Morgunblaðið - 21.10.2007, Side 68

Morgunblaðið - 21.10.2007, Side 68
68 SUNNUDAGUR 21. OKTÓBER 2007 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR Guðrún A. Krist- jánsdóttir er til mold- ar borin í dag. Hún var öllum þeim minnisstæð sem henni kynntust. Síð- ast sá ég hana í vinahópi í Flugminja- safninu laugardaginn fyrir hálfum mánuði. Mér þótti vænt um, að þau Sigmundur skyldu treysta sér til að koma. Við Guðrún áttum gott samtal og hún sagði mér frá veikindum sín- um og duldist ekki, að senn drægi að leiðarlokum. „Hver dagur bjartur og fagur er dýrmætur,“ sagði hún við mig. Og sunnudagurinn rann upp bjartur og fagur. Hún brá sér í göngutúr tvívegis, vildi fá ferskt loft í lungun. Næsta dag var henni ekið á sjúkrahúsið, ætlaði að skreppa þang- að, en átti þaðan ekki afturkvæmt. Guðrún var á fjórða ári, þegar hún missti móður sína Guðnýju Þórnýju Jóhannesdóttur, fædda á Víkinga- vatni. Hún var flutt fársjúk á flóa- bátnum til Húsavíkur en lést á leið- inni, náði ekki að ala áttunda barnið sitt og dóu bæði. Heimilið leystist upp. Systkinum Guðrúnar var komið fyrir hjá frændfólki og vinum í Kelduhverfi og Öxarfirði. Kristján hafði farið í Kennaraskólann og kynnst þar Hjaltlínu Margréti Guð- jónsdóttur og nú skrifaði hún Krist- jáni, þegar hún frétti lát hennar, og bauðst til að taka eitt barnanna til sín. Og það varð Guðrún. Var hún síðan í fóstri hjá þeim Hjaltlínu og séra Sigtryggi Guðlaugssyni á Núpi í nokkur ár og minntist hún þeirra ávallt með mikilli hlýju. Kristján var bróðursonur Matt- híasar Jochumssonar. Eggert faðir hans var fátækur alla tíð, svo að séra Matthías tók af honum til fósturs og skólanáms son hans og nafna sinn, sem síðar varð prestur í Grímsey í 40 ár eða frá 1895 til 1935. Guðrúnu mat skáldið séra Matthías mikils og þótti vænt um minningu hans og raunar líka um föðurbróður sinn Jochum, sem skrifaði undir skáldanafninu Skuggi. Guðrún var bókhneigð og listræn og prýddi heimili sitt með fjölda mál- verka. Hún var velviljuð og mikill vinur vina sinna, alvörugefin, en gladdist með glöðum. Hún hafði dul- ræna hæfileika, var næm og skynjaði eða sá fyrir hluti, sem aðra óraði ekki fyrir. Hún átti viðkvæma lund, en var sterk í veikindum sínum til hinstu stundar. Persónulega þakka ég Guðrúnu vináttu og stuðning á liðnum árum. Hún var mjög pólitísk og fylgdi fast eftir hugsjónum Sjálfstæðisflokks- ins. Oft lá henni mikið á hjarta, en það var ævinlega jákvætt og til góðs, uppbyggilegt. Það er mikilvægt í stjórnmálastarfi að mæta slíku við- móti. Það er skemmtileg saga en sönn, að þau Sigmundur kynntust ekki úti í Grímsey, þótt þau vissu af hvort öðru. En síðan hittust þau á götu á Akureyri fyrir tilviljun og þá var ekki að sökum að spyrja: Þau hafa Guðrún Anna Kristjánsdóttir ✝ Guðrún AnnaKristjánsdóttir húsmóðir fæddist á Básum í Grímsey 2. september 1931. Hún lést á Fjórð- ungssjúkrahúsinu á Akureyri 12. októ- ber síðastliðinn. Útför Guðrúnar fór fram frá Ak- ureyrarkirkju 19. október sl. átt 47 góð ár saman. Ræturnar við Grímsey voru sterkar. Þau áttu þar sumarbústað og Sigmundur fór löngum í fugla- og eggjatöku. Það var gestkvæmt á heimili þeirra og vel tekið á móti öllum, af hlýju og rausnarskap. Þegar ég skrifa þessar línur, Sigmundur, hugsa ég til þín þar sem þú situr með börnum þínum og saknar vinar þíns, góðrar móður og mikillar konu. Guð blessi minningu hennar. Halldór Blöndal. Mig langar að segja nokkur orð um hana ömmu mína sem stóð mér mjög nærri alla tíð. Ég bjó fyrstu ár ævi minnar með foreldrum mínum í kjallaranum hjá afa og ömmu. Hugsa ég að þessa miklu vináttu okkar og einstaka samband megi rekja strax til þess tíma að ég gat skriðið upp á efri hæðina. Uppi í fjalli stóð hún yfir mér þar sem ég gat setið tímunum saman á vélsleðanum og