Morgunblaðið - 21.10.2007, Side 40

Morgunblaðið - 21.10.2007, Side 40
sjónspegill 40 SUNNUDAGUR 21. OKTÓBER 2007 MORGUNBLAÐIÐ Í síðasta pistli kom ég meðal annars inn á það að orðið hefði mikil fjölgun á minni listhúsum í Kaupmanna- höfn, sem er sama þróun og hér í Reykjavík. En eðlismun- urinn er þó nokkur í það heila því erlendis verða slík yfirleitt að sanna sig áður en hvert og eitt telst gjaldgengt í fjölmiðla, og sama gegnir jafnvel um hinar stærri framkvæmdir, þannig tók það tímann sinn fyrir salina á Norðurbryggju að komast á blað, ágætum sýningum í engu sinnt sem auðvitað má telja sérstakt og ámælisvert. En hér eru menn fljót- ir á vettvang þegar opnuð eru ný listhús, sem sum hver virðast ein- göngu stofnuð til að vekja athygli á geranda, helstu skoðanabræðrum hans og jafnöldrum, sem ekki skal lastað nema það sé eini tilgang- urinn, stefnumörkin annars óljós og loftkennd. Skrifari var alls ekki sáttur við þessa þróun meðan hann var virk- ur í starfi, taldi markaðinn ekki þola álagið enda fór svo að fram- sækin listhús sem voru starfrækt af alvöru og metnaði lognuðust út af, fámennið og hinn þröngi mark- aður þoldi ekki þessa útjöfnun og spuna, einkum vegna þess að fjöl- miðlafólk greindi ekki á milli og stóð fastara en fótunum á sínu misskilda lýðræði og æskuvæð- ingu. Þá er það hrikalegur mis- skilningur að fjöldi smærri við- burða sé samnefnari blómlegs listalífs, öllu frekar um spuna og ótímabæra sýniþörf að ræða, enda yfirleitt engir á staðnum þegar rýnendur mættu til að fjalla um viðburðina á rúmhelgum dögum, utan náinna vina viðkomandi. Nei, nei, magn verður aldrei samnefn- ari gæða, það er af og frá, hins vegar er mjög ánægjulegt þegar svo vill til að margir gildir við- burðir eiga sér stað samtímis. Það var einmitt lóðið þegar hóp- urinn frá listhúsinu Fold var staddur í Kaupmannahöfn á dög- unum, svo margt að skoða að jafn- vel skrifari sem er þrautþjálfaður á vettvanginum komst ekki yfir allt það helsta og var þó nær viku í borginni. Höfðum þó engin um- svif og eftir inntöku eldsneytis vorum við mætt á listkaupstefnuna í Forum minna en tveim tímum eftir komuna á hótelið og um leið opnun hennar og voru þó ein- hverjir dasaðir og svefnlitlir, sem kom helst fram í því að svitinn lak af þeim í stríðum straumum. Svo var í öllu falli farið um mig sem minnist ekki að hafa svitnað svona í áratugi, og aldrei gerst á list- kaupstefnu áður. Daginn eftir var allt annar handleggur að mæta á staðinn og datt okkur helst í hug að loftrásakerfið hefði verið bilað, einkum vegna þess að fjölmennið var nú engu minna. Allur hópurinn nema ég fór á Louisiana á sunnudegi og þaðan á sýningu á verkum Mondrians á Ordrupgaard-herrasetrinu í ná- grenni Charlottendlund, hvar leið okkar lá aftur saman. Margur á að þekkja til heimslistamannsins sem var einn af höfuðpaurum módern- ismans og naumhyggjunnar yf- irleitt. Framsæknum drjúg fyr- irmynd eftir miðbik liðinnar aldar, einnig forvitnilegt að komin er rómuð viðbygging við hlið gamla safnsins sem menn voru spenntir að sækja heim. En hún reyndist svo ekki uppfylla væntingar, sal- irnir litlir og flóknir, hinn eini hvar hátt var til lofts og vítt til veggja reyndist fullformlegur veit- ingasalur. Saknaði hins fyrri sem var í gömlu útihúsi spölkorn frá setrinu en hins vegar meira að hlakka til fyrir bragðlaukana og lítil bið eftir veitingunum. Mondrian sýningin „Leiðintil módernsimans“ er hinfyrsta í Danmörku og hefur hlotið mikla athygli enda virðist um óvenju stífa markaðs- setningu að ræða. Annars er þetta ekki í fyrsta skipti sem verk lista- mannsins rata til Danmerkur. Árið 1937 var hópur danskra myndlist- armanna staddur í París til að leita uppi helstu framúrstefnulistamenn tímanna vegna fyrirhugaðrar sýn- ingar á den Frie við Østerport. Danir voru lygilega vel með á nót- unum í heimslistinni á þessum ár- um og þetta voru meðlimir lista- hópsins Linien, meðal annars Eiler Bille, Sonja Ferlov og Richard Mortensen, allir klassík í dag. En þeim þótti Mondrian of merkilegur með sig og afþökkuðu boð á vinnu- stofu hans(!), einnig má giska á að þeir hafi á þeim tíma verið full- uppteknir af hjástefnunni, surreal- isma. Þrátt fyrir allt rataði eitt verk meistarans á sýninguna, hún þykir tímamótaviðburður í danskri list og Svavar Guðnason lenti beint í flasinu á henni er hann kom til Kaupmannahafnar og gerðist fljót- lega liðsmaður í Linien. Þótt frábær málverk væru á veggjum safnsins nutu þau sín ekki öll og sýningin að auk minni en við áttum von á, hins vegar er katalógan hreinasta gullnáma þeim sem vilja kynna sér þróun lista- mannsins og að auk meistaraleg hönnun, hvar hönd í hönd fara myndir af listaverkum og stuttir en skilmerkilegir textar. Sjónspeg- ill ekki sem fyrrum með rými til faglegrar útlistunar á síðum blaðs- ins, einungis knappra frásagna en fram má koma að Mondrian mun um skeið hafa verið undir sterkum áhrifum frá skógarmyndum Munchs, sem tekur af allan vafa um hvílíkur áhrifavaldur Norðmað- urinn var í heimslistinni, þótt hat- aður væri heimafyrir. Ferli sem reynt hefur verið að fara leynt með og eigna öðrum, einkum í Frans, og þann rangsnúna sögu- Fleira og meira Sálræn dýpt Norðmaðurinn Edvard Munch gerði fyrir aldamótin 1900 margar og hrifmiklar skógarmyndir sem sálræn dýpt einkennir og ekki ber á öðru í þessu málverki en að sjálfur Piet Mondrian hafi sótt í smiðju hans. Ekkert kemur frá engu en mikið frá miklu. Bragi Ásgeirsson Hugmyndaríkur Hinn heimsþekkti ljósmyndari Richard Avedon þótti fá margar snjallar hugmyndir þegar hann tók tískumyndir fyrir Dior í París. Hér eru þau í loftköstum á rúlluskautum við Concorde-torg í ágúst 1956, fagra fyrirsætan Suzy Parker og Robin Tattersall smáauglýsingar mbl.is Vinsælasta ólífuolían í Frakklandi!

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.