Morgunblaðið - 27.05.2007, Síða 64
64 SUNNUDAGUR 27. MAÍ 2007 MORGUNBLAÐIÐ
MINNINGAR
Elsku langamma.
Við munum þegar við sát-
um alltaf saman og gáfum
fuglunum á sumrin og töl-
uðum um allt mögulegt. Við
áttum alltaf mjög góða tíma
saman og þú bauðst okkur
alltaf uppá heitt súkkulaði og
piparkökur sem er best þeg-
ar þú býrð það til.
Og svo munum við aðal-
lega eftir því að þú varst
mjög góð við allt og alla.
Ást og kossar,
Ragnar, Ævar og Eva.
HINSTA KVEÐJA
✝ Halldóra Mar-grét Hermanns-
dóttir fæddist á
Hofsósi 11. október
1912. Hún lést á
Sjúkrahúsi Siglu-
fjarðar 16. maí síð-
astliðinn. Foreldrar
hennar voru Elín
Lárusdóttir, f. á
Vatni á Höfða-
strönd í Skagafirði
27. febrúar 1890, d.
26. mars 1980, og
Hermann Jónsson,
f. á Bíldudal 12.
desember 1891, d. 30. september
1974. Systkini Halldóru eru Lár-
us, f. 1914, d. 2007, Níels, f. 1915,
d. 1997, Rannveig, f. 1916, d.
1981, Hrefna, f. 1918, Sæmund-
ur, f. 1921, d. 2005, Haraldur, f.
1923, Georg, f. 1925, og Björn, f.
1928.
Halldóra giftist Friðriki Guð-
laugi Márussyni 1936. Börn
þeirra eru: 1) Margrét Lára, f.
1940, maki Arngrímur Jónsson.
Þau eiga tvo syni, níu barnabörn
og tvö barnabarnabörn. 2) Her-
mann, f. 1942, d. 1999, maki
Agnes Einarsdóttir. Þau eiga
fjögur börn og átta barnabörn.
Einn sonur þeirra
er látinn. Hermann
átti einn son fyrir
hjónaband og á
hann fjögur börn.
3) Ævar, f. 1948,
maki Hjördís
Júlíusdóttir. Þau
eiga fjögur börn og
sjö barnabörn. Einn
sonur þeirra er lát-
inn.
Halldóra fluttist
þriggja ára með
foreldrum sínum út
í Málmey á Skaga-
firði þar sem þau bjuggu til
1918. Þá fluttu þau að Ysta-Mói í
Fljótum. Halldóra gekk í barna-
skóla í Haganesvík í Fljótum til
fermingaraldurs en 1932 fór hún
í Húsmæðraskólann á Staðarfelli
og lauk þaðan prófi. Næstu árin
dvaldi Halldóra í Reykjavík við
vinnu á saumastofu en flutti síð-
an til Siglufjarðar þar sem hún
vann við síldarsöltun á sumrin en
í frystihúsum og við aðra fisk-
verkun þess á milli.
Útför Halldóru verður gerð
frá Siglufjarðarkirkju á morgun,
mánudaginn 28. maí, og hefst at-
höfnin klukkan 14.
Elsku amma mín, það eru margar
góðar minningar sem koma upp í
hugann þegar hugurinn leitar til þín.
Ég man hvað það var alltaf nota-
legt að koma til þín og afa á Sigló.
Þar var ýmislegt brallað.
Ég man eftir ferðunum upp í
Hvanneyrarskál þar sem við vorum
nestuð upp með appelsín í flösku,
sem var alltaf til í kjallaranum, og
nammi, og áttum að borða það þegar
við kæmum upp á topp. En við stopp-
uðum alltaf í miðri hlíðinni og gædd-
um okkur á nestinu, en þá stóðst þú
út í glugga með kíki og fylgdist með
öllu saman.
Ég man eftir ferðunum í Fljótin
með ykkur afa í skódanum, þar sem
stoppað var í Ketilási og keyptur ís,
farið í hólmann og tíndur dúnn, veitt
og svo auðvitað stússast í kringum
dýrin.
Ég man eftir dúnsængunum og
litlu svæflunum sem var svo gott að
kúra í.
Ég man eftir öllum bænunum, vís-
unum og spilunum sem þú kenndir
okkur. Ég man eftir jólapökkunum,
sem alltaf var svo gaman að fá, í
þeim voru ullarsokkar, fullt af
nammi og peningur.