til hliðar stóð hún þegar ég var að keppa á skíðum, gaukaði hún þá gjarnan að mér suðu- súkkulaði. Á unglingsárum mínum fluttu pabbi, mamma og systir mín til Reykjavíkur. Þar sem ég höndlaði ekki höfuðborgina flúði ég aftur norður. Afi og amma tóku mér opn- um örmum, og í þeirra skjóli kláraði ég grunnskóla og eitt ár í framhalds- skóla. Ég hugsa að þeim hafi ekki alltaf staðið á sama um uppátæki mín á þessum árum. Ég á þeim mína fyrstu skellinöðru að þakka, en hana kom afi með í 2 fiskikössum utan úr Grímsey. Við dunduðum okkur við að setja hana saman, þangað til ég gat farið að þeysast um. Endaði það með því að ég lenti í harkalegum árekstri. Þá hlúði hún amma að stráknum sín- um. Alltaf stóð hún við bakið á manni. Alltaf var jafn gaman að koma í hádeginu á laugardögum í grjónara og lifrarpylsu til hennar. Ég á ennþá metið amma, manstu 6 diskar. Þetta með laugadagsgrjónara er orðinn siður hjá mér, Anitu og Gumma. Það er bara spurning hvenær guttinn minn nær að slá pabba út. Verst að hann fær ekki oftar ömmugraut. Ég veit að mér tekst orðið ágætlega upp með hann, en ekkert toppar þinn, amma mín. Eftir að ég flutti svo til Reykjavík- ur vorum við alltaf dugleg að vera í símasambandi. Það liðu aldrei marg- ir dagar án þess að við heyrðumst, þannig var það alveg til loka hjá þér. Ég sagði ömmu það um daginn að hún væri yndislegasta kona sem ég hefði kynnst og ég ætti eftir að sakna hennar sárt. Ég er henni og afa endalaust þakklátur fyrir allt sem þau gerðu fyrir mig. Það er eitthvað sem engin getur leikið eftir og verð- ur mér ávallt ofarlega í huga. Ég veit að Anita og Guðmundur eiga eftir að sakna ömmu Dúnu sárt. Þú varst alltaf yndisleg við þau eins og mig, elsku amma mín. Þú hafðir sérstaklega gaman af Guðmundi, náðir vel til hans eins og þú náðir til mín. Þú verður alltaf númer eitt í hjarta mínu. Það var yndislegt að vera með þér um daginn og ná að hlúa að þér á banalegunni. Þó að ég gæti ekkert gert nema halda í hönd- ina á þér og klappa þér. Það gerðir þú alltaf við mig þegar ég átti bágt. Þessar stundir við hlið þér voru mér mikilvægar og ég geymi þær vel. Ég veit að þér líður vel núna. Guð veri með þér, elsku amma mín. Þetta er ljóð sem þú fórst með fyr- ir mig þegar ég fór í háttinn og mig langaði að hafa það með. Nú legg ég augun aftur, ó, Guð, þinn náðarkraftur mín veri vörn í nótt. Æ, virst mig að þér taka, mér yfir láttu vaka þinn engil, svo ég sofi rótt (Sveinbjörn Egilsson) Þinn, Björn Þór. Það var mikill gæfudagur í lífi mínu þegar ég gerðist leigjandi hjá þeim hjónum Guðrúnu og Sigmundi í Kotárgerði 14, kjallarabúi eins og Guðrún kallaði mig. Mér var tekið sem einni af fjölskyldunni og ég komst fljótt að því að gestrisni og glaðværð einkenndi fjölskyldulífið í Kotárgerðinu. Í minningunni eru þetta afar góð ár. Enn heyri ég skell- inn í frystikistunni, létt fótatak í stig- anum, greinilega einhver ættingi eða vinur kominn í heimsókn og hafðar hraðar hendur við að koma góðgæti á borðið. Fljótlega óma svo hlátra- sköllin af efri hæðinni niður í kjall- arann. Oft var kjallarabúanum boðið upp á kaffi og spjall. Og það sem við gát- um spjallað um alla heima og geima! Guðrún var góður hlustandi og um leið hafði hún alltaf eitthvað gott til málanna að leggja. Já þetta voru góð ár. Þótt „kjallarabúinn“ flytti burt héldust tengslin áfram. Guðrún lagði sig fram við að fylgjast með því fólki sem hún kynntist. Að leiðarlokum þakka ég fyrir hlý- hug og vináttu í minn garð. Blessuð sé minning Guðrúnar. Ellý. Ég kyntist Guðrúnu Önnu þegar ég hóf afskipti af bæjarpólitíkinni á Akureyri. Þá kom þessi kvika og bjarta kona fljótlega til mín og lá ekki á skoðunum sínum. Ætíð, frá þeim fyrstu kynnum gat ég treyst því, að á öllum samkomum á vegum Sjálfstæðisflokksins myndi ég hitta