Morgunblaðið - 21.10.2007, Page 8

Morgunblaðið - 21.10.2007, Page 8
8 SUNNUDAGUR 21. OKTÓBER 2007 MORGUNBLAÐIÐ Vilhjálmur síðasti? VEÐUR Getur það verið, að þær SvandísSvavarsdóttir, borgarfulltrúi Vinstri grænna, og Margrét Sverr- isdóttir, óháður borgarfulltrúi Frjálslyndra og óháðra, hafi engar athugasemdir gert við setu Björns Inga Hrafnssonar, borgarfulltrúa Framsóknarflokksins í stýrihópn- um, sem settur hefur verið á stofn undir forystu Svandísar?     Það getur varlaverið og er nánast óhugs- andi.     En þá vaknarönnur spurn- ing og alvarlegri. Ef þær mót- mæltu, sem þær hljóta að hafa gert, hvernig stendur þá á því að Björn Ingi er í hópnum?     Það er ekki til nema ein skýring áþví og hún er sú að þær hafi ver- ið kúgaðar, væntanlega með þeirri röksemd, að aðrir flokkar hafi ekki getað ráðið því hver væri fulltrúi Framsóknarflokksins í stýrihópn- um.     Svona byrjar þetta. Fyrst lítillósigur. Svo stærri ósigrar.     Í þessu tilviki er staðan hins vegarsú, að þær Svandís og Margrét þurfa ekkert á Birni Inga að halda. Það er mikilvægt að þær átti sig á því, að miðað við opinberar yfirlýs- ingar allra aðila er augljós mál- efnaleg samstaða á milli þeirra og borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins. Þess vegna hefur Framsóknar- flokkurinn ekkert vald til þess að kúga þær.     Svandís og Margrét eru frjálsarkonur og geta gert það, sem samvizka þeirra býður. Þær eiga ná- kvæmlega ekkert undir borgarfull- trúa Framsóknarflokksins. Því fyrr sem þær átta sig á þessu, því betra. STAKSTEINAR Björn Ingi Hrafnsson Án mótmæla? SIGMUND                            ! " #$    %&'  ( )                                 * (! +  ,- . / 0     + -                                !"#      ! 12       1  3   4 2- 2  * -  5  1 % 6! (78 9 4 $  (       $!% & $!% &       '&& !"%(           :  *$;<=                                                  !" #         $%&  $   *! $$ ; *!   )* + %  * %  ( "% ," >2  >!  >2  >!  >2  )(%+ - & ./!"#  =< !-            ?8 ?87   '     $$  )    $     # *      (     6  2  '  ! (+" , $   *  -& ./(  !1 #2&    ;  %3 '/(    #       '/ '! (+" ,         $      $.(  #  2      0' "11 "%2 " !"- & 3'45@4 @*>5A BC *D./C>5A BC ,5E0D).C  3             4 4 4 4   3 3 3 34 3 34 3 3 3 3 3 3 3            Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar- greinum Morgunblaðsins á slóðinni http://morgunbladid.blog.is/ Katrín Anna Guðmundsdóttir | 19. okt. Óþörf breyting Ég get ekki betur séð en að sala áfengis í matvöruverslunum þjóni litlum tilgangi öðrum en þeim að auka neyslu almennings og hagnað matvöruversl- ana. Skil vel að matvöruverslanir vilji fá bita af kökunni, en mér finnst að ekki eigi að taka minni hagsmuni fram yfir þá meiri. ÁTVR hefur staðið sig vel í að bjóða fjölbreytt úr- val vína. Sjálfri finnst mér ekkert mál að gera mér ferð í ríkið. Meira: hugsadu.blog.is Þóra I. Sigurjónsdóttir | 20. október Við höfum val Það vill líka stundum gleymast að í lífinu höf- um við VAL. Við get- um hreinlega oft valið að vera hamingjusöm eða valið (oftast ómeð- vitað) að vera óham- ingjusöm, neikvæð og leið. Við get- um valið að vera fúl á mánudags- morgni og nenna ekki inn í vinnuvikuna. Við getum valið þegar gardínurnar eru dregnar frá að fúlsa yfir veðrinu. Við getum valið að vera fúl yfir því að vera sein. Meira: tothetop.blog.is Ómar Ragnarsson | 19. október 2007 Ósýnilegar konur Í kvöld var ágæt frétt að vestan um ráðstefnu þar sem mikil vöntun væri á konum meðal frummælenda og þess látið getið í leiðinni að í kosningunum í vor hefðu konur verið „ósýnilegar“ – lík- lega átt við það að allir þingmenn kjördæmisins væru karlar … Skýr- ingin á ósýnileika kvenna er því aug- ljóslega ekki bara yfirgangur karla heldur þurfa konur líka að leita skýringa hjá sjálfum sér. Meira: omarragnarsson.blog.is Baldur Kristjánsson | 19. október 2007 „Heimskasti“ pabbinn ræður móralnum Allt