Morgunblaðið - 21.10.2007, Blaðsíða 62

Morgunblaðið - 21.10.2007, Blaðsíða 62
62 SUNNUDAGUR 21. OKTÓBER 2007 MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN MÉR líður seint úr minni þegar ég sá franska bóndakonu sitja með stóra aligæs, sem klemmd var í klafa, og hafði sett trekt upp í kok fuglsins. Trektin sú arna var fyllt kornstöppu. Stöppunni tróð síðan kerlingin ofan í fugl- inn með rekaldi einu sem smellpassaði í kok fuglsins. Allt var þetta gert til að fá of- urstóra lifur þegar gæsinni yrði slátrað. Mér og fleiri Álft- nesingum líður eins og umræddri gæs. Bæjarstjórinn, Sig- urður Magnússon, komst með fulltingi fulltrúa Álftanes- hreyfingarinnar fyrir rúmu ári í þá drauma- stöðu að taka kjósendur klafataki og treður núna gegnum trektina ofan í kokið á okkur arfavitlausu rugli sem hann kallar metn- aðarfulla uppbyggingu miðsvæðis. Forsöguna ættu flestir að þekkja. Gerður var uppsteytur og safnað undirskriftum vegna skipu- lags sem samþykkt var í fyrri bæj- arstjórn á síðasta ári. Því var fundið allt til foráttu og gert tor- tryggilegt á allan hátt. Ótrúlegustu sögum var komið á kreik um meinta spillingu og alls kyns ann- arlegar hvatir þáverandi bæj- arstjóra og bæjarfull- trúa Sjálfstæðisfélagsins. Þessum sögum (róg- burði) var dreift frá manni til manns og síðan vísuðu frambjóð- endur Álftaneshreyf- ingarinnar óspart í þessar sögur með hálfkveðnum hætti, m.a. í greinaskrifum og áróðursbæklingum. Þar vantaði ekki fögru fyrirheitin eins og neðangreind dæmi sýna í skrifum Sigurðar Magn- ússonar, þá frambjóðanda Álfta- neshreyfingarinnar en núverandi bæjarstjóra, í málgagni hreyfing- arinnar fyrir kosningar: 1. ,,Álftaneshreyfingin hafnar gamaldags stjórnsýslu og verkta- kapólitík um að byggja mikið og hratt, eins og rekin hefur verið á Álftanesi.“ 2. ,,Álftaneshreyfingin vill hins- vegar fá fleiri tillögur og gefa íbú- unum kost á að velja úr ólíkum lausnum og koma með sínar hug- myndir.“ 3. Við skorum á hinn almenna íbúa að taka undir kröfuna um íbúakosningu vegna miðsvæðisins, ekki síst fylgjendur D-listans sem margir hafa sömu sýn á skipulags- málin og við sem styðjum Álfta- neshreyfinguna. Látum íbúana kjósa um ásýnd miðsvæðisins.“ 4.,,Við viljum lágreista, vandaða húsagerð, þjónustu sem er sniðin að þörfum lítils samfélags og í samræmi við óskir íbúanna. Mik- ilvægt er að skapa samstöðu um þessa uppbyggingu.“ Þessi fögru fyrirheit Sigurðar virðast gleymd í dag. Hvað er ann- að að gerast í skipulagsvinnunni en gamaldags „hér ræð ég“-pólitík í bland við hagsmuni verktaka sem virðast beita bæjarstjórn mikilli pressu? Hvað varð um íbúa- lýðræðið? Einn kynningarfundur og öll umræða í skötulíki. Meira að segja fær skipulags- og bygging- arnefnd ekki að taka þessar til- lögur til efnislegrar umræðu fyrr en 4. okt. sl. Halló, halló, hvað er að gerast hér? Förum yfir málið. 1. Við höfum í dag samþykkt deiliskipulag af mið- svæði. 2. Efnt var til verðlauna- samkeppni. Ein tillaga hlaut sam- dóma álit dómnefndar til fyrstu verðlauna. Almenn samstaða virt- ist vera um hana. 3. Á grundvelli hennar var verðlaunahöfunum gert kleift að útfæra hugmyndina til al- vöru deiliskipulags. Það hafa þeir gert en gallinn á núverandi tillögu þeirra er að búið er að gjörbylta hugmyndinni frá upphaflegri verð- launatillögu fyrst og fremst með því að auka byggingamagn og kú- venda umferðarskipulagi. Þá erum við í raun með þrjár tillögur sem almenningur á Álfta- nesi mætti taka afstöðu til. Ég legg til að Álftnesingar fái að kjósa í almennum kosningum um þessar þrjár tillögur. „Látum íbúana kjósa um ásýnd miðsvæð- isins“ klifaði núverandi bæjarstjóri á fyrir rúmu ári. Látum hann standa við stóru orðin. Kjósum! Að síðustu: Skipulag miðsvæð- isins er mikið hitamál og var lagt undir af hálfu Sjálfstæðisfélagsins í síðustu sveitarstjórnarkosn- ingum. Þar féll þáverandi meiri- hluti á þrem atkvæðum. Þrem at- kvæðum! Fulltrúar Álftaneshreyfingarinnar kusu að túlka kosningarnar sem svo að hverfa ætti frá samþykktri skipu- lagstillögu og efndu til arkitekta- samkeppni. Lái þeim hver sem vill. Með sömu rökum mætti þá líka ætla að hinn helmingurinn hefði verið sáttur við skipulagið. Ég skynja mikla og nokkuð almenna óánægju með framgöngu bæj- arstjórans og fylgifiska hans í þessu máli. Ég vísa því beint til orða hans í dreifibréfi sem borið var í hús fyrir síðustu kosningar: Mikilvægt er að skapa samstöðu um þessa uppbyggingu.