Morgunblaðið - 11.05.2007, Side 16

Morgunblaðið - 11.05.2007, Side 16
16 FÖSTUDAGUR 11. MAÍ 2007 MORGUNBLAÐIÐ VIÐSKIPTI/ATHAFNALÍF ÞETTA HELST ... ● Bréf í Actavis, úrvalsvísitölufélagi í kauphöllinni, hækkuðu um tæp 12% í gær eftir yfirtökutilboð Novator en viðskipti með bréfin námu alls um 850 milljónum króna. Bréf í Marel sem einnig er í úrvalsvístölunni, hækkuðu um 4,6%. Almennt hækk- uðu öll félög innan úrvalsvísitölunnar lítillega og eina lækkunin var í bréf- um 365 sem lækkuðu um 0,3%. Úr- valsvísitala OMX á Íslandi hækkaði því um 1,7% eða í 7.858 stig. Exista hækkaði um tæp 0,2% en Icelandic Group lækkaði um 0,6% . Bréf í Actavis hækka um tæp 12% ● ARNAR Sigur- mundsson, for- maður Lands- samtaka lífeyris- sjóða, sagði á ársfundi samtak- anna í gær, að yf- irtökunefnd ætti að birta op- inberlega nöfn þeirra aðila, sem með einhverjum hætti leggja stein í götu nefndar- innar, hvort heldur með skorti á upp- lýsingagjöf eða með því að láta ekki ná í sig og þannig komast hjá því að veita upplýsingar. Sagði hann það hafa verið von- brigði að lesa að tveir ótilgreindir að- ilar í viðskiptunum með hlutabréf Glitnis hefðu hafnað því að veita nefndinni upplýsingar. Vill birta nöfn þeirra sem vinna gegn nefnd Arnar Sigurmundsson ● STJÓRN Englandsbanka hækkaði stýrivexti sína í gær um 0,25 pró- sentustig, úr 5,25 í 5,50%. Á sama tíma ákvað stjórn Seðlabanka Evr- ópu að halda sínum stýrivöxtum óbreyttum, líkt og bandaríski seðla- bankinn daginn áður. Stýrivextir á evrusvæðinu eru áfram 3,75% en sérfræðingar spá því að vextirnir verði hækkaðir í næsta mánuði. Englandsbanki hækk- aði stýrivexti sína LANDSBANKINN hefur gefið út 500 milljóna evra skuldabréf til fimm ára, með breytilegum vöxtum, jafn- virði um 43,5 milljarða króna. Vextir miðast við millibankavexti í evrum (EURIBOR) með 26 punkta álagi. Þetta er fyrsta útgáfa Landsbank- ans á skuldabréfum í evrum síðan í október 2005, segir í tilkynningu frá bankanum. Aðalumsjón með útgáfunni höfðu bankarnir Credit Suisse, Royal Bank of Scotland og SG CIB, með DZ Bank og Bayern LB sem auka- umsjónaraðila. Verulegur áhugi er sagður hafa verið fyrir þátttöku í láninu og áskriftarfjárhæðir tvöfalt hærri en útboðsupphæðin. „Útgáfan er mikilvægur áfangi í fjármögnun Landsbankans árið 2007. Landsbankinn hefur ekki gefið út skuldabréf á fjármálamörkuðum síðan 2006 vegna sterkrar lausafjár- stöðu bankans, sem er m.a. til komið vegna stóraukinna innlána. Að okkar mati var kominn réttur tími til að koma inn á markaðinn aftur, og þessar jákvæðu móttökur sem útgáf- an hefur fengið eru afar ánægjuleg- ar,“ segir Brynjólfur Helgason, framkvæmdastjóri Alþjóðasviðs Landsbankans. Þessi skuldabréfaútgáfa kemur í kjölfarið á tveimur öðrum á síðasta ári sem báðar fengu alþjóðlega við- urkenningu. Önnur var 600 milljóna evra sambankalán sem tekið var í júlí sl. og var verðlaunuð af tímarit- inu The Banker sem viðskipti ársins á Íslandi. Hin útgáfan var upp á 2,25 milljarða dollara í ágúst sl. sem heiðruð var af Credit Magazine. Landsbankinn með 500 milljóna evra skuldabréf Fyrsta útgáfa bankans í evrum síðan í október árið 2005 sér ástæðum kaupanna og á vef Bloomberg er haft eftir Frances Cloud hjá Nomura Code í London að yfirtaka Actavis sé líklega afleiðing af því að þeim mistókst að kaupa Merck en það sé auðveldara að ganga frá yfirtökum í gegnum óskráð félög. Kaup Actavis á Merck hefðu skuldsett félagið óhæfilega mikið fyrir félag á