Morgunblaðið - 27.05.2007, Qupperneq 22

Morgunblaðið - 27.05.2007, Qupperneq 22
22 SUNNUDAGUR 27. MAÍ 2007 MORGUNBLAÐIÐ Erlent | Kosningabaráttan fyrir sveitarstjórnarkosningarnar á Spáni í dag hefur verið hörð og munu úrslitin gefa vísbendingar fyrir þingkosningarnar á næsta ári. Svipmynd |Bertie Ahern tókst að tryggja sér setu á stóli forsætisráðherra Írlands þriðja kjörtímabilið í tvísýnum kosningum. Netið | Ókeypis húsjálp á bostólum í netheimum. VIKUSPEGILL» Eftir Ásgeir Sverrisson asv@mbl.is K OSNINGAR sem fram fara í dag, sunnudag, til héraðsþinga og sveitar- stjórna á Spáni munu veita vísbendingu um stöðu stóru flokkanna tveggja, Sósíal- istaflokksins (PSOE) og Þjóðar- flokksins (PP) í aðdraganda þing- kosninga. Kosið verður til Spánarþings á næsta ári og verða úr- slit kosninganna í dag því túlkuð sem umsögn um stjórn José Luis Rod- ríguez Zapatero, forsætisráðherra Sósíalistaflokksins. Þótt staðbundin málefni ættu jafnan að móta barátt- una fyrir kosningar til héraðsþinga og sveitarstjórna hefur athyglin enn á ný beinst að aðskilnaðarsamtökum Baska, ETA, og meintri linkind stjórnvalda gagnvart hryðjuverka- mönnum. Djúpstæður klofningur mótar spænsk stjórnmál nú um stundir og heiftin er á stundum yf- irgengileg. Kosið verður til þinga í 13 af 17 sjálfstjórnarhéruðum Spánar. Kosn- ingar fóru nýverið fram til héraðs- þinganna í Baskalandi, Galisíu og Katalóníu og íbúar Andalúsíu munu ganga síðar að kjörborðinu. Rúmlega 8.000 bæjar- og sveitarstjórnir verða kjörnar um land allt. Líkt og áður beinist athyglin eink- um að Baskahéruðunum í norðurhlut- anum, Baskalandi og Navarra. Hæstiréttur Spánar úrskurðaði fyrr í mánuðinum að nýjum flokki, Abert- zale Sozialisten Batasuna, (Einingar- flokki sósíalískrar föðurlandshyggju), væri óheimilt að bjóða fram í kosning- unum. Rökin voru þau að flokkur þessi væri í raun hinn sami og hinn út- lægi Batasuna-flokkur, sem bannað hefur verið að starfa frá árinu 2003. Bann var lagt við starfsemi Batas- una vegna tengsla hans við bask- nesku aðskilnaðarhreyfinguna ETA, sem haldið hefur uppi blóðugri bar- áttu í 40 ár fyrir stofnun sjálfstæðs ríkis Baska á Norður-Spáni og í suð- urhluta Frakklands. Stjórnarskrár- dómstóll Spánar hefur staðfest þessa niðurstöðu hæstaréttar. Hinir rót- tækustu munu því einungis geta stutt þá 123 frambjóðendur Eusko Abert- zale Ekintza, elsta sósíalistaflokks Baskalands, sem hæstiréttur sam- þykkti að vera mættu í kjöri. Skoðanakannanir gefa til kynna að meiriháttar breytinga sé tæpast að vænta í kosningunum til héraðsþing- anna og kemur því ef til vill á óvart hversu heiftarlega tekist hefur verið á í aðdraganda þeirra. Ljóst er að stjórnmálaleiðtogar á Spáni horfa nú til þingkosninganna á næsta ári og verða úrslitin í dag nýtt með tilheyr- andi tilbúningi og „spuna“ til að styrkja stöðuna fyrir komandi átök. Í kosningabaráttunni hefur Mar- iano Rajoy, leiðtogi Þjóðarflokks hægri manna, mjög beint spjótum sínum að Zapatero forsætisráðherra og farið hörðum orðum um meint dugleysi hans og uppgjöf gagnvart ETA-hreyfingunni. Zapatero komst til valda eftir óvæntan sigur Sósíal- istaflokksins í þingkosningunum í marsmánuði árið 2004. Þremur dög- um áður höfðu íslamskir öfgamenn framið hryðjuverk í lestarkerfi Madr- íd-borgar og myrt 191 mann. Þjóð- arflokkurinn var þá í stjórn og var árásin sögð í