of margir Íslend- ingar eru gangandi for- dómapakkar í garð út- lendinga sem eru á Íslandi ef þeir eru ekki frægir. Umræður um aðlögun innflytjenda stöðvast gjarnan á einhverjum klisj- um um mikilvægi íslenskunnar. Fólk á flestum fjölmiðlum tíundar af samviskusemi þjóðerni meintra glæpamanna nema ef þeir eru ís- lenskir. Lítil börn segja ógeðslega hluti við bekkjarfélaga sem eru sýni- lega af öðru þjóðerni. Það ætti hiklaust að taka upp skipulagðar forvarnir gegn kyn- þáttafordómum strax í leikskólum. Eins og nú er það ,„heimskasti“ pabbinn sem ræður móralnum í hópnum. Sonur „heimskasta“ pabb- ans kemur með mergjuðustu glós- urnar í skólann. Fæst það fólk sem vinnur í (leik) skólum hefur fengið nokkra kennslu eða leiðbeiningar um hvernig taka eigi á slíku. Kennsla um mannréttindi og kyn- þáttafordóma er lítil sem engin. Ef við ætlum að lifa í góðu sam- félagi til framtíðar verðum við að fara að taka á kynþáttafordómum af meiri alvöru. Meira: baldurkr.blog.is BLOG.IS HÆSTIRÉTTUR hefur fellt úr gildi frávísun Héraðsdóms Reykja- víkur á bótakröfu útgerðarfélagsins Dala-Rafns í Vestmannaeyjum á hendur tveimur olíufélögum, Olís og Keri. Héraðsdómur taldi að krafa út- gerðarfélagsins á hendur olíufélög- unum væri óljós en á það fellst Hæstiréttur ekki og hefur lagt fyrir héraðsdómara að taka málið til efn- ismeðferðar. Dala-Rafn taldi að olíufélögin Skeljungur, Ker og Olís bæru ábyrgð á tjóni, sem útgerðin hefði orðið fyrir á árunum 1996-2001 vegna missis hagnaðar. Krafðist fé- lagið 8,4 milljóna króna bóta og vís- aði til samanburðar við olíumarkað- inn í Færeyjum. Héraðsdómur vísaði frá kröfum Dala-Rafns gegn Olís og Keri en ekki Skeljungi. Sagði dómurinn að kröfur Dala-Rafns væru rökstuddar með útreikningum sem miðuðust við kaup félagsins og verð hjá Skeljungi. Fyrirtækið hefði átt viðskipti við olíufélögin öll en mismikil að fjár- hæðum og eftir tegundum eldsneyt- is. Ætti að vera unnt að aðgreina við- skiptin og þá hugsanlegt tjón. Þá taldi héraðsdómur að ekkert lægi fyrir um að tjón Dala-Rafns hefði orðið það sama hvort sem það hefði verið í viðskiptum við Skeljung eða hin félögin. Því væri óljóst af málatilbúnaði Dala-Rafns hvort fyr- ir hendi væru skilyrði sameiginlegr- ar ábyrgðar af hálfu olíufélaganna þriggja um að þau hefðu valdið sama tjóni og Skeljungur þannig að um óskipta ábyrgð þeirra gæti verið að ræða. Hæstiréttur segir hins vegar að það sé á forræði Dala-Rafns hvaða gögn hann færi fram til þess að sanna tjón sitt. Málsaðilar hafi ekki lýst gagnaöflun lokið þegar málið var tekið til úrskurðar um fram- komna frávísunarkröfu en Dala- Rafn hafi í stefnu gert áskilnað um framlagningu gagna, dómkvaðningu matsmanna og skýrslugjafir fyrir dómi. Þá segir Hæstiréttur að grund- völlur málatilbúnaðar Dala-Rafns sé nægilega skýr um það hverja hann krefji um skaðabætur og á hvaða málsástæðum hann reisi kröfur sín- ar. Mótmæli Olíuverslunar Íslands og Kers um gildi þeirra gagna, sem Dala-Rafn reisi útreikninga sína um tjónið á og aðrar fullyrðingar þeirra um að Dala-Rafn hafi ekki sýnt fram á tjón sitt með viðhlítandi gögnum varði efnishlið málsins en leiði ekki til frávísunar þess. Mál Dala-Rafns verði tekið til dóms Frávísun héraðsdóms vegna bótakröfu á hendur Olís og Keri felld úr gildi Guðrún Emilía Guðnadóttir | 19. okt. Bráðlátur varð hann, systir Í Borgarfirði eystra áttu heima systkin, sem hétu Árni og Guð- finna. Þau voru fákæn mjög. Eitt sinn var Árni sendur upp á Fljóts- dalshérað. Er hann kom úr ferðinni var hann spurður frétta, en hann kvaðst eng- ar fréttir segja, nema að maður hefði orðið kvaddbráður upp á heiði. Þá ætlaði systir hans að leiðrétta hann og sagði: „Mikill einfeldningur ertu, Árni bróðir. Þú áttir að segja látbráður.“ Þá reiddist Árni og sagði: „Vitlaust er það hjá þér. Bráðlátur varð hann.“ Meira: milla.blog.is

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.