Morgunblaðið - 27.05.2007, Side 73

Morgunblaðið - 27.05.2007, Side 73
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 27. MAÍ 2007 73 hlutavelta ritstjorn@mbl.is Félagsstarf Aflagrandi 40 | Mánudagur: Vinnustofan opin kl. 9-16.30. Hjúkrunarfræðingur er með viðtalstíma kl. 9-11. Boccia kl. 10. Félagsvist kl. 14. Árskógar 4 | Mánudagur: Bað kl. 8-16. Handavinna kl. 9-12. Smíði/útskurður kl. 9-16.30. Söngstund kl. 10.30, félagsvist kl. 13.30. Myndlist kl. 16. Félagsstarf Gerðubergs | Starfsfólk sendir þátt- takendum, samstarfsaðilum og velunnurum um land allt hátíðarkveðjur. Starfsemi fellur niður á morgun, annan í hvítasunnu. Miðvikud. 13. júní kvennahlaup ÍSÍ o.fl. Þorsteinn Hjartars. fram- kvæmdastj. þjónustumiðst. Breiðholts ræsir hlaup- ið kl. 13. Skráning hefst þriðjud. 29. maí. S. 5757720. Hraunbær 105 | Mánudagur: Kl. 9-16.30 handa- vinna. Kl. 10-10.30 bænastund. Kl. 12-12.30 hádeg- ismatur. Kl. 15 kaffi. Hæðargarður 31 | Afmælishátíðin heldur áfram á þriðjudag og miðvikudag og endar með því að draumadísirnar og draumaprinsarnir standa fyrir balli með hljómsveit Hjördísar Geirs fimmtudaginn 31. maí kl. 13.30. Límónaði og snittur. Alltaf kátt í höllinni í Hæðargarði. Sjá nánar á vef Reykjavíkur- borgar. Korpúlfar Grafarvogi | Á morgun mánudag er ganga frá Grafarvogskirkju kl. 10. Vesturgata 7 | Fimmtudaginn 31. maí kl. 13 verður farið á handverkssýningu í félagsmiðstöðinni Hæð- argarði 31. Kaffiveitingar á staðnum. Skoðunarferð með Hannesi bílstjóra um borgina. Upplýsingar og skráning í síma 5352740. Kirkjustarf Fríkirkjan Kefas | Almenn samkoma kl. 20. Helga R. Ármannsdóttir prédikar. Á samkomunni verður lofgjörð, í lok hennar verður brauðsbrotning og eft- ir hana verður kaffisala. Allir eru velkomnir. Hlutavelta | Vaskur hópur hélt hlutaveltu í hverfinu sínu. Þau afhentu Rauða krossinum ágóðann, alls 5.854 krónur. Krakkarnir duglegu heita Ás- geir Tumi Ingólfsson, Védís Alma Ingólfsdóttir og Stella Marín Guðmundsdóttir. Á myndinni eru Ásgeir Tumi og Védís Alma. dagbók Í dag er sunnudagur 27. maí, 147. dagur ársins 2007 Orð dagsins: Og á þeim degi mun ég bænheyra, segir Drottinn. Ég mun bænheyra himininn, og hann mun bænheyra jörðina. (Hs. 2, 21.) Níunda landsbyggðarráð-stefna Félags þjóðfræðingaá Íslandi og Sagnfræðinga-félags Íslands verður haldin dagana 1. til 3. júní á Leirubakka í Landsveit. Yfirskrift ráðstefnunnar er Hálendi hugans og er Björk Þorleifs- dóttir sagnfræðingur einn af skipuleggj- endum dagskrárinnar: „Á ráðstefnunni koma saman fræði- menn úr mörgum áttum, s.s. þjóðfræð- ingar, íslenskufræðingar, miðaldafræð- ingar og sagnfræðingar,“ segir Björk. „Kafað verður ofan í sögu og þjóðfræði hálendisins á þessari ráðstefnu. Áður hafa Félag þjóðfræðinga og Sagnfræð- ingafélagið haldið ráðstefnur í öllum landshlutum og fjallað um hvern stað fyrir sig, og er hringnum nú lokað á miðju landsins, hálendinu.“ Flutt verða 18 erindi og ræður á með- an á ráðstefnunni stendur: „Haldnar eru málstofur yfir daginn en kvöldin eru helguð erindum á léttari nótum. Þar mun Bjarni Harðarson nýkjörinn þing- maður verða með lauflétta hátíðarræðu, og ég sjálf mun fjalla um skemmtanalíf á hálendinu á laugardagskvöld,“ segir Björk. Auk þess verður afhjúpaður minnisvarði um Guðna Jónsson prófess- or sem tengdist Leirubakka sterkum böndum í æsku.„Landsbyggðarráð- stefnurnar hafa verið vel sóttar af fræði- mönnum, en við viljum ekki síður höfða til heimamanna og áhugamanna og ættu öll erindin að vera aðgengileg og auð- skiljanleg þó vitaskuld séu gerðar ríkar fræðilegar kröfur til fyrirlesara. Á ráðstefnunni verður umfjöllunar- efnið allt frá furðusögum um tröll, drauga og útilegumenn til þjóðlendu- mála og nýtingar hálendisins í fortíð og nútíð, hvort heldur er ferðamennska, virkjun fallvatna eða æfingar geimfara. Það er því ljóst að það hafa ekki bara verið útilegumenn á sveimi á hálendi Ís- lands í gegnum tíðina.“ Þökk sé rausnarlegum styrktaraðil- um er aðgangur að ráðstefnunni ókeypis en kaupa má gistingu á staðnum. Skrán- ing á ráðstefnuna er á slóðinni www.sagnfraedingafelag.net og má þar einnig finna nánari upplýsingar um dag- skrána. „Ráðstefnan er haldin í nýopn- uðu Heklusetri og er um að ræða stór- kostlegan stað og fallegt umhverfi sem gaman er að heimsækja. Gefst ráð- stefnugestum tækifæri á að upplifa allt þetta, hlýða á fræðandi og skemmtilega fyrirlestra og gera sér glaðan dag.