Morgunblaðið - 21.10.2007, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 21.10.2007, Blaðsíða 44
44 SUNNUDAGUR 21. OKTÓBER 2007 MORGUNBLAÐIÐ 23. október 1977: „Af hálfu ríkisstjórnarinnar var talið sl. sumar, að með ASÍ- samningum hefði verið teflt á tæpasta vað í launahækk- unum. Í ljósi þeirrar afstöðu ríkisstjórnarinnar þá, er sýnt, að hún hlýtur að halda þannig á kjarasamningum þegar hún á í hlut, að ekki verði gengið svo langt að öngþveiti skapist í launamálum. Á ríkisstjórn- inni hvílir skylda gagnvart öll- um launþegum í landinu. Hún getur ekki afhent einum hópi launþega meiri kjarabætur en hún taldi rétt að aðrir fengju. Samanburðurinn gildir einnig gagnvart henni. Verkafólkið í frystihúsum, öðrum fisk- vinnslustöðvum, verksmiðjum og á öðrum vinnustöðum tek- ur eftir því, hvort ríkisstjórnin telur eðlilegt, að hennar starfsmenn fái meiri launa- hækkanir en verkafólkið.“ . . . . . . . . . . 25. október 1987: „Eftirspurn íbúðarhúsnæðis helzt í hendur við fólksfjölgun. Almennur efnahagur og framboð á lánsfé ræður hins vegar ferð, hvort framboð íbúðar- húsnæðis samsvarar eftir- spurn. Lægð í byggingariðn- aði á fyrri hluta þessa áratugar olli því, að bil fram- boðs og eftirspurnar jókst óhóflega. Þrátt fyrir grósku í byggingariðnaði um árabil hefur jafnvægi ekki náðst á húsnæðismarkaðinum. Fjármögnun íbúðarhúsnæðis hefur einkum verið þrenns konar. Í fyrsta lagi og að lang- stærstum hluta Bygging- arsjóður ríkisins og Bygging- arsjóður verkamanna. Í annan stað hafa lífeyrissjóð- irnir lánað beint til meðlima sinna. Lífeyrissjóðirnir lán- uðu framan af beint til fé- lagsmanna sinna. Í seinni tíð hafa þeir lagt til stærstan hluta fjármagns hins opinbera húsnæðislánakerfis með kaupum á skuldabréfum. Þessi kaup vóru skilyrt.“ . . . . . . . . . . 26. október 1997: „Þær sögu- legu forsendur, sem á sínum tíma voru fyrir sundrungu vinstri manna, eru ekki leng- ur fyrir hendi. Hug- myndafræðilegur ágreiningur milli sósíalista og sósíal- demókrata er liðin tíð og kalda stríðið skiptir þessum hópum ekki lengur í tvær fylkingar. Þess vegna þarf engum að koma á óvart, að flokkar og flokksbrot á vinstri væng stjórnmálanna reyni nú að sameinast og efla stöðu sína, eins og þeir gerðu í Reykjavík með myndun Reykjavíkurlistans fyrir fjór- um árum. Að mörgu leyti mundi slík sameining skýra og einfalda línurnar í íslenzkum stjórn- málum. Úr gömlum l e iðurum Einar Sigurðsson. Styrmir Gunnarsson. Forstjóri: Ritstjóri: STOFNAÐ 1913 Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík. Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal. Fréttaritstjóri: Björn Vignir Sigurpálsson. GLEYMDUST REYKINGAMENNIRNIR? Andrúmsloftið í kringum reyk-ingar hefur snarbreyst á und-anförnum árum, ef svo má að orði komast. Á Vesturlöndum hefur víða verið lagt bann við reykingum á opinberum stöðum og veitingahúsum. Rannsóknir sýna að bann við reyking- um á veitingahúsum hefur þegar áhrif og kemur það fram í því að fórnar- lömbum hjartaslaga, sem rekja má óbeinna reykinga, hefur fækkað veru- lega. Í baráttunni gegn reykingum virðist hins vegar hafa gleymst að hugsa um reykingamanninn. Í viðtali í Morgunblaðinu í dag segir Helga Jónsdóttir, prófessor í hjúkrunarfræði við Háskóla Íslands og forstöðumaður hjúkrunar langveikra fullorðinna