Morgunblaðið - 21.10.2007, Blaðsíða 45
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 21. OKTÓBER 2007 45
lega ákveðið að selja ekki, jafnvel þótt erlendir
aðilar leiti eftir því.
Það tengist auðvitað spurningunni um það
hvort yfirleitt eigi að einkavæða orkufyrirtæki í
eigu ríkis eða sveitarfélaga. Geir H. Haarde for-
sætisráðherra lýsti því yfir fyrir nokkrum dög-
um að einkavæðing Landsvirkjunar væri ekki á
dagskrá.
Í þessu sambandi er nauðsynlegt að hafa í
huga alþjóðlegar skuldbindingar okkar í þessum
efnum. Um það segir í skýrslu auðlindanefndar
sem taka ber fram að er frá árinu 2000 og eitt-
hvað af því sem hér er nefnt komið til fram-
kvæmda:
„Fyrsta skrefið í átt að nýskipan raforkumála
verður líklega aðskilnaður vinnslu, flutnings,
dreifingar og sölu á raforku, en slíkur aðskiln-
aður er forsenda virkrar samkeppni. Bókhalds-
legur aðskilnaður þessara þátta verður lág-
markskrafa samkvæmt samningum Íslendinga
um EES, eins og fram kemur í tilskipun Evr-
ópuþingsins og ráðsins 96/92EB frá 19. desem-
ber 1996 um sameiginlegar reglur um innri
markað á sviði raforku. Hornsteinar þeirrar til-
skipunar eru þrír. Í fyrsta lagi afnám einka-
réttar starfandi orkufyrirtækja, sé hann fyrir
hendi m.a. til að framleiða rafmagn. Í öðru lagi
aðskilnaður vinnslu, flutnings, dreifingar og sölu
raforku, a.m.k. í bókhaldi. Í þriðja lagi takmark-
aður aðgangur þriðja aðila að flutningskerfum,
þannig að þeir orkukaupendur, sem fullnægja
tilteknum skilyrðum, sem hvert ríki setur á
grundvelli tilskipunar geti gert samning við
orkuvinnslufyrirtæki um orkukaup og fengið
orkuna flutta um orkuflutningskerfið.“
Til þess að þjóðin átti sig á öllum hliðum þess-
ara mála er nauðsynlegt að fram fari almennar
umræður um þessar spurningar áður en nokkr-
ar frekari ákvarðanir verða teknar, þannig að
vilji almennings liggi nokkuð ljós fyrir og raunar
æskilegt að slík ákvörðun verði tekin í þjóð-
aratkvæðagreiðslu að undangengnum víðtækum
umræðum um málið.
Lítill angi þess máls er sala ríkisins fyrr á
þessu ár á hlut þess í Hitaveitu Suðurnesja.
Hvers vegna var sú ákvörðun tekin? Hvaða rök
lágu þar að baki? Það er ljóst að salan hefur
leitt til þess að einkaaðilar hafa komizt með fót-
inn inn fyrir dyrnar í fyrirtæki sem áður var í
opinberri eigu. Eru einhver tengsl á milli þeirr-
ar ákvörðunar og þeirrar atburðarásar sem
þjóðin hefur orðið vitni að í tengslum við Orku-
veitu Reykjavíkur? Það er nauðsynlegt að upp-
lýsingar liggi fyrir um þetta.
Einkavæðing orkufyrirtækja er svo stórt mál
að það er óhugsandi að ákvarðanir verði teknar
um slíkt án þess að þjóðin verði spurð. Inn í það
blandast auðvitað umræður um stöðu þeirra fyr-
irtækja sem veita almenningi þá þjónustu að
selja fólki rafmagn, heitt vatn og kalt. Þetta eru
í eðli sínu einokunarfyrirtæki og óhugsandi að
þau verði einkavædd. En þau byggja auðvitað á
því að fá söluvörur sínar keyptar í heildsölu og
hvernig á að koma í veg fyrir að einkavæddur
heildsöluaðili og framleiðandi hafi smásölufyr-
irtækin í greipum sér varðandi verðlagningu?
Umræður um Orkuveitu Reykjavíkur hafa
leitt í ljós að það fyrirtæki er að selja raforku og
vatn á of háu verði til almennings til þess að
safna peningum til að nota í aðrar þarfir. Hver
hefur leyft Orkuveitu Reykjavíkur að leggja
slíkan útrásarskatt á viðskiptavini fyrirtækisins?
Hefur einhver veitt fyrirtækinu heimild til þess?
Allar þessar spurningar þarf að ræða í botn
áður en frekari ákvarðanir eru teknar.