Ég man eftir hvað þú varst alveg
sérstaklega gjafmild, vildir alltaf
vera að gefa einhverjum eitthvað, en
sjálfa vantaði þig aldrei neitt.
Það var alltaf gaman að spjalla við
þig, þú fylgdist alltaf vel með öllu.
Ég man sérstaklega eftir því þegar
þú spurðir mig með hvaða liði ég
héldi í handbolta, og ég sagðist ekk-
ert fylgjast með handbolta, en þú
áttir þér uppáhaldslið.
Sérstaklega fylgdistu með barna-
börnunum og barnabarnabörnunum
og barnabarnabarnabörnunum sem
eru orðin ansi mörg og voru þér
mjög kær. Þér þótt mjög leiðinlegt
að ekkert af þeim bjó á Siglufirði, og
komu því oft margir í heimsókn í
einu, og svo enginn í langan tíma. Ég
man hvað þú varst alltaf glöð þegar
maður kom, og svo óskaplega leið
stóðstu í glugganum og vinkaðir þeg-
ar maður fór.
Á Sigló áttirðu marga að, dóttur,
tengdason, góða vini, nágranna og
ættingja og var oft mjög gestkvæmt
hjá þér. Það var gott að vita af
Maddý, Adda, ömmu Mæju, afa Júlla
og öllu þessu góða fólki í kringum þig
sem hugsaði svo vel um þig, sérstak-
lega undir það síðasta þar sem sjónin
var orðin ansi döpur og þú áttir erfitt
orðið með að borða. Heima hjá þér
vildirðu vera og alls ekki fara á elli-
heimili, sagðist alltaf frekar vilja
fara á barnaheimili en elliheimili.
Elsku amma mín, ég veit að hvíld-
inni varstu fegin. Ég er þakklát fyrir
að hafa átt þig sem ömmu, ég er viss
um það að ef að það væri mynd í
orðabókinni til að útskýra hugtakið
amma þá væri þar mynd af þér. Hvíl
þú í friði, þín
Harpa.
Með ömmu og alnöfnu eiginkonu
minnar, Halldóru Hermannsdóttur
eða Dóru, er gengin skarpgreind,
fordómalaus og víðlesin kona sem lét
sig menn og málefni miklu skipta.
Þrátt fyrir háan aldur var annáluðu
minni hennar og skarpskyggni ekk-
ert farið að förlast. Hún bjó yfir mik-
illi frásagnargleði enda hafði hún frá
mörgu að segja frá langri ævi. Hún
var sérlega skemmtilegur viðmæl-
andi og ávallt stutt í dillandi og ung-
æðislegan hlátur hennar. Þótt líkami
og sjón væru farin að láta undan síga
var ekkert gefið eftir og hvergi undi
hún sér betur en í sínu litla eldhúsi á
Hvanneyrarbraut á Sigló með gesti
og gangandi í kringum sig, hellandi
upp á kaffi og berandi meðlæti á
borð. Yfir Dóru var mikil reisn, hún
var meitlaður og sterkur persónu-
leiki og barnagæla sem var með á
hreinu hvað skipti máli í þessu lífi.
Gjafmildi og höfðingsskapur ein-
kenndi allt hennar viðmót og verald-
leg gæði skiptu hana engu. Samband
eiginkonu minnar við föðurömmu
sína var sérstakur og fallegur
kapítuli. Milli þeirra var sterkur og
tær strengur og vart leið sú vika að
þær töluðust ekki við. Engin af
heimferðum okkar til Íslands var
fullkomnuð nema amma Dóra væri
sótt heim á Sigló. Og skemmtilegri
langömmu er vart hægt að hugsa
sér.
Ég kveð þessa stórmerku og ein-
stöku konu með miklum söknuði og
kæru þakklæti fyrir samfylgdina.
Stefán Haukur Jóhannesson.
Ég kvaddi Dóru mína með miklum
trega fyrir þremur vikum á Sjúkra-
húsi Siglufjarðar en þá var ljóst að
hún átti skammt eftir ólifað. Hún var
algjörlega æðrulaus, tilbúin að mæta
örlögum sínum, klár í kollinum til
hinsta dags. Ég ætlaði að þakka
henni fyrir allt sem hún var okkur
fjölskyldu minni en kom ekki upp
orði, vitandi vits að ég væri að halda í
höndina á henni í síðasta skipti og
faðma hana í hinsta sinn.