“ Það voru orð að sönnu. Er það ekki verðugt verkefni hans eimmitt nú? Álftaneshreyfingin – Hvar eru fögru fyrirheitin? Sveinn Ingi Lýðsson fjallar um skipulagsmál á Álftanesi » Þessi fögru fyrirheitSigurðar virðast gleymd í dag. Hvað er annað að gerast í skipu- lagsvinnunni en gam- aldags „hér ræð ég“- pólitík? Sveinn Ingi Lýðsson Höfundur er íbúi á Álftanesi og áhugamaður um skipulagsmál 530 1800 22.900.000 Falleg 3ja herbergja 81,0 fm. endaíbúð á 2 hæð í fjölbýli. Ný gólfefni ásamt nýlegri eldhúsinnréttingu og baðinnréttingu. Frábært útsýni og staðsetning. Aldís og Hlynur taka á móti gestum. M b l 9 24 72 5 Hlíðarhjalli 67 - 200 Kóp OPIÐ HÚS Í DAG KL. 15:00 - 16:00 Bæjarhrauni 10 • Hafnarfirði • Sími 520 7500 • www.hraunhamar.is Í einkasölu sérlega björt og falleg 2ja herb. 77,2 fm íbúð á 7. hæð í nýlegu lyftuhúsi á þessum frábæra stað miðsvæðis í Kópavogi. Fallegar inn- réttingar og gólfefni eru parket og flísar. Frábært útsýni. Snyrtileg sam- eign. V. 21,9 millj. NÚPALIND – KÓP. 2JA HERB. Í einkasölu mjög fallega 92,3 fm 3ja herbergja íbúð með sér inngangi á frábærum útsýnisstað vel staðsett í Byggðahverfi í Garðabæ. Eignin skiptist í forstofu, hol, eldhús, stofu, borðstofu, tvö herbergi, baðher- bergi, þvottahús og geymslu. Snyrti- legar innréttingar og gólfefni. Frá- bært útsýni. Verð 27,9. millj. Upplýsingar veitir Þorbjörn Helgi sölumaður gsm. 896 0058. BREKKUBYGGÐ – GBÆ. 3JA HERB. Hraunhamar kynnir sérlega fallega íbúð með sérinngangi á þessum vin- sæla stað í Ásahverfinu í Garðabæ. Þetta er frábær útsýnisíbúð í litlu fjölbýli. Íbúðin er 115,9 fm með geymslu. Skipting eignarinnar: For- stofa, hol, 3 svefnherbergi, sjón- varpshol, eldhús með borðkróki, stofa, borðstofa, baðherbergi, þvottahús, tvær geymslur auk reglubundinnar sameignar. Gólfefni á íbúðinni eru parket og flísar. Frábært útsýni. Upplýsingar veitir Þorbjörn Helgi sölumaður gsm. 896 0058. ASPARÁS – GBÆ. 4RA HERB. KÓPAVOGUR GARÐABÆR Snyrtileg 3ja herb., 97,4 fm íbúð á góðum stað í Vestur- bænum. Íbúð er nýmáluð og gólfefni yfirfarin. Saml. inn- gangur m. íbúð á hæð. Íbúð er: Forstofa/hol, eldhús, bað- herb., hjónaherb., stofa/borðstofa og herb. með útgengi á suðursvalir. Sérgeymsla í kjallara og þvottahús. Frábær staðsetning í göngufæri við miðbæ Reykjavíkur. V. 29,9 millj. Sveinn Eyland gsm. 6-900-820 frá Fasteign.is verður á staðnum. OPIÐ HÚS Í DAG KL. 14.00 - 15.00 GRENIMEL 35 SÍMI 5 900 800 Ólafur B. Blöndal, löggiltur fasteignasali. M b l 9 25 04 1 Árni Stefánsson, viðskiptafræðingur og lögg. fasteignasali FASTEIGNASALAN GIMLI GRENSÁSVEGI 13, SÍMI 570 4800 - FAX 570 4810 www.gimli.is - ww.mbl.is/gimli OPIÐ HÚS Í DAG KL. 14-15 ENGIHJALLI 1 - LAUS STRAX Rúmgóð, björt og afar vel skipulögð 4ra herb., 97,4 fm íbúð á 2. hæð í lyftuhúsi með tvennum rúmgóðum svölum. Þrjú svefnherbergi. Úr hjóna- herbergi er gengið út á vest- ursvalir. Fataskápur í tveimur svefnherbergjum. Eldhús er rúmgott með ljósri viðarinn- réttingu og borðkrók. Stór og rúmgóð stofa, sem nýtist einnig sem borðstofa. Úr stofu er gengið út á stórar austursvalir. Flísar á öll- um gólfum nema í herb., þar er parket. Stöndugur hússjóður. Innifalin í hús- sjóði eru þrif á sameign. Í heild sjarmerandi íbúð í lyftuhúsnæði sem hefur verið haldið vel við. Íbúðin er laus fljótlega. Verð 20,5 millj. Verið velkomin í dag frá kl. 14 til 15, Allan og Kristín taka á móti ykkur. Íbúð á 2. hæð, bjalla merkt 2d. Traust þjónusta í 30 ár M bl .9 25 10 8 Fréttir í tölvupósti
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.