Morgunblaðið - 21.10.2007, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 21.10.2007, Blaðsíða 24
24 SUNNUDAGUR 21. OKTÓBER 2007 MORGUNBLAÐIÐ Eftir Oddnýju Helgadóttur odh1@hi.is Til þess að skilja hvað er aðgerast í heiminum er mik-ilvægt að skilja hvað þjóð-hyggja er,“ segir dr. Liah Greenfeld. „Þjóðhyggjan er mikið hreyfiafl og undirstaða samfélags- gerðar okkar. Í rauninni mótar hún hverja okkar hugsun.“ Greenfeld er prófessor í stjórn- málafræði og félagsvísindum við Boston-háskóla og sérfræðingur í þjóðhyggju. Hún telur þjóðhyggju vera forsendu nútímahagkerfis og þjóðfélags. Ferill Greenfeld er um margt at- hyglisverður. Hún ólst upp í Sov- étríkjunum en þegar hún var ung- lingur fluttist fjölskylda hennar til Ísraels. Snemma kom í ljós að hún var undrabarn á sviði tónlistar. Sjö ára kom hún fyrst fram í sjónvarpi og spilaði á fiðlu. Auk þess þótti hún efnilegt ljóðskáld, vann samkeppni og gaf út ljóðabók þegar hún var sextán ára. Doktorsprófi lauk Greenfeld frá Hebreska háskólanum í Jerúsalem og hún hefur verið gestaprófessor við marga virtust háskóla í heimi, þ.á m. Harvard, Princeton og Lond- on School of Economics and Politi- cal Science. Hún hefur komið víða við í rann- sóknum sínum og eftir hana liggja m.a. rit um listfræði, hagfræði, sögu, tungumál, bókmenntir, líf- fræði, heimspeki, stjórnmál og trú- mál. Þekktust er Greenfeld þó fyrir rannsóknir sínar á sviði þjóðhyggju. Hún kom til Íslands til að flytja fyr- irlestur á þjóðhátíðarþingi sem haldið var á Hrafnseyri 17. júní. Lífið er núna Greenfeld skilgreinir þjóðhyggju sem veraldlega og trúlausa sýn á heiminn þar sem hópar fólks mynda fullvalda einingar sem kallast þjóðir. Þegnar þjóðar njóta nokkurs jafn- ræðis og geta komið sér áfram á eigin verðleikum. Þessa hugsun telur Greenfeld hafa orðið til í Englandi við upphaf 16. aldar. Þá var rósastríðunum ný- lokið. Í þeim höfðu tvær ættir tekist á um völd og nærri útrýmt hvor annarri. Skarðið sem þannig var höggvið í enska yfirstétt fylltu hæfi- leikaríkir almúgamenn. Það dró úr stéttaskiptingu og fólk hætti að trúa því að aðallinn hefði stjórnarumboð beint frá Guði. „Fæstir átta sig á því hversu bylt- ingarkennd þessi breyting var á sín- um tíma,“ segir Greenfeld. „Ver- aldleg sýn á tilveruna gerði það að verkum að lífið á jörðu, hér og nú, varð mikilvægara en hugsanlegt framhaldslíf á himnum. Þetta mark- aði upphaf nútímahugsunar,“ segir Greenfeld af ákafa. Ást, einstaklingar og kapítalismi „Sá sem hefur bara eitt líf vill njóta þess. Til dæmis varð hug- myndin um rómantíska ást til á þessum tíma. Áður var hjónaband hagkvæmnisfyrirkomulag, samn- ingur milli tveggja einstaklinga um sameiginlegan rekstur,“ útskýrir hún. Greenfeld telur einnig að ein- staklingshyggja eigi rætur sínar í þessum umskiptum. „Fram að þessu var það einfaldlega þannig að sá sem fæddist bóndi, dó bóndi. En á þessum nýju tímum varð hver sinn- ar gæfu smiður.“ Greenfeld segir að kerfið sem þarna varð til, og hefur síðan breiðst út um allan heim, ýti eðli málsins samkvæmt undir samkeppni. „Hver og einn kepptist við að lifa sem best.“ Að sögn Greenfeld skiptust á tímabil vaxtar og hnignunar áður en þjóðhyggja kom til sögunnar. Síðan hafi vöxtur verið stöðugur þar sem þjóðhyggja er ráðandi hugs- unarháttur. Þannig hafi hún getið af sé nútímahagkerfi. „Einu sinni vann fólk til að lifa af. Núna lifir það til að vinna. Það er í rauninni frekar óskynsamlegt því fólk hefur ekki tíma til að njóta ávaxta verka sinna en svona er það nú samt,“ útskýrir hún. Hnattvæðing er uppspuni Allt tal um hnattvæðingu segir Greenfeld vera á misskilningi byggt. „Hnattvæðing er skilgreind sem stöðug samþætting ólíkra kerfa um heim allan í eitt kerfi. Það er ekki hægt að finna nokkra sönnun þess að þróun af þessu tagi eigi sér stað,“ fullyrðir hún. Hún telur að, þvert á móti, bendi margt til þess að nú sé hreyfing í átt frá hnattvæðingu. Því til stuðnings bendir hún á að utanríkisviðskipti og frjálst flæði vinnuafls séu mun minni en á öðrum skeiðum sög- unnar. „Frjáls viðskipti voru mest stuttu fyrir heimsstyrjöldina fyrri. Síðan hafa þau sveiflast upp og nið- ur en aldrei orðið jafnmikil og þá.