“ Fræði | Landsbyggðarráðstefnan Hálendi hugans á Leirubakka 1. til 3. júní Saga og menning hálendisins  Björk Þorleifs- dóttir fæddist í Reykjavík 1974. Hún lauk stúdents- prófi frá Mennta- skólanum í Reykja- vík 1994, B.A. gráðu í sagnfræði frá Háskóla Ís- lands 2003 og er að ljúka meistaranámi í umhverfissagn- fræði frá University of St. Andrews í Skotlandi. Björk er sjálfstætt starf- andi fræðimaður í Reykjavíkur- Akademíunni á sérsviði umhverfis- sagnfræði með áherslu á áhrif nátt- úruhamfara á samfélög. Fyrirlestrar og fundir Alliance Francaise | Aðalfundur Alliance française verður haldinn föstudaginn 1. júní, kl. 18.30 í húsakynnum félagsins (Tryggva- götu 8). L’Assemblée générale 2007 aura lieu le vendredi 1er ju- in 2007 à 18h30 dans les locaux de l’Alliance française situés à Tryggvagata 8. Fréttir og tilkynningar Listasafn Íslands | Á hvítasunnu- dag kl. 14: Nærmynd af danska listamanninum Ejler Bille. Frístundir og námskeið www.ljosmyndari.is | Ljósmynd- anámskeið. Akureyri 11.-12. júní kl. 18-22 í Rósenborg. Farið í helstu stillingaratriðin á stafrænni myndavél, ýmis góð ráð gefin til að ná betri myndum. Tölvumálin eru tekin fyrir ofl. Námskeiðið kostar 12.900 kr. Skráning á www.ljosmyndari.is. Leiðbeinandi er Pálmi Guðmundsson. Börn Elliðarárdalurinn | Hvítasunnu- daginn 27. maí, kl. 14, mun Leik- hópurinn Lotta frumsýna barna- leikritið Dýrin í Hálsaskógi í Elliðaárdalnum. Þar sem sýnt er utandyra er um að gera að klæða sig eftir veðri og taka með sér teppi til að sitja á og hlýja sér. Miðapantanir/uppl. í síma 699- 3993 og á www.123.is/dyrin- ihalsaskogi. MORGUNBLAÐIÐ birtir til kynningar um afmæli, brúðkaup, ætt- armót og fleira lesend- um sínum að kostn-að- arlausu. Tilkynningar þurfa að berast með tveggja daga fyrirvara virka daga og þriggja daga fyrirvara fyrir sunnudags- og mánu- dagsblað. Samþykki afmælis- barns þarf að fylgja af- mælistilkynningum og/ eða nafn ábyrgð- armanns og símanúm- er. Hægt er að hringja í síma 569-1100, senda tilkynningu og mynd á netfangið ritstjorn- @mbl.is, eða senda til- kynningu og mynd í gegnum vefsíðu Morg- unblaðsins, www.mbl.is, og velja liðinn Senda inn efni". Einnig er hægt að senda vélritaða til- kynningu og mynd í pósti. Bréfið skal stíla á Árnað heilla, Morgunblaðinu, Hádegismóum 2 110 Reykjavík. FRÉTTIR HÁLENDI hugans – níunda lands- byggðaráðstefna Félags þjóðfræð- inga á Íslandi og Sagnfræðinga- félags Íslands, í samvinnu við Heklusetrið á Leirubakka í Land- sveit, verður haldin 1.-3. júní. Ráðstefnan verður að þessu sinni helguð hálendi Íslands og haldin á Leirubakka í Landsveit þar sem all- ur aðbúnaður á hinu nýju Heklusetri er til fyrirmyndar (sjá www.leiru- bakki.is). Fjöldi fræðandi fyrirlestra verður í boði og síðasta dag ráð- stefnunnar verður opin málstofa um stöðu hálendisins í huga landsmanna í dag. Nánari upplýsingar um ráð- stefnuna má finna á heimasíðu Sagn- fræðingafélagsins, (www.sagnfraed- ingafelag.net). Styrkjendur ráðstefnunnar eru N1, menntamálaráðuneyti, umhverf- isráðuneyti og fjármálaráðuneyti, Rangárþing ytra, Stangaveiðifélag Reykjavíkur, Bændasamtök Íslands og Heklusetrið á Leirubakka. Síðastliðin átta ár hafa Sagnfræð- ingafélag Íslands og Félag þjóð- fræðinga á Íslandi staðið að fræða- ráðstefnu á landsbyggðinni að sumri til. Félögin hafa haft að leiðarljósi að styrkja staðbundnar rannsóknir og miðlun á sviði sagnfræði, þjóðfræði og annarra hug- og félagsvísinda. Ráðstefnunum er þannig bæði ætlað að vekja áhuga fræðimanna á höfuð- borgarsvæðinu á einstökum svæðum með því að taka fyrir efni sem eru knýjandi í fræðilegri umræðu og að efla áhuga heima. Landsbyggð- aráðstefna í Heklusetrinu Stórhöfða 21, við Gullinbrú, s. 545 5500. www.flis.is ● netfang: flis@flis.is lím og fúguefni SPÆNSKI nautabaninn Cayetano Rivera tekst á við naut á nautaati í Coso de los Califas í Cordoba á suðurhluta Spánar á föstudaginn. Þrátt fyrir að nautaati hafi verið harðlega mótmælt um allan heim leyfa Spánverjar íþróttina enn. Reuters Maðurinn og nautið

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.