði umhverfismála, mannúðarmála, lista, menningar, íþrótta og útivistar. Verkefnin sem úthlutun hljóta eru margvísleg en samtals sóttu 900 aðilar um styrk í ár. Þau verkefni sem hæsta út- hlutun fengu voru Landgræðslu- félag Biskupstungna, 7,5 milljónir til uppgræðslu rofabarða og end- urheimtar landgæða í Bisk- upstungum, Vímulaus æska, 5 millj- ónir til að halda forvarnar- og sjálfsstyrkingarnámskeið. Þá hlutu eftirfarandi verkefni styrk að upp- hæð 4 milljónir króna: Skógrækt- arfélag Íslands til ræktunar á veg- um aðildarfélaga, Reykjalundur til tækjakaupa, Útilífsmiðstöð skáta að Úlfljótsvatni til uppbyggingar útilífsmiðstöðvar og Umferð- arauglýsingar Pokasjóðs til að sporna við hraðakstri. Húsgull, Tónlist fyrir alla og Ferðafélag Ís- lands hlutu 3 milljónir hvert til sinna verkefna. Unga fólkið og kúabúskapurinn Fjöldi verkefna hlaut minni styrki. Má þar nefna RJF hópinn, stuðningsnefnd Arons Pálma Ágústssonar sem hlaut 500 þúsund króna styrk og Styrktarfélag Geirs Þórissonar eina milljón til að veita stuðning vegna fangelsisvistar í Bandaríkjunum. Af öðrum verk- efnum má nefna að Íþróttasamband fatlaðra fær styrk vegna Alþjóða- leika Special Olympics 2007, eina milljón króna, 500 þúsund fara til endurgerðar og varðveislu Kútter Sigurfara á Akranesi og Sverrir Heiðar Júlíusson hlýtur 200 þúsund krónur fyrir námskeiðið Unga fólk- ið og hlutverk þess í kúabúskapn- um.Verkefni á sviði umhverfismála fá úthlutað samtals 35,6 milljónum króna en mannúðarverkefnum er úthlutað rúmlega 33 milljónum. Lista- og menningarverkefni hljóta samtals 19,8 milljónir og til íþrótta og útivistarmála fara 12 milljónir. Pokasjóður verslunarinnar hefur verið starfræktur frá 1995 og standa rúmlega 160 verslanir um land allt að honum. Pokasjóður sjálfbær Í pokasjóð renna tekjur af sölu poka sem hægt er að þekkja af merki pokasjóðs. Verslanir sem taka þátt í verkefninu leggja 40% tekna af sölu poka í séreignarsjóð sem hver verslun úthlutar fyrir sig en 60% fara í sameignarsjóð sem sjóðurinn úthlutar. Pokasjóður út- hlutar öllum þeim framlögum sem í hann berast en vaxtatekjur standa straum af kostnaði við rekstur hans. Að þessari úthlutun meðtal- inni, sem er sú tólfta, hefur nú um 700 milljónum verið úthlutað til verkefna sem stuðla að almanna- heill, segir í fréttatilkynningu frá Pokasjóði verslunarinnar. Morgunblaðið/G. Rúnar Fjölbreyttur hópur Styrkþegar og stjórn pokasjóðs voru ánægð að lokinni úthlutun í gær. 700 milljónir í almannaþágu Eftir Guðna Einarsson gudni@mbl.is FORSETARNIR voru sammála um að sérstaklega mikilvægt væri fyrir vestnorrænu löndin að fundin yrði viðeigandi og varanleg lausn hvað við- víkur öryggi á Norðvestur-Atlants- hafi, ekki síst hvað varðar björgunar- aðgerðir,“ sagði Sólveig Pétursdóttir, forseti Alþingis, sem stýrði árlegum fundi þingforseta vestnorrænu land- anna. Hann var haldinn í Reykjavík í gær og á miðvikudag. Auk Sólveigar sóttu fundinn Edmund Joensen for- seti færeyska lögþingsins og Jonat- han Motzfeldt forseti grænlenska landsþingsins ásamt skrifstofustjór- um þinganna. Sólveig kvaðst hafa greint frá að- gerðum íslenskra stjórnvalda til að styrkja Landhelgisgæsluna með nýrri flugvél og nýju varðskipi auk fjölgunar þyrlna. Þá skýrði hún frá nýgerðum samningum Íslendinga við Norðmenn og Dani um samstarf í ör- yggismálum. Fundarmenn lýstu ánægju sinni með fríverslunarsamning Íslands og Færeyja og kvaðst Sólveig hafa spurt hvernig ályktun Vestnorræna ráðsins um hugsanlega aðild Grænlands að samningnum hefði verið tekið í Græn- landi. Motzfeldt upplýsti að viðbrögð- in hefðu almennt verið jákvæð og ver- ið væri að skoða hvaða áhrif aðild Grænlands hefði á aðra samninga landsins, eins og við Evrópusamband- ið og Danmörku. Þá gerðu forsetar þinga Grænlands og Færeyja grein fyrir þróun sam- bands sjálfstjórnarsvæðanna við Danmörku. Sólveig sagði að Motz- feldt, sem er formaður nefndar um sjálfsstjórn Grænlands, hefði sagt að nefndin myndi skila tillögum um framtíðarskipulag sambandsins við Danmörku í sumar. Eining ríkti með- al fulltrúa allra flokka í nefndinni, að frátöldum fulltrúum Danska þjóðar- flokksins sem