Dóra var engin venjuleg mann-
eskja, sterkur karakter, einstaklega
barngóð, eðalframsóknarmaður sem
hafði ákveðnar skoðanir á öllum mál-
um og lét engan kúga sig til fylgilags
ef henni var það á móti skapi. Hún
hafði afburða dómgreind og ótrúlegt
minni, gat rifjað upp sögur og ljóð
sem hún hafði lesið fyrir tugum ára
og sagt frá atburðum langt aftur í
tímann um menn og málefni og skildi
ekkert í þessu unga fólki nú til dags
sem mundi ekki einu sinni atburði
milli daga.
Á háskólaárum mínum þótti Dóru
ekkert sjálfsagðara en að koma til
okkar til að aðstoða með heimilið og
börnin þegar tími prófa fór í hönd og
var það ómetanleg hjálp. Aldrei féll
henni verk úr hendi en allt var gert
af yfirvegun, aldrei nein læti og leið
henni best ef það var fullt hús af fólki
og hún gat gefið öllum að borða. Ég
man aldrei eftir því að hafa heyrt
hana kvarta undan því að hún væri
þreytt, það orð var ekki til í hennar
orðaforða.
Á sumrin dvöldu Dóra og Friggi
langdvölum hjá Georg bróður henn-
ar á Ystamó í Fljótum þar sem for-
eldrar Dóru höfðu búið áður. Elstu
börnin okkar eiga minninguna um
berjaferðir, silungsveiði og síðast en
ekki síst samverustundir í sveitinni
þar sem frændur og frænkur hittust
en Ystimór var samverustaður þar
sem allur ættboginn hittist. Systkini
Dóru voru 8 og afkomendur þeirra
eru æði margir eins og sést á ætt-
armótum sem haldin eru á tveggja
ára fresti, Dóra bar velferð þeirra
allra fyrir brjósti og fylgdist sérstak-
lega vel með þeim. Hún var sérlega
stolt af börnum sínum Maddý,
Hemma og Ævari og afkomendum
þeirra og sagðist ekki skilja í því
hvað hún ætti fallega og góða afkom-
endur.
Síðasti áratugurinn í lífi Dóru var
ekki alltaf dans á rósum en alltaf var
hún kletturinn í lífi okkar allra. Hún
missti Frigga sinn í byrjun árs 1997,
Hemmi elsti sonur hennar dó á svip-
legan hátt tveimur dögum fyrir alda-
mótin og Friggi sem alltaf var kall-
aður Friggi litli, yngsti sonur
Hemma og Agnesar, drukknaði í
hörmulegu sjóslysi ásamt sambýlis-
konu sinni fyrir tveimur árum. Bæði
þessi dauðsföll voru reiðarslag fyrir
fjölskylduna. Seiglan í þeirri gömlu
var ótrúleg. Oft spurði ég hana að því
hvernig henni liði og fékk þá svarið
að það væri gott að gráta í koddann
sinn á kvöldin en það þýddi ekkert að
leggjast í volæði því lífið héldi áfram.
Við erum þakklát fyrir að hafa átt
ömmu Dóru í öll þessi ár en það verð-
ur að viðurkennast að hún er fjöl-
skyldunni mikill harmdauði og það
verður skrýtið að koma til Siglu-
fjarðar án þess að koma við á Hvann-
eyrarbrautinni. Eldhúsið hennar var
gnægtabúr af alls kyns heimabökuðu
góðgæti og Dóra sá til þess að allir
borðuðu eins og þeir gátu í sig látið.
Siglufjörður verður ekki samur án
hennar. Að leiðarlokum vil ég þakka
Dóru minni alla vináttuna, væntum-
þykjuna og umhyggjusemina sem
hún sýndi fjölskyldu minni og kveð
ég hana með miklum söknuði.
Guðrún Ó. Blöndal.
Halldóra Margrét
Hermannsdóttir
✝ Birna fæddist áAkureyri hinn 6.
júlí 1927 og lést á
Heilbrigðisstofnun
Suðurnesja hinn 13.
maí 2007.
Foreldrar hennar
voru Sumarrós Guð-
mundsdóttir, verka-
kona á Akureyri, f.
1890, d. 1950, og
Friðbjörn Björns-
son, bóndi í Staðar-
tungu í Hörgárdal,
f. 1873, d. 1945.
