Morgunblaðið - 21.10.2007, Blaðsíða 46

Morgunblaðið - 21.10.2007, Blaðsíða 46
46 SUNNUDAGUR 21. OKTÓBER 2007 MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN Læs börn með léttum leik Stafabangsar 72 Stafabangsar, bæði stórir og litlir bókstafir w w w .s te in n. is - s te in n@ st ei nn .is Sí m i 8 96 6 8 24 Bangsabíll Í bangsabílnum raða stafabangsarnir sér upp og mynda orð Stafastrimlar 10 Stafastrimlar í ginið á Fúfú Stafrófið 108 Bókstafir á spjöldum til að klippa út Allt stafrófið þrisvar sinnum Stafahús 2 Stafahús. Bókstafirnir fara með lyftunni, hittast og mynda orð. Má nota sem spil Leikföng fyrir barnið – Handbók fyrir pabba og mömmu – afa og ömmu Lestrardrekinn Fúfú spýr bókstöfum og orðum út úr gininu og börnin lesa Allt í einum pakka Í SEM allra stystu máli eru á Ís- landi tvö nafnakerfi, þ.e. ættarnöfn og föður(móður)nöfn. Ættarnafnakerfið er notað af nánast öllu mannkyn- inu (yfir 99%), en þau erfast (ganga í ættir) líkt og t.d. húseignir eða lögvernduð vöru- merki. Nafnakerfin tvö skipta íslensku þjóð- inni í tvo hópa með mismikil réttindi: Hópur A (nálægt 20% Íslendinga) hefur rétt til að nota bæði nafna- kerfin að vild og hefur því m.a. öll réttindi hóps B. (Sumir í A- hópnum notfæra sér ekki að sinni forréttindi sín.) Hópur B (nálægt 80% Íslend- inga) hefur einungis rétt til föð- urnafnakerfisins og er með sér- stökum lögum stranglega bannað að nota hitt kerfið. Séu nafnakerfin talin jafngild hefur hópur A því tvöfaldan rétt á við hóp B samkvæmt núgildandi nafnalögum, en B-fólkið á Íslandi er jafnvel það eina á jarðarkúlunni sem er sérstaklega bannaður að- gangur að nafnakerfi nánast alls mannkyns. (Hvar er öll frjáls- hyggjan þar?) Af viðræðum mínum við full- orðna landa mína undanfarna ára- tugi er ljóst að flestir eru lítt með- vitaðir um notkun mannanafna í heimi hér sem og umrædda lög- bundna mismunun Íslendinga. Margir vita jafnvel ekki að notkun ættarnafna sé regla nánast alls mannkyns. Þessi lögbundna mismunun Ís- lendinga er þó svo augljós að skýra má út fyrir barni og mikilvægi hvers kyns „vörumerkja“ (s.s. ætt- arnafna) er sérhverjum nútíma unglingi augljóst. Fyrirtæki og ættir sem mega hafa nafn eru aug- ljóslega í betri aðstöðu – til lengd- ar – en þau sem mega það ekki, yrðu t.d. að skipta um nafn við hver forstjóraskipti, hverja kyn- slóð. Án ættarnafnsins Blöndal væri t.d. Blöndalsætt ekki til í huga Íslendinga, né heldur t.d. Kvaran og Snævarr sem komu beint að gerð laga um þau forrétt- indi sem oft (jafnvel oftast) hafa fengist með lögbroti. Þegar flestum íslenskum ættum er lögskipað í felur verða aðrar meira áberandi. Skrítinn dilkadráttur það. Mjög málsmetandi fólk talar í þessu sam- bandi um stjórn- arskrárbrot og nauð- syn þess að málið komi fyrir Mannrétt- indadómstól Evrópu. En ekkert gerist. Nú- gildandi lög eru arf- taki eldri laga sem ætlað var að útrýma ættarnöfnum en þau voru brotin áratugum saman, enda hefði fram- kvæmd þeirra eflaust talist mann- réttindabrot. Samkvæmt núgild- andi lögum halda okkar ágætu nýbúar nú ættarnöfnum sínum og fara þannig beint í hóp A, forrétt- indahópinn, og hafa þar með tvö- falt meiri rétt í nafnakerfi Íslend- inga en þorri þjóðarinnar. Framandi ættarnöfnum fjölgar því hratt, t.d. Cassata, Chelbat, Cilia, Datye og Özcan. Þannig er vænt- anlega nafnið Guðmundur Langholt ólöglegt á Íslandi, en t.d. Guð- mundur Chelbat og Guðmundur Özcan lögleg. Fyrir tveimur árum vakti ég máls á þessari mismunun á tölvu- póstlista Háskóla Íslands og spunnust af því allsnarpar umræð- ur. Þar komu fram atriði sem vöktu sérstaka eftirtekt: 1) Allir sem vörðu núverandi mismunun voru í forréttindahópn- um, hópi A. 2) Allir sem töldu núverandi mis- munun fáránlega voru í réttminni hópnum, hópi B. 3) Meðal þátttakanda í umræð- unum var einn meðlima þeirrar þriggja manna nefndar sem lögin samdi. Hann skrifaði m.a. „… [mis- réttið] var eitt af áhyggjuefnum nefndarinnar og gerði hún því tals- vert miklar athugasemdir við frum- varpið að þessu leyti.