Morgunblaðið - 11.05.2007, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 11.05.2007, Blaðsíða 12
12 FÖSTUDAGUR 11. MAÍ 2007 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR BJÖRN Bjarnason dóms- og kirkjumálaráðherra kynnti lög- gæsluáætlun 2007-2011 á fundi með ríkislögreglustjóra og lög- reglustjórum landsins í Þjóðmenn- ingarhúsinu í gær. Er þetta í fyrsta sinn sem langtímalöggæsluáætlun er gerð. Í Löggæsluáætlun 2007-2011 er fjallað ítarlega um framtíðarsýn löggæslumála á Íslandi, skipulag lögreglu, aðferðafræði og mæli- kvarða á árangur hennar. Lög- gæsluáætlunin mun sæta árlegri endurskoðun þótt hún muni ekki breytast í meginatriðum, sam- kvæmt upplýsingum dómsmála- ráðuneytis. Fyrsta langtímaáætlunin kynnt Eftir Baldur Arnarson baldura@mbl.is SÚ ÁKVÖRÐUN Egils Jóhannsson- ar, framkvæmdastjóra Brimborgar, að þrýsta á olíufélögin um að kanna fýsileika þess að selja etanól hefur dregið athyglina á ný að hinu óhefð- bundna eldsneyti sem talið er muni kunna að eiga þátt í vatnsskorti. Samkvæmt Guðmundi Gunnars- syni efnaverkfræðingi er áætlað að notkun á bensíni á Íslandi sé um 175.000 tonn eða sem svarar 237 milljón lítrum. Til að skipta alfarið yfir í blöndu eldsneytis með 85% et- anóli þurfi um 300 milljón lítra af því. Um 1,1 milljón tonna af þurrum viði eða lífmassa þyrfti til framleiðslunn- ar. 15% blanda, sem hentar öllum bifreiðum, þyrfti um 35 milljón lítra. Spurður hvort nægjanlegur líf- massi félli til hér til að framleiða um 35 milljónir lítra telur Hólmgeir Björnsson, tölfræðingur, svo vera, og nefnir korn- og grasrækt og vax- andi skógrækt og lúpínu. Yrði magn- ið mun meira skipti landrými máli. Vatnið takmörkuð auðlind Etanólframleiðsla er sem fyrr seg- ir umdeild og telur Andrés Arnalds, fagmálastjóri Landgræðslunnar, vissulega mikla möguleika geta legið í framleiðslunni en á hinn bóginn þurfi að fara mjög varlega í sakirnar. „Alþjóðlega er vatn mjög tak- mörkuð auðlind og miklu meira en svo að við Íslendingar í landi rign- ingarinnar gerum okkur grein fyr- ir,“ segir Andrés. „Mjög stór hluti af vatnsforða heimsins er nú þegar í notkun og ef fara þyrfti út í stór- fellda ræktun vegna etanólfram- leiðslu, sem myndi byggjast á áveit- um, til dæmis, þá myndi það í raun og veru ekki ganga upp. Það sem er að gerast með vatnið er vaxandi ásælni í árnar til að veita í akra sem veldur því að þeir sem eru neðar með ánum fá miklu minna vatn. Þegar fram í sækir mun þetta verða vaxandi rót hernaðarátaka í heiminum,“ segir Andrés og játar að áherslan á et- anólið geti óbeint orðið tilefni póli- tískra átaka líkt og olían síðustu áratugi. Inntur eftir því hvaða áhrif það hafi á hringrás næring- arefna að fjar- lægja lífmassa úr vistkerfum segir Andrés nú til dæmis mikinn ótta í Bandaríkjunum við fulleinhæfa áherslu á etanólframleiðslu. „Niðurgreiðslur á t.d. maísræktun til framleiðslunnar valda því að nú er hætta á því að farið verði að brjóta viðkvæmt land til ræktunar, líkt og gert var á fjórða áratug síðustu aldar með skelfilegum afleiðingum því það leiddi til svo mikils uppblásturs. Sömuleiðis ef ræktunartæknin er einhæf, þ.e.a.s. einræktun tegunda, sem stuðlar ekki að næringarjafn- vægi í jarðveginum, heldur eru efnin alltaf flutt burt, þá endar það bara í rányrkju lands.“ Spurður um kosti þess að yrkja ónýtt ræktarlönd í Evrópusamband- inu til að sækja lífmassa fyrir etanól segir Andrés rétt að mikil niður- greiðsla sé til landbúnaðar innan ESB, Bandaríkjanna og Kanada til þess að halda framleiðslunni niðri. Því sé rými til að auka ræktunina mikið. Hann bendir hins vegar á að loftslagsbreytingar gætu valdið mik- illi röskun á matvælaframleiðslu jarðarinnar. Sú staða gæti komið upp að t.d. ræktun á korni til etanól- framleiðslu yrði í samkeppni við ræktun á matvælum. Ef allir jarð- arbúar hefðu jafnan aðgang að mat- arfjallinu dygði það í nokkra daga. Eins og