Morgunblaðið - 21.10.2007, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 21.10.2007, Blaðsíða 28
söngur 28 SUNNUDAGUR 21. OKTÓBER 2007 MORGUNBLAÐIÐ Ég á ekki til orð,“ segir Dísella (Hjör-dís Elín) Lárusdóttir, þegar ég spyrhvernig það hafi verið að standa ásviði Metropolitanóperunnar í New York. „Mig hafði auðvitað eins og alla söngvara dreymt um að syngja þarna án þess þó að halda að af því yrði. En svo var ég bara komin upp á þetta svið til að syngja. Ég er eiginlega ekki vöknuð enn af þeim draumi!“ En Dísella þarf ekki að klípa sig í handlegg- inn til þess að vera viss um að þetta hafi gerzt í raun og veru. Hún segir brosmild að hún hafi starfssamning við óperuna upp á vasann þessu til sönnunar. Sá samningur er um varamennsku í hlutverk í óperunni Satyagraha eftir Philip Glass, sem verður á dagskrá í apríl. „Þar með er ég allavega komin með tærnar þarna inn fyrir. Svo sjáum við bara til!“ Það er ekki eins og Dísella hafi stokkið fyr- irvaralaust inn á sviðið í Metropolitan. Þangað lá bæði erfið leið og löng. Fyrst tók hún þátt í stórri keppni í Fíladelfíu, þar sem hún komst áfram í aðra keppni í Washington, þar sem hún söng í Kennedy Center. Þá keppni vann hún og komst þar með í 22ja manna undanúrslit, sem fóru fram í Metropolitan. Þar söng hún við píanóundirleik aríuna Oh! Quante volte úr óp- erunni I Capuleti e i Montecchi eftir Vincenzo Bellini og Chacun le sait úr Dóttur herdeild- arinnar (La fille du Regiment) eftir Gaetano Donizetti. Fyrri aríuna söng hún að eigin vali, en þá síð- ari völdu dómararnir úr söngskrá hennar. Dís- ella komst áfram í 11 manna úrslit og söng þar sömu aríurnar og fyrr; hún hélt sig við aríu Bellinis og dómnefndin valdi Donizetti. Í úrslit- unum sungu keppendur með hljómsveit hússins og segir Dísella það eitt mikla upplifun, auk þess sem hún hitti þar fyrir frænda sinn; Stefán Ragnar Höskuldsson flautuleikara. Eftir keppnina var haft samband við Dísellu frá Metropolitanóperunni og henni boðin starfssamningur; að vera varamaður í hlutverk í nútímaverki, sem sungið verður á fornhindí. „Þetta hlutverk er engar flugeldasýningar en það krefst mikils þols. Ætlaði ekki að verða söngvari Æfingar hefjast í marz og þá þarf ég að vera búin að læra þetta allt saman utanbókar á hugs- aðu þér fornhindí! Frumsýning verður 7. apríl og það eru ákveðnar sjö sýningar í apríl og maí. Vonandi tekst mér að sannfæra þá um að ég sé þess verð að fá hjá þeim fleiri verkefni.“ Dísella er fædd og uppalin í Mosfellssveit; ein þriggja dætra Sigríðar Þorvaldsdóttur leikkonu og Lárusar Sveinssonar trompetleikara. „Tónlistin var ríkjandi á heimilinu; það var spilað og sungið. Pabbi hafði tónlistina að at- vinnu og þurfti að æfa sig á trompetinn á hverj- um degi. Framan af sagði hann oft við mig að ég skyldi alls ekki verða trompetleikari og eig- inlega láta tónlistina bara eiga sig. Svo snerist honum hugur og hann fór að segja: Þú hefur rödd. Þú gætir orðið söngvari. En það var nú einmitt nokkuð sem ég ætlaði sko ekki að verða! Eftir stúdentspróf frá Kvennaskólanum tók ég mér tíma til þess að velta háskólanáminu fyrir mér; valið stóð á milli sálfræði og heim- speki. Einn góðan veðurdag datt mér í hug að hringja í Söngskólann í Reykjavík og áður en ég vissi af var ég komin þar í söngnám. Enn þann dag í dag hef ég ekki hugmynd um af hverju ég tók upp símann og hringdi í söngskól- ann. Með söngskólanum var ég að syngja með Gunnari Þórðarsyni. Það var alveg draumur. Eftir söngskólann tók ég mér ársfrí. Ég ætl- aði í framhaldsnám í Vínarborg, en þegar þang- að skyldi halda var ég komin með svæsið kinn- holuofnæmi og klúðraði áheyrnarprufunni. Svo hringdi Margrét Bóasdóttir söngkona í mig og sagði að til stæði Master Class hjá Söng- skólanum í Reykjavík og ég yrði bara að vera með. Þegar hún hringdi öðru sinni ákvað ég að fara. Og það var eins gott, því þarna opnaðist mín framtíð. Kennari var Laura Brooks Rice og mér fannst hún svo ofboðslega góð að ég elti hana til Bandaríkjanna og komst inn í West- minster Choir College of Rider University, þar sem Rice er mikils metinn kennari.