Birna átti 3 hálf-
systur samfeðra, þær Láru og
Helgu sem báðar eru látnar og
Unni sem dvelst á Dvalarheimilinu
Hlíð á Akureyri. Fóstursystir
Birnu og frænka hennar, Dalrós
eldrar hans voru Anna Bergþóra
Magnúsdóttir, f. 1914, d. 2002, og
Torfi Helgi Gíslason, f. 1920, d.
1992. Rósa og Gísli eignuðust einn
son, Torfa Sigurbjörn Gíslason, f.
16. maí 1985. Torfi nemur verk-
fræði við Háskóla Íslands.
Birna ólst upp á Akureyri og ól
mestallan aldur sinn þar nyrðra.
Árið 2002 urðu þáttaskil í lífi
hennar er hún tók sig upp og flutt-
ist búferlum til Reykjanesbæjar til
að geta verið nær dóttur sinni og
fjölskyldu hennar. Hún keypti sér
íbúð í húsi fyrir eldri borgara og
undi hag sínum nokkuð vel, þó hún
saknaði gamla bæjarins síns alltaf.
Eftir hefðbundna skólagöngu
fór Birna að vinna fyrir sér og
starfaði lengstum sem matráðs-
kona á Akureyri og í nærsveitum
Akureyrar, lengst af á Elliheimil-
inu í Skjaldarvík norðan Akureyr-
ar.
Birna var jarðsungin frá Lög-
mannshlíðarkirkju hinn 18. maí.
sl. og hvílir hún í kirkjugarðinum í
Lögmannshlíð.
Sigurgeirsdóttir, f.
1918, d: 2004 ólst upp
hjá móður Birnu og
ömmu á Akureyri.
Birna átti eina
dóttur, Sumarrósu
Sigurðardóttur
(Rósu), f. 22. febrúar
1953, framhalds-
skólakennara í
Reykjanesbæ. Faðir
hennar er Sigurður
Þórhallsson, f. 21.
apríl 1933, búsettur í
Reykjavík. Foreldrar
hans voru Helga Jó-
hannsdóttir, f. 1897, d. 1941, og
Þórhallur Traustason, f. 1908, d.
1947. Maður Rósu var Gísli Torfa-
son framhaldskólakennari, f. 10.
júlí 1954, d. 21. maí 2005. For-
Þú áttir þrek og hafðir verk að vinna
og varst þér sjálfri hlífðarlaus og hörð.
Þú vaktir yfir velferð barna þinna.
Þú vildir rækta þeirra ættarjörð.
Frá æsku varstu gædd þeim góða anda,
sem gefur þjóðum ást til sinna landa
og eykur þeirra afl og trú.
En það er eðli mjúkra móðurhanda
að miðla gjöfum – eins og þú.
(Davíð Stefánsson frá Fagraskógi)
Þegar ég minnist móður minnar
finnst mér þessar ljóðlínur skáldsins
frá Fagraskógi eiga einkar vel við.
Mamma ólst upp í miklu ástríki móð-
ur sinnar og móðurömmu. Hún var
mikið eftirlæti þeirra beggja enda
fallegt barn, fremur ákveðin og vilja-
sterk frá fyrstu tíð. Ákveðnin og
viljastyrkurinn einkenndi hana æ síð-
an og mótaði líf hennar. Hún missti
móður sína 23 ára og stóð þá ein og
óstudd í samfélagi þar sem hver og
einn þurfti að sjá um sig.
Mamma var ákaflega fríð sýnum,
dökk á brún og brá. Hún var leiðtogi í
sér og fór oft ótroðnar slóðir. Hún
gerði sér fljótt ljóst að til að komast
af í þessu lífi yrðu konur að vera sjálf-
stæðar og treysta á sjálfar sig. Hún
var mikill dugnaðarforkur til allra
verka sem setti sér markmið sem hún
vann ótrauð að.
Eftir að ég hleypti heimdraganum
eru mér minnisstæðar matarsend-
ingarnar miklu að norðan. Þaðan
komu heilu kassarnir fullir af alls
kyns góðgæti og hlýjum bréfum sem
alltaf yljuðu mest og best. Þessum
sendingum fylgdi ávallt ósk um Guðs
blessun okkur til handa.
Mamma var ákaflega trúuð kona
og var trúin henni alltaf brú yfir
boðaföllin. Hún þurfti oft að bíta á
jaxlinn í einkalífi sínu, veikindum og
öðru mótlæti. Alltaf stóð hún keik og
hélt áfram.
Hún var hlífðarlaus og hörð við
sjálfa sig. Að loknum löngum vinnu-
degi var oft sest við saumavélina til
að sauma ný föt á einkadótturina.
