Morgunblaðið - 11.05.2007, Page 12

Morgunblaðið - 11.05.2007, Page 12
12 FÖSTUDAGUR 11. MAÍ 2007 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR BJÖRN Bjarnason dóms- og kirkjumálaráðherra kynnti lög- gæsluáætlun 2007-2011 á fundi með ríkislögreglustjóra og lög- reglustjórum landsins í Þjóðmenn- ingarhúsinu í gær. Er þetta í fyrsta sinn sem langtímalöggæsluáætlun er gerð. Í Löggæsluáætlun 2007-2011 er fjallað ítarlega um framtíðarsýn löggæslumála á Íslandi, skipulag lögreglu, aðferðafræði og mæli- kvarða á árangur hennar. Lög- gæsluáætlunin mun sæta árlegri endurskoðun þótt hún muni ekki breytast í meginatriðum, sam- kvæmt upplýsingum dómsmála- ráðuneytis. Fyrsta langtímaáætlunin kynnt Eftir Baldur Arnarson baldura@mbl.is SÚ ÁKVÖRÐUN Egils Jóhannsson- ar, framkvæmdastjóra Brimborgar, að þrýsta á olíufélögin um að kanna fýsileika þess að selja etanól hefur dregið athyglina á ný að hinu óhefð- bundna eldsneyti sem talið er muni kunna að eiga þátt í vatnsskorti. Samkvæmt Guðmundi Gunnars- syni efnaverkfræðingi er áætlað að notkun á bensíni á Íslandi sé um 175.000 tonn eða sem svarar 237 milljón lítrum. Til að skipta alfarið yfir í blöndu eldsneytis með 85% et- anóli þurfi um 300 milljón lítra af því. Um 1,1 milljón tonna af þurrum viði eða lífmassa þyrfti til framleiðslunn- ar. 15% blanda, sem hentar öllum bifreiðum, þyrfti um 35 milljón lítra. Spurður hvort nægjanlegur líf- massi félli til hér til að framleiða um 35 milljónir lítra telur Hólmgeir Björnsson, tölfræðingur, svo vera, og nefnir korn- og grasrækt og vax- andi skógrækt og lúpínu. Yrði magn- ið mun meira skipti landrými máli. Vatnið takmörkuð auðlind Etanólframleiðsla er sem fyrr seg- ir umdeild og telur Andrés Arnalds, fagmálastjóri Landgræðslunnar, vissulega mikla möguleika geta legið í framleiðslunni en á hinn bóginn þurfi að fara mjög varlega í sakirnar. „Alþjóðlega er vatn mjög tak- mörkuð auðlind og miklu meira en svo að við Íslendingar í landi rign- ingarinnar gerum okkur grein fyr- ir,“ segir Andrés. „Mjög stór hluti af vatnsforða heimsins er nú þegar í notkun og ef fara þyrfti út í stór- fellda ræktun vegna etanólfram- leiðslu, sem myndi byggjast á áveit- um, til dæmis, þá myndi það í raun og veru ekki ganga upp. Það sem er að gerast með vatnið er vaxandi ásælni í árnar til að veita í akra sem veldur því að þeir sem eru neðar með ánum fá miklu minna vatn. Þegar fram í sækir mun þetta verða vaxandi rót hernaðarátaka í heiminum,“ segir Andrés og játar að áherslan á et- anólið geti óbeint orðið tilefni póli- tískra átaka líkt og olían síðustu áratugi. Inntur eftir því hvaða áhrif það hafi á hringrás næring- arefna að fjar- lægja lífmassa úr vistkerfum segir Andrés nú til dæmis mikinn ótta í Bandaríkjunum við fulleinhæfa áherslu á etanólframleiðslu. „Niðurgreiðslur á t.d. maísræktun til framleiðslunnar valda því að nú er hætta á því að farið verði að brjóta viðkvæmt land til ræktunar, líkt og gert var á fjórða áratug síðustu aldar með skelfilegum afleiðingum því það leiddi til svo mikils uppblásturs. Sömuleiðis ef ræktunartæknin er einhæf, þ.e.a.s. einræktun tegunda, sem stuðlar ekki að næringarjafn- vægi í jarðveginum, heldur eru efnin alltaf flutt burt, þá endar það bara í rányrkju lands.“ Spurður um kosti þess að yrkja ónýtt ræktarlönd í Evrópusamband- inu til að sækja lífmassa fyrir etanól segir Andrés rétt að mikil niður- greiðsla sé til landbúnaðar innan ESB, Bandaríkjanna og Kanada til þess að halda framleiðslunni niðri. Því sé rými til að auka ræktunina mikið. Hann bendir hins vegar á að loftslagsbreytingar gætu valdið mik- illi röskun á matvælaframleiðslu jarðarinnar. Sú staða gæti komið upp að t.d. ræktun á korni til etanól- framleiðslu yrði í samkeppni við ræktun á matvælum. Ef allir jarð- arbúar hefðu jafnan aðgang að mat- arfjallinu dygði það í nokkra daga. Eins og kom fram í