Morgunblaðið - 27.05.2007, Side 22

Morgunblaðið - 27.05.2007, Side 22
22 SUNNUDAGUR 27. MAÍ 2007 MORGUNBLAÐIÐ Erlent | Kosningabaráttan fyrir sveitarstjórnarkosningarnar á Spáni í dag hefur verið hörð og munu úrslitin gefa vísbendingar fyrir þingkosningarnar á næsta ári. Svipmynd |Bertie Ahern tókst að tryggja sér setu á stóli forsætisráðherra Írlands þriðja kjörtímabilið í tvísýnum kosningum. Netið | Ókeypis húsjálp á bostólum í netheimum. VIKUSPEGILL» Eftir Ásgeir Sverrisson asv@mbl.is K OSNINGAR sem fram fara í dag, sunnudag, til héraðsþinga og sveitar- stjórna á Spáni munu veita vísbendingu um stöðu stóru flokkanna tveggja, Sósíal- istaflokksins (PSOE) og Þjóðar- flokksins (PP) í aðdraganda þing- kosninga. Kosið verður til Spánarþings á næsta ári og verða úr- slit kosninganna í dag því túlkuð sem umsögn um stjórn José Luis Rod- ríguez Zapatero, forsætisráðherra Sósíalistaflokksins. Þótt staðbundin málefni ættu jafnan að móta barátt- una fyrir kosningar til héraðsþinga og sveitarstjórna hefur athyglin enn á ný beinst að aðskilnaðarsamtökum Baska, ETA, og meintri linkind stjórnvalda gagnvart hryðjuverka- mönnum. Djúpstæður klofningur mótar spænsk stjórnmál nú um stundir og heiftin er á stundum yf- irgengileg. Kosið verður til þinga í 13 af 17 sjálfstjórnarhéruðum Spánar. Kosn- ingar fóru nýverið fram til héraðs- þinganna í Baskalandi, Galisíu og Katalóníu og íbúar Andalúsíu munu ganga síðar að kjörborðinu. Rúmlega 8.000 bæjar- og sveitarstjórnir verða kjörnar um land allt. Líkt og áður beinist athyglin eink- um að Baskahéruðunum í norðurhlut- anum, Baskalandi og Navarra. Hæstiréttur Spánar úrskurðaði fyrr í mánuðinum að nýjum flokki, Abert- zale Sozialisten Batasuna, (Einingar- flokki sósíalískrar föðurlandshyggju), væri óheimilt að bjóða fram í kosning- unum. Rökin voru þau að flokkur þessi væri í raun hinn sami og hinn út- lægi Batasuna-flokkur, sem bannað hefur verið að starfa frá árinu 2003. Bann var lagt við starfsemi Batas- una vegna tengsla hans við bask- nesku aðskilnaðarhreyfinguna ETA, sem haldið hefur uppi blóðugri bar- áttu í 40 ár fyrir stofnun sjálfstæðs ríkis Baska á Norður-Spáni og í suð- urhluta Frakklands. Stjórnarskrár- dómstóll Spánar hefur staðfest þessa niðurstöðu hæstaréttar. Hinir rót- tækustu munu því einungis geta stutt þá 123 frambjóðendur Eusko Abert- zale Ekintza, elsta sósíalistaflokks Baskalands, sem hæstiréttur sam- þykkti að vera mættu í kjöri. Skoðanakannanir gefa til kynna að meiriháttar breytinga sé tæpast að vænta í kosningunum til héraðsþing- anna og kemur því ef til vill á óvart hversu heiftarlega tekist hefur verið á í aðdraganda þeirra. Ljóst er að stjórnmálaleiðtogar á Spáni horfa nú til þingkosninganna á næsta ári og verða úrslitin í dag nýtt með tilheyr- andi tilbúningi og „spuna“ til að styrkja stöðuna fyrir komandi átök. Í kosningabaráttunni hefur Mar- iano Rajoy, leiðtogi Þjóðarflokks hægri manna, mjög beint spjótum sínum að Zapatero forsætisráðherra og farið hörðum orðum um meint dugleysi hans og uppgjöf gagnvart ETA-hreyfingunni. Zapatero komst til valda eftir óvæntan sigur Sósíal- istaflokksins í þingkosningunum í marsmánuði árið 2004. Þremur dög- um áður höfðu íslamskir öfgamenn framið hryðjuverk í lestarkerfi Madr- íd-borgar og myrt 191 mann. Þjóð- arflokkurinn var þá í stjórn og var árásin sögð í hefndarskyni