Morgunblaðið - 21.10.2007, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 21.10.2007, Blaðsíða 6
6 SUNNUDAGUR 21. OKTÓBER 2007 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Vitarnir á leið mannkyns lýsa gegnum ský og skugga, sem mannlegt eðlisfar býr yfir og stafar frá sér. Þeirri staðreynd tjóir ekki að neita. Falsaðar glysmyndir af mannlegri náttúru eru viðsjárverð framleiðsla. Reynslan sannar það. Það er illkynja ímyndun að sjá fyrir sér hina sönnu mynd mannsins í tilteknum kynþætti eða þjóð og telja það kyn útvalið til þess að hefja sig yfir annað fólk og brjóta það undir sig. Og eins er, þegar svo nefndar lágstéttir þjóð- félagsins eða verkalýðurinn á að vera ímynd hins eðlisgóða manns og kostir hans muni ná áskapaðri fullkomnun, þegar búið sé að uppræta og afmá allt illþýði auðvaldsins og þjóðskipulagið komið á réttar laggir. Þessi myndasmíð varð fyrirferðarmikil í Evrópu á l9. og 20. öld. Hún var afsprengi þeirrar manneðl- isdýrkunar, sem spratt upp í framfaravímunni miklu, þegar stórvirkir áhrifavaldar þóttust upp- götva það, að eini guðdómur tilverunnar væri þessi „vaxtarbroddur“ jarðneskrar náttúru, hinn hvíti jöf- ur uppfinninganna og tækninnar, sem hlyti innan skamms að leysa allan vanda mannlegs lífs. Sú manndýrkun, sem auðkenndi þær herskáu, hatrömmu ofsastefnur, er settu klóaför sín á sögu síðustu aldar, er afkvæmi þessarar trúar. Og hún leiddi af sér grimmara og stórvirkara mannhatur en sögur fara af áður. Trúarþörfin hefur djúpar og sterkar rætur í gerð mannsins. Þegar hún leiðist afvega, er misnotuð eða sýkist afskræmir hún mannssálina. Verst verður þessi helga eðlisþörf leikin, þegar hún blindast af og fellur fyrir jarðbundnum, póli- tískum, hatursfullum trúarórum. Af því fékk mannkynið svo sára og grimmilega reynslu á síðustu öld, að á það er ekki bætandi. Sú reynsla hefði átt að nægja til þess að kenna Vesturlandabúum að athuga betur ýmsar „nútíma- legar“ forsendur fyrir lífsviðhorfum sínum. Alltént ætti hún að duga til þess að sýna fullvita fólki, að veröldin yrði ekki óhult fyrir mannskæðu, eitruðu ofstæki, þótt öll guðstrúarbrögð yrðu upp- rætt eða drepin. Hitt má telja nokkuð víst, að nær alvondir „guð- dómar“ í mannsmynd fengju þá óskabyr og næðu að færa ómælda bölvun yfir jörðina. Sigurbjörn Einarsson Hvað viltu, veröld? (22) ÞETTA sýnir það að Ísland skilur ábyrgðar- hlutverk sitt,“ segir Sjöfn Vilhelmsdóttir, framkvæmdastýra UNIFEM á Íslandi, en samkvæmt fjárlagafrumvarpi ríkisstjórn- arinnar, sem kynnt var á dögunum, munu ís- lensk stjórnvöld leggja fram 87,5 milljónir til UNIFEM á næsta ári. Þetta er rúm helmings- aukning frá því í fyrra, en það fjármagn sem UNIFEM fær fer í að styðja konur í þróun- arlöndum og á átakasvæðum. UNIFEM er þróunarsjóður Sameinuðu þjóðanna fyrir konur, en hann var stofnaður árið 1976 í kjölfar fyrstu heimsráðstefnu SÞ um málefni kvenna. Upphaflega átti hann að- eins að starfa í þau 10 ár sem kvennaáratugur SÞ stóð yfir, eða frá 1975 til 1985, en við lok tímabilsins þótti árangurinn af starfinu það góður að ákveðið var að halda því áfram. Framlögin meira en tvöfaldast Landssamtök UNIFEM á Íslandi voru stofnuð árið 1989 og hafa frá upphafi hvatt stjórnvöld til að auka framlag sitt til UNI- FEM. Lengi vel lögðu Íslendingar um þrjár milljónir króna árlega í sjóðinn, en á síðustu ár- um hafa framlögin hins vegar stóraukist. „Undanfarin tvö ár hafa Ísland og Lúxemborg verið þau ríki sem gefið hafa mest miðað við höfðatölu,“ segir Sjöfn. Með þeirri aukningu sem útlit er að verði á framlaginu á næsta ári sé líklegt að Íslendingar fari fram úr Lúx- emborg. Sjöfn segir starfsemi UNIFEM brýna, enda ekki lengur einkamál karla,“ segir Sjöfn. UNIFEM vinnur að mörgum fleiri málum. Þau snúa m.a. að aukinni stjórnmálaþátttöku kvenna, fjárhagslegu öryggi, baráttu gegn al- næmi og gegn ofbeldi gagnvart konum, sem lengi hefur verið einn meginliðurinn í starfsemi samtakanna. „Sem dæmi má nefna að UNI- FEM vann mikið með kvennasamtökum í Líb- eríu fyrir fyrstu lýðræðislegu kosningarnar í landinu sem fram fóru árið 2005,“ segir hún. Starfið hafi meðal annars falist í því að hvetja konur til þess að taka þátt í forsetakosning- unum. „Útkoman úr þessu var að Eileen John- son Sirleaf, fyrsti lýðræðislega kjörni kven- forsetinn í Afríku, komst til valda í Líberíu.“ UNIFEM á Íslandi er með samstarfssamn- ing við utanríkisráðuneytið, en hann var gerð- ur 8. mars á þessu ári, á alþjóðlegum bar- áttudegi kvenna. Landsnefnd UNIFEM á Íslandi er sú eina af 16 slíkum nefndum í öðr- um löndum sem gert hefur slíkan samning. Samningurinn og hærri framlög stjórnvalda til UNIFEM séu til marks um merkilega þróun í íslenskri utanríkisstefnu. Þar sé greinilega lögð áhersla á að styrkja konur og jafnrétt- ismál í alþjóðlegri samvinnu. Sjöfn er bjartsýn á að stuðningur við starfsemi UNIFEM eigi enn eftir að aukast. „Opinber framlög Íslands til þróunarmála eiga eftir að aukast á næstu ár- um og það er okkar markmið að gæta að því að UNIFEM fái hluta af þessari aukningu,“ segir hún. Fram til þessa hafa framlög Íslands verið notuð í verkefni á borð við stuðning við konur í Afganistan, sjóð SÞ gegn ofbeldi gegn konum sem UNIFEM hefur umsjón með og uppbygg- ingu jafnréttisstarfs í fyrrum Júgóslavíu. sé sjónum beint sérstaklega að stöðu kvenna. „Það hallar mjög á konur, sama hvaða svið er skoðað,“ segir Sjöfn. Gildi einu hvort um ræðir þátttaka í stjórnmálum, atvinnulífi, menntun eða almenn mannréttindi. Hún nefnir sem dæmi að afar mikilvægt sé að mennta konur í fátækari löndum heimsins. „Það er til máltæki sem segir að ef þú menntar karlmann, mennta- rðu einstakling, en ef þú menntar konu, menntarðu heila fjölskyldu,“ segir hún og bendir á að uppeldi barna sé víða algjörlega á ábyrgð kvenna. Þá segir hún að UNIFEM hafi í auknum mæli farið inn á átakasvæði og tekið þátt í friðaruppbyggingu. „Stríð og friður er ASSOCIATED PRESS Þróunarríki Haítí er afar fátækt ríki en þar hefur svæðisskrifstofa UNIFEM landsskrifstofu þar sem unnið er að málefnum kvenna. Ísland skilur ábyrgð sína Eftir Elvu Björk Sverrisdóttur elva@mbl.is Menntun Sjöfn segir afar mikilvægt að huga að menntun kvenna í fátækum ríkjum. ÞAÐ er gríðarlega mikilvægt að vinna að verkefnum sem styrkja stöðu kvenna, ekki síst í þróunarlöndunum. Þetta segir Hildur Fjóla Antonsdóttir, en hún hefur undanfarið ár unnið sem verkefnastjóri á svæðis- skrifstofu UNIFEM í Kar- íbahafinu á eynni Barbados og mun verða þar við störf áfram næsta árið. Hildur Fjóla er ein nokkurra Íslendinga sem um þessar mundir eru erlendis við störf á vegum UNIFEM, en utanríkisráðuneytið stendur straum af kostn- aði við stöðurnar. Hildur Fjóla bendir á að í umræðu um þróun- armál sé sjónum gjarnan beint að efnahags- málum í þröngum skilning og málefni kvenna eigi það til að verða útundan. „Við vinnum með stjórnvöldum og félagasamtökum við að tryggja réttindi kvenna og að málefni þeirra séu mik- ilvægur hluti af þróunaráætlun