Morgunblaðið - 27.05.2007, Qupperneq 73

Morgunblaðið - 27.05.2007, Qupperneq 73
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 27. MAÍ 2007 73 hlutavelta ritstjorn@mbl.is Félagsstarf Aflagrandi 40 | Mánudagur: Vinnustofan opin kl. 9-16.30. Hjúkrunarfræðingur er með viðtalstíma kl. 9-11. Boccia kl. 10. Félagsvist kl. 14. Árskógar 4 | Mánudagur: Bað kl. 8-16. Handavinna kl. 9-12. Smíði/útskurður kl. 9-16.30. Söngstund kl. 10.30, félagsvist kl. 13.30. Myndlist kl. 16. Félagsstarf Gerðubergs | Starfsfólk sendir þátt- takendum, samstarfsaðilum og velunnurum um land allt hátíðarkveðjur. Starfsemi fellur niður á morgun, annan í hvítasunnu. Miðvikud. 13. júní kvennahlaup ÍSÍ o.fl. Þorsteinn Hjartars. fram- kvæmdastj. þjónustumiðst. Breiðholts ræsir hlaup- ið kl. 13. Skráning hefst þriðjud. 29. maí. S. 5757720. Hraunbær 105 | Mánudagur: Kl. 9-16.30 handa- vinna. Kl. 10-10.30 bænastund. Kl. 12-12.30 hádeg- ismatur. Kl. 15 kaffi. Hæðargarður 31 | Afmælishátíðin heldur áfram á þriðjudag og miðvikudag og endar með því að draumadísirnar og draumaprinsarnir standa fyrir balli með hljómsveit Hjördísar Geirs fimmtudaginn 31. maí kl. 13.30. Límónaði og snittur. Alltaf kátt í höllinni í Hæðargarði. Sjá nánar á vef Reykjavíkur- borgar. Korpúlfar Grafarvogi | Á morgun mánudag er ganga frá Grafarvogskirkju kl. 10. Vesturgata 7 | Fimmtudaginn 31. maí kl. 13 verður farið á handverkssýningu í félagsmiðstöðinni Hæð- argarði 31. Kaffiveitingar á staðnum. Skoðunarferð með Hannesi bílstjóra um borgina. Upplýsingar og skráning í síma 5352740. Kirkjustarf Fríkirkjan Kefas | Almenn samkoma kl. 20. Helga R. Ármannsdóttir prédikar. Á samkomunni verður lofgjörð, í lok hennar verður brauðsbrotning og eft- ir hana verður kaffisala. Allir eru velkomnir. Hlutavelta | Vaskur hópur hélt hlutaveltu í hverfinu sínu. Þau afhentu Rauða krossinum ágóðann, alls 5.854 krónur. Krakkarnir duglegu heita Ás- geir Tumi Ingólfsson, Védís Alma Ingólfsdóttir og Stella Marín Guðmundsdóttir. Á myndinni eru Ásgeir Tumi og Védís Alma. dagbók Í dag er sunnudagur 27. maí, 147. dagur ársins 2007 Orð dagsins: Og á þeim degi mun ég bænheyra, segir Drottinn. Ég mun bænheyra himininn, og hann mun bænheyra jörðina. (Hs. 2, 21.) Níunda landsbyggðarráð-stefna Félags þjóðfræðingaá Íslandi og Sagnfræðinga-félags Íslands verður haldin dagana 1. til 3. júní á Leirubakka í Landsveit. Yfirskrift ráðstefnunnar er Hálendi hugans og er Björk Þorleifs- dóttir sagnfræðingur einn af skipuleggj- endum dagskrárinnar: „Á ráðstefnunni koma saman fræði- menn úr mörgum áttum, s.s. þjóðfræð- ingar, íslenskufræðingar, miðaldafræð- ingar og sagnfræðingar,“ segir Björk. „Kafað verður ofan í sögu og þjóðfræði hálendisins á þessari ráðstefnu. Áður hafa Félag þjóðfræðinga og Sagnfræð- ingafélagið haldið ráðstefnur í öllum landshlutum og fjallað um hvern stað fyrir sig, og er hringnum nú lokað á miðju landsins, hálendinu.“ Flutt verða 18 erindi og ræður á með- an á ráðstefnunni stendur: „Haldnar eru málstofur yfir daginn en kvöldin eru helguð erindum á léttari nótum. Þar mun Bjarni Harðarson nýkjörinn þing- maður verða með lauflétta hátíðarræðu, og ég sjálf mun fjalla um skemmtanalíf á hálendinu á laugardagskvöld,“ segir Björk. Auk þess verður afhjúpaður minnisvarði um Guðna Jónsson prófess- or sem tengdist Leirubakka sterkum böndum í æsku.„Landsbyggðarráð- stefnurnar hafa verið vel sóttar af fræði- mönnum, en við viljum ekki síður höfða til heimamanna og áhugamanna og ættu öll erindin að vera aðgengileg og auð- skiljanleg þó vitaskuld séu gerðar ríkar fræðilegar kröfur til fyrirlesara. Á ráðstefnunni verður umfjöllunar- efnið allt frá furðusögum um tröll, drauga og útilegumenn til þjóðlendu- mála og nýtingar hálendisins í fortíð og nútíð, hvort heldur er ferðamennska, virkjun fallvatna eða æfingar geimfara. Það er því ljóst að það hafa ekki bara verið útilegumenn á sveimi á hálendi Ís- lands í gegnum tíðina.“ Þökk sé rausnarlegum styrktaraðil- um er aðgangur að ráðstefnunni ókeypis en kaupa má gistingu á staðnum. Skrán- ing á ráðstefnuna er á slóðinni www.sagnfraedingafelag.net og má þar einnig finna nánari upplýsingar um dag- skrána. „Ráðstefnan er haldin í nýopn- uðu Heklusetri og er um að ræða stór- kostlegan stað og fallegt umhverfi sem gaman er að heimsækja. Gefst ráð- stefnugestum tækifæri á að upplifa allt þetta, hlýða á fræðandi og skemmtilega fyrirlestra og gera sér glaðan dag.