Morgunblaðið - 11.05.2007, Blaðsíða 47

Morgunblaðið - 11.05.2007, Blaðsíða 47
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 11. MAÍ 2007 47 Laugavegi 170, 2. hæð. Opið virka daga kl. 8-17. Sími 552 1400 ● Fax 552 1405 www.fold.is ● fold@fold.is Þjónustusími eftir lokun er 694 1401. ODDAGATA - HÁSKÓLAHVERFIÐ Í RVÍK. Glæsilegt einbýlishús á hornlóð í þessu vinsæla og eftirsótta hverfi. Eignin hefur verið mikið endurnýjuð og er umlukin fallegum garði. Alls er eignin 276 fm, með bílskúrnum. Stofan er þrískipt, með fallegum nýjum gluggum sem snúa í suður, gengið þaðan út á fallega verönd. 2ja herberg- ja aukaíbúð má auðveldlega sameina stærri hlutanum eða jafnvel nýta til útleigu. Óskað er eftir tilboðum í eignina. 7652 Bréf til blaðsins Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík  Bréf til blaðsins | mbl.is Ég lenti í stórvandræðum þegar Samfylkingin varð til og Alþýðuflokk- urinn leið undir lok. Hvern átti ég nú að kjósa? Ég gæti ekki kosið flokk sem hall- aðist of mikið til vinstri, enda búinn að ferðast og dvelja í austantjalds- löndum og vildi ekki sjá þá for- hyggjustefnu sem þar var. Þar sem allir áttu að vera jafnir og allir fá allt án þess að hafa metnað til að leggja af dugnaði það sem til þyrfti. Fólk koðn- aði niður á sama skítaplanið og ár- angurinn eftir því, að ég held í 70 ár. Það var ekki fyrr en Gorbatjov skrif- aði í Perestrojka: Ábatavon er sterkt afl til að nýta einstaklinginn. Eftir þau tímamót sá ég betur hvernig al- þýðufólk leit á lífið. Allir tilbúnir til að vinna pínulítið meira til að fá pínulítið meiri peninga. Mér fannst alltaf að ég gæti lesið það út úr stefnu Alþýðu- flokksins: Réttlát skipting þjóð- arteknanna. Ég skildi alltaf að þeim mun meira sem ég vann, þeim mun betra höfðum ég og mínir það. Ekki bara bíða eftir að ég fengi allt sem þyrfti fyrir enga áreynslu. Ég var einn þeirra fyrstu sem fylgdust með þegar Kvennalistinn vann sinn fyrsta sigur (Hvaða ár var það 1986?) Eina stöðin sem sagði fréttirnar var Freie Berlin. En tíminn leiddi í ljós að það var ekkert gagn í því. Þá kom Samfylkingin og ætlaði að sameina alla vinstra megin við miðju, en klikkaði fyrst og fremst á Steingrími Sigfússyni, sem vildi meira og fékk. Verðskuldað eða óverðskuldað. Og fékk nafnið Vinstri grænir, í staðinn fyrir Vinstri rauðir. Ég þekki Steingrím, ég var með hon- um á togara og hann var háseti en var eins og vasaútgáfa af skipstjóra, því hann talaði einn og sér í kaffi- og mat- artímum út í eitt og þó stýrimaðurinn segði: Jæja strákar, við skulum fara að setja upp væng, ansaði enginn, en þegar hann var búinn að segja það sem hann vildi og sagði: Jæja!! þá stóðu allir upp og fóru að vinna. Svo komu Frjálslyndir og ætluðu að snúa við kvótakerfinu. Þar er vissulega mikil þörf á lagfæringum, en þeir eru ekki trúverðugir varðandi getu um möguleika til breytinga. Í biðstöðu kaus ég Framsókn, þó ég kastaði krónu hvort ég ætti að kjósa þá eða X-D, enda pláss þar fyrir alla. Svo kemur mesti brandari allra tíma: M. Sverrisdóttir með Ómar í fararbroddi, með lista sem á að vera allt sem með þarf og vera snögg að því. Ómar fór í skrúðgöngu niður í bæ. Þátttakan þótti mér ekki trúverð- ug. Fyrir hádegi þennan dag fór ég í heimsókn til aldraðs fólks og þegar ég sat og sötraði kaffið mitt sagði konan? Hvað eigum við að gera af okkur í dag? Svar mannsins: Ég veit það ekki; Er ekki verið að jarða ein- hvern sem við þekkjum? Um kvöldið sá ég þau bæði í skrúðgöngunni, þau fóru með, því í þeirra augum var þetta bara: Afþreying. Að halda að þetta væri þjóð- arhreyfing eru elliglöp Ómars og fylgjenda hans. Eins hugsaði ég seinna þegar sagt var að stór hluti fólks á mótmælendafundi um