Morgunblaðið - 27.05.2007, Síða 58

Morgunblaðið - 27.05.2007, Síða 58
58 SUNNUDAGUR 27. MAÍ 2007 MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN Karl Gunnarsson lögg. fasteignasali F A S T E I G N A S A L A SUÐURLANDSBRAUT 10, 2. HÆÐ F. OFAN BLÓMASTOFU FRIÐFINNS, 108 REYKJAVÍK SÍMI 533 1616 FAX 533 1617 Falleg og mikið endurnýjuð 3ja herb. íbúð í kjallara í þríbýli á rólegum stað. Flísalögð fremri forstofa, forstofuherbergi, hol, stórt hjónaherbergi, stór stofa, opið eldhús með nýjum innréttingum (uppþvottavél fylgir) og flísalagt baðherb. með innréttingu. Nýlegt parket á gólfum. Útigeymsla undir tröppum. Húsið er allt nýlega viðgert utan og það málað. Fallegur endurgerður garður með timbur-grindverki umhverfis. Úti-arinn og fána- stöng í garði. Hellulagðar stéttar og innkeyrsla með hitalögn. Nýtt dren og skolplagnir ásamt hluta vatnslagna. Sérlega falleg eign í góðu sambýli. Verð 24,3 millj. OPIÐ HÚS KL. 15-17 SÖRLASKJÓL 34 – KJALLARI OPIÐ HÚS Í DAG KL. 15-16 ÁLFKONUHVARF 49 (íb. 201), KÓP. Íbúðin er laus til afhendingar Sýnum í dag glæsilega 103,2 fm, 4ra herbergja endaíbúð á 2. hæð með stæði í bílageymslu. Stórkostlegt útsýni yfir Elliðavatn og til Bláfjalla. Sérlega björt og falleg íbúð, stórar svalir - bæði til suðurs og vesturs. Verð 29,8 millj. VERIÐ VELKOMIN Sölumaður: Þórhallur, sími 896-8232. LAUGAVEGUR 86-94 - GLÆSILEG NÝBYGGING Vel innréttaðar 2ja og 3ja herbergja íbúðir á 2. og 3. hæð í þessari glæsilegu nýbyggingu í hjarta miðborgarinnar. Íbúðirnar eru fullbúnar með vönduðum innréttingum og gólfefnum og eru sérstaklega hljóðeinangraðar sem og hluti sameignar. Í eldhúsum íbúðanna fylgja tæki úr burstuðu stáli, m.a. ísskápur með frysti og uppþvottavél. Baðherbergi eru lögð marmarasteini í gólf og veggi og tæki eru frá Philip Stark3. Eik er í innréttingum og eikar- plankaparket er á gólfum. Hiti er í gólfum og myndavéla- dyrasími. Svalir eru út af hverri íbúð og sér bílastæði fylgir hverri íbúð. Lyfta í húsinu. FASTEIGNA- MARKAÐURINN ÓÐINSGÖTU 4, SÍMI 570 4500, FAX 570 4505. fastmark@fastmark.is - www.fastmark.is/ Jón Guðmundsson, sölustjóri og lögg. fasteignasali. Guðmundur Th. Jónsson, lögg. fasteignasali. 2. HÆÐ. Íbúð 201, birt stærð 92,4 fm Verð: 34.998.000 kr. Bílastæði 1.500.000 kr. Íbúð 203, birt stærð 70,4 fm Verð: 26.308.000 kr. Bílastæði 1.500.000 kr. Íbúð 205, birt stærð 70,4 fm Verð: 26.308.000 kr. Bílastæði 1.500.000 kr. Íbúð 206, birt stærð 81,9 fm Verð: 30.850.000 kr. Bílastæði 1.500.000 kr. Íbúð 207, birt stærð 94,5 fm Verð: 35.827.500 kr. Bílastæði 1.500.000 kr. Íbúð 208, birt stærð 83,1 fm Verð: 31.324.500 kr. Bílastæði 1.500.000 kr. Íbúð 210, birt stærð 75,0 fm Verð: 28.125.000 kr. Bílastæði 1.500.000 kr. Íbúð 211, birt stærð 75,0 fm Verð: 28.102.500 kr. Bílastæði 1.500.000 kr. 3. HÆÐ. Íbúð 301, birt stærð 92,4 fm Verð 37.770.000 kr. Bílastæði 1.500.000 kr. Íbúð 302, birt stærð 70,7 fm Verð 28.547.000 kr. Bílastæði 1.500.000 kr. Íbúð 303, birt stærð 70,4 fm Verð 28.420.000 kr. Bílastæði 1.500.000 kr. Íbúð 304, birt stærð 70,4 fm Verð 28.420.000 kr. Bílastæði 1.500.000 kr. Íbúð 305, birt stærð 70,4 fm Verð 28.420.000 kr. Bílastæði 1.500.000 kr. Íbúð 306, birt stærð 81,9 fm Verð 33.307.000 kr. Bílastæði 1.500.000 kr. Íbúð 307, birt stærð 94,5 fm Verð 38.662.000 kr. Bílastæði 1.500.000 kr. Íbúð 310, birt stærð 75,1 fm Verð 30.417.000 kr. Bílastæði 1.500.000 kr. Íbúð 311, birt stærð 75,0 fm Verð 30.375.000 kr. Bílastæði 1.500.000 kr. Íbúð 312, birt stærð 124,6 fm Verð 51.455.000 kr. Bílastæði 1.500.000 kr. ÍBÚÐIRNAR AFHENDAST VIÐ KAUPSAMNING OG ERU TIL SÝNIS EFTIR NÁNARA SAMKOMULAGI. FYRIRTÆKI TIL SÖLU - SÖLUTURN Auðveld kaup á spennandi rekstri. Söluturn, grill, ísbúð og vídeóleiga - í rúmgóðu leiguhúsnæði, samtals 169,5 fm, á góðum stað í Salahverfi í Kópavogi. Nánari lýsing: Um er að ræða vaxandi rekstur ásamt lager, tækjum og innréttingum. Velta fer vaxandi og góðir möguleikar eru á aukningu. Reksturinn er staðsettur í hverfi sem hefur verið og er í mikilli uppbyggingu. TILBOÐ ÓSKAST Í REKSTURINN ÁSAMT TÆKJUM OG INNRÉTTINGUM. MÖGULEIKI