“ Fræði | Landsbyggðarráðstefnan Hálendi hugans á Leirubakka 1. til 3. júní Saga og menning hálendisins  Björk Þorleifs- dóttir fæddist í Reykjavík 1974. Hún lauk stúdents- prófi frá Mennta- skólanum í Reykja- vík 1994, B.A. gráðu í sagnfræði frá Háskóla Ís- lands 2003 og er að ljúka meistaranámi í umhverfissagn- fræði frá University of St. Andrews í Skotlandi. Björk er sjálfstætt starf- andi fræðimaður í Reykjavíkur- Akademíunni á sérsviði umhverfis- sagnfræði með áherslu á áhrif nátt- úruhamfara á samfélög. Fyrirlestrar og fundir Alliance Francaise | Aðalfundur Alliance française verður haldinn föstudaginn 1. júní, kl. 18.30 í húsakynnum félagsins (Tryggva- götu 8). L’Assemblée générale 2007 aura lieu le vendredi 1er ju- in 2007 à 18h30 dans les locaux de l’Alliance française situés à Tryggvagata 8. Fréttir og tilkynningar Listasafn Íslands | Á hvítasunnu- dag kl. 14: Nærmynd af danska listamanninum Ejler Bille. Frístundir og námskeið www.ljosmyndari.is | Ljósmynd- anámskeið. Akureyri 11.-12. júní kl. 18-22 í Rósenborg. Farið í helstu stillingaratriðin á stafrænni myndavél, ýmis góð ráð gefin til að ná betri myndum. Tölvumálin eru tekin fyrir ofl. Námskeiðið kostar 12.900 kr. Skráning á www.ljosmyndari.is. Leiðbeinandi er Pálmi Guðmundsson. Börn Elliðarárdalurinn | Hvítasunnu- daginn 27. maí, kl. 14, mun Leik- hópurinn Lotta frumsýna barna- leikritið Dýrin í Hálsaskógi í Elliðaárdalnum. Þar sem sýnt er utandyra er um að gera að klæða sig eftir veðri og taka með sér teppi til að sitja á og hlýja sér. Miðapantanir/uppl. í síma 699- 3993 og á www.123.is/dyrin- ihalsaskogi. MORGUNBLAÐIÐ birtir til kynningar um afmæli, brúðkaup, ætt- armót og fleira lesend- um sínum að kostn-að- arlausu. Tilkynningar þurfa að berast með tveggja daga fyrirvara virka daga og þriggja daga fyrirvara fyrir sunnudags- og mánu- dagsblað. Samþykki afmælis- barns þarf að fylgja af- mælistilkynningum og/ eða nafn ábyrgð- armanns og símanúm- er. Hægt er að hringja í síma 569-1100, senda tilkynningu og mynd á netfangið ritstjorn- @mbl.is, eða senda til- kynningu og mynd í gegnum vefsíðu Morg- unblaðsins, www.mbl.is, og velja liðinn Senda inn efni". Einnig er hægt að senda vélritaða til- kynningu og mynd í pósti. Bréfið skal stíla á Árnað heilla, Morgunblaðinu, Hádegismóum 2 110 Reykjavík. FRÉTTIR HÁLENDI hugans – níunda lands- byggðaráðstefna Félags þjóðfræð- inga á Íslandi og Sagnfræðinga- félags Íslands, í samvinnu við Heklusetrið á Leirubakka í Land- sveit, verður haldin 1.-3. júní. Ráðstefnan verður að þessu sinni helguð hálendi Íslands og haldin á Leirubakka í Landsveit þar sem all- ur aðbúnaður á hinu nýju Heklusetri er til fyrirmyndar (sjá www.leiru- bakki.is). Fjöldi fræðandi fyrirlestra verður í boði og síðasta dag ráð- stefnunnar verður opin málstofa um stöðu hálendisins í huga landsmanna í dag. Nánari upplýsingar um ráð- stefnuna má finna á heimasíðu Sagn- fræðingafélagsins, (www.sagnfraed- ingafelag.net). Styrkjendur ráðstefnunnar eru N1, menntamálaráðuneyti, umhverf- isráðuneyti og fjármálaráðuneyti, Rangárþing ytra, Stangaveiðifélag Reykjavíkur, Bændasamtök Íslands og Heklusetrið á Leirubakka. Síðastliðin átta ár hafa Sagnfræð- ingafélag Íslands og Félag þjóð- fræðinga á Íslandi staðið að fræða- ráðstefnu á landsbyggðinni að sumri til. Félögin hafa haft að leiðarljósi að styrkja staðbundnar rannsóknir og miðlun á sviði sagnfræði, þjóðfræði og annarra hug- og félagsvísinda. Ráðstefnunum er þannig bæði ætlað að vekja áhuga fræðimanna á höfuð- borgarsvæðinu á einstökum svæðum með því að taka fyrir efni sem eru knýjandi í fræðilegri umræðu og að efla áhuga heima. Landsbyggð- aráðstefna í Heklusetrinu Stórhöfða 21, við Gullinbrú, s. 545 5500. www.flis.is ● netfang: flis@flis.is lím og fúguefni SPÆNSKI nautabaninn Cayetano Rivera tekst á við naut á nautaati í Coso de los Califas í Cordoba á suðurhluta Spánar á föstudaginn. Þrátt fyrir að nautaati hafi verið harðlega mótmælt um allan heim leyfa Spánverjar íþróttina enn. Reuters Maðurinn og nautið
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.