Kára- hnjúkavirkjun væru eldri borgarar. Hér er sama upp á teningnum: Af- þreying!! Hafa enga meiningu, bara að sjá hvað er að gerast. Ég hafði vonað að Samfylkingin mundi jafna sig og sýna mér að hún mundi færast í það horf sem ég aðhyllist, en þá felldi frú Sólrún Össur af stalli, óverð- skuldað, því Samfylkingin var á sigl- ingu, en hrapar nú hratt og illa. Frúin hefur aldrei skilið Alþýðu- flokksmannaarminn. Við sjáum öll valdagræðgina, hún gat alveg beðið þar til hennar tími kæmi og Össur brynni út. En hann var á fullri siglingu. Sér hún ekki hvað til síns friðar heyrir? Sér hún ekki hve fylgið hrundi? Fjöldi fyrr- verandi Alþýðuflokksvina minna eru sama sinnis, en aldrei er reynt að finna út hvað þeir hugsa, bara sagt við þá: Samfylkingin er það sem þið fáið í staðinn. Ég er ekkert nær, eftir þessi skrif, um það hvern ég á að kjósa. Kannski Framsókn, enda komin með góðan formann, eða Sjálfstæðisflokkinn, þar er pláss fyrir alla. Sjáum til. Að hlusta á útvarp og sjónvarp í kosningabar- áttunni dugar ekki til. Allir lofa öllu fyrir alla og hafa lofað alla æfi. Ég vil hafa sömu stefnu og síðustu stjórnir hafa haft, enda aldrei haft það betra þó ég sé 67 ára og er enn vinnandi til að hafa það pínulítið betra með að vinna pínulítið meir. Eitt sem mælir með að ég kjósi Framsókn aftur er að Framsóknarflokkurinn hefur nú besta stjórnanda allra tíma, enda pínulítið til vinstri; Jón Sigurðsson (Allt er í áttina.). VALBERG HELGASON, Heiðarhvammi 4, Reykjanesbæ. Að kjósa – en hvern? Frá Valberg Helgasyni Ég ætlaði að leggja fyrir þig spurn- ingu þegar þú sast fyrir svörum í Kastljósþætti í fyrri viku, þar sem hlustendum var boðið upp á að hringja í þáttinn og leggja fyrir þig spurningar, en ég náði ekki inn. Nú dettur mér í hug að ná til þín í gegn- um Morgunblaðið. Tilefnið var það að ég var að horfa á sjónvarpsþátt þar sem fjallað var um heilbrigðiskerfið og sett út á meðferðina á eldri borgurum sem eru inni á dvalarheimilum aldraðra. Að þeir þyrftu að vera tveir og jafn- vel þrír saman í herbergi án þess að ráða nokkru um hver herbergisfélag- inn væri. Þar sagðir þú: „Faðir minn sagði við mig, ég get ekki hugsað mér að fara inn á svona stofnun og eiga það á hættu að lenda í herbergi með framsóknar bóndadurg að norðan.“ Og þar sem ég er gamall bóndi til margra ára, þá spyr ég þig Ingibjörg Sólrún. Er mannfyrirlitning viðhorf Sam- fylkingarinnar til eldri borgara á landsbyggðinni, eins og kom fram í þessum orðum þínum? Eiga þessi ummæli almennt við um eldra fólk á landsbyggðinni, eða aðeins um bændur hér norðanlands? Það vill svo til að ég veit að föðurfaðir þinn bjó í sveit þarna sunnanlands. Bæj- arnafnið ætla ég ekki að nefna, það gæti valdið misskilningi. En í huga föður þíns og þínum hafa vafalaust ekki búið þar neinir bændadurgar. Og í ljósi þessara ummæla sem þú hafðir eftir föður þínum þá minnist ég þess þegar ég var við búskapinn að Alþýðuflokkurinn sálugi var lát- laust að fjandskapast út í bændur eins og Samfylkingin í dag. Þá man ég að haft var eftir fínni frú í kaup- stað að það væri ekki vandi fyrir bændur að lifa, þeir þyrftu ekki ann- að en skreppa út í hagann að ná sér í lambalæri í matinn sér að kostn- aðarlausu. Já, vafalaust í hennar huga hægt að sneiða niður lambið í haganum eins og að skera sér brauðsneið til að hafa með matnum og svo aðra daginn eftir af sömu kökunni. Þú kennir bændum látlaust um hátt verð á landbúnaðarvörum og heimtar að þær séu fluttar inn að mestu eða öllu leyti og þar með ertu að reyna að ganga af íslenskri bændastétt dauðri. Og þar sem ég er þessi dæmigerði norðlenski framsóknar bóndadurgur þá þiggur þú vafalaust ekki ráð frá mér, en ef svo ólíklega vildi til að þú þægir