Á YFIRTÖKU Á LÁNUM SEM HLUTA AF GREIÐSLU. Nánari upplýsingar gefur Reynir, s. 820 2145 FLESTUM er ljóst að lögreglu- starfið er krefjandi og hættulegt starf. Samkvæmt nýlegum íslensk- um rannsóknum sem gerðar voru af embætti ríkislög- reglustjóra eru það framlínustarfsmenn lögreglunnar, þ.e. þeir sem starfa við almenna löggæslu, sem helst verða fyrir ofbeldi í starfi. Gerendur í þess- um málum eru oft ung- ir karlmenn undir áhrifum áfengis eða annarra vímuefna. Þessi atvik eiga sér oft- ast stað á næturnar um helgar þegar óspektir eru á almannafæri eða á umráðasvæði lögreglu. Líkamleg meiðsli lögreglumanna eru yfirleitt smávægileg en lítið er vitað um sál- ræn eftirköst ofbeldisins, sem geta verið kvíði, depurð, doði, hræðslu- tilfinning og niðurlæging. Hvernig má bæta starfsumhverfi lögreglumanna og draga úr líkum á meiðslum í starfi? Samstarf við al- menning er lögreglu mikilvægt. Án stuðnings almennings nær lögreglan ekki að sinna nægjanlega vel lög- bundnu hlutverki sínu svo sem að stemma stigu við afbrotum og vinna að uppljóstran brota. Úti á vettvangi starfar lögreglan eftir fyrirfram ákveðnu verklagi sem leiðir af lög- gjöf og öðrum fyrirmælum og al- menningur gerir sér ekki alltaf grein fyrir. Almenningur þekkir ekki for- sögu máls og lögreglan má ekki deila upplýsingum um einstaka mál með almenningi til að skýra mál sitt á vettvangi. Lögreglumenn þurfa því að huga að því á vettvangi að al- menningur býr ekki alltaf yfir þekk- ingu á verklagi þeirra. Þetta þarf að hafa í huga til dæmis þegar lögregla beitir viðurkenndum lögreglutökum með festu til að koma í veg fyrir að lög- reglumönnum sé sýnt ofbeldi. Til að draga úr skað- legum áhrifum ofbeldis í starfi þarf að koma til móts við þarfir lög- reglumanna fyrir fræðslu og stuðning. Embætti ríkislög- reglustjóra hefur nú, með fulltingi dóms- málaráðherra, hrint af stað þróunarverkefni til að styrkja lög- reglumenn í þessum efnum. Eitt af því sem mikilvægast er að huga að í kjölfar áfalla af völdum ofbeldis er stuðningur frá þeim sem standa manni nærri, þ.e. vinum, ættingjum og vinnufélögum. Þessi aðferð hefur verið notuð með skipulögðum hætti, m.a. í Danmörku og Bandaríkjunum, þar sem lögreglumenn styðja aðra lögreglumenn á erfiðum tímum. Á Íslandi hefur þetta fyrirkomulag tíðkast hjá Slökkviliði höfuðborg- arsvæðisins undir heitinu fé- lagastuðningur. Grunnhugmyndin með félagastuðningi er sú að hag- nýta sér þá staðreynd að á hverjum vinnustað er að finna fólk sem þægi- legt er að tala við; hefur góða nær- veru og nýtur trausts vinnufélag- anna. Þetta fólk hefur gjarna reynslu af því að veita félagastuðn- ing, þó ekki með kerfisbundnum eða formlegum hætti. Með því að skipu- leggja þennan stuðning með form- legum hætti er unnt að nýta þetta fólk betur með því að þjálfa það sér- staklega, gera starf þess markviss- ara og veita því nauðsynlega við- urkenningu í starfi. Þeir sem taka að sér að veita félagastuðning hafa það hlutverk að vera stuðningsfélagar fyrir þá vinnufélaga sína sem lent hafa í alvarlegu áfalli eða ráða ekki lengur við aðstæður vegna uppsafn- aðs álags. Þeir sem taka að sér þenn- an stuðning sinna bráðaþjónustu. Aðstoð þeirra kemur hins vegar ekki í stað fagaðstoðar og þurfa þeir því að geta vísað á slíka þjónustu ef þörf er á. Til þeirra geta félagarnir leitað eftir aðstoð og hjá þeim eiga þeir að fá hvatningu og leiðsögn, til dæmis til að leita til sérfræðinga á sviði áfallahjálpar og streitustjórnunar þegar svo ber undir. Takist að tryggja lögreglumönnum þjónustu við hæfi, og þannig betra starfsum- hverfi, eykur það líkurnar á að markmiðum löggæsluáætlunar 2007-2011 um ánægt, agað og heil- brigt starfslið verði náð. Ofbeldi gegn lögreglu- mönnum – hvað er til ráða? Ólafur Örn Bragason skrifar um félagsþjónustu til handa lögregluþjónum » Til að draga úr skað-legum áhrifum of- beldis í starfi þarf að koma til móts við þarfir lögreglumanna fyrir fræðslu og stuðning. Ólafur Örn Bragason Höfundur er sálfræðingur hjá embætti ríkislögreglustjóra.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.