Morgunblaðið - 27.05.2007, Síða 32
ferðalög
32 SUNNUDAGUR 27. MAÍ 2007 MORGUNBLAÐIÐ
H
urðasmiður, þingmað-
ur, póstberi, fast-
eignasali, banka-
starfsmaður,
píanóleikari og arki-
tekt voru meðal þeirra sem höfðu
skráð sig í göngu Ferðafélagsins
um eyðibyggðir Tröllaskaga. Auk
þess var blaðamaður með í för en
sá hafði takmarkaða reynslu af ís-
lenskri veðráttu og fjallaferðum.
Fyrsta dag ferðarinnar lá leiðin í
kulda og trekk frá Reykjavík til
Siglufjarðar. Náttúran var ægifög-
ur séð út um bílgluggann en aftur á
móti virtist sumarið vera fokið út í
veður og vind. Blaðamaðurinn kveið
því sem hann átti í vændum – fjall-
göngu í Héðinsfjörð og Hvanndali.
Meðferðis hafði hann aðeins haft
tvær flíspeysur og nælonsvefnpoka
og misreiknaði þar nokkuð íslensku
sumarhitana. Bíllinn brunaði norð-
ur og komið var til Siglufjarðar um
miðnæturbil. Bærinn svaf en á
götuhorni fyrir framan náttstaðinn,
stóð góðleg kona. „Ég heiti Álfrún,“
sagði mannveran og blaðamann-
inum datt þá í hug sú della að það
væri landsbyggðarsiður að kynna
sig fyrir aðkomufólki um miðjar
nætur. Svo var þó ekki, heldur vís-
aði Álfrún einfaldlega veginn að
gististaðnum.
Á fjöllum
Næsta dag hófst síðan trússa-
ferðin í Héðinsfjörð og Hvanndali.
Hér áður lögðu Íslendingar líf sitt í
hættu við að ganga frá Siglufirði
yfir í Héðinsfjörð. Sækja þurfti
læknisaðstoð, skíra börn og fæða,
fara á mannamót og hitta ástvini.
Margir létust í snjóflóðum og urðu
úti í vetrarhörkum áður en þeir
náðu nokkru sinni á leiðarenda.
Fyrir þá sem spyrja sig hver gul-
rótin okkar, nútímamanna, hafi ver-
ið verða svörin sjálfsagt mörg.
Varla er hægt að ganga langar veg-
leysur um fjöll og firnindi nema
eitthvað bíði á áfangastað, eða
hvað? Fyrir utan ægifagra náttúr-
una væri gulrót hins einhleypa
göngumanns sjálfsagt að kynnast
sálufélaganum á fjöllum. Eða eins
og ein vinkonan orðaði það svo
skemmtilega rétt fyrir brottförina;
„Láttu mig vita ef þarna verða ein-
hverjir á réttum aldri og á lausu,
þá skrái ég mig úr Útivist og yfir í
Ferðafélagið!“
Pælingunum lauk er fararstjór-
inn steig fram og kynnti sig sem
Pál Guðmundsson. Hann var ákaf-
ur, róleg ganga varð oftast að
hlaupum upp um misgrýtt fjöll og
firnindi þar sem Páll leiddi hópinn
örugglega. Fararstjórar virðast
alltaf sprækastir manna en þessi
var um leið afar íbygginn og dul-
arfullur. Á þessum fyrsta degi
benti hann eitthvað upp eftir fjalls-
hlíðinni og hópurinn elti í blindni.
Eflaust minntum við helst á beljur
að fagna vori því eftirvæntingin var
svo mikil í upphafi ferðarinnar. Við
rætur fjallsins hömuðust stórar
vinnuvélar við að grafa Héðins-
fjarðargöngin og ásýnd landsins
var óðum að breytast.
Við vorum aðeins búin að vaða
einn læk þegar himinninn gránaði
og þykk súldin helltist yfir. Göngu í
vondu veðri má annars líkja við að
sálinni sé stungið í þvottavél og
hún tekin út tandurhrein. Okkur
leið vel. Í gegnum grámann grillti
síðan í rákótt og svört fjöllin. Þegar
hér var komið sögu vorum við búin
að leggja á okkur ferðalag á hjara
veraldar en hefðum allt eins getað
verið í Hveragerði því varla sáust
handa skil fyrir þokunni. Þó var
gengið áfram með þá von eina í
brjósti að bráðum létti til. Einhvers
staðar var stoppað örlitla stund og
biðlað til álfa og trölla um gott veð-
ur – helst sól fyrst við vorum með
þessa stæla á annað borð.
Einhver hefur verið að hlusta, en
Ljósmynd/Guðrún Gunnarsdóttir
Kyrrlát fegurð Hestfjallið í Héðinsfirði skartaði sínu fegursta. Rúmum sextíu árum áður, eða árið 1942, varð þar eitthvert mannskæðasta flugslys Íslandssögunnar er 25 manns létu lífið. Um var
að ræða áætlunarflug milli Eyjafjarðar og Reykjavíkur og fórust allir um borð.
Veisla í farangrinum Dregin voru fram tíu kryddlegin lambalæri, vafin
inn í álpappír og grilluð í jörðinni ásamt bökunarkartöflum.
Dalir hamingjunnar
Héðinsfjörður og
Hvanndalir eru miklar
náttúruperlur og eng-
inn kemur þaðan
ósnortinn. Guðrún
Gunnarsdóttir fór í
gönguferð með Ferða-
félagi Íslands.
Siglt í þokunni Við sigldum af stað í þokunni, út fjörðinn, meðfram strönd-
inni og klettunum. Aldan vaggaði ferðamönnum í svefn þar sem þeir lágu
undir berum himni á þilfarinu. Bjarni Jónatansson í forgrunni.