Morgun- blaðinu í vikunni fer áherslan á etan- ól vaxandi vestanhafs. Sú ákvörðun að hætta að nota efnasambandið MTBE sem íblöndunarefni í bensín á þátt í þeirri áherslu. Nú er einkum rætt um orkuöryggi og loftslagsmál. Margar hliðar á etanólinu  Sérfræðingur varar við vatnsstríðum  Einhæf áhersla í ræktun vekur ugg Andrés Arnalds ÞYKKT vetrarsnjólagsins á Mýrdals- jökli reyndist allt að tólf metrar í vor og er það með því mesta sem gerist á landinu. Félagar í Jöklarannsókna- félagi Íslands önnuðust mælingarnar sem gerðar voru á þremur stöðum á jöklinum 6. maí sl. í árlegum afkomu- mælingum. „Þetta er einfaldlega úrkomumesta svæði landsins,“ segir Oddur Sigurðs- son, jarðfræðingur hjá Vatnamæling- um Orkustofnunar, um „helstu snjó- kistur landsins“, Öræfajökul, Eyja- fjallajökul og Mýrdalsjökul. „Þar koma iðulega 10–15 metrar af snjó á hverjum vetri. Það kom okkur því ekki kannski beint á óvart að það skyldi vera svo mikil snjór þar.“ Að sögn Odds eru afkomumæling- ar framkvæmdar á helstu jöklum landsins á vorin og haustin, vetraraf- koman að vori en sumarafkoman að hausti. Hann segir það hafa komið mönnum mjög á óvart hversu mikið snjóaði á þessum stöðum, tólf metrar jafngildi þriggja hæða húsi. Mýrdalsjökull hækki þó ekki sem þessu nemur heldur haldi sér í jafn- vægi. Um 200 til 300 ár taki fyrir snjó- inn að síga og bráðna fram við sporð- inn í vatn í jökulár. Kom mönnum fyrst á óvart „Það var árin 1943 og 1944 þegar þeir fóru Jón Eyþórsson og fleiri í leiðangur upp á Mýrdalsjökul og voru með stengur með sér sem voru fjög- urra metra langar, held ég, og settu þær upp til að mæla hversu mikil snjór félli. Svo komu þeir aftur um vorið og fundu engar stengur og skildu ekkert í því. Þá hafði snjórinn fyllt yfir þær og gott betur, þannig að þær hafa ekki sést síðan.“ Spurður um framkvæmd mæling- anna segir Oddur nauðsynlegt að mæla á nokkrum stöðum til að endur- spegla sem best afkomu jökulsins. Borin von sé að gera líkan yfir vatna- far, þar sem jökulár skipti máli, án þessara upplýsinga. Því hafi t.d. Landsvirkjun styrkt gerð afkomu- mælinga. Oddur segir Raunvísinda- stofnun og Landsvirkjun mæla á Vatnajökli og Langjökli, Orkustofnun á Hofsjökli og Drangajökli og Jökla- rannsóknafélagið á Mýrdalsjökli. Vetrarsnjólagið allt að tólf metrar á Mýrdalsjökli Þrjár mælingar í maímánuði Ljósmynd/Hjörtur Hannesson Afkomumæling Félagar í Jöklarannsóknafélagi Íslands mæla snjóalög á Mýrdalsjökli 6. maí sl. Mælingarnar þykja veita mikilvægar upplýsingar. Um 400 til 500 félagar eru skráðir í Jöklarannsóknafélaginu í dag. FRIÐRIK Guðmundsson kvik- myndagerðarmaður, sem unnið hef- ur að heimildamynd um skákmeist- arann Bobby Fischer, hyggst halda ótrauður áfram með myndina þótt stuðningsmenn Fischers hafi nýlega sent frá sér tilkynningu þar sem seg- ir að Fischer sé óánægður með fram- leiðslu heimildamyndarinnar. Mynd- in ber vinnuheitið „Vinur minn Bobby“ og segja stuðningsmennirnir að viðfangsefnið sé í miklu ósam- ræmi við það sem við Fischer hafi verið rætt á sínum tíma og brögð hafi verið í tafli. Friðrik óskaði eftir fundi með stuðningsmönnunum í gær þar sem óskað var skýringa á staðhæfingun- um. Friðrik segir að ekki hafi komið fram neinar kröfur á hendur sér vegna málsins og sömuleiðis hafi hann ekki beðið fyrir nein skilaboð til skákmeistarans önnur en þau að dyr sínar standi ávallt opnar ef Fischer þurfi að ræða eitthvað í tengslum við málið. Segir hann að fram hafi komið á fundinum að stuðningsmenn Fischers hafi ekki skrifað umrædda tilkynningu, held- ur skákmeistarinn sjálfur. Hvað sem því líður hyggst Friðrik halda ótrauður áfram með myndina eins og ekkert hafi í skorist. Segir hann lík- legt að myndin verði tilbúin fyrir desember næstkomandi. Heldur áfram með myndina Óánægja skákmeistarans Bobbys Fischers að engu höfð

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.