Morgunblaðið - 27.05.2007, Qupperneq 37

Morgunblaðið - 27.05.2007, Qupperneq 37
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 27. MAÍ 2007 37 gerst maður í Jesú Kristi. Og eft- irfarandi setningu segir hann vera rammasetningu í ritgerðinni þar sem hann hafnar tvíhyggjunni: „Veru- leikinn er einn og allir menn eru að- ilar að honum, því höfnum við fram- andleikanum sem viðmiði í mannlegum samskiptum.“ Hann segir misrétti gagnvart sam- kynhneigðum sprottið upp af ná- kvæmlega sömu hvötum og þegar náttúrunni, útlendingum eða konum sé ýtt til hliðar. „Við lifum á tímum þar sem keðjan er byrjuð að rakna upp, þótt klám- heimurinn sé meira uppi á yfirborð- inu nú en áður. Samfélag okkar er búið að komast að þeirri niðurstöðu að samkynhneigð sé heilbrigð og æskileg kynhneigð rétt eins og gagn- kynhneigð. En hverjir draga lapp- irnar? Það er kirkjan,“ segir Bjarni og bætir við að þetta sé ein ástæða þess að hann sem kennimaður í kirkjunni hafi farið af stað í ritgerð- arvinnuna. „Ég er að leita að ásættanlegum sjónarhóli í kristinni kynlífssiðfræði og rannsaka í þeim tilgangi skrif fjögurra guð- og siðfræðinga. Ég kanna hvort þeir uppfylli viðmiðin sem ég hef sett mér. Loks enda ég á því að taka álit kenningarnefndar þjóðkirkjunnar sem lá fyrir presta- stefnu í vor og greini það með sömu aðferðum. Ég spyr hvort þar sé á ferðinni ásættanlegur sjónarhóll fyr- ir kristna kynlífssiðfræði og kemst að þeirri niðurstöðu að svo er ekki að öllu leyti.“ Siðferðisþrek og trúarkjarkur Bjarni vill þó benda á að það sé ekkert í áliti kenningarnefndarinnar frá síðustu prestastefnu sem for- dæmir líf og ástir samkynhneigðra. „Það eru góðir og mikilvægir hlutir að gerast innan þjóðkirkjunnar.“ Hvað stendur þá í veginum? „Íslenskum kennimönnum er ljóst að það er ekkert í trúargrundvell- inum sem bannar hjónaband sam- kynhneigðra eða krefst þess að sam- kynhneigð sé fordæmd. Þetta er að mínu áliti spurning um siðferðisþrek og spurning um trúarkjark.“ Fólk hefur oft spurt Bjarna af hverju honum sé þetta málefni svona hugleikið og kann hann svar við því. „Vegna þess að ef einstaklingur fær þau skilaboð úr umhverfi sínu að hann megi ekki treysta sjálfum sér og að grundvallarhæfni hans til að tengjast og finna tilgang í lífinu er á einhvern hátt ljót er verið að fram- kvæma sálarmorð á þessum ein- staklingi.“ Orð hans eru sterk en hann segist vita það af eigin starfsreynslu að það að koma út úr skápnum, fyrir fjöl- skyldunni, getur verið upp á líf og dauða. „Mér varð snemma mjög ljóst að kennimannsstarfinu innan kirkj- unnar fylgja mikil völd. Ég man þeg- ar við hjónin fórum fyrst að tala um hvað það hefði mikil áhrif sem sagt væri og gert innan kirkjunnar. Því meiri áhrif sem þú hefur, því meira verður þú að vanda þig,“ segir Bjarni en kona hans er Jóna Hrönn Bolla- dóttir, prestur í Garðabæ og á Álfta- nesi. „Ég má ekki standa fyrir framan unglingahóp í fermingarfræðslunni og segja að samkynhneigðir eigi ekki að njóta sömu mannréttinda og gagnkynhneigðir. Unglingar eru svo næmir fyrir réttlætinu og óréttlæt- inu. Við skuldum þeim góð skilaboð um virðingu fyrir öllu fólki svo við getum átt trúnað þeirra sem and- legir leiðbeinendur.“ Hann segir að við verðum að spyrja að inntaki en ekki formi sam- skipta. „Hver eru gæðin í kynferðislegum tengslum? Gæðin liggja ekki í því að þarna standa aðilar með ólík kyn- færi. Þau liggja í þeim trúnaði, virð- ingu og kærleika sem ríkir á milli þessara einstaklinga. Enda þegar hjón standa fyrir altarinu á brúð- kaupsdaginn er ekki spurt að kyni, það er spurt að inntaki samskipt- anna. Þess vegna má kristin kirkja ekki skilgreina hjónabandið út frá kyni því gæði þess að eiga sér lífs- förunaut liggja ekki í líkamsgerð hjónanna.