Morgunblaðið - 21.10.2007, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 21.10.2007, Blaðsíða 38
leikhús 38 SUNNUDAGUR 21. OKTÓBER 2007 MORGUNBLAÐIÐ unum og sagan segir að hann hafi stundum kippt ýmsu lauslegu heim með sér. Sumir lögðu honum þetta til lasts, en ég vildi óska að hann hefði gert meira af þessu. Þá ættum við sennilega ýmislegt sem nú er glatað. En mestur hluti safns Haralds er þó kominn hingað til okkar. Ýmsir leikhúsmenn aðrir hafa ver- ið iðnir safnarar. Sveinn Einarsson á mikið safn sem hann hefur gefið Leikminjasafninu og er það á leiðinni til okkar. Einnig má nefna Róbert Arnfinnsson sem hefur haldið öllu mögulegu til haga sem tengist leik- listarferli sínum. Vonandi ratar það safn líka til okkar í fyllingu tímans; það er auðvitað sérlega mikils virði þegar listamaður af stærð Róberts gætir þess að skrásetja feril sinn. Þá var Klemens Jónsson, leikari og leikstjóri, afar hirðusamur um allt sem snerti list sína, hvort sem um var að ræða vinnu fyrir leikhús eða ljós- vakamiðla. Eftir lát hans fyrir nokkr- um árum fengum við öll leikstjórn- arhandrit hans. Hins vegar eigum við alltof lítið frá mönnum eins og Indriða Waage, Þor- steini Ö. Stephensen og Lárusi Páls- syni, sem voru burðarásar í nokkra áratugi um miðja síðustu öld. Enginn þeirra virðist hafa gert sér far um að halda saman heimildum um leiklist- arstarf sitt. Þó vil ég geta þess að börn Indriða hafa látið okkur fá ýmsa góða gripi úr eigu fjölskyldunnar, en Indriði var auðvitað kominn af stórri leiklistarfjölskyldu. Það verður að segja sem er að leik- listin er ákaflega mikil list andartaks- ins og margir leikarar eru börn stundarinnar. Oft er það ekki fyrr en fólk fer að eldast sem það áttar sig á því að það gæti verið gaman að eiga eitthvað til minja um feril sinn. Ég held þó að yngri leikstjórarnir hugi betur að varðveislu gagna sinna eins og leikmyndateiknararnir og vonandi skilar margt af því sér hingað þegar tímar líða fram.“ – Fólk safnar öllu á milli himins og jarðar, þar á meðal leikskrám. Berst ykkur eitthvað af slíku efni? „Safnið er nokkuð vel sett hvað leikskrár varðar, það er helst að okk- ur vanti efni frá frjálsu leikhópunum og áhugamannaleikhúsunum sem eru líka aðilar að safninu. Annars hefur fólk sýnt Leikminjasafninu mikinn velvilja og við höfum fengið talsvert af leikskrám og öðru efni frá ein- staklingum. Við erum með talsvert af gögnum frá leikhópum á borð við Grímu og Alþýðuleikhúsið sem störf- uðu á 7. og 8. áratug síðustu aldar, en safnið þarf sífellt að vera vakandi fyr- ir efni frá sjálfstæðu leikhúsunum, eins og þau kalla sig nú, því að það er í mestri glötunarhættu. Í þessu sambandi langar mig að geta þess að fyrsta verkefni Leik- minjasafnsins á næsta ári verður að efna til sýningar á Akureyri í tilefni þess að fyrir skömmu varð leikhúsið þar 100 ára. Því verður efnt til sýn- ingar í fordyri Amtsbókasafnsins um leikstarfsemi þar nyrðra.“ Jón Viðar segir að varðveisla leik- minja á Akureyri sé nokkuð gloppótt enda séu ekki liðin nema 30 ár frá því að atvinnuleikhús var stofnað þar. „Það er helst að Haraldur Sigurðs- son, fræðimaður á Akureyri, hafi haldið vel utanum þessar heimildir og reyndar ritað bók, sem er annáll leik- listarstarfsemi í bænum – afar dýr- mæt heimild.