markaði en í dag nema skuldir félagsins um fjórfaldri EBITDA. Novator hyggst fjár- magna stóran hluta kaupanna með lánsfé en miðað við tilboðið er Actav- is metið á tæpa 300 milljarða króna. Yfirtökutilboð Nova- tor í Actavis of lágt? Novator gerir 180 milljarða yfirtökutilboð í Actavis Morgunblaðið/Þorkell Stærð Yfirtökutilboð Novator nemur um 180 milljörðum íslenskra króna og gangi það eftir verður yfirtakan sú stærsta í íslenskri viðskiptasögu. Eftir Sigrúnu Rósu Björnsdóttur sigrunrosa@mbl.is NOVATOR, fjárfestingafélag í eigu Björgólfs Thors Björgólfssonar, ætl- ar að leggja fram frjálst yfirtökutil- boð í allt hlutafé Actavis Group hf. í A-flokki, að því er fram kemur í til- kynningu frá Novator. Tilboðið jafn- gildir um 85,23 krónum á hlut sem er um 9% hærra en lokaverð bréfanna á markaði á miðvikudag, áður en til- boðið var lagt fram. Skiptar skoðanir um tilboðið Almennt virðast greiningaraðilar telja tilboð Novator í Actavis of lágt og búast jafnvel við að þriðji aðili komi inn í myndina með nýtt tilboð. Kaupþing telur það þó ólíklegt vegna sterkrar stöðu Novator, nema félag- ið selji þá sinn hlut. Greiningardeild Glitnis mælir ekki með að fjárfestar taki tilboðinu og telur yfirtökuverð liggja á bilinu 95-100 krónur á hlut. Björgólfur Thor er ósammála verðmatinu og segir að tilboðið sé með hæsta álagi sem sést hafi til þessa í kauphöllinni eða rúmum 21% hærra en meðaltalsgengi síðustu sex mánaða. Í sama streng tekur David Adlington hjá Cazenove og telur ólíklegt að tilboð komi til hækkunar frá þriðja aðila, bæði vegna eignar- hlutar Novator og þess að aðrir sem gætu haft áhuga, s.s. Barr, Teva og Mylan, séu með athyglina á öðru. Greiningaraðilar hafa velt fyrir Í HNOTSKURN »Eignarhlutur Novator ogtengdra félaga er nú um 38,5% »Bréf í félaginu tóku 12%stökk í gær eftir að til- kynnt var um tilboðið og end- uðu í 87,5 krónum á hlut, sem er 2,9% yfir tilboði Novators. »Væri tilboðinu tekið erkaupverðið um 180 millj- arðar króna. TAP á rekstri 365 hf. nam 35 millj- ónum króna á fyrsta fjórðungi ársins samanborið við 440 milljónir króna á sama tímabili í fyrra. Sölutekjur fyr- irtækisins námu 2,7 milljörðum króna og jukust um 83 milljónir eða 3,2% frá sama tímabili 2006. Hagn- aður fyrir afskriftir, fjármagnsliði og skatta (EBITDA) nam 139 milljón- um en afkoman var neikvæð um 76 milljónir á fyrsta fjórðungi 2006. Ari Edwald, forstjóri 365, segir í tilkynningu að ánægjulegt sé að sjá rekstrarbata koma fram á fyrsta ársfjórðungi og að rekstur félagsins sé samkvæmt áætlun. Mikilvægum áfanga hafi verið náð varðandi lækk- un skulda sem hafi verið eitt aðal- markmið félagsins. Fram kemur að stjórnendur stað- festi áður útgefnar áætlanir um veltu á bilinu 12-13 milljarða króna og hagnað fyrir skatta og afskriftir á bilinu 1200 til 1400 milljónir króna. Í ljósi sveiflna á auglýsingamarkaði og vaxandi kostnaðar við dreifingu Fréttablaðsins sé gert ráð fyrir að félagið verði nær lægri mörkunum. Hands Holding til Baugs Í gær var jafnframt greint frá því að 365 hf. hefði selt allan hlut sinn, eða 30,7%, í Hands Holding hf. til Arena Holding óstofnaðs félags Baugs Group hf, Fons Eignarhalds- félags hf. og Icon ehf. Söluandvirði nemur 1.620 milljón- um króna, og verður stærstur hluti þess, eða 1.500 milljónir, greiddur þann 28. júní nk. Segir í tilkynningu að salan sé liður í endurskipulagn- ingu sem tilkynnt var 1. desember sl. en þar kom fram að selja ætti hlutinn