hefndarskyni við stuðn- ing Spánverja við innrásina í Írak. Leiðtogar Þjóðarflokksins héldu því fram að baskneskir hryðjuverka- menn ETA-hreyfingarinnar hefðu verið að verki og margir halda þeirri skoðun enn á lofti þó svo óháðar rann- sóknarnefndir hafi komist að þeirri niðurstöðu að svo hafi ekki verið. Deila þessi hefur eitrað stjórnmála- lífið á Spáni síðustu þrjú árin og ýmsir frammámenn á hægri vængnum telja stjórn Zapateros í raun ekki hafa um- boð til að halda um valdataumana; hryðjuverkamenn hafi ráðið úrslitum kosninganna og slíkt fari gegn öllum grundvallarkennisetningum lýðræð- isins. Mistök Zapateros Zapatero heldur því mjög á lofti að stjórn hans muni aldrei ljúga að al- þýðu manna og vísar þannig til þeirr- ar viðleitni José María Aznar, þáver- andi forsætisráðherra Þjóðarflokks- ins og undirsáta hans, að gera ETA-hreyfinguna ábyrga fyrir fjöldamorðinu í Madríd. Enginn vafi er á því að þessi málflutningur tals- manna PP hafði afgerandi áhrif á nið- urstöðu þingkosninganna fyrir þrem- ur árum. Frá þessum tíma hafa stjórnmál heiftarinnar verið iðkuð á Spáni; margir kvarta undan því að stórmál á borð við umhverfisvernd og viðamikla spillingu á sviði byggingar- iðnaðar og fasteignaviðskipta komist einfaldlega ekki á dagskrá. Í marsmánuði í fyrra lýsti ETA- hreyfingin yfir „varanlegu vopnahléi“ á Spáni og í kjölfarið skýrði Zapatero frá því að hafnar yrðu friðarviðræður við fulltrúa samtakanna þegar stjórn- völd hefðu sannreynt að hugur fylgdi máli. Stefna Zapateros beið algjört og sögulegt skipbrot hinn 30. desember síðastliðinn þegar hryðjuverkamenn á vegum ETA myrtu tvo menn frá Ekvador í sprengjutilræði á Barajas- flugvelli í Madríd. Daginn áður hafði forsætisráðherrann sagt að ástandið í Baskalandi hefði „batnað“ og fullyrt að það yrði „enn betra“ árið 2007. Þegar ljóst varð að ETA hafði enn á ný látið til skarar skríða á Spáni hik- aði Zapatero og forkastanlegt þótti að hann skyldi ekki snimhendis lýsa yfir því að ekki kæmi til greina að ganga til viðræðna við fulltrúa ETA. Zapa- tero neyddist loks til að viðurkenna að hann hefði gerst sekur um „mistök“ og óhóflega bjartsýni um friðarvið- ræður. Mariano Rajoy, lýsti yfir því á mið- vikudag að atkvæði greidd Sósíalista- flokkunum væru í raun fallin til að styrkja ETA-hreyfinguna. „Zapatero fer fram á stuðning til að gefa eftir gagnvart ETA en ég fer fram á stuðn- ing til að sigrast á hreyfingunni,“ sagði leiðtogi PP á kosningafundi í Baskalandi. Málflutningur af þessu tagi er ekki óþekktur af hálfu hægri manna á Spáni; algengt er að látið sé að því liggja að sósíalistar vinni bók- staflega að því að styrkja hryðju- verkasamtökin. Þannig hefur Mar- iano Rajoy vænt stjórn sósíalista um að ganga erinda hreyfingarinnar með því að koma ekki í veg fyrir framboð tengd Batasuna-flokknum útlæga í Baskalandi í kosningunum í dag. Með þessu móti muni ETA fá aðgang að grunnstofnunum lýðræðisins á Spáni. Zapatero vænir leiðtoga PP um lygar og blekkingar og harmar að Rajoy og forveri hans, José María Aznar, skuli með svo ómerkilegum málflutningi hafa „móðgað milljónir Spánverja“. Forsætisráðherrann hef- ur sagt að fullyrðingar andstæðing- anna þess efnis að ríkistjórnin styðji hreyfingu hryðjuverkamanna veki hjá sér viðbjóð; algjörlega óþekkt sé í stjórnmálasögu Spánar að leiðtogi stjórnarandstöðunnar tali með