“ Tími tiltalsins liðinn Bjarni segir að samtíminn vilji samtal og tími tiltalsins sé liðinn. „Tími kirkjulegrar valdstjórnunar er algjörlega liðinn. Það er enginn að spyrja: Hvernig finnst prestinum að ég eigi að haga kynlífi mínu? Og kirkjan verður að hætta að svara þeirri spurningu, annars sviptum við þjóðina kirkjunni og það höfum við ekki leyfi til að gera.“ Hann segir spurninguna um til- gang lífsins verða sífellt meira knýj- andi. „Á öldinni sem leið var verið að spyrja: Hvað er hægt að gera? Verið var að fara yfir allskonar þröskulda og ná tökum á tækni- og vísinda- legum atriðum. Núna er allt hægt. Spurningin er frekar: Hvað er rétt að gera?“ Og meira um samtímann: „Það sem er að meiða okkur svo mikið í vestrænni menningu er einsemdin, framandleikinn og tilgangsleysið. Skortur á tengslum og sjálfræði og þar af leiðandi skortur á tilgangi. Við höfum svo lítið sjálfræði nema sem neytendur á markaði. Okkar sjálf- ræði er í Kringlunni.“ Bjarni er hrifin af Netinu og sam- skiptunum sem fara þar fram. „Þar eru stórkostlegir hlutir að gerast og fólkið fær rödd. Mannsandinn opnast og fólk getur miðlað skoðunum óhindrað. Vissulega felur Netið líka í sér margvíslegan ljótleika en það gefur okkur líka miklar upplýsingar. Þetta er öflugasta samtal sem nokkru sinni hefur átt sér stað og út úr þessu mun koma áframhaldandi þroski mannkyns.“ Málið undir niðri í höfn Á þjóðkirkjan eftir að leyfa hjóna- band samkynhneigðra í náinni fram- tíð? „Ég er sannfærður um að þetta málefni er undir niðri í höfn og að þetta leysist á næstu misserum. Þau sem mestu ráða innan kirkjunnar eru skynsamar og góðar mann- eskjur. Það eru margir sem styðja þennan málstað og það væri rangt að segja að það væri einhver óvild í garð samkynhneigðra af hálfu þjóðkirkj- unnar. Það er fullur vilji hjá yf- irstjórn kirkjunnar að leiða þessi mál til farsælla lykta en það þarf að fara yfir ákveðna félagslega og tilfinn- ingalega þröskulda.“ Um þessar mundir fer mikil um- ræða fram innan þjóðkirkjunnar um stöðu samkynhneigðra og málefni þeirra. „Á kirkjuþingi á komandi hausti verða teknar stefnumótandi ákvarðanir varðandi aðgengi sam- kynhneigðra að hjónabandinu. Um- ræðan hefur farið fram árum eða áratugum saman en nú er komið að ákveðnum þáttaskilum.“ Ritgerð Bjarna er innlegg í þessa umræðu en hann stefnir á að vera fram á haust að ganga frá ritgerðinni en hann útskrifast í október. Hann hyggst nota efnið áfram í sinni vinnu en hann býður jafnan vikulega upp á trúfræðslu fyrir fullorðið fólk. „Þetta er viðleitni mín og þátttaka í þessari umræðu. Ég er að reyna að vinna mína vinnu af sem mestri ábyrð. Ég er bara að prédika inn í samtímann.“ Kristin kirkja má ekki skil- greina hjónabandið út frá kyni því gæði þess að eiga sér lífsförunaut liggja ekki í líkamsgerð hjónanna. ... verk- og tæknifræðingum til starfa. Í boði eru spennandi störf í alþjóðlegu umhverfi. Mikil erlend samskipti. Færni í ensku og spænsku skilyrði en kunnátta í kínversku og hindí æskileg. Mjög góð laun. Háskóli Íslands og Háskólinn í Reykjavík bjóða nám sem veitir ungu fólki aðgang að þessum störfum. Íslenskt atvinnulíf árið 2015 óskar eftir...
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.