Morgunblaðið - 21.10.2007, Side 64

Morgunblaðið - 21.10.2007, Side 64
64 SUNNUDAGUR 21. OKTÓBER 2007 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR ✝ Birna Hafsteinfæddist í Reykjavík 20. mars 1923. Hún lést á Droplaugarstöðum við Snorrabraut hinn 1. október síð- astliðinn. Foreldrar hennar voru Áslaug Fjóla Sigurð- ardóttir versl- unarmaður, f. 14.6. 1901 d. 17.7. 1979, og Kjartan Kon- ráðsson símamaður, f. 16.9. 1887, d. 4.2. 1953. Alsystur Birnu eru Bryn- hildur, f. 1920, d. 2007, og Þór- unn f. 1921. Hálfsystkin eru Magnús Þórir, f. 1909, d. 1974, Aðalheiður f. 1917, Haukur f. 1919, d. 1938, Ágúst f. og d. 1935 og Sólveig f. 1938. Birna giftist 5.4. 1944 Jakobi V. Hafstein lögfræðingi og lista- manni, f. 8.10. 1914, d. 24.8. 1982. Börn þeirra eru: 1) Jakob Valdimar, f. 1945, maki Hólm- fríður Gísladóttir f. 1947, þau skildu. Börn þeirra eru: a) Hild- ur, f. 1971, sambýlismaður Sig- urður Ólafsson, f. 1969. Synir þeirra Birnir, f. 1996, Dagur, f. 1998, Ólafur f. 2003. b) Jakob Valdimar f. 1974. 2) Jóhannes Júlíus f. 1947, maki Erna Hauks- dóttir f. 1947. Börn þeirra Birna f. 1972, sambýlismaður Rúnar Guðbrandsson f. 1956, og Jó- hannes Júlíus f. 1976, sambýlis- kona Hrönn Óskarsdóttir f. 1977. Synir þeirra Júlían f. 2001 og Lúkas f. 2005. Áður eign- aðist Jóhannes Júl- íus soninn Odd Bjarka f. 1999. 3) Áslaug Birna f. 1948, maki Ingi- mundur Konráðs- son f. 1946. Sonur þeirra Jakob f. 1973, sambýliskona Susan Lövik f. 1973, dóttir þeirra Silja f. 2002. Birna ólst fyrstu árin upp á Siglufirði hjá ömmu- systur sinni í móðurætt Indíönu Pétursdóttur en seinna í Reykja- vík hjá móður sinni og öðrum eiginmanni Ágústi F. Jóhann- essyni sem kenndur var við Frón. Birna gekk í Kvennaskól- ann og tók síðar próf í snyrti- fræðum. Eftir að hún giftist Jak- obi var hún húsfrú í Reykjavík en þegar hann lést 1982 gerðist hún verslunarmaður og starfaði lengst af í versluninni Olympíu. Þá stafaði hún lengi í kvenna- deild Rauða krossins við af- greiðslu í versluninni á Landa- koti. Hún bjó í Reykjavík alla tíð að undanskildum fyrstu æviárum eins og fyrr segir. Síðasta árið dvaldi hún á Droplaugarstöðum þar sem hún lést hinn 1. október sl. Útförin fór fram hinn 8. októ- ber, í kyrrþey að ósk hinnar látnu. Mig langar með fáeinum orðum að minnast tengdamóður minnar, Birnu Hafstein, nú þegar hún hef- ur verið kvödd í hinsta sinn. Ég var aðeins 16 ára þegar ég kom fyrst inn á heimili Birnu og Jakobs á Kirkjuteig. Ég hafði aldrei áður séð jafn glæsilegt heimili, bæði hlýlegt og einstaklega smekklegt. Þau hjónin voru mjög samhent í gestrisni sinni, gjafmildi og höfð- ingsskap og stóð heimilið alltaf op- ið fjölskyldu og vinum og voru vin- ir barna þeirra, Júlíusar, Jakobs og Áslaugar, miklir aufúsugestir. Mér er minnisstætt þegar þau höfðu húsið sitt opið á gamlárs- kvöld í mörg ár fyrir vini barnanna og var jafnan fullt út úr dyrum, en þá voru þau flutt í Auð- arstrætið, æskuheimili Birnu. Mér var frá fyrstu stundu tekið afskap- lega vel og varð tengdadóttir þeirra og böndin styrktust jafnt og þétt. Foreldrar mínir urðu góðir vinir þeirra