Mamma var fyrirmyndin mín. Hún
var mér ástrík móðir. Hjá henni lærði
ég bænamál og góða siði. Hún var sú
sem hlýddi mér yfir heimalærdóminn
fram á unglingsár og hjálpaði þegar
steytti á skeri. Hún var ljóðelsk með
afbrigðum og kenndi mér að meta
Einar Ben. og skáldið frá Fagraskógi
enda af góðum hagyrðingum komin.
Hún gerði sér alltaf ljóst gildi mennt-
unar og hvatti mig á þeirri braut þó
svo að hún sjálf og margir af hennar
kynslóð hefðu ekki átt kost á langri
skólagöngu. Hún var móðirin sem
stóð sem klettur að baki barni sínu
jafnt í ágjöf sem lygnum sjó.
Mamma var lífsglöð kona. Það var
ekki í hennar anda að vera upp á aðra
komin, ekki einu sinni sem sjúklingur
á spítala. Hún elskaði vorið, þó svo að
vorhretin hafi stundum verið henni
fullharkaleg. Hún vissi að á eftir vori
kæmi sumar með sól í heiði.
Ég á eftir að sakna samverustund-
anna, umhyggju hennar og kærleik-
ans sem ávallt stóð í öndvegi. Ég er
þakklát fyrir að hafa getað veitt
henni stuðning þegar hún þurfti á
honum að halda. Ég mun minnast
hennar hvort sem sólin strýkur
vanga mína eða norðangaddurinn
nístir. Ég reyni að hlúa að þeim fræj-
um sem hún sáði í þessu lífi og bera
þau áfram til komandi kynslóða af-
komenda hennar. Ég sé hana nú fyrir
mér í blárri berjabreiðu þar sem fal-
lega brosið leikur um varir hennar.
Ég bið Guð að geyma hana og leiða
hana til ljóssins.
Ég flyt þér, móðir, þakkir þúsundfaldar,
og þjóðin öll má heyra kvæði mitt.
Er Íslands mestu mæður verða taldar,
þá mun það hljóma fagurt, nafnið þitt.
(Davíð Stefánsson frá Fagraskógi)
Rósa.
Birna amma mín, sem hefur verið
fastur punktur í tilveru okkar frá því
ég man eftir mér, hefur kvatt þetta
tilverustig.
Hún var yndisleg amma. Ég minn-
ist þess þegar ég var lítill hve ég
hlakkaði til að vera í pössum hjá
ömmu á Akureyri meðan mamma var
að vinna á Hótel Eddu. Þar var
margt brallað og amma stjanaði
endalaust við mig. Það var farið í
sund með nesti, keyptur ís á góðviðr-
isdögum, spilaður fótbolti þar sem
amma stóð í markinu, og unað við
leiki þar sem amma tók virkan þátt.
Ég minnist þess að geta varla beðið
eftir að amma kæmi í heimsókn vit-
andi að hún myndi leika við mig, gæti
hjálpað mér með heimalærdóminn og
myndi taka eftir hve miklum fram-
förum ég hefði tekið síðan síðast, vit-
andi að amma var góð og skemmti-
leg.
Hún gladdist yfir gengi mínu í
námi og beið spennt eftir að ég fengi
einkunnirnar mínar um jól og vor.
Hún sagði oft frá því þegar ég einn
daginn kom heim úr skólanum kot-
roskinn og tilkynnti henni að nú gæti
hún ekki hjálpað mér lengur í stærð-
fræðinni því nú væri komin deiling!
Ég óx úr grasi og ég fann alla tíð hve
ömmu var mikils virði að ég yrði góð-
ur maður og forgangsraðaði rétt.
Hún vissi að til að komast áfram í líf-
inu þyrftu menn að hafa góða mennt-
un og hvatti mig óspart.
Tíminn líður hratt og allt í einu
skynja ég að ég er orðinn fullorðinn
og amma leitar skjóls hjá mér eins og
ég hjá henni þegar ég var lítill. Þegar
amma liggur fársjúk á sjúkrahúsi
fyrir nokkrum dögum legg ég vanga
minn að vanga hennar og hvísla að
henni að ég sé búinn að fá út úr
tveimur prófum í verkfræðinni.
Amma ljómar og deyr nokkrum
klukkustundum síðar.
Ég mun reyna að leggja rækt við
Birna Björk
Friðbjarnardóttir