“ Misklíð milli menningarheima tel- ur Greenfeld einnig draga úr hnatt- væðingu. En hvers vegna er þá stöðugt ver- ið að ræða hnattvæðingu? Að henn- ar mati er það vegna þess að flestir rugla útbreiðslu þjóðhyggju saman við hnattvæðingu. „Þjóðhyggja breiddist út frá Eng- landi og nær nú til allra heims- horna,“ segir Greenfeld. Hún segir hana vera ástæðu þess að breska heimsveldið varð jafn víð- feðmt og raun ber vitni. „Englend- ingar voru í rauninni í samkeppni við alla aðra áður en nokkur annar fór að keppa,“ segir hún. „Bretar voru eina þjóðin í heiminum í um tvö hundruð ár, en hægt og bítandi breiddist þjóðhyggja síðan út um allt. Fyrst til Frakklands og svo til Rússlands, Bandaríkjanna og Þýskalands.“ Hún bendir á að þjóðerni sé nú stór þáttur í sjálfsmynd meirihluta mannkyns en ekki sé ýkja langt síð- an engin ríki voru til. Öld Asíu rennur upp Greenfeld segir þjóðhyggju hafa borist til Asíu með vestrænum áhrifum. „Japan er skólabókardæmi um það sem gerist þegar þjóðhyggja skýtur rótum. Til ársins 1850 var Japan lokað útlendingum. Banda- irnir annaðhvort eru eða eru ekki,“ segir hún. „Þótt Kína og Indland séu mjög ólík er fjölgyðistrú algengust í báð- um löndum. Henni fylgir annars konar þankagangur sem grundvall- ast ekki á rökhyggju. Vestrænt fólk á erfitt með að átta sig á þessum hugsunarhætti.“ Að mati Greenfeld mun ágrein- ingur á milli vesturvelda og ísl- amskra öfgaafla í framtíðinni falla í skuggann af samskiptum við þessi rísandi veldi. Hún bendir á að kristni, gyðingdómur og íslam eigi sameiginlegar rætur og telur að þar af leiðandi geti ríkt skilningur þar á milli. „Ég held því alls ekki fram að Kínverjar og Indverjar verði herskáir. Ég er bara að segja að við höfum engar forsendur til þess að vita hvort þeir verða það. Vestræn- ar þjóðir hafa tiltölulega litla þekk- ingu á austrænum þjóðum. Fyrir okkur eru þær menningarlegar geimverur og því er ómögulegt að segja til um hvað framtíðin ber í skauti sér. Ég er hins vegar sann- færð um að við horfum fram á grundvallarbreytingar,“ segir Greenfeld. Í HNOTSKURN »Dr. Liah Greenfeld kennirvið Boston-háskóla en hef- ur m.a. verið gestakennari við Harvard, Princeton og LSE. »Hún er heimsþekktur sér-fræðingur í þjóðhyggju og bók hennar Five Roads to Modernity er talin til grund- vallarrita í þeim fræðum. »Hún telur að ágreiningurá milli kristinna og ísl- amskra hópa muni innan skamms falla í skuggann af öðrum breytingum. »Dr. Liah Greenfeld segirallt tal um hnattvæðingu vera á misskilningi byggt. Hún telur fólk rugla út- breiðslu þjóðhyggju saman við hnattvæðingu. Alla nú- tímahugsun segir hún grund- vallast á þjóðhyggju. Nýir tímar Hver og einn keppist við að lifa sem best. Lífskilyrði hafa gjörbreyst í Kína á undanförnum árum. Reuters Öld Asíu rennur upp ríkjamenn, Bretar og Rússar vildu hafa aðgang að höfn þar og neyddu Japana til að opna landið fyrir út- lendingum. Í kjölfarið komust Jap- anar í kynni við þennan þankagang og Japan varð gríðarsterkur keppi- nautur. Hagkerfi þeirra er nú næst- stærsta hagkerfi í heimi,“ útskýrir hún. Hún segir vestræna hugsun hafa fætt af sér alþjóðlegt kerfi sem byggist á samkeppni, og allir verða að taka þátt í, hvort sem þeim líkar betur eða verr. „Það er ekki langt síðan þessi hugsunarháttur teygði anga sína til Kína og Indlands. Nú, þegar hann hefur gert það, er þess ekki langt að bíða að þau verði mestu efnahags- og herveldi í heimi. Vesturlönd hafa verið miðpunktur sögunnar í þrjú þúsund ár, en innan skamms verða þau á jaðrinum,“ fullyrðir hún. Annar þankagangur Greenfeld segir ómögulegt að spá fyrir um hverjar afleiðingar þessa verði fyrir Vesturlönd. „Vestræn menning er mjög mót- uð af eingyðistrú. Henni fylgir viss hugsun sem byggist á rökhyggju. Andstæðum er teflt saman og hlut- Hagkerfið Japanska hagkerfið er nú það næststærsta í heimi. Breska heimsveldið H.H. Kitchener (1850 - 1916) hermálaráðherra kannar heiðursvörð nýliða bresku krúnunnar frá Indlandi. Greenfeld segir þjóðhyggju ástæðu þess að breska heimsveldið varð jafn víðfeðmt og raun bar vitni. » Þess er ekki langt að bíða að Kína og Indland verði mestu efnahags- og herveldi í heimi. Vesturlönd hafa verið miðpunktur sögunnar í þrjú þúsund ár, en innan skamms verða þau á jaðrinum. ERLENT»  Áhrif Vesturlanda fara þverrandi  Hnattvæðing minni en almennt talið og þjóðhyggja grunnur nútímahugsunar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.