“ Lifandi safn Hlutverk Leikminjasafns Íslands er að varðveita muni og ýmsar heim- ildir sem tengjast íslenskri leiklist. Á vegum safnsins hefur verið efnt til nokkurra sýninga sem hafa vakið óskipta athygli. „Mig langar sérstaklega að nefna sýningu um Helga Tómasson í tilefni af gestaleik San Francisco-ballettsins nú í vor. Hana sá fjöldi manns og hún er fyrsta yfirlitssýningin sem við setj- um upp um feril núlifandi listamanns. Á Menningarnótt höfðum við opið hús í gömlu heilsuverndarstöðinni og kom fjöldi fólks að skoða brúðusýn- ingarnar sem við efndum þá til. Um miðjan september buðu við leik- skólabörnum að heimsækja okkur og þá var hingað stöðugur straumur barna,“ segir Jón Viðar og bætir við að brúðurnar eigi ekki eingöngu að hanga inni í glerskápum fólki til augnayndis. „Við höfum fengið brúðuleikhúsfólk til þess að gæða þær lífi og þannig á það að vera. Leikbrúður hafa mikið aðdrátt- arafl og það er nauðsynlegt að sýna þær og vekja þær um leið til lífsins til þess að gestir skilji hvernig þær eru notaðar. Það er grátlegt að geta ekki sýnt ýmsa hluti í eigu safnsins eins og húsgögn Pouls Reumert sem eru auð- vitað einstakir listgripir, sannkall- aðar þjóðminjar sem minna líka á það hversu mikilvæg tengslin við danskt leikhús voru okkur á sínum tíma.“ – Hvað um hinn tæknilega hluta leiklistarinnar? „Tækniminjar eru svo fyrirferðar- miklar að nær ómögulegt er að varð- veita þær. Fyrir tveimur árum var okkur boðið fyrsta ljósaborð Þjóðleik- hússins til varðveislu ásamt nokkrum ljóskösturum. Einnig fylgdu með nýrri hlutir. Sannast sagna varð ég að leita út fyrir safnið eftir rými fyrir þessa hluti og það tókst. Ljósaborðið er því vel varðveitt og vonandi verður hægt að sýna þennan kjörgrip í fram- tíðinni þegar safnið hefur fengið hús- næði við hæfi.“ Eðli rannsóknarsafna – En rannsóknarþáttur safnsins? „Safn verður aldrei rannsóknasafn nema það eigi einhver gögn, varðveiti þau og hafi þau aðgengileg fræði- mönnum, blaðamönnum og öðrum sem vilja nýta sér þau. Hingað til höfum við fyrst og fremst sinnt söfnun og varðveislu hluta en rannsóknaþættinum þurfum við að huga að. Enn hefur til dæmis ekki verið rituð heildstæð leiklist- arsaga Íslands frá upphafi vega til dagsins í dag, krítísk saga þar sem reynt er að greina meginlínur. Í rit- um Sveins Einarssonar er þó mikill fróðleikur dreginn saman og við tveir höfum gert aldamótaárunum fyrri nokkuð góð skil í okkar ritum. En grunnurinn undir alla slíka vinnu er þó traust skrá um verkefni og starf- semi leikhúsanna og það er eitt meg- inviðfangsefni safnsins að koma upp slíkri skrá. Það höfum við gert á heimasíðu okkar, þar sem allir geta farið í gagnabanka íslenskra leikhúsa og leikhúslistamanna. Sú skrá er all- vel á veg kominn, en þó vantar enn mikið á að hún sé tæmandi.“ – Eru til nægar heimildir til þess að rita slíka sögu? „Söguritun fer jafnan eftir þeim efnivið sem er fyrir hendi. Við rædd- um áðan um ýmis gögn sem hafa glat- ast. Heimildirnar eru margvíslegar. T.d. er til mikið af ljósmyndum frá at- vinnuleikhúsunum í Reykjavík, auk þess sem sýningar hafa lengi verið hljóðritaðar og síðar teknar upp á myndband. Ég hygg að varðveisla þessara heimilda sé í allgóðu lagi. Öðru máli gegnir um ýmsa leik- hópa sem hafa sett svip á íslenskt leikhúslíf undanfarna áratugi. Að- stöðuleysi þeirra varð m.a. einn hvat- inn að stofnun Leikminjasafns Ís- lands því að mikið skorti á að varðveislu heimilda frá þessum hóp- um væri nægilega vel sinnt, eins og ég nefndi áðan. Það er til dæmis ómetanlegt hvað mikið hefur varð- veist af gögnum allt frá fyrstu árum Leikfélags Reykjavíkur. Það eigum við ekki síst Lárusi Sigurbjörnssyni að þakka sem var bæði leikfélags- maður og borgarskjalavörður. Hann sá til þess að allt sem hafði varðveist færi inn í Borgarskjalasafn Reykja- víkur og fyrir það verður aldrei full- þakkað.