innan 12 til 24 mánaða. Andvirði sölunnar á að verja til lækkunar á skuldum félagsins. Eftir söluna lækka vaxtaberandi skuldir félagsins um 1.500 milljónir og verða um sjö milljarðar króna. Afkoma 365 hf. betri en í fyrra Tap á fyrsta ársfjórðungi nemur 35 milljónum króna en var 440 milljónir í fyrra Morgunblaðið/Sverrir Aukning Sölutekjur 365 hf. á tíma- bilinu jukust um 3,2% frá í fyrra. bjarni@mbl.is Uppgjör 365 hf. BJÖRGÓLFUR Thor Björgólfs- son segir við Morgunblaðið að yfirtökutilboð Novators geti ekki talist lágt. Tilboðið sé 21% yfir meðalgengi Actavis síðustu sex mánaða og þetta sé eitt hæsta álag sem sést hafi við yf- irtöku á félagi í Kauphöll Íslands. Spurður hvort Novator ætli sér með yfirtöku og afskráningu að fara með Actavis í stórar yfirtökur á öðrum lyfjafyrirtækjum segir Björgólfur Thor engar slíkar ákvarðanir hafa verið teknar. Eng- ar breytingar séu heldur fyrirhug- aðar á stefnu félagsins eða hópi stjórnenda. „Við berum fullt traust til þeirra sem reka fyrirtækið í dag,“ segir Björgólfur Thor en hann hefur áður sagt að Róbert Wessman forstjóri sé í algjörum sérflokki stjórnenda. „Ég kom fyrst að Actavis, sem þá hét Pharmaco, árið 1999 og hef gegnt starfi stjórn- arformanns í um sjö ár. Á þessum tíma hefur félagið notið gífurlegrar velgengni. Það hefur vaxið hratt og dafnað vel. Verðmæti hlutabréfa hefur margfaldast og hefur fyr- irtækið verið í hópi framsæknustu fyrirtækjanna í Kauphöll Íslands. Ég er í rauninni ákaflega ánægður og stoltur yfir hversu margir Ís- lendingar hafa náð að ávaxta vel eigur sínar í félaginu á síðustu sjö árum,“ segir Björgólfur Thor. Ber fullt traust til stjórnenda Björgólfur Thor Björgólfsson   -   .     - % /01* !23'  &'   ( )                        !  " # $ %& ' ( )%!  '! & ' *  *      +  , - ./.  ! 0 *  +', - $ ) #1  %   2  '   " '% 2  '   34 / 5*6  78 7 8%%% - - 9  - .) + +. $ %+ -  ' &) #/ - 0 ") " ' " -/  ))                                                                    "' , -  ' % 7! -: ' %; ( +  < =>? ><= =?@ ?A A@ ?  >> <A == < AA =<A =< @ A=A <@B  = ?@ BB? B< @= AB < A= @? A?@ > A@= < B@ >> B?= @@ =A < B?@ A>= > >@< ?= , <B ><= >>> B=> AB< , A AB >>> , @? A ?>@ <=> , =BCB> ?C=> =>C>> BC<= =C=> A=C=> AC@ C<> <>C>> CB> B@C<> <C>> A>CA <>@C>> <C ACA? AC@> ?C BC@> =C <AC>> C@> ==C ?C= =<>C>> BC<@ @CA> A@C>> ABC> C?> <>=C>> C= =>C<> <BC A>C <>@C <C ACAB ABC>> CB <BC ?C =C =C <AC>> BC?> 9- : D  7" E  %    /' -  =@ A B = <? << <@ A = ?> , @  , < ,   , F % % -  - <>  A>>B <>  A>>B <>  A>>B <>  A>>B <>  A>>B <>  A>>B <>  A>>B <>  A>>B <>  A>>B <>  A>>B <>  A>>B <>  A>>B <>  A>>B <>  A>>B <>  A>>B <>  A>>B =  A>>B <>  A>>B <>  A>>B ?  A>>B @  A>>B <>  A>>B @  A>>B <>  A>>B A  A>>B <>  A>>B =  A>>B 5*6 5*6 * + +   5*6 26 *   + +   F GH  3 ' I * * + +   7+# F 6 * * + +   5*63< 5*6#?> * * , +   ● EKKI eru allir hluthafar í banda- ríska álfyrirtækinu Alcoa hrifnir af til- boði félagsins í allt hlutafé kan- adíska álfyrirtækisins Alcan. Fjárfestingafélagið Jana Partners í Bandaríkjunum hefur sent frá sér til- kynningu, þar sem félagið hvetur stjórn Alcoa til að hætta við tilboðið. Í tilkynningu Jana Partners segir að félagið sé „stór hluthafi“ í Alcoa. Þar segir hins vegar að stjórn Alcoa ætti að einbeita sér að því að auka verðmæti þeirra hluta sem hluthaf- arnir eiga í Alcoa, frekar en að reyna að yfirtaka Alcan. Hluthafi andsnúinn yfirtökutilboði Alcoa

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.