“ Ég er svo sveitó Þarna stundaði Dísella nám í tvö ár og fékk meistaragráðu fyrir vikið. Skólasystir hennar var Elísa Sigríður Vilbergsdóttir, sem nú er í Þýzkalandi, og segir Dísella það hafa létt lífið að þær gátu lært saman, talað saman og umfram allt fengið útrás fyrir sinn íslenzka húmor sam- an. Dísella segir að hún hafi haldið að námið myndi felast í því að syngja, syngja og aftur syngja. En það var nú eitthvað annað. Nem- endur þurftu að skila ritgerð á ritgerð ofan og svo var próf á próf ofan. „Það lá við að það væri enginn tími til þess að syngja,“ segir hún og hlær. „Nei, ég segi nú bara svona. Kosturinn við námið var hvað við gátum per- sónugert það, ég tók til dæmis frönsku og fór í Mozartóperurnar, því mín rödd er þannig að ég reikna með að Mozart verði ofarlega á verk- efnalistanum hjá mér. Elísa Sigríður fór aftur í þýzkan ljóðasöng, þar sem þýzk sönghefð ligg- ur afskaplega vel fyrir henni og hennar rödd en hún syngur meðal annars Wagner!“ En þetta var nú ekki tómt puð með íslenzk- um hlátrasköllum inn á milli. Í píanódeild skól- ans var Teddy Kernizan og þau Dísella felldu hugi saman. Teddy er fæddur í Bandaríkj- unum, en foreldrar hans eru frá Haítí. Dísella og Teddy búa með tvo hunda „síslefandi, ynd- isleg skrímsli“ í New Jersey, klukkutíma frá New York og klukkutíma frá Fíladelfíu. Þarna líður Dísellu vel. „Ég er svo sveitó. Ég er ekkert sérlega spennt fyrir stórborgum, það er ágætt að koma þangað og stoppa stutt. En svo þarf ég að komast upp í sveit aftur.“ Draumurinn er að vera með hesta, en það er of bindandi eins og er. „Það er svo þægilegt að geta bara hent hund- unum í tengdaforeldrana, ef maður þarf af bæ. En það myndi aldrei ganga að henda hestum í þau!“ Sungið fyrir Domingo Þegar Dísella lauk námi 2005 kom babb í bát- inn. Hún var á nemendavísa til 2008, sem þýddi að ef hún færi frá Bandaríkjunum mætti hún ekki koma inn í landið aftur. Þannig stóðu mál í átta mánuði. „Þetta var hroðalegur tími. Ég var eins og fangi. Ég mátti ekki vinna og ekki fara úr landi svo ég gat ekki komið heim um jólin. Mér féllust eiginlega hendur. Það er nú einu sinni svo, að þegar ekkert er að gera sekkur maður dýpra í að nenna engu. En svo hristi ég af mér slenið og tók þann pól í hæðina að ég hefði allavega nógan tíma til þess að æfa mig. Ég fór í áheyrnarprufu hjá fyrirtækinu Astral Artistic Services í Fíladelfíu, sem sérhæfir sig í „stjörnum morgundagsins“ og komst þar á lista. Svo var ég valin varamanneskja annarrar söngkonu, sem átti að frumflytja í Kimmel Center verkið Rim of love eftir Andrea Clearfield og einnig syngja Summer of 1915, Knoxville eftir Samuel Barber. Þessi söngkona var svo aftur varamanneskja hjá Metropolitan og svo fór að hún var kölluð þangað og þá komst ég að í Kimmel Center. Svona er þetta nú Það hefst ekkert nema að vera tilbúin í slaginn Sópransöngkonan Dísella Lár- usdóttir komst í úrslit Met- ropolitan-keppninnar og söng þá tvisvar á sviði Metropolit- anóperunnar; fyrst með píanó- undirleik og síðan með hljóm- sveit hússins. Hún uppskar starfssamning við þessa fræg- ustu óperu í heimi. Freysteinn Jóhannsson ræddi við Dísellu. Morgunblaðið/Golli Tvö á tóni „Við pabbi að spila saman á trompet.“ Við þrjú „Ég, mamma og afi í Rympu á ruslahaugnum“Draumurinn „Ég og Bjössi - bezti hestur í heimi. Ég er líklega 4 ára.“ Dugleg Dísella Lárusdóttir gefur ekkert eftir þegar listin er annars vegar. Uppgjöf er ekki til í hennar orðabók.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.