og tengdist það ekki síst Fróðá á Snæfellsnesi sem þau eignuðust saman ásamt hópi kunn- ingja. Birnu var mjög annt um fjöl- skylduna sína og voru barnabörnin hænd að henni og heimsóttu hana oft. Birna var mjög skemmtileg kona með mikið skopskyn og var mikið hlegið í heimsóknum hjá henni frá fyrstu tíð og til hinnar síðustu, gestir fóru jafnan glaðari af fundi hennar. Átti það bæði við um fjölskylduna og mikinn fjölda vinkvenna sem hún átti og sakna hennar nú. Hún kvartaði aldrei þótt heilsan hefði bilað fyrir nokkru og oft erfitt fyrir hana að hreyfa sig, var alltaf tilbúin að mæta í veislur þótt hún gæti vart staðið í fæturna, sá alltaf björtu hliðarnar á tilverunni. Hún bjó á Droplaugarstöðum síðustu misser- in, leið þar vel og er fjölskyldan þakklát því frábæra starfsfólki sem létti henni lífið síðasta spöl- inn. Hún var lítið fyrir að hafa sig í frammi, stóð jafnan baka til og hefði trúlega ekki gefið mikið fyrir svona tilskrif en ég gat ekki látið vera að þakka henni fyrir langa samfylgd sem aldrei bar skugga á. Erna Hauksdóttir. Elskulega amma mín. Þrátt fyrir að lífsins gangur sé óumflýjanlegur og þú hafir verið reiðubúin fyrir þetta langa fallega ferðalag, þá er óskaplega erfitt að sjá á eftir þér og fá ekki framar að halda í heitu höndina þína. Ótal margar dýrmætar minning- ar rifjast upp sem munu ylja mér og mínum um ókomna tíð. Ég veit að þótt þú sért farin þá ertu samt hjá okkur. Þú trónir sem fyrr á toppnum með afa þér við hlið og þið fylgist vel með stóru börnunum þremur og barna- börnunum ykkar fimm, lífsgöngu okkar, mökum og börnum, sigrum og sorgum um aldir alda. Þú verður alltaf hjá mér. Svo fögur og fín með vel lakkaðar neglur og fallega lagt hár. Ég sakna þín svo mikið. Guð blessi þig. Þín Hildur. Elskuleg amma mín og nafna er dáin. Ég áttaði mig ekki á því fyrr en í jarðarförinni hversu undarlegt það er að sitja í jarðaför alnöfnu sinnar. Nafnið okkar var þarna út um allt á blómakrönsum og kross- um. Mér fannst erfitt að kveðja hana og það er skrítið að keyra nú fram hjá Droplaugarstöðum og eiga þar ekkert erindi. En einn kemur þá annar fer. Nokkrum dögum fyrir andlát ömmu nöfnu sat ég hjá henni við rúmstokkinn og hélt í hönd henn- ar. Ég hvíslaði að henni að ég væri með leyndarmál sem ég vildi deila með henni. Þá greip hún mátt- lausri höndinni um annað brjóst mitt. „Ertu ólétt?“ Hún vissi sínu viti sú gamla. Og það sem eftir lifði kvölds kyssti hún mig hundr- að sinnum á handarbakið og sagði það yndislegt að vita til þess að við Rúnar ætluðum að eiga saman barn. Henni fannst sambýlismaður minn svo huggulegur. Og svo var hann líka „stórreykingamaður“. Það fannst henni kostur. „Það eru bara lummur sem hætta að reykja“ sagði hún eitt sinn við Rúnar, mér til mikillar skemmt- unar. Já, hún var mikill húmoristi hún amma. Hún var líka mikil hunda- kelling og ég átti það til að smygla Lubba litla hundinum mínum inn á herbergi til hennar á Droplaug- arstöðum. Það fannst henni ekki leiðinlegt. Það minnti hana líka á Bellu, hundinn hennar sem var al- in upp í allsnægtum og borðaði ekki hvaða smákökutegund sem var. Eftir 