ríkja,“ segir hún. Meðal verkefna sem svæðisskrifstofa UNI- FEM vinnur að er meðferð fyrir karla sem beitt hafa konur ofbeldi, verkefnið snýst um að tryggja öryggi kvenna og að karlar læri að taka fulla ábyrgð á ofbeldi sem þeir beita. Verkefnið er tengt dómstólum og fá karlar sem fá dóm fyr- ir heimilisofbeldi val um að sækja 16 tíma nám- skeið, þar sem þeir fá aðstoð við að læra að ná stjórn á hegðun sinni. Hildur Fjóla segir ofbeldismál stóran vanda í mörgum ríkjum Karíbahafsins. „Nú eru efna- hagskerfi þessara ríkja að opnast mikið og at- vinnuóöryggi að aukast. Ungir karlmenn leiðast í auknum mæli út í glæpi og eiturlyfjasmygl og ofbeldi í mörgum samfélögum er að aukast,“ segir hún. Ofbeldi gegn konum í þessu umhverfi sé mikið áhyggjuefni til viðbótar við ofbeldi gegn konum almennt. Hildur Fjóla nefnir dæmi um annað verkefni sem hún vinnur að en það snýr að ábyrgð á upp- eldi barna. Í ríkjum Karíbahafsins er fjölskyldu- mynstur með öðrum hætti en til dæmis á Íslandi. Mæður og aðrar konur í stórfjölskyldunni hafa gegnt mikilvægu hlutverki í uppeldi barna og hjónabönd eru ekki eins algeng og víða annars staðar. „Konur hafa töluverð völd inni á heim- ilinu og eru í afgerandi stöðu þegar kemur að barnauppeldi og heimilisrekstri. En nú er samfélagsgerðin að breytast og kon- ur í stórfjölskyldunni hafa ekki tíma til að sinna börnum eins og áður.“ Margar konur eignist börn snemma og þar sem hið félagslega kerfi sé ekki burðugt sé staða þeirra að mörgu leyti erfið. „Þær hafa til dæmis ekki góðan aðgang að menntun og lenda í fá- tækragildru, m.a. vegna þess að feður barnanna sinna ekki hlutverki sínu sem skyldi,“ segir Hild- ur Fjóla. Verkefnið gangi út á að vekja fólk til meðvitundar um það hversu mikilvægt það sé að feður taki virkan þátt í uppeldi barna sinna. Hildur Fjóla segir að starfið á Barbados sé ekki einangrað við að dveljast þar heldur vinni skrif- stofan með 25 öðrum ríkjum á svæðinu. Ríkin séu mjög ólík innbyrðis, sum séu afar fátæk, til dæmis Haítí, þar sem svæðisskrifstofa UNIFEM er einnig með landsskrifstofu, meðan fólk í öðr- um ríkjum komist ágætlega af. Ofbeldi gegn konum áhyggjuefni Hildur Fjóla Antonsdóttir STAÐFEST hefur verið að Össur Skarphéðinsson iðnaðarráðherra kemur við á Filippseyjum í ferð sinni með stjórnendum Reykjavík Energy Invest (REI) til Indónesíu. Þar mun hann ræða við orkumála- ráðherra landsins. Ferðin til Asíu kemur í kjölfar heimsóknar orkuráðherra Indónes- íu í haust og útrásar REI. Ráð- herra fór utan í gær, laugardag, ásamt skrifstofustjóra orkumála í ráðuneytinu, Bjarna Ármannssyni stjórnarformanni og Guðmundi, Þóroddssyni forstjóra REI, og fjórum öðrum starfsmönnum fyr- irtækisins. Þeir verða viku í ferð- inni. Viðstaddur undirritun samnings REI og Pertamina Í Jakarta mun ráðherrann eiga fundi í orkumálaráðuneytinu og vera viðstaddur undirritun samn- ings REI og indónesíska orkufyrirtækis- ins Pertamina, sem gerður er í framhaldi af viljayfirlýsingu frá því fyrr í haust. Þá kynnir ráðherra sér starf- semi fyrirtækisins og fer í vett- vangsferð á jarðhitasvæði. Í Manila á Filippseyjum mun iðnaðarráðherra funda með orku- málaráðherra landsins og fara í vettvangsferð á vegum PNOC- EDC sem er stærsta jarðhitafyr- irtæki heims. REI er eitt þeirra er- lendu fyrirtækja sem eiga mögu- leika á að kaupa hlut filippseyska ríkisins í fyrirtækinu. Hittir orkumála- ráðherra Filippseyja Össur Skarphéðinsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.