“ – Hvernig er skráningu safnkosts- ins háttað? „Ég hef frumskráð allt sem hefur borist safninu. Sumt hefur verið ljós- myndað, en kerfisbundin skráning verður að bíða betri tíma. Það er afar mikilvægt að skrá sem mestar upp- lýsingar um muni sem á að varðveita um leið og þeir berast og helst verður að leita upplýsinga um þá frá þeim sem notuðu þá. Ljósmyndir eru glöggt dæmi um þetta. Víða um land eru mannamyndir frá síðustu öld í söfnum en fáir enn á lífi sem bera kennsl á fólkið. Við erum með nokk- urn slatta af myndum frá miðri síð- ustu öld og það er alls ekki alltaf sem ég þekki þá sem eru á þeim. Okkur sárvantar starfsfólk til þess að sinna skráningu í safninu. Það er líka orðið brýnt að ráða að safninu fólk sem getur séð um forvörslu mun- anna.“ Starfsemi á hrakhólum Jón Viðar segir brýnt að safnið fái húsnæði undir starfsemi sína. „Okkur vantar fyrst og fremst sýn- ingarhúsnæði og geymslur undir muni. Það hefur verið á döfinni að byggja geymsluhúsnæði fyrir söfnin í Reykjavík og mér sýnist að örlítil hreyfing sé að komast á þau mál hjá ríki og Reykjavíkurborg. Það er afar mikilvægt að minna á þá arfleifð sem fólgin er í leiklistinni. Íslendingar hafa að mestu verið bók- menntaþjóð. Menn gleyma því gjarn- an að á Íslandi eru stundaðar aðrar listgreinar – tónlist og myndlist – og leiklistin í 200 ár. Við höfum átt ýms- ar hefðir á þessum sviðum og leik- listin hefur vissulega verið og er áberandi þáttur íslenskrar menning- ar. Sagan verður að vera sýnileg og hún má ekki verða gleymskunni að bráð. Sagt hefur verið að fátt sé jafn- forgengilegt og list leikarans og ekk- ert sé eins dautt og dauður leikari. Nútímatækni gerir okkur kleift að varðveita leiklistina mun betur en áð- ur var hægt. Við eigum því að hafa alla burði til þess að varðveita góðar heimildir um það sem best hefur ver- ið gert svo að það týnist hvorki né gleymist.“ Morgunblaðið/G. Rúnar Brúðusýning Helga Stephensen hefur stjórnað brúðuleikhúsi árum saman og vann um skeið með Jóni E. Guðmundssyni. Bókmenntaverðlaun Tómasar Guðmundssonar Ari Jóhannesson hlaut Bókmenntaverðlaun Tómasar Guðmundssonar 2007. Aðrir sem áttu handrit í keppninni eru beðnir að vitja þeirra á skrifstofu Menningar- og ferðamálasviðs Reykjavíkurborgar sem fyrst eða fyrir 15. janúar 2008. Einnig er unnt að fá handrit send í póstkröfu. Gefa þarf upp dulnefni. Aðeins var opnað umslag með nafni vinningshafa. Menningar- og ferðamálasvið Reykjavíkurborgar Ingólfsnaust - Vesturgata 1 101 Reykjavík menning@reykjavik.is Kanada og Indland: Sendiráð í þjónustu viðskiptalífsins www.utflutningsrad.is www.utn.stjr.is P IP A R • S ÍA • 72065 Markús Örn Antonsson, sendiherra Íslands í Ottawa, verður til viðtals þriðjudaginn 23. október nk. Auk Kanada er umdæmi sendiráðsins Belís, Bólivía, Ekvador, Hondúras, Kostaríka, Kólumbía, Panama, Perú, Níkaragva, Úrúgvæ og Venesúela. Gunnar Pálsson, sendiherra í Nýju-Delí, verður til viðtals miðvikudaginn 24. október nk. Umdæmislönd sendiráðsins eru: Indland, Bangladess, Indó- nesía, Malasía, Maldíveyjar, Máritíus, Nepal, Seychelleseyjar og Singapúr auk Srí Lanka. Anshul Jain, viðskiptafulltrúi sendiráðsins í Nýju -Delí, verður auk þess með viðtalstíma 25. og 26. október. Fundirnir eru ætlaðir fyrirtækjum sem vilja ræða viðskipta- möguleika, menningartengd verkefni og önnur hagsmunamál í umdæmum sendiskrifstofanna, þar sem utanríkisþjónustan getur orðið að liði. Þau fyrirtæki sem hafa hug á að bóka viðtöl eru hvött til að gera það sem fyrst. Gert er ráð fyrir að fundur sendiherra með hverju fyrirtæki standi í hálfa klukkustund, nema annars sé óskað. Fundirnir verða haldnir á skrifstofu Útflutningsráðs Íslands, Borgartúni 35, og má bóka þá í síma 511 4000 eða með tölvupósti, utflutningsrad@utflutningsrad.is Nánari upplýsingar veitir Svanhvít Aðalsteinsdóttir: svanhvit@utflutningsrad.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.