Morgunblaðið - 21.10.2007, Síða 10

Morgunblaðið - 21.10.2007, Síða 10
10 SUNNUDAGUR 21. OKTÓBER 2007 MORGUNBLAÐIÐ Eftir Bergþóru Njálu Guðmundsdóttur | ben@mbl.is og Orra Pál Ormarsson | orri@mbl.is Teikningar: Andrés Andrésson Ljósmyndir: Kristinn Ingvarsson og Brynjar Gauti Umbrot: Harpa Grímsdóttir Grafík: Guðmundur Ó. Ingvarsson Í síðustu viku kynntumst við hjónunum Lofti Hreinssyni og Ísafold Jökulsdóttur og börnum þeirra tveimur í Grafarvoginum. Þau eru ósköp venjuleg íslensk fjölskylda sem liggur ekki and- vaka um nætur vegna loftslagsbreytinga af mannavöldum. En nú hefur líf þeirra tekið nýja stefnu. Án þess að vera sannfærð um að heim- urinn sé á heljarþröm hafa þau ákveðið að láta móður jörð njóta vafans og fikra sig í átt til vistvænni lifnaðar- hátta. Þau hafa skráð sig á nám- skeiðið „Vistvernd í verki“ og fyrsta áskorun þeirra á þeim vett- vangi er að huga að neyslunni. Þurfa þau að koma böndum á eig- in neyslu til að hlífa loftslaginu? Geta þau það? Við fylgjum þeim í verslunarleiðangur fyrir helgina. Loftur Hreinsson Hreinn Loftsson Ísafold Jökulsdóttir Snæfríður Sól Loftsdóttir Fjölskyldan Út í loftið H vað get ég gert?“ er spurning sem verður æ plássfrekari í umræðunni um hlýnun jarðar hvort sem hún er sett fram með ákefð eða efasemd- um. Þeir áköfu bíða eftirvæntingar- fullir í startholunum og vilja drífa í að- gerðum. Sumar þessara týpa má þekkja á hjólahjálmunum eða metn- aðarfulla ruslflokkunarkerfinu sem þær hafa komið sér upp í eldhúsinu – aðrar vilja gjarnan gera eitthvað en vita bara ekki hvað. En svo eru hinir sem efast um að það hafi nokkuð að segja þótt þeir breyti lifnaðarháttum sínum því þeir séu svo lítill hluti af heildinni – þótt þeir passi upp á að slökkva ljósin og kaupi lífrænt í öll mál sé það eins og dropi í hafið. Meira máli skipti að minnka útblástur frá iðnaði eða að stjórnvöld grípi til aðgerða sem hafi einhver raunveruleg áhrif. Staðreyndin er engu að síður sú að hafið er gert úr mörgum dropum. Og eins fjarlæg hugsun og það kann að virðast má rekja alla iðnaðarmengun, útblástur fiskiflotans, koltvísýring frá samgöngum og jarðefnabruna vegna húsahitunar til krafna og þarfa okkar venjulegs fólks, nauðsynlegra sem og tilbúinna. Þannig geta afurðir álvers- ins endað sem gosdósir eða rimla- gardínur á heimili Ísafoldar og Lofts, fiskurinn sem togarinn kemur með að landi er kvöldverður þeirra og senni- lega var hann fluttur áleiðis til þeirra með flutningabíl sem á leið sinni spúði dágóðum skammti af koltvísýr- ingi út í andrúmsloftið. Jú – hvort sem okkur líkar betur eða verr erum við – þú og ég – rót vandans. Góðu fréttirnar eru þær að þar með höfum við í hendi okkar að snúa þró- uninni við. Það gerum við ekki með því að hætta að borða fisk eða sleppa gardínum í svefnherberginu. Hins veg- ar stöndum við iðulega frammi fyrir vali sem getur gert gæfumuninn fyrir jörðina en skiptir okkur kannski litlu þegar öllu er á botninn hvolft. Þessir kostir blasa við okkur úr búðarhill- unum á hverjum degi þótt fæst velt- um við því fyrir okkur. Valdið í veskinu Raunar byrjum við að velja áður en ein einasta dós er gripin úr hillunni. „Almennt skiptir máli hvar maður kaupir inn frá degi til dags,“ segir Stefán Gíslason, umhverfisstjórn- unarfræðingur hjá UMÍS og verkefn- isstjóri Staðardagskrár 21 á Íslandi. „Þróunin hefur verið sú að byggja stór- ar verslunarmiðstöðvar sem eru gjarn- an utan við íbúðabyggð og yfirleitt er varla hægt að komast að þeim nema á bíl. Á sama tíma hefur kaupmað- urinn á horninu lagt upp laupana. Í staðinn fyrir að fólk labbi út í búð og kaupi sitt lítið af hverju í kvöldmatinn er meira um að fólk geri stærri inn- kaup í miklu lengri ferðum fjarri heim- ilum sínum.“ Tíðni innkaupa skiptir líka máli eins og Hulda Steingríms- dóttir, umhverfisráðgjafi hjá Alta, bendir á og þannig gerir maður lofts- laginu mestan óskunda með því að skjótast oft og iðulega á bílnum eftir mjólkinni eða kvöldmatnum. Þegar í verslunina er komið getur gert gæfumuninn hvort varan til hægri eða vinstri í hillunni er valin. „Sé nautahakk á innkaupalistanum skipt- ir miklu máli hvort nautið var alið upp í Borgarfirði eða á Nýja-Sjálandi eða í Argentínu,“ heldur Stefán áfram. „Í grófum dráttum er þetta sama varan en í öðru tilvikinu er búið að flytja þetta hakk yfir hálfan hnöttinn með til- heyrandi koltvísýringslosun.“ Sérstakar loftslagsmerkingar Flutningur á varningi og ábyrgð neytandans í því sambandi er þannig framarlega í umræðu um loftslagsmál – svo framarlega raunar að bresku verslunarkeðjurnar Tesco og Marks & Spencer hafa tekið upp á því að merkja vörur með mismunandi hætti eftir því um hversu langan veg þær hafa komið. Svipaðar merkingar eru á döfinni í Svíþjóð. „Sænski landbún- aðarráðherrann upplýsti nýlega að tengja megi 30 prósent af gróð- urhúsalofttegundunum framleiðslu og flutningi á mat,“ segir Hulda. Samkvæmt þessu sitjum við Ís- lendingar, eyþjóðin, sennilega svolítið í súpunni þar sem allar innfluttar vörur þarf ekki aðeins að flytja um lönd heldur höf að auki. „Ekki þó al- veg því við framleiðum tiltölulega mik- ið af matvöru hér,“ útskýrir Stefán og segir gamla góða slagorðið um að 
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.