væntanlega myndu skila séráliti. Vilji Grænlendingar leita sjálfstæðis í framtíðinni þarf að bera þá ósk undir þjóðaratkvæði í Grænlandi samkvæmt tillögu nefnd- arinnar. Edmund Joensen, forseti lögþings Færeyja, sagði Færeyinga hafa feng- ið umráð yfir æ fleiri sviðum og sjálfs- stjórnin því í raun aukist. Þeir hefðu nú axlað ábyrgðina á öryggismálum á hafinu og nýlega tekið við stjórn al- þjóðaflugvallarins í Vogum. Hinn 29. júlí taka þeir við stjórn kirkjunnar. Forsetarnir voru sammála um mik- ilvægi samstarfs ríkjanna um ferða- og samgöngumál. „Ég benti á að Vesturnorðurlönd hefðu upp á ýmislegt að bjóða, eins og einstaka óspillta náttúru, sérstaka menningu, spennandi viðburði og mat. Það væri ekkert því til fyrirstöðu að markaðssetja svæðið í heild,“ sagði Sólveig. Þingforsetar vestnorrænu landanna funduðu í Reykjavík Mikilvægt að leysa öryggis- málin Morgunblaðið/RAX Þingforsetar Jonathan Mozfeldt, forseti grænlenska landsþingsins, Sólveig Pétursdóttir, forseti Alþingis, og Ed- mund Joensen, forseti færeyska lögþingsins, hittust í Reykjavík á árlegum fundi vestnorrænu þingforsetanna. „ÉG HEF selt hann yngra Rauð, er því sjaldan glaður. Svona er að vanta veraldarauð og vera drykkju- maður,“ söng tónlistarmaðurinn Kristján Kristjánsson, betur þekkt- ur sem KK, á Miðborgarþingi sem haldið var í Listasafni Reykjavíkur – Hafnarhúsi á miðvikudag. Kristján sagði Pál Ólafsson hafa ort kvæðið en hann hafi einmitt verið uppi um það leyti sem Lækj- argata 2 var reist. „Páll sá eftir því alla ævi að hafa selt yngra Rauð og þannig mun fara fyrir okkur líka ef við förgum Lækjargötu 2,“ sagði Kristján og dásamaði þá menningarstarfsemi sem fram fór á Café Rósenberg. Eftir sönginn afhenti hann Vil- hjálmi Þ. Vilhjálmssyni borg- arstjóra um eitt þúsund undir- skriftir íbúa borgarinnar sem vilja halda Lækjargötu 2 í upprunalegu horfi og leyfa Café Rósenberg að blómstra áfram. Kristján segir listann ekki tæmandi því vel á ann- að þúsund hafi skrifað undir, hvort sem er á Netinu í gegnum vefsíðuna myspace.com/reisumrosenberg eða á lista sem liggja frammi víðsvegar um borgina. Á Miðborgarþinginu hélt jafn- framt erindi Guðný Gerður Gunn- arsdóttir borgarminjavörður og tæpti á varðveislugildi Lækjargötu 2 og Austurstræti 22. Benti hún m.a. á hversu fá hús eru eldri en þessi tvö, en það eru um tuttugu hús í allri Reykjavík. Undirskriftir afhentar vegna Lækjargötu 2 ELDUR kom upp í skemmtibáti á Viðeyjarsundi í gærkvöld og fór þyrla Landhelgisgæslunnar ásamt tveim björgunarbátum Slysavarna- félagsins Landsbjargar til bjargar. Skipverjum á skemmtibátnum tókst þó að slökkva eldinn án aðstoðar og sakaði engan. Fimm fullorðnir voru um borð. Fólkið hafði samband við Vaktstöð siglinga kl. 18:45. Gæslu- þyrlan LIF og björgunarbátarnir Ásgrímur Björnsson og Gróa Pét- ursdóttir höfðu þá nýlokið björgun- aræfingu vestur af Engey og héldu þegar af stað til bjargar. Varðstjórar í vaktstöðinni létu Slökkvilið höfuð- borgarsvæðisins einnig vita. Skömmu síðar tilkynntu bátsverj- ar að þeim hefði tekist að slökkva eldinn með handslökkvitækjum en báðu um aðstoð til að komast í land þar sem þeir voru orðnir vélarvana. Gæsluþyrlan flaug þá heim en björgunarbátarnir komu að skemmtibátnum austur af Viðey um kl. 19. Var þá afráðið að Gróa Péturs- dóttir drægi skemmtibátinn inn í Snarfarahöfn. Eldur í skemmtibáti PARKET & GÓLF • ÁRMÚLA 23 SÍMI: 568 1888 • FAX: 568 1866 WWW.PARKETGOLF.IS PARKET@PARKETGOLF.IS ÁRATUGA ÞEKKING, ÞJÓNUSTA OG RÁÐGJÖF ClickBoard BYLTINGARKENNDAR VEGG- OG LOFTPLÖTUR Parket & Gólf býður einstaka lausn fyrir vegg- og loftplötur frá þýska framleiðandanum Parador HDF plöturnar frá Parador hafa nær engin sýnileg samskeyti og eru einstaklega auðveldar í uppsetningu. KOSTIRNIR ERU AUGLJÓSIR Hagkvæm og ódýr lausn • einföld uppsetning - 50% fljótlegra höggþolið • auðvelt að þrífa • lítil eða engin sparslvinna losnar við allt ryk • 50 kg. burðarþol á skrúfu stílhreint og nútímalegt útlit • 10 ára ábyrgð Komdu við í verslun okkar og kynntu þér þessa einstöku lausn - við tökum vel á móti þér ka ld al jó s 20 06
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.