Morgunblaðið - 27.05.2007, Qupperneq 31
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 27. MAÍ 2007 31
OPIÐ
ALLA
HVÍTASUNNUHELGINA!
11-11 Drafnarfelli 1-5 111 Reykjavík
11-11 Gilsbúð 210 Garðabæ
11-11 Grensásvegi 46 108 Reykjavík
11-11 Hraunbæ 102 110 Reykjavík
11-11 Laugavegi 116 101 Reykjavík
11-11 Skipholti 70 105 Reykjavík
11-11 Skúlagötu 13 * 101 Reykjavík
11-11 Goðahrauni 900 Vestmannaeyjum
11-11 Þverbrekku 8 200 Kópavogi
11-11 Kirkjustétt 2-6 Grafarholti
Hvítasunnudag 11-23
Annar í hvítasunnu 11-23
* Skúlagata er opin
allan sólarhringinn
Heimsferðir bjóða frábært tilboð á allra síðustu
sætunum í helgarferð til Barcelona 15. júní. Barcelona
er einstök perla sem íslendingar hafa tekið ástfóstri við.
Borgin býður frábært mannlíf og óendanlega fjölbreytni í
menningu og afþreyingu að ógleymdu öllu því úrvali
fjölbreyttra verslana sem eru í borginni.
Gríptu þetta frábæra tækifæri - aðeins örfá sæti laus!
Skógarhlíð 18 • sími 595 1000 • www.heimsferdir.is
Barcelona
15. júní
frá kr. 59.990
Frábær vikuferð - síðustu sætin
Verð kr. 59.990
Netverð á mann, m.v. gistingu í tvíbýli á
Hotel Catalonia Aragon *** í
7 nætur með morgunverði.
Munið Mastercard
ferðaávísunina
aðarflokkur að norrænni hefð og sá
flokkur er Samfylkingin. Og auðvit-
að má skilgreina norrænu jafn-
aðarflokkana sem miðjuflokka en
þeir hafa sterkar hugmyndalegar
rætur og mikla festu í grunngildum
jafnaðar og frelsis. Á leikvelli ís-
lenskra stjórnmála erum við í þeirri
stöðu að við eigum ákveðið snið-
mengi með Sjálfstæðisflokknum og
líka með Vinstri grænum. En við
erum jafnaðarflokkur og hjá okkur
eiga allir jafnaðarmenn og konur
heima og ég veit að mörgum þeirra
finnst hægri og vinstri ekki vera
einu ásarnir í pólitík. Margt af því
sem við lögðum áherslu á í þessari
kosningabaráttu fól í sér samstarfs-
fleti við Sjálfstæðisflokkinn. Við
höfum til dæmis alltaf verið opin
fyrir mismunandi rekstrarformum í
opinberri þjónustu, en við höfum
alltaf lagt ríka áherslu á að allir
hafi jafnan aðgang að þjónustunni
óháð efnahag. Við erum ekki
kreddufull hvað rekstrarform varð-
ar. Það er bara eðlileg þróun að
reksturinn sé ekki alltaf í höndum
opinberra aðila. Að því leyti stönd-
um við nær Sjálfstæðisflokkn-
umSjálfstæðisflokknum, þó að við
getum ekki tekið undir með þeim
Sjálfstæðismönnum sem trúa blint
á samkeppni og einkarekstur.“
– Nú tapaði Samfylkingin tveim
þingsætum í kosningunum og lengi
var útlit fyrir að tapið yrði meira.
Hvernig skýrirðu þá tilvist-
arkreppu sem Samfylkingin lenti í?
„Ástæðan var að hluta til sú að
hin pólitíska umræða fór á tímabili
öll fram á forsendum umhverf-
ismála og var okkur að mörgu leyti
erfið. Þó að við séum komin með
skýra stefnu í umhverfismálum, þá
er kjarninn í okkar pólitísku hug-
myndum klassísk jafnaðarstefna og
hún náði einfaldlega ekki í gegn um
tíma. Það má líka segja að við höf-
um sjálf ekki verið búin að finna
taktinn í umræðunni. Við gerðum of
mikið af því að taka þátt í um-
ræðunni á forsendum annarra í stað
þess að gera það á eigin forsendum.