25 ára aðskilnað eru þau loksins sameinuð á ný, amma Birna og afi Jakob. Þau áttu sam- an glæsilegt heimili.Veggir hlaðnir bókum og málverkum. Allt svo smekklegt og fínt, hlýtt og ilm- andi. Amma var oft með reykelsi í eldhúsinu og gekk um í gylltum inniskóm með fylltum hæl. Afi söng og spilaði á píanóið í stofunni eða sat inni á kontór og sagði okkur sögur af Fríðu á fjalli. Þegar ég gisti hjá þeim svaf ég alltaf í „Gula“ herberginu í gula sessalóninum sem herbergið dró nafn sitt af. Á morgnana fór ég stundum með afa að drekka kaffi með köllunum á Borginni og á kvöldin með ömmu upp á Landa- kot að afgreiða í Rauðakrosssjopp- unni. Þetta voru góðir dagar sem einkenndust af áhyggjuleysi og gleði.Við barnabörnin vorum auga- steinar ömmu og afa. Það var oft glatt á hjalla ekki síst á jólakvöldi- .Öll fjölskyldan mætt, graflax, rjúpur og rjómarönd með nóg af karamellu sósu.Ég velti því stund- um fyrir mér, af hverju hún hefði aldrei gifst aftur, þessi stórglæsi- lega og skemmtilega kona. En hún hafði meiri áhuga á að eyða sínum tíma með fjölskyldu og vinum. Svo elskaði hún að ferðast, þótt hún væri flughrædd eins og ég. Hún var mikill sóldýrkandi og mér er minnisstæð Floridaferðin sem hún fór með okkur fjölskyldunni fyrir nokkrum árum. Við vorum saman í herbergi nöfnurnar og horfðum á amerískar sápuóperur á morgnana og það sem hún gat legið í sólbaði og ekki spillti fyrir ef hún fékk einn romm og kók til að dreypa á. Minningin lifir. Amma mín var yndisleg kona. Kát og skemmtileg. Hún hafði nokkuð dökkan húmor sem var kannski ekki allra, en féll vel í kramið hjá hennar nánustu. Hún var fríð, ávallt vel til höfð, með lakkaðar neglur, bein í baki og ilmaði alltaf vel. Hún var ósér- hlífin, en fylgin sér, örlát á eigur sínar og tíma hvort heldur um var að ræða fjölskyldu, vini eða aðra. Hún elskaði okkur og við elsk- uðum hana. Hún elskaði líka kóngafólkið og bakaði heimsins bestu sandköku. Ég sakna hennar og kveð að hætti pabba míns sem bauð mér góða nótt á sama hátt öll árin sem ég bjó í foreldrahúsum “Góða nótt, sofðu rótt, í alla nótt, og góði Guð geymi þig“. Birna. Elsku amma mín, Birna Haf- stein, hefur kvatt okkur í síðasta sinn. Það er alltaf sorg sem fylgir því þegar maður missir einhvern náinn sér eins og amma mín var, en guð var búinn að opna dyrnar og amma var tilbúin að fara. Amma Bidda, eins og við barna- börnin kölluðum hana, var glæsi- leg kona í alla staði og leit ávallt út eins og kvikmyndastjarna frá Hollywood. Ég var alltaf í góðu sambandi við ömmu mína og þótti afar vænt um hana enda veitti hún mér bæði ást og hlýju alla tíð. Minningin um ömmu mun lifa áfram og hennar hlátur og nær- vera mun lifa í hugum okkar alla tíð. Nú er amma kominn á fund gamalla ástvina og við brosum í gegnum tárin þegar við hugsum um allar þær góðu minningar sem amma skildi eftir. Ég veit að amma vakir yfir strákunum mínum og fylgist vel með okkur öllum úr himnaríki þar sem hún situr með afa og fleiri góðum ástvinum. Það verða skrýt- in jól í ár þar sem engin amma á eftir að sitja í sófanum með capri í annarri og romm í kók í hinni, mikið