við stuðn- ing Spánverja við innrásina í Írak. Leiðtogar Þjóðarflokksins héldu því fram að baskneskir hryðjuverka- menn ETA-hreyfingarinnar hefðu verið að verki og margir halda þeirri skoðun enn á lofti þó svo óháðar rann- sóknarnefndir hafi komist að þeirri niðurstöðu að svo hafi ekki verið. Deila þessi hefur eitrað stjórnmála- lífið á Spáni síðustu þrjú árin og ýmsir frammámenn á hægri vængnum telja stjórn Zapateros í raun ekki hafa um- boð til að halda um valdataumana; hryðjuverkamenn hafi ráðið úrslitum kosninganna og slíkt fari gegn öllum grundvallarkennisetningum lýðræð- isins. Mistök Zapateros Zapatero heldur því mjög á lofti að stjórn hans muni aldrei ljúga að al- þýðu manna og vísar þannig til þeirr- ar viðleitni José María Aznar, þáver- andi forsætisráðherra Þjóðarflokks- ins og undirsáta hans, að gera ETA-hreyfinguna ábyrga fyrir fjöldamorðinu í Madríd. Enginn vafi er á því að þessi málflutningur tals- manna PP hafði afgerandi áhrif á nið- urstöðu þingkosninganna fyrir þrem- ur árum. Frá þessum tíma hafa stjórnmál heiftarinnar verið iðkuð á Spáni; margir kvarta undan því að stórmál á borð við umhverfisvernd og viðamikla spillingu á sviði byggingar- iðnaðar og fasteignaviðskipta komist einfaldlega ekki á dagskrá. Í marsmánuði í fyrra lýsti ETA- hreyfingin yfir „varanlegu vopnahléi“ á Spáni og í kjölfarið skýrði Zapatero frá því að hafnar yrðu friðarviðræður við fulltrúa samtakanna þegar stjórn- völd hefðu sannreynt að hugur fylgdi máli. Stefna Zapateros beið algjört og sögulegt skipbrot hinn 30. desember síðastliðinn þegar hryðjuverkamenn á vegum ETA myrtu tvo menn frá Ekvador í sprengjutilræði á Barajas- flugvelli í Madríd. Daginn áður hafði forsætisráðherrann sagt að ástandið í Baskalandi hefði „batnað“ og fullyrt að það yrði „enn betra“ árið 2007. Þegar ljóst varð að ETA hafði enn á ný látið til skarar skríða á Spáni hik- aði Zapatero og forkastanlegt þótti að hann skyldi ekki snimhendis lýsa yfir því að ekki kæmi til greina að ganga til viðræðna við fulltrúa ETA. Zapa- tero neyddist loks til að viðurkenna að hann hefði gerst sekur um „mistök“ og óhóflega bjartsýni um friðarvið- ræður. Mariano Rajoy, lýsti yfir því á mið- vikudag að atkvæði greidd Sósíalista- flokkunum væru í raun fallin til að styrkja ETA-hreyfinguna. „Zapatero fer fram á stuðning til að gefa eftir gagnvart ETA en ég fer fram á stuðn- ing til að sigrast á hreyfingunni,“ sagði leiðtogi PP á kosningafundi í Baskalandi. Málflutningur af þessu tagi er ekki óþekktur af hálfu hægri manna á Spáni; algengt er að látið sé að því liggja að sósíalistar vinni bók- staflega að því að styrkja hryðju- verkasamtökin. Þannig hefur Mar- iano Rajoy vænt stjórn sósíalista um að ganga erinda hreyfingarinnar með því að koma ekki í veg fyrir framboð tengd Batasuna-flokknum útlæga í Baskalandi í kosningunum í dag. Með þessu móti muni ETA fá aðgang að grunnstofnunum lýðræðisins á Spáni. Zapatero vænir leiðtoga PP um lygar og blekkingar og harmar að Rajoy og forveri hans, José María Aznar, skuli með svo ómerkilegum málflutningi hafa „móðgað milljónir Spánverja“. Forsætisráðherrann hef- ur sagt að fullyrðingar andstæðing- anna þess efnis að ríkistjórnin styðji hreyfingu hryðjuverkamanna veki hjá sér viðbjóð; algjörlega óþekkt sé í stjórnmálasögu Spánar að leiðtogi stjórnarandstöðunnar tali með þess- um