kom fram í Morgun- blaðinu í vikunni fer áherslan á etan- ól vaxandi vestanhafs. Sú ákvörðun að hætta að nota efnasambandið MTBE sem íblöndunarefni í bensín á þátt í þeirri áherslu. Nú er einkum rætt um orkuöryggi og loftslagsmál. Margar hliðar á etanólinu  Sérfræðingur varar við vatnsstríðum  Einhæf áhersla í ræktun vekur ugg Andrés Arnalds ÞYKKT vetrarsnjólagsins á Mýrdals- jökli reyndist allt að tólf metrar í vor og er það með því mesta sem gerist á landinu. Félagar í Jöklarannsókna- félagi Íslands önnuðust mælingarnar sem gerðar voru á þremur stöðum á jöklinum 6. maí sl. í árlegum afkomu- mælingum. „Þetta er einfaldlega úrkomumesta svæði landsins,“ segir Oddur Sigurðs- son, jarðfræðingur hjá Vatnamæling- um Orkustofnunar, um „helstu snjó- kistur landsins“, Öræfajökul, Eyja- fjallajökul og Mýrdalsjökul. „Þar koma iðulega 10–15 metrar af snjó á hverjum vetri. Það kom okkur því ekki kannski beint á óvart að það skyldi vera svo mikil snjór þar.“ Að sögn Odds eru afkomumæling- ar framkvæmdar á helstu jöklum landsins á vorin og haustin, vetraraf- koman að vori en sumarafkoman að hausti. Hann segir það hafa komið mönnum mjög á óvart hversu mikið snjóaði á þessum stöðum, tólf metrar jafngildi þriggja hæða húsi. Mýrdalsjökull hækki þó ekki sem þessu nemur heldur haldi sér í jafn- vægi. Um 200 til 300 ár taki fyrir snjó- inn að síga og bráðna fram við sporð- inn í vatn í jökulár. Kom mönnum fyrst á óvart „Það var árin 1943 og 1944 þegar þeir fóru Jón Eyþórsson og fleiri í leiðangur upp á Mýrdalsjökul og voru með stengur með sér sem voru fjög- urra metra langar, held ég, og settu þær upp til að mæla hversu mikil snjór félli. Svo komu þeir aftur um vorið og fundu engar stengur og skildu ekkert í því. Þá hafði snjórinn fyllt yfir þær og gott betur, þannig að þær hafa ekki sést síðan.“ Spurður um framkvæmd mæling- anna segir Oddur nauðsynlegt að mæla á nokkrum stöðum til að endur- spegla sem best afkomu jökulsins. Borin von sé að gera líkan yfir vatna- far, þar sem jökulár skipti máli, án þessara upplýsinga. Því hafi t.d. Landsvirkjun styrkt gerð afkomu- mælinga. Oddur segir Raunvísinda- stofnun og Landsvirkjun mæla á Vatnajökli og Langjökli, Orkustofnun á Hofsjökli og Drangajökli og Jökla- rannsóknafélagið á Mýrdalsjökli. Vetrarsnjólagið allt að tólf metrar á Mýrdalsjökli Þrjár mælingar í maímánuði Ljósmynd/Hjörtur Hannesson Afkomumæling Félagar í Jöklarannsóknafélagi Íslands mæla snjóalög á Mýrdalsjökli 6. maí sl. Mælingarnar þykja veita mikilvægar upplýsingar. Um 400 til 500 félagar eru skráðir í Jöklarannsóknafélaginu í dag. FRIÐRIK Guðmundsson kvik- myndagerðarmaður, sem unnið hef- ur að heimildamynd um skákmeist- arann Bobby Fischer, hyggst halda ótrauður áfram með myndina þótt stuðningsmenn Fischers hafi nýlega sent frá sér tilkynningu þar sem seg- ir að Fischer sé óánægður með fram- leiðslu heimildamyndarinnar. Mynd- in ber vinnuheitið „Vinur minn Bobby“ og segja stuðningsmennirnir að viðfangsefnið sé í miklu ósam- ræmi við það sem við Fischer hafi verið rætt á sínum tíma og brögð hafi verið í tafli. Friðrik óskaði eftir fundi með stuðningsmönnunum í gær þar sem óskað var skýringa á staðhæfingun- um. Friðrik segir að ekki hafi komið fram neinar kröfur á hendur sér vegna málsins og sömuleiðis hafi hann ekki beðið fyrir nein skilaboð til skákmeistarans önnur en þau að dyr sínar standi ávallt opnar ef Fischer þurfi að ræða eitthvað í tengslum við málið. Segir hann að fram hafi komið á fundinum að stuðningsmenn Fischers hafi ekki skrifað umrædda tilkynningu, held- ur skákmeistarinn sjálfur. Hvað sem því líður hyggst Friðrik halda ótrauður áfram með myndina eins og ekkert hafi í skorist. Segir hann lík- legt að myndin verði tilbúin fyrir desember næstkomandi. Heldur áfram með myndina Óánægja skákmeistarans Bobbys Fischers að engu höfð
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.