á ég eftir að sakna hennar. Júlíus Hafstein jr. Nú er elsku amma Bidda farin til himna. Þegar pabbi sagði mér að hún væri farin til himna var ég fyrst sorgmæddur en svo áttaði ég mig á því að þá væri hún komin til langafa Jakobs, þá fannst mér þetta ekki eins sorglegt því mér fannst alltaf skrítið að afi Jakob væri á himnum en amma Bidda á jörðinni. Síðan spurði ég hvort það væri búið að segja forsetanum frá þessu, því amma Bidda var engin venjuleg amma, hún var svo stór- glæsileg og flott að forseti Íslands hlýtur að hafa vera stórvinur hennar. Amma Bidda var alltaf svo montin af okkur langömmubörn- unum sínum. Hún spurði mig í hvert skipti sem ég hitti hana hvort augun mín væru ekki örugg- lega ennþá brún eins og hennar því það væri flottast og svo sagði hún við Lúkas að hann væri svo dætur og dætur, en þá var hún að segja að hann væri sætur. Þegar við heimsóttum hana máttum við fikta í öllu fína dótinu hennar, öll- um postulínsstyttunum hennar og sitja á fína postulínsísbirninum hennar. Mamma og pabbi voru alltaf á taugum yfir að eitthvað myndi brotna, og ef þau skömm- uðu okkur fyrir að vera að fikta sagði amma alltaf: „Ég held þeir megi leika með þetta, það gerist ekkert meira en að þetta brotnar, ég held að þetta sé nú í lagi.“ Svo gaf hún okkur kók og spýtubrjóst- sykur eins og hún sagði sjálf, en það fannst mér alveg ótrúlega fyndið nafn á sleikjó. Elsku amma Bidda, við erum búin að setja þig í bænirnar sem við förum með fyrir svefninn, hafðu það gott með afa Jakobi og passið okkur frá himnum. Bless elsku amma, koss og kram. Þínir langömmustrákar Júlían og Lúkas Hafstein. Birna Hafstein móðursystir okk- ar andaðist 1. október sl. og fór út- för hennar fram í kyrrþey hinn 8. október. Eftir stendur fögur minn- ing um blíða og góða konu sem ávallt reyndist okkur vel. Birna átti tvær alsystur, Brynhildi og Þórunni, þrjú hálfsystkin sam- feðra, Þóri, Hauk og Aðalheiði, og eina hálfsystur, Sólveigu, sam- mæðra. Þessi systkini ólust að mestu upp hvert á sínu heimilinu og sum þeirra kynntust ekki fyrr en um fermingu og önnur aldrei. Birna ólst að hluta upp á Siglu- firði og síðan hjá móður sinni og manni hennar, Ágústi Jóhannes- syni, ásamt Sólveigu hálfsystur sinni. Þórunn móðir okkar kynntist Birnu systur sinni í raun ekki fyrr en um 16 ára gömul, en með þeim tókst mikil og kær vinátta sem var grunnurinn að nánu sambandi fjöl- skyldna okkar alla tíð. Birna var stórglæsileg kona og á heimili hennar var allt gert af stakri smekkvísi og snyrtimennsku en þau hjón voru þekkt fyrir mikla gestrisni og rausnarskap. Birna fylgdist með okkur bræðr- um frá fæðingu og reyndar lengur, eins og hún sagði okkur sjálf, allt frá því við vorum að takast á „í móðurkviði“, og bar vissulega hag okkar fyrir brjósti alla tíð. Hún ávarpaði okkur bræðurna stundum „tvíburi“, þegar hún átti erfitt með að þekkja okkur í sund- ur, sem reyndar átti við um fleiri. Þau hjónin Birna og Jakob Haf- stein reyndust okkur mjög vel og ótímabært fráfall Jakobs fyrir um 25 árum var mikill missir fyrir fjölskylduna. Börn þeirra hjóna, Jakob, Júlíus og Áslaug, hafa því