hætti. Zapatero hefur lög að mæla að því leyti að jafnan hefur verið lögð rík áhersla á samstöðu lýðræðissinna á Spáni gagnvart hryðjuverkaógninni. Á hinn bóginn dylst fáum að friðar- frumkvæði Zapateros gagnvart ETA naut ekki þess þverpólitíska stuðn- ings sem nauðsynlegur er og gaf færi á þeim heiftarlegu árásum sem hann nú sætir. Mistök forsætisráðherrans kunna að reynast afdrifarík þegar kjósendur kveða upp dóm sinn í þing- kosningunum á næsta ári. Stjórnmál heiftarinnar Mikilvægar kosningar fara fram í dag til héraðsþinga og sveitarstjórna á Spáni en harðvítugar deilur stjórnmálaleiðtoga og djúpstæður klofningur á landsvísu þykja hafa yfirskyggt staðbundin málefni REUTERS Barátta José Luis Rodríguez Zapatero forsætisráðherra á kosningafundi í Barcelona. Hann nýtur meiri vinsælda en leiðtogi stjórnarandstöðunnar. ERLENT» Í HNOTSKURN»Um 35 milljónir manna eruá kjörskrá í bæjar- og sveitarstjórnarkosningunum en rétt tæpar 19 milljónir manna hafa atkvæðisrétt í kosningum til héraðsþing- anna. Mismunurinn er til kom- inn sökum þess að ekki verður kosið til þinga í fjölmennustu héruðum Spánar, Andalúsíu og Katalóníu, auk Baskalands og Galisíu. »Frá árinu 1983 hefur sáflokkur sem sigrað hefur í kosningum þessum jafnan einnig farið með sigur af hólmi í þingkosningunum sem fram fara ári síðar. Úrslitin móta því væntanlega baráttu. »Ég get sagt ykkur í fullumtrúnaði að þetta hefur verið frábær dagur. Geir H. Haarde forsætisráðherra sem á miðvikudag var gerður að heiðursdoktor við Háskólann í Minnesota aðeins þremur klukkustundum eftir að annað ráðuneyti hans, ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks og Samfylkingar, hafði tekið við völdum á ríkisráðsfundi á Bessastöðum. » Þetta er bara niðurstaðansem maður spilar úr. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir utanríkis- ráðherra um skiptingu ráðheraembætta. »Ég sagði við starfsfólk mittað ég myndi koma aftur í ráðuneytið, og nú er ég að standa við það. Jóhanna Sigurðardóttir félagsmálaráð- herra sem gegndi þessu embætti í sjö ár fram til ársins 1994. »Verkefnið er að ná sátt ísamfélaginu um umhverfis- mál og ég mun leggja mig alla fram við það. Þórunn Sveinbjarnardóttir umhverfis- ráðherra. »Nú er framundan að eflaFramsóknarflokkinn í stjórnarandstöðu gegn hægri- sinnaðri nýfrjálshyggjustjórn sem er að taka við völdum. Jón Sigurðsson er hann greindi frá þeirri ákvörðun sinni á miðvikudag að segja af sér sem formaður Framsóknarflokksins eftir níu mánuði í embætti. »Mín viðhorf eru þekkt. Guðni Ágústsson , formaður Framsókn- arflokksins, spurður hvort stefna flokks- ins muni breytast nú þegar hann hefur tekið við formennsku. »Maður verður ekki nauðgariaf því að spila leikinn, ekki frekar en maður verður morð- ingi af því að spila morðleiki. Svavar Lúthersson , eigandi lénsins torrent.is, hvar nálgast má japanskan tölvuleik þar sem markmið þátttakenda er að þjálfa sig í nauðgunum. » Þetta tekur auðvitað engutali, enda eins ömurlegt og hugsast má. Ég er ekki mikið fyrir boð og bönn, en ég á ekki nógu sterk orð til að lýsa van- þóknun minni á þessu. Svona efni ætti alfarið að banna. Guðlaugur Þór Þórðarson heilbrigð- isráðherra um tölvuleikinn. Ummæli vikunnar Morgunblaðið/Sverrir Annir Leiðtogar ríkisstjórnarflokkanna ræða við fréttamenn.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.