En við unnum vel í okkar málum
í vetur og þess vegna var ég róleg
þó að gæfi svona á bátinn. Það fór
mikil vinna fram innan flokksins og
við komum vel undirbúin á lands-
fund. Þar fundum við að við vorum
komin algjörlega í kjarnann okkar,
búin að útfæra hann í öllum mála-
flokkum og gátum tekið þátt í
hvaða umræðu sem var full sjálfs-
trausts. Ég tel að við höfum náð
ákveðnu hugmyndalegu frumkvæði
í kosningabaráttunni og ég veit af
samtölum við ótal marga hversu
traustum fótum mínu fólki finnst
það nú standa í útfærðri stefnu
flokksins á öllum sviðum sem á
reynir. Við verðum hins vegar að
hafa í huga að þetta er ungur flokk-
ur sem hefur verið að bræða sig
saman og stóð ekki nægilega föst-
um fótum á heildstæðum hug-
myndagrunni, en nú er sameining-
arferlinu lokið og flokkurinn er
orðinn fullorðinn sem jafn-
aðarflokkur Íslands. Allt hefur sinn
tíma.“
Ekki spurning um líf og dauða
Ingibjörg Sólrún bætir við íhug-
ul:
„Það er merkilegt hvernig fylgi
er. Flokkar geta allt í einu fengið
mikið fylgi út á einstök mál, þó að
þeir séu kannski ekki komnir með
fastan hugmyndalegan kjarna. Ég
held að það sé kannski vandi
Vinstri grænna og ástæðan fyrir
því að þeim tókst ekki að halda því
fylgi sem þeir fengu í könnunum að
það var byggt í kringum tilfinninga-
sveiflu í samfélaginu. Þegar hana
lægði, þá vantaði grunninn.“
– Hvaða áhrif hefði það haft á
þína stöðu sem formanns ef flokk-
urinn hefði ekki komist í rík-
isstjórn?
„Ég hef ekki hugmynd um það.
Mér finnst mikilvægt að flokkur
eins og Samfylkingin freisti þess að
komast í ríkisstjórn og hafa áhrif á
stjórnvaldsákvarðanir. Það er verk-
efni stórra flokka og auðvitað krafa
kjósenda, en mér fannst það aldrei
vera spurning um líf og dauða. Við
hefðum alltaf orðið kraftmikill
flokkur í stjórnarandstöðu og verið
ríkisstjórn erfiður ljár í þúfu, hvort
sem það hefði verið Sjálfstæð-
isflokkurinn og Vinstri grænir eða
Sjálfstæðisflokkurinn og Fram-
sókn. Það held ég að liggi í augum
uppi. Síðan hefði það bara verið
flokksmanna að meta það hvernig
þeir vildu hafa forystuna í flokkn-
um. Það er svo oft búið að spá fyrir
um pólitískt andlát mitt. Ég er hér
enn,“ segir hún og hlær.
– Saknarðu Davíðs?
„Nei, Davíð er auðvitað litríkur
karakter og það er alltaf mikið að
gerast í kringum hann. En ég held
hinsvegar að það hafi þróast of mik-
il átakastjórnmál í kringum hann.“
– Hvað vantar í stjórnarsáttmál-
ann?
„Eflaust ýmislegt. Það má t.d.
segja að það hefði mátt fjalla eitt-
hvað um lýðræðismálin almennt og
lýðræðisþróunina. Það þarf að þróa
stofnanir samfélagsins okkar í takt
við nýjar lýðræðishugmyndir og
breytta tímaog þá er ég ekki síst að
hugsa um samspil ríkisstjórnar og
Alþingis, skipan hæstaréttar og
fleira. En ég held að það sé eitthvað
sem við verðum að vinna með á
kjörtímabilinu. Það er alls ekki allt
skrifað inn í þennan stjórnarsátt-
mála, hann lýsir meginmarkmiðum
og fjölmörg mál munu koma upp á
kjörtímabilinu sem við tökumst á
við þegar þar að kemur.“
– Hver verður forseti Alþingis
eftir tvö ár?
„Það er alveg óákveðið. Það verð-
ur einhver góð manneskja með
reynslu.“
Fáðu úrslitin
send í símann þinn