lengst af verið okkur samferða í gegnum ævintýr lífsins enda var fjölskyldan á margan hátt sam- heldin. Sérstaklega eru okkur minnisstæðar heimsóknir til þeirra á gamlárskvöld á Kirkjuteig 27. Margar minningar um frænku okkar skjóta nú upp kollinum og allar á ljúfu nótunum, enda var hún þannig, vildi allt fyrir alla gera. Eftir að Birna varð ekkja var ávallt ánægjulegt að sækja hana heim, en hennar gefandi persónu- leiki og létta lund gerði það eft- irsóknarvert að vera í návist henn- ar. Það má því segja að mikið vanti í okkar umhverfi þegar Birna „tanta“ hefur verið kvödd og erfitt muni reynast að fylla það tóma- rúm sem hún skilur eftir sig. Hin síðustu ár hefur heilsu Birnu hrakað jafnt og þétt og ver- ið okkur öllum mikil sorg að sjá þar enga batavon, en segja má að þegar kallið kom hafi hún kvatt þennan heim „södd lífdaga“. Síðustu árin sem hún bjó á heimili sínu á Boðagranda dvaldi elsti sonur hennar, Jakob, hjá henni og var henni mikill styrkur í því, þar sem heilsan var farin að gefa sig. Við kveðjum Birnu „töntu“ með söknuði, en fyrst og fremst með þakklæti fyrir allt sem hún var okkur. Börnum hennar, barnabörnum og öðrum aðstandendum vottum við samúð okkar. Guðmundur og Kjartan og fjölskyldur. Birna Hafstein Með nokkrum orðum vil ég minn- ast frænku minnar og nöfnu sem lengst af bjó í fjarlægri heimsálfu, Ameríku. Rósa hefði orðið 75 ára á þessu ári. Dætta, eins og við köll- uðum hana, var mikill fagurkeri og vann mikið í ýmiskonar útsaum og aðrar hannyrðir. Ávallt var vel tekið á móti gest- Rósa E. Ingimundardóttir ✝ Rósa E. Ingi-mundardóttir Thorsteinsson fæddist á Sæbóli í Grindavík 28. maí 1932. Hún andaðist í Baltimore, Mary- land í Bandaríkj- unum 25. mars 2006. Foreldrar hennar voru Guð- munda Eiríksdóttir, f. 24.10. 1908, d. 8.2. 1974, og Ingimundur Guð- mundsson, f. 12.11. 1892, d. 21.9 1979. Bróðir Rósu er Helgi G. Ingimundarson, f. 23.7. 1929 Rósa giftist Halldóri Þorsteins- syni flugvirkja 1956. Þau eign- uðust börnin Guðmund Inga, f. 18.6. 1956, Þorstein Elí, f. 3.10. 1961, og Elsu Eyrós, f. 12.5. 1964. Rósa var jarðsett í Fossvogs- kirkjugarði. um og gangandi á heimili Dættu og Dolla, eins og við köll- uðum Halldór eigin- mann Dættu. Mér er sérstaklega minnisstætt ættarmót sem haldið var á heimili þeirra árið 1999 þar sem öll fjöl- skyldan var saman komin og hafði Dætta veg og vanda af öllum undirbúningi og skipulagi. Þrátt fyrir að Dætta byggi erlendis, var hún ætíð með hugann hjá okkur og best kom umhyggja hennar fram á sérstök- um tímamótum í lífi okkar. Á brúð- kaupsdaginn minn, nöfnu hennar, sendi hún okkur hjónum disk með friðardúfu Picasso, sem skipar heið- urssess á mínu heimili til framtíðar. Afmælisdagar okkar ættingjanna voru henni merkilegir og alltaf mundi hún eftir að senda hamingju- óskir og undantekningarlaust kom gjöf í pósti á stórafmælum. Kæra Dætta, við kveðjum þig með söknuði. Þínum eiginmanni Halldóri (Dolla), Guðmundi (Dedda), Steina, Elsu, mökum og börnum sendum við okkar innileg- ustu samúðarkveðjur. Rósa Eiríka Helgadóttir.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.