þess- um hætti. Zapatero hefur lög að mæla að því leyti að jafnan hefur verið lögð rík áhersla á samstöðu lýðræðissinna á Spáni gagnvart hryðjuverkaógninni. Á hinn bóginn dylst fáum að friðar- frumkvæði Zapateros gagnvart ETA naut ekki þess þverpólitíska stuðn- ings sem nauðsynlegur er og gaf færi á þeim heiftarlegu árásum sem hann nú sætir. Mistök forsætisráðherrans kunna að reynast afdrifarík þegar kjósendur kveða upp dóm sinn í þing- kosningunum á næsta ári. Stjórnmál heiftarinnar Mikilvægar kosningar fara fram í dag til héraðsþinga og sveitarstjórna á Spáni en harðvítugar deilur stjórnmálaleiðtoga og djúpstæður klofningur á landsvísu þykja hafa yfirskyggt staðbundin málefni REUTERS Barátta José Luis Rodríguez Zapatero forsætisráðherra á kosningafundi í Barcelona. Hann nýtur meiri vinsælda en leiðtogi stjórnarandstöðunnar. ERLENT» Í HNOTSKURN»Um 35 milljónir manna eruá kjörskrá í bæjar- og sveitarstjórnarkosningunum en rétt tæpar 19 milljónir manna hafa atkvæðisrétt í kosningum til héraðsþing- anna. Mismunurinn er til kom- inn sökum þess að ekki verður kosið til þinga í fjölmennustu héruðum Spánar, Andalúsíu og Katalóníu, auk Baskalands og Galisíu. »Frá árinu 1983 hefur sáflokkur sem sigrað hefur í kosningum þessum jafnan einnig farið með sigur af hólmi í þingkosningunum sem fram fara ári síðar. Úrslitin móta því væntanlega baráttu. »Ég get sagt ykkur í fullumtrúnaði að þetta hefur verið frábær dagur. Geir H. Haarde forsætisráðherra sem á miðvikudag var gerður að heiðursdoktor við Háskólann í Minnesota aðeins þremur klukkustundum eftir að annað ráðuneyti hans, ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks og Samfylkingar, hafði tekið við völdum á ríkisráðsfundi á Bessastöðum. » Þetta er bara niðurstaðansem maður spilar úr. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir utanríkis- ráðherra um skiptingu ráðheraembætta. »Ég sagði við starfsfólk mittað ég myndi koma aftur í ráðuneytið, og nú er ég að standa við það. Jóhanna Sigurðardóttir félagsmálaráð- herra sem gegndi þessu embætti í sjö ár fram til ársins 1994. »Verkefnið er að ná sátt ísamfélaginu um umhverfis- mál og ég mun leggja mig alla fram við það. Þórunn Sveinbjarnardóttir umhverfis- ráðherra. »Nú er framundan að eflaFramsóknarflokkinn í stjórnarandstöðu gegn hægri- sinnaðri nýfrjálshyggjustjórn sem er að taka við völdum. Jón Sigurðsson er hann greindi frá þeirri ákvörðun sinni á miðvikudag að segja af sér sem formaður Framsóknarflokksins eftir níu mánuði í embætti. »Mín viðhorf eru þekkt. Guðni Ágústsson , formaður Framsókn- arflokksins, spurður hvort stefna flokks- ins muni breytast nú þegar hann hefur tekið við formennsku. »Maður verður ekki nauðgariaf því að spila leikinn, ekki frekar en maður verður morð- ingi af því að spila morðleiki. Svavar Lúthersson , eigandi lénsins torrent.is, hvar nálgast má japanskan tölvuleik þar sem markmið þátttakenda er að þjálfa sig í nauðgunum. » Þetta tekur auðvitað engutali, enda eins ömurlegt og hugsast má. Ég er ekki mikið fyrir boð og bönn, en ég á ekki nógu sterk orð til að lýsa van- þóknun minni á þessu. Svona efni ætti alfarið að banna. Guðlaugur Þór Þórðarson heilbrigð- isráðherra um tölvuleikinn. Ummæli vikunnar Morgunblaðið/Sverrir Annir Leiðtogar ríkisstjórnarflokkanna ræða við fréttamenn.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.