þau þá vildi ég, þó ég sé afar sár út í þig fyrir ummæli þín í garð okkar bænda, biðja þig í framtíðinni að haga orðum þínum á þann veg að þau verði þér og þínu fólki til sóma en ekki öfugt. Ég hef nú beðið eftir að þessum ummælum þínum væri svarað á op- inberum vettvangi en hef ekki orðið var við það. Kannski hefur bændum ekki þótt þú svaraverð. Kveðja. ALFREÐ JÓNSSON er fyrrverandi bóndi og býr á Sauðárkróki Bréf til Ingibjargar Sólrúnar Frá Alfreð Jónssyni ÞEGAR snjóa leysir kemur allt rusl- ið í ljós sem menn hafa kastað frá sér síðan í síðustu vorhreingern- ingum. Eins og hvert annað nátt- úrulögmál. Það er bara engu líkara en að menn séu alveg blindir fyrir ruslinu, þangað til einn bjartan sum- ardag í lok maí eða byrjun júní. Þá fyrst fær fólkið sjónina og hefst handa við hreinsunina. Alltaf verð ég jafn undrandi yfir þessum sóðaskap. Og alltaf verð ég líka jafn undrandi á því að yfirvöld hafi ekki enn kveikt á perunni í sam- bandi við það að á Íslandi er of lítið að þrífa ruslið aðeins að vori eða snemma sumars, er skólafólk mætir í bæjarvinnuna. Margir Íslendingar eru nefnilega svo miklir sóðar að það þarf að þrífa landið okkar miklu oft- ar. Sumar, vetur, vor og haust. Ekk- ert minna en það. Helst þyrfti að vera sérstök hreinsunardeild sem væri stöðugt á röltinu allt árið við að hreinsa sorpið eftir okkur. Ekki bara í sveit, bæjum og borg, heldur líka við þjóðvegina. Það er nefnilega alveg með ólíkindum hverju fólk hendir út um bílgluggana. Að keyra t.d. leiðina frá Akranesi, gegnum Mosfellsbæ, Reykjavík, Kópavog, Garðabæ og til Hafnarfjarðar er akstur gegnum sorp í vegköntum, allt frá plasti og áldósum, upp í sófa og stóla. Mér verður oft hugsað til allra náttúruverndarsinnanna sem gaspra um „óspillt“ og „ósnortið“ land. Hvað finnst þeim um allt þetta rusl allan ársins hring? Minnir það á eitthvað ósnortið og óspillt? Er rusl- ið engin mengun í þeirra augum? Eða ferðaþjónustumenn sem taka á móti erlendum gestum. Hvernig líð- ur þeim að láta ferðamennina glápa á allt þetta drasl, jafnt í vegköntum, á sveitabæjum, við atvinnusvæði, í heimilisgörðum, bæjarbeðum sem og götum? Alls staðar er rusl megnið af árinu. Hvað er til ráða? 1. Láta alla nemendur þessa lands hreinsa einu sinni á önn einhver til- tekin svæði? 2. Þegnskylduhreinsun eftir að skólanámi lýkur, að eft- irlaunaaldri? 3. Sekta sóða? 4. Um- hverfishreinsunardeild að störfum allt árið? Nú eru kosningar framundan og spennandi að vita hvort einhverjir frambjóðendur hafi áhuga á þessu máli. Eða viljum við bara eiga heima í sóðalegu (og spilltu) landi? MARGRÉT JÓNSDÓTTIR, Melteigi 4, Akranesi. Rusl og aftur rusl Frá Margréti Jónsdóttur Í GREININNI Útsalan mikla, í Morgunblaðinu í gær , 10. maí, segir Hörður Ingólfs- son meðal annars: „Alcoa tókst að semja um að borga aðeins 5% tekjuskatt á Íslandi.“ Eins og kemur fram í fjár- festingasamningi á milli rík- isstjórnar Íslands og Alcoa Inc., sem er opinber samningur, greiðir Alcoa Fjarðaál almenn- an tekjuskatt fyrirtækja sem er 18%. Eina sérákvæðið í þessum samningi er að ríkið skuldbind- ur sig til að hækka ekki skatt- inn á fyrirtækið umfram þessi 18%. En í stuttu máli þá lýtur Alcoa Fjarðaál í dag sömu skattareglum og önnur fyr- irtæki í landinu. Greinarhöfundur grípur líka til fullyrðinga um að raf- orkuverð til Alcoa á Íslandi sé helmingi lægra en í Brasilíu þrátt fyrir að margoft sé búið að lýsa yfir því, að í ummæl- unum sem vitnað er til, hafi verið um villandi og rangan samanburð að ræða og nið- urstaðan um orkuverð hér því röng. Erna Indriðadóttir Leiðrétting frá Alcoa Fjarðaáli Höfundur er upplýsingafulltrúi Alcoa Fjarðaáls.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.