og eiga orðastað við þessa öndveg- iskonu – manneskju sem var kát og létt í skapi, gat átt orðastað við alla, háa sem lága, unga og aldna. Guðrún var mótuð af mikilli lífs- reynslu sem styrkti hana sem ein- stakling. Hún var fædd að Básum í Grímsey 1931, missti móður sína mjög ung og var þá send í fóstur að Núpi í Dýrafirði. Þá missir hún einn- ig fjögur systkin sín og síðar son tví- tugan að aldri. Guðrún var af góðum komin. Í henni rann þingeyskt- og svarf- dælskt blóð, auk þess að vera ná- skyld þjóðskáldinu Matthíasi Joch- umssyni en hann var afabróðir hennar. Eiginmaður hennar Sigmundur Óli Reykjalín Magnússon, mikill öndvegismaður, er frá Syðri-Greni- vík í Grímsey. Þau hjón bjuggu á fyrstu árum sínum á Hjalteyri en fluttu svo til Akureyrar og bjuggu þar alla tíð síðan. Með Guðrúnu er genginn ákaflega góður og tryggur samferðamaður og pólitískur samherji sem fylgdi sann- færingu sinni í hvívetna. Ég og fjölskylda mín þökkum Guðrúnu samfylgdina og stuðning- inn á liðnum árum og vottum Sig- mundi og fjölskyldu hans okkar dýpstu samúð. Við hæfi er að kveðja þessa heið- ursmanneskju með eftirfarandi er- indi úr þjóðsöng þeirra Grímseyinga sem Hreiðar E. Geirdal orti: Svo fór loks, að sólin bræddi seigan ís við strönd, og í vestri reit með rúnum: „Réttið bróðurhönd, þeim er ótal þrautir reyna þurfa ár og síð, þótt ég gylli grund og móa, græði börð og hlíð.“ Kristján Þór Júlíusson. ✝ Innilegar þakkir til allra þeirra sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför ástkærrar eiginkonu minnar, móður, dóttur, systur, mágkonu, tengdadóttur og barnabarns, JÓHÖNNU ÞORBJÖRNSDÓTTUR, Ennishvarfi 15b. Sérstakar þakkir færum við starfsfólki Land- spítalans á deild 11E og einnig starfsfólki Karítasar. Guðjón Gíslason, Helena Kristinsdóttir, Rakel Guðjónsdóttir, Alexandra Guðjónsdóttir, Karlotta Guðjónsdóttir, Þorbjörn Jónsson, Magðalena Axelsdóttir, Herbert Már Þorbjörnsson, Helga Tómasdóttir, Sandra Þorbjörnsdóttir, Jónas Helgason, Jón Arnar Þorbjörnsson, Berglind Bragadóttir, Þuríður Jónsdóttir, Kristjana Einarsdóttir. ✝ Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og vináttu vegna andláts elskulegs sonar míns, föður okkar og vinar, HJARTAR LÍNDAL GUÐNASONAR, Flétturima 24, Reykjavík. Sigríður Hjartardóttir, Kristinn Aron Hjartarson, Sigríður Mist Hjartardóttir, Petrea Hjartardóttir, Ósk Hjartardóttir, Viktor Frans Hjartarson og aðrir ástvinir. ✝ Innilegar þakkir til allra þeirra sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför okkar ástkæru GUÐRÚNAR INGEBORGAR MOGENSEN, Sandavaði 3, Reykjavík. Sérstakar þakkir til alls þess starfsfólks Landspítalans sem annaðist hana í veikindum hennar. Magnús Björgvinsson, Ásdís María Jónsdóttir, Þórey Jónsdóttir, Guðrún Jónsdóttir, Karen Margrét Mogensen og fjölskyldur. ✝ Innilegar þakkir til allra sem sýndu okkur samúð, vináttu og hlýhug vegna andláts og útfarar ástkærrar eiginkonu minnar, móður, tengdamóður og ömmu, RÓSU E. INGIMUNDARDÓTTUR THORSTEINSSON, sem andaðist 25. mars 2006 í Baltimore, Mary- land, Bandaríkjunum. Halldór Thorsteinsson Guðmundur I. Thorsteinsson Þorsteinn E. Halldórsson, Karen L. Thorsteinsson, Elsa E. Reed, William A. Reed, og barnabörn. ✝ Innilegar þakkir til allra þeirra sem sýndu okkur hlýhug og samúð vegna andláts mannsins míns, föður okkar, stjúpa og afa, PER KEY KRISTIANSEN, Sólvallagötu 6. Guðrún Magnúsdóttir, Eske Key Kristiansen, Uffe Key Kristiansen, Lára Kristín Traustadóttir, Þorvaldur Sigurðsson, Magnús Björn Traustason, Rakel Snædahl, og barnabörn. Vönduð og persónuleg þjónusta Inger Steinsson, útfararstjóri, s. 691 0919 Sími 551 7080 Bárugötu 4, 101 Reykjavík. Ólafur Örn útfararstjóri, s. 896 6544 Inger Rós útfararþj., s. 691 0919

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.