“ Og „[lögin] mismuna þegnum landsins eftir ætt, uppruna og jafnvel kyn- ferði …“ Og „… lögboðin mismunun af þessu tagi er óhafandi í lýðræð- issamfélagi.“ Um útbreiðslu framandi ætt- arnafna hafði hann síðan þetta að segja: „Það kann því að fara svo að ekki líði nema fáir áratugir þar til flestir Íslendingar bera ættarnöfn á borð við Möller, Schram, Weihe, Weisshapel, Wessman, Wheat, White og Wolfram.“ (Að ótöldum nýjum ættarnöfnum frá Austur- Evrópu og Asíu.) Síðasta atriðið er sérstaklega eftirtektarvert í ljósi þess að mark- mið núgildandi laga er að vernda íslenska föðurnafnakerfið og ís- lenskuna. Lög sem mismuna fólki og um leið vinna gegn tilgangi sín- um eru augljóslega ólög. Einföld lausn er til Til þess útrýma umræddri mis- munun, án þess að þvinga neinn til neins, er nægjanlegt að veita hópi B rétt (en alls ekki skyldu) til að taka upp einhver þeirra yfir 2.200 ættarnafna sem til eru á Íslandi eða nýtt fagurt ættarnafn sem svo auðvelt er að mynda á íslensku. (Vart verri íslenska en t.d. nöfn frá Asíu.) Merkar íslenskar ættir kæmu eflaust í ljós. Þetta væri ein- föld aukning réttinda – enginn þyrfti að breyta um nafn eða nafnavenjur nema að eigin ósk. Engar þvinganir eða mannréttinda- brot framar á þessu sviði á Íslandi. Alíslenskar mæður og feður í B- flokknum hafa oft minni rétt í nafnakerfi eigin þjóðar en þeirra eigin börn. Maki þeirra og börn eru sem sagt í forréttindahópnum, en B-fólki er ekki leyfilegt að taka upp neitt ættarnafn, ekki heldur maka síns. Augljóst er að engir sérstakir verðleikar réttlæta um- rædda mismunun. Dilkadráttur ætta og því einstaklinga er hér löngu orðinn staðreynd þrátt fyrir mótstöðu, en gróf mismunun í þeim skollaleik er vernduð með sér- stökum lögum sem vinna beint gegn tilgangi sínum. – Ég skora á stjórnvöld að axla ábyrgð í máli sem í raun er orðið þjóðarskömm. Um mannanöfn og mismunun á Íslandi Magnús S. Magnússon skrifar um íslenska mannanafnahefð » Gildandi manna-nafnalög skipta þjóðinni í tvo hópa. Ann- ar hefur öll réttindi hins auk sinna sérréttinda. Nýbúar fara beint í for- réttindahópinn. Magnús S. Magnússon, Höfundur er forstöðumaður Rann- sóknastofnunar um mannlegt atferli við Háskóla Íslands. Í ÞEIRRI orrahríð sem staðið hefur um málefni OR hefur mikið verið talað um þekkingarverðmæti. Ég er ekki viss um að þorri þeirra sem um málið fjalla geri sér almennilega grein fyrir því hvað þarna er á ferðinni. Það er ekki langt síð- an farið var að fjalla um þessi verðmæti, skilgreina þau og ekki hvað síst leita leiða til þess að gera þau sýni- leg svo hægt væri betur að stýra þeim og gera sér grein fyr- ir verðmæti þeirra. Upphaflega voru þekkingarverðmæti notuð til þess að út- skýra mismun á sölu- verði og bókfærðu verði í viðskiptum fyr- irtækja, nokkuð sem við þekkjum sem við- skiptavild eða óefn- islegar eignir í árs- reikningum. Fljótlega kom í ljós að þetta átti ekki við þekking- arverðmæti því að reiknuð afgangsstærð í viðskiptum náði ekki að útskýra fyrirbærið. Þekkingarverðmæti eru nefnilega afrakstur þeirrar þekkingar sem býr í kollinum á fólki. Fólk býr