á Landspítalanum, að breyta þurfi um stefnu í því hvernig komið sé til móts við reykingamenn, sem vilji hætta að reykja, og engan tilgang hafi að for- dæma þá sem reykja. „Óbeinar reykingar eru hættulegar og það er réttur fólks að fá vernd fyrir þeim,“ segir Helga. „En það þarf að draga línurnar þar. Það má ekki stimpla reykingafólk minna virði. Ég lít á reykingar sem heilsufarsvanda- mál sem fólk þurfi aðstoð við, rétt eins og ef það hefur astma eða hjartasjúk- dóm. Við erum reyndar að tala um fíkn. Tóbaksfíkn hefur sérstök ein- kenni. En fólk þarf að fá hliðstæða að- stoð. Það er ljóst samkvæmt íslenskri heilbrigðisáætlun til 2010 að það er markmið að minnka reykingar en að- gerðir hafa ekki fylgt nægilega vel þar á eftir. Fólk verður að gera sér ljóst að ef á að fjarlægja reykingar úr daglegu lífi þá verður að aðstoða þá sem reykja. Við erum komin langt með að koma á algeru reykingabanni hérlend- is. En slíku banni verður að fylgja að- stoð við fólk sem vill hætta reyking- um.“ Helga segir að þessi aðstoð sé í lág- marki hér á landi og vill að leitað sé til Bretlands um fyrirmyndir. Þar sé boð- ið upp á reglubundna ráðgjöf og nikótínlyf á mjög lágu verði en þau séu greidd fullu verði hér á landi. Hún spyr hvort ekki eigi að meðhöndla reykingar eins og aðra fíkn og sjúk- dóma fyrst þær hafi verið skilgreindar sem sjúkdómur af völdum fíknar. Eðli fíknarinnar er að það er erfitt að hætta og ekki nema brot reykingamanna get- ur það af sjálfsdáðum. Vitaskuld er það réttur hvers og eins að reykja en skaðsemi reykinga er slík að það er eðlilegt að komið sé til móts við þá sem vilja hætta og reynt að auðvelda þeim verkið. Samkvæmt út- tekt Hagfræðistofnunar, sem byggði á tölum frá árinu 2000 yfir afleiddan kostnað af reykingum, hjúkrun, vinnu- tapi og jafnvel húsbrunum, var niður- staðan að kostnaður ríkisins af reyk- ingum umfram skatttekjur af tóbaki hefði verið 19 milljarðar. Það er mik- ilvægt að halda kostnaðinum við að hætta að reykja í lágmarki. Reynt hef- ur verið að draga úr reykingum með því að hækka verð á tóbaki, en það er hins vegar ein af þeim vörutegundum, sem eru þess eðlis að eftirspurnin dregst ekki saman í samræmi við verð- hækkanir. Víða er nú svo komið að reykingar eru að verða lágstéttarvandi. Í fá- tækrahverfum í Bandaríkjunum eru sígarettur seldar ólöglega í stykkjatali vegna þess að fólk hefur ekki efni á að kaupa sér heilan pakka en getur ekki hætt. Þar hefur verulega dregið úr reykingum nema meðal fátækra af öll- um kynþáttum og bandarísk heilbrigð- isyfirvöld líkja vandanum við plágu. Kostnaður við að hætta að reykja má ekki verða þröskuldur hér á landi. Helga Jónsdóttir segir að ýmislegt hafi verið gert til að hjálpa reykinga- mönnum á Íslandi að hætta: „En við viljum að aðstoð til reykleysis sé jafn aðgengileg og önnur heilbrigðisþjón- usta og kostnaður þurfi ekki að vefjast fyrir fólki. Síðan er brýnt að niður- greiða lyfin þegar fólk er í alvöru að leita sér aðstoðar. Það hefur reynst vel í Bretlandi.“ Það gæti líka reynst vel hér. Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á slóðinni http://morgunbladid.blog.is/ U mræður um málefni Orkuveitu Reykjavíkur og að einhverju leyti Hitaveitu Suðurnesja und- anfarnar vikur hafa orðið til þess að beina athyglinni að grundvallarþáttum orkumála, þ.e. eignarhaldinu á auðlindinni. En í umræðum síðustu hundrað ára a.m.k. hafa orkulindir okkar verið taldar önnur mesta auðlind íslenzku þjóð- arinnar. Þegar unnið var að samningum um byggingu Búrfellsvirkjunar, fyrstu stórvirkjunar okkar Íslendinga og álversins í Straumsvík fyrir meira en fjórum áratugum var jafnan litið svo á að það væri mikilvægt að nýta ekki bara fiskinn í sjónum heldur líka orku fallvatnanna og skjóta þar með fleiri stoðum undir afkomu þjóðarbús- ins. En sá er hins vegar munur á þessum tveimur auðlindum að Alþingi hefur lýst fiskinn í sjónum sameign íslenzku þjóðarinnar en stór hluti hinn- ar auðlindarinnar, orkunnar, hefur alltaf verið í einkaeign. Þessi staðreynd hefur ekki komið nægilega fram í umræðum og þess vegna hafa þær bæði verið ruglingslegar og misvísandi. Í skýrslu auðlindanefndar frá árinu 2000 er talið að um þriðjungur orkulinda íslenzku þjóðarinnar sé í einkaeign. Umræður um þessi mál eru ekki nýjar. Þær hafa staðið með köflum í hundrað ár. Í fyrr- nefndri skýrslu auðlindanefndar segir svo: „Upp úr síðustu aldamótum (þ.e. fyrir rúmum hundrað árum, innskot Mbl.) fór áhugi ýmissa aðila, bæði innlendra og erlendra að vakna á að kaupa eða leigja vatnsréttindi hér á landi. Til að sporna við ásælni útlendinga voru fossalögin svokölluðu samþykkt árið 1907 en þau þóttu ekki ná tilgangi sínum og var því skipuð sérstök nefnd, Fossanefndin, sem semja skyldi ný lög um vatnsréttindi og nýtingu þeirra. Fossanefnd- in náði ekki samkomulagi og þegar útséð þótti að Alþingi gæti sjálft samið lög er nytu stuðn- ings meirihluta þingmanna var Einari Arnórs- syni prófessor falið að semja nýtt frumvarp til vatnalaga. Frumvarp hans var lagt fram á Al- þingi árið 1921 en varð ekki að lögum fyrr en tveimur árum síðar. Með setningu vatnalaganna var með ótvíræð- um hætti tekið af skarið um það að landeig- endur ættu einir rétt til að hagnýta eða selja orku þeirra vatna sem um landareignir þeirra renna. Réttarframkvæmdin hefur og til fulls við- urkennt eignarrétt landeigenda að vatnsorku, m.a. þegar vatnsföll hafa verið tekin til virkj- unar. Í lögum um þjóðlendur nr. 58/1998 er eign- arland skilgreint, sem landsvæði, sem háð er einkaeignarrétti, þannig að eigandi landsins fer með öll venjuleg eignarráð þess innan þeirra marka sem lög segja til um á hverjum tíma. Þjóðlenda er hins vegar landsvæði utan eign- arlanda, þó að einstaklingar eða lögaðilar kunni að eiga þar takmörkuð eignarréttindi. Hugtakið þjóðlenda tekur því til þeirra landsvæða, sem áður voru ýmist kölluð afréttir, almenningur, óbyggðir eða hálendi utan byggða. Þá er í lög- unum lýst yfir eignarrétti ríkisins að landi og hvers konar landsréttindum og hlunnindum í þjóðlendum sem ekki eru þegar háð einkaeign- arrétti.“ Í skýrslu auðlindanefndar er eignarhaldi á vatnsafli skipt í þrjá meginflokka og ástæða til að vekja athygli á því að í skýrslu nefndarinnar er talað um vatnsafl en ekki vatnsafl og jarð- varma. Þessir þrír flokkar eru: „1. Vatnsafl sem tilheyrir landareignum sem háðar eru einkaeignarrétti. Hér er fyrst og fremst um að ræða bújarðir í eigu einstaklinga en ríkið á þó allmargar jarðir og þau vatnsrétt- indi er þeim tilheyra. 