Að hugsanlegri einkavæðingu raforkufyrir-
tækja er vikið í umræddri skýrslu auðlinda-
nefndar. Þar segir m.a.:
„Sum réttindi til nýtingar á vatnsafli eru eins
og áður segir háð einkaeignarrétti en önnur
yrðu í þjóðareign samkvæmt tillögum nefnd-
arinnar. Að teknu tilliti til þessa telur nefndin að
innheimta eigi auðlindaarð af vatnsafli í þjóð-
lendum sem enn hefur ekki verið selt eða fram-
selt svo skuldbindandi sé og yrði því að þjóð-
areign með því að selja langtíma nýtingar-
réttindi á uppboði ef nægileg samkeppni er fyrir
hendi. Að öðrum kosti skuli semja um greiðslu
auðlindagjalds á grundvelli þess umframarðs
sem gera má ráð fyrir að falli til á samningstím-
anum.
Vegna þeirra sértæku breytinga, sem vænt-
anlega verða gerðar á skipulagi raforkufyrir-
tækja og raforkumarkaðnum á næstu árum, tel-
ur nefndin ekki fært að setja fram ákveðnar
hugmyndir um það hvernig skuli greiða fyrir
þau orkuréttindi sem eru í eigu raforkufyr-
irtækja landsins. Nefndin leggur til að mat á því
verði þáttur í þeirri endurskoðunarvinnu sem
framundan er á þessu sviði. Líklegt er að loka-
áfangi þróunarinnar verði einkavæðing raforku-
fyrirtækja en með útboði hlutafjár sköpuðust
skilyrði til að fá greitt fullt markaðsverð fyrir
þau vatnsréttindi sem þessi fyrirtæki, ríki og
sveitarfélög hafa sannanlega eignazt.“
Loks er vikið að athyglisverðum þætti þessa
máls í skýrslu auðlindanefndar:
„Auk greiðslu fyrir nýtingu þess vatnsafls
sem er í þjóðareign og greiðslu fyrir umhverf-
istjón er rétt að settar verði ákveðnar reglur er
tryggi að ríkinu sé endurgreiddur sá kostnaður
sem það hefur lagt fram vegna rannsókna og
annarrar þjónustu sem koma virkjunaraðilum til
góða. Slík kostnaðargjöld ættu þeir ekki síður
að greiða sem nýta vatnsafl í einkaeign.“
Iðnaðarráðherra hefur greinilega nóg að gera
á næstu árum og spurning hvort hann hefur
tíma til að vera mikið á ferðinni til Indónesíu og
Filippseyja til þess að vasast í orkumálum í
þeim löndum! Enda þau mál augljóslega í góð-
um höndum hjá forsetanum.
Pólitíkin
E
ins og af framangreindu má sjá
eru að opnast umræður um
mjög stór grundvallarmál í kjöl-
farið á því að kíkt var undir
teppin hjá Orkuveitu Reykjavík-
ur. Í lýðræðislegu samfélagi
eins og við búum í er það eðlileg og sjálfsögð
krafa almennings að víðtækar umræður fari
fram um grundvallarþætti í meðferð og ráð-
stöfun orkuauðlinda þjóðarinnar áður en lengra
verður haldið.
Líklega eiga allir stjórnmálaflokkar eftir að
ræða þessi mál til hlítar innan eigin raða sem er
auðvitað forsenda þess að þeir geti tekið af ein-
hverju viti þátt í almannaumræðum um málin.
Það skiptir hins vegar máli að engar óaft-
urkallanlegar ákvarðanir séu teknar áður en
þessar umræður hafa farið fram og fólkinu í
landinu gefinn kostur á að taka ákvarðanir um
hinar stóru línur í beinni atkvæðagreiðslu.
Þess vegna m.a. er nauðsynlegt að hraða eins
og kostur er rannsókn stýrihóps Reykjavík-
urborgar á málefnum Orkuveitunnar og sjá
hvort eitthvað fleira kemur í ljós en nú þegar
liggur fyrir. Og þess vegna er mikilvægt að nú
verði staldrað við í málefnum Hitaveitu Suð-
urnesja og engar ákvarðanir teknar í málefnum
þess fyrirtækis sem ekki verður hægt að breyta.
»En sá er hins vegar munur á þessum tveimur auðlindum aðAlþingi hefur lýst fiskinn í sjónum sameign íslenzku þjóð-
arinnar en stór hluti hinnar auðlindarinnar, orkunnar, hefur
alltaf verið í einkaeign. Þessi staðreynd hefur ekki komið nægi-
lega fram í umræðum og þess vegna hafa þær bæði verið rugl-
ingslegar og misvísandi. Í skýrslu auðlindanefndar frá árinu
2000 er talið að um þriðjungur orkulinda íslenzku þjóðarinnar
sé í einkaeign.
rbréf
Morgunblaðið/Kristinn