yfir tvenns konar þekkingu. Það veit „að“ (stað- reyndaþekking), og það veit „hvernig“ (verkþekking). Fyrir þann sem ekki veit, en vill vita, þá er þessi þekking einhvers virði. Fólk, ferlar og tengsl Þekkingarverðmæti fyrirtækja eru samansett úr þremur meg- inþáttum sem einfaldlega má kalla fólk, ferla og tengsl. Þessir þættir ganga líka undir heitunum mann- auður, skipulagsauður og tengsla- auður. Flestir líta á fólkið sem hin einu þekkingarverðmæti en það er mikill misskilningur. Þekking- arverðmæti er einnig að finna í ferlum, gagnasöfnum, leiðbein- ingum og annarri skjölun á þeirri reynslu sem starfsmenn hafa aflað sér í starfi sínu sem og tengslum við viðskiptavini sem birtist í já- kvæðri ímynd og annarri sérstöðu fyrirtækisins á markaði. Það er hægt að lýsa þessum verðmætum í sérstökum þekkingarskýrslum sem geyma að auki mælingar á hinum ýmsu þáttum þekkingarverðmæta þótt ekki séu þær mælingar fjár- hagslegar. Nokkur íslensk upplýs- ingatæknifyrirtæki hafa gert slíkar skýrslur undanfarin ár með góðum árangri. Vandmál fyrirtækjanna er að það á ekki starfsfólkið sitt og það á ekki viðskiptavini sína. Þess vegna er mikilvægt að tryggja með sem bestum hætti að fanga þekkingu starfsmanna með því að formbreyta henni í upplýsingar og leiðbein- ingar sem tryggja að sú þekking sem fyrirtækið hefur byggt upp í starfsfólki sínu gangi ekki á dyr. Þótt vissulega komi alltaf maður í manns stað, þá er það misjafn- lega auðvelt. Fyr- irtækið reynir einnig af sömu ástæðu að gera samninga við við- skiptavini sem eru áreiðanlegir þótt þeir séu ekki endilega metnir til fjár í efna- hagsreikningi. Vanmáttur bók- haldsins Það er algengur mis- skilningur að þekking- arverðmæti verði til úr engu. Ástæðan er sú að bókhald fyrirtækja nær ekki utan um þessi verðmæti því það ligg- ur engin bókhalds- færsla að baki, líkt og þegar hefðbundin verð- mæti eru keypt eða kostað til þeirra. Það er líka vandamál að verðleggja þessi verð- mæti af sömu ástæðu. Sum þekking- arverðmæti er auðvelt að margfalda en önnur er einfald- lega ekki hægt að láta af hendi nema starfsfólkið sem skapaði þessi verðmæti fylgi einnig, eða að við- skiptavinirnir samþykki að eiga viðskipti við nýjan aðila. Það sem skiptir samt mestu máli er hvers virði þessi verðmæti eru kaupand- anum sem í hlut á því þegar verið er að meta þekkingarverðmæti skiptir mestu máli fyrir eigandann að vita hvers virði þau eru í hendi þess sem kaupir. Þannig verða það ekki aðeins þekkingarverðmætin sem mynda verðið heldur einnig væntingar þess sem kaupir. Hafa ber í huga að þessar vænt- ingar geta verið jafnt neikvæðar sem jákvæðar. Þess vegna er mark- aðsverð þekkingarverðmæta mjög hvikult og getur breyst mjög hratt. Það er því áhyggjuefni þegar vandræðagangur í opinberri stjórn- sýslu gerir það að verkum að óefn- isleg verðmæti í samfélagslegri eigu geta tapast vegna þess að ekki er skilningur á fyrirbærinu og því hvernig á að fara með það. Það er því nauðsynlegt að hefja vinnu við kortlagningu þekkingarverðmæta í samfélagslegri eigu svo hægt sé að hagnýta þessi verðmæti til hags- bóta fyrir alla. Þetta á ekki ein- ungis við orkugeirann, heldur hvern einasta þátt opinberrar stjórnsýslu. Um þekkingar- verðmæti OR Eggert Claessen skrifar um þekkingarverðmæti » Það eráhyggjuefni þegar vand- ræðagangur í opinberri stjórnsýslu ger- ir það að verk- um að óefnisleg verðmæti í sam- félagslegri eigu geta tapast. Höfundur er sérfræðingur í þekkingarverðmætum. Eggert Claessen Fréttir á SMS
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.