2. Vatnsafl sem tilheyrir þjóðlendum og telst því ríkiseign. Enn er óvíst um hversu mikla vatnsorku hér er að ræða þar sem mörk þjóð- lendna og bújarða hafa ekki enn verið ákveðin. 3. Vatnsafl, sem orkufyrirtæki hafa eignazt með kaupum eða eignarnámi. Þetta vatnsafl er því óbeint í eigu ríkis og sveitarfélaga sem eiga öll orkufyrirtæki landsins. Sem dæmi má nefna vatnsréttindi í Þjórsá og Tungnaá, sem Lands- virkjun ræður yfir en þau voru áður í eigu Titan-félagsins norska, sem hafði keypt vatns- réttindi af bændum að frumkvæði Einars Bene- diktssonar. Samhliða því sem mörk þjóðlendna og eignarlanda verða ákvörðuð mun það ráðast hve víðtæk þessi réttindi og önnur hliðstæð eru. Eins og þessi upptalning ber með sér er beinn og óbeinn hlutur þjóðarinnar í vatnsafli landsins vafalaust mjög hár, líklega allt að tveimur þriðju, þótt nákvæmar athuganir á því liggi ekki fyrir.“ Eins og af þessu má sjá er ólíku saman að jafna þjóðareigninni í hafinu og þjóðareign í vatnsafli vegna þess að ríki og sveitarfélög eiga ekki nema hluta þeirrar auðlindar. Í skýrslu auðlindanefndar segir um þetta: „Orka fallvatna er ein helzta auðlind þjóð- arinnar en samkvæmt íslenzkri löggjöf fylgir réttur til nýtingar hennar eignarhaldi á landi. Mikil óvissa ríkir hins vegar um það hve stór hlutur nýtanlegs vatnsafls er í eigu ríkis og ann- arra opinberra aðila … Í samræmi við almenna stefnumótun nefndarinnar telur hún að tryggja þurfi að þjóðin njóti í framtíðinni eðlilegrar hlut- deildar í þeim umframarði (auðlindarentu), sem nýting vatnsafls í eigu þjóðarinnar skapar. Af því vatnsafli sem er í einkaeign er samkvæmt framansögðu ekki efni til töku auðlindagjalds en hins vegar gæti ríkið innheimt kostnaðargjöld eða lagt á auðlindaskatt í þeim tilvikum.“ Viðskipti með orkulindir Þ ótt í skýrslu auðlindanefndar sé eingöngu fjallað um vatnsafl en ekki jarðvarma, sem nú er meira á dagskrá, má ætla að sömu grund- vallarsjónarmiðin ráði ferð þótt önnur álitamál geti að vísu komið upp í tengslum við jarðvarma sem ekki verður farið út í að sinni. Væntanlega er ljóst, að jarðeigendur geta stundað viðskipti með jarðir sínar eins og aðrar eignir, jafnvel þótt virkjanleg vatnsföll sé að finna innan marka þeirra eða jarðvarmi. En jafnljóst er að Alþingi getur ákveðið að setja lög, sem varða þessar orkulindir í einkaeigu, svo sem lög um auðlindaskatt eins og nefnt er í skýrslu auðlindanefndar. Á nokkrum síðustu árum hefur jarðaverð stórhækkað og umsvifamiklir kaupsýslumenn hafa keypt margar jarðir víðs vegar um land. Þó má telja líklegt að þau jarðakaup hafi ekki síður snúizt um laxveiðiréttindi en orkulindir en vatnsföll eða jarðvarma. Umræður um hugsanlegar fjárfestingar er- lendra aðila í orkulindum okkar Íslendinga hljóta á þessu stigi málsins að snúast fyrst og fremst um það hvort setja eigi takmarkanir á rétt útlendinga til að fjárfesta í orkulindum í einkaeigu og hefur Morgunblaðið í því sambandi bent á að íslenzk löggjöf sem mundi banna slíkt hlyti að kalla á mótaðgerðir í öðrum löndum þar sem orkufyrirtæki í íslenzkri eigu leita nú stíft eftir að fjárfesta í þarlendum orkulindum. Þegar um er að ræða orkufyrirtæki í eigu ís- lenzka ríkisins eða sveitarfélaga gegnir öðru máli. Þar getur ríkið eða sveitarfélagið einfald- Laugardagur 20. október Reykjavíkur Seljalandsfoss
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.