Morgunblaðið - 21.10.2007, Blaðsíða 58

Morgunblaðið - 21.10.2007, Blaðsíða 58
58 SUNNUDAGUR 21. OKTÓBER 2007 MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN Suðurlandsbraut 50 (Bláu húsin við Faxafen) Sími 513 4300 OPIÐ HÚS Í DAG, SUNNUDAG, MILLI KL. 14 OG 15. Nýuppgerð 105,2 fm, 4ra herbergja íbúð á fyrstu hæð. Eldhús með nýrri eikarinnréttingu og nýjum flísum á gólfi, vönduð tæki frá AEG. Borðstofa og stofa með nýju eikarparketi á gólfi. Hjónaherbergi með nýju parketi á gólfi og nýjum eikarskápum sem ná upp í loft. Barnaherbergin eru tvö, bæði með nýju parketi á gólfi. Baðherbergi hefur allt verið tekið í gegn, flísar á gólfi og veggjum, eikarinnrétting og sturtuklefi. Íbúðin er öll nýmáluð í ljósum lit, nýir sólbekkir og nýr dyrasími. Viðgerðum á húsinu að utan er nýlokið. EIGN SEM VERT ER AÐ SKOÐA. Hrafnhildur, s. 894-3800 Opið hús HVAMMABRAUT 12, ÍBÚÐ 0102 HAFNARFIRÐI Vilhjálmur Bjarnason lögg. fast.sali Guðbjörg Róbertsdóttir lögg. fast.sali Húsavík – þar sem gott orðspor skiptir máli Sogavegur - Einbýli - 54 fm bílskúr Mjög fallegt og sjarmerandi ein- býli á einni hæð með stórum bíl- skúr á þessum eftirsótta stað. Fjögur svefnherbergi. Nýlegt glæsilegt eldhús með sérsmíð- aðri eikarinnréttingu og graníti á borði og gólfum. Tvö baðher- bergi. Falleg, stór sólstofa með flísum og rennihurð út á sólpall sem er með heitum potti. Verð 56,0 millj. Upplýsingar veitir Elías Haraldsson, löggiltur fast- eignasali, í síma 898-2007. BORGARTÚN 29 Sími 510 3800 Fax 510 3801 www.husavik.net REYNIR BJÖRNSSON ELÍAS HARALDSSON L Ö G G. FA S T E I G N A S A L A R Aðalland 4 - Fossvogur Opið hús í dag milli kl. 16 - 17 BORGARTÚN 29 Sími 510 3800 Fax 510 3801 www.husavik.net REYNIR BJÖRNSSON ELÍAS HARALDSSON LÖGG. FASTEIGNASALAR Húsavík – þar sem gott orðspor skiptir máli Fallegt 260 fm parhús á tveimur hæðum með inn- byggðum bílskúr. Húsið er byggt árið 1982 og skiptist neðri hæð í forstofu, bað- herbergi tvö rúmgóð svefnherbergi, sjónvarpsstofu, þvottahús og bílskúr. Frá neðri hæð er gengið út á sólpall. Efri hæð skiptist í tvær fallegar stofur, eldhús, búr, tvö svefnher- bergi og baðherbergi. Frá stofu og hjónaherbergi er gengið út á mjög stórar og flísalagð- ar svalir til suður. Verð 65 millj. Opið hús í dag milli kl. 16-17. Allir velkomnir, sölumaður á staðnum. FASTEIGNASALA STÓRHÖFÐA 27 Sími 594 5000 Halla Unnur Helgadóttir löggiltur fasteignasali. Gott 169,7 fm einbýli með stórum og vel ræktuð- um garði á góðum stað í Kópavogi. Stór lóð með miklum möguleikum. 4 svefnherbergi eru í íbúðinni en hægt er að fjölga þeim í 5. Stór bílskúr og góð innkeyrsla. Verð: 45,5 millj. Nánari upplýsingar hjá sölufulltrúa Akkurat í síma 594-5000 eða 8245066. Opið hús í dag kl. 14 - 15 DIGRANESVEGUR 73 - 200 KÓP. UNDANFARIN ár hefur inn- flytjendum fjölgað á Íslandi. Fjöl- margt í menningu þeirra er ólíkt okkar og það á oft einnig við um viðhorf þeirra og væntingar til geðheilbrigðisþjónustu. Samtal milli heilbrigðisstarfs- fólks og sjúklings er grundvöllur þess að góður árangur meðferðar náist. Í meðferð þarf að skapa traust sem verður til í viðtali heil- brigðisstarfsmannsins og ein- staklingsins sem eftir þjónustunni leitar. Meðferð á geðdeild byggist á nokkrum þáttum svo sem við- tölum við heilbrigðisstarfsfólk, réttri töku lyfja, þátttöku í nám- skeiðum, iðjuþjálfun, dagdeild- armeðferð o.fl. Það er því mikilvægt að sjúk- lingar hafi tök á og skilji til fulln- ustu í hverju meðferð felst. Þegar um er að ræða einstakling sem ekki hefur íslensku að móð- urmáli og hefur alist upp á öðru menningarsvæði getur það haft mikilvæg áhrif í meðferð. Á bráða- þjónustu og göngudeildum geð- sviðs LSH hefur samvinna heil- brigðisstarfsfólks og túlka aukist á sl. árum. Margir þeirra ein- staklinga sem þangað leita hafa hér fasta búsetu en aðrir dvelja tímabundið á landinu vegna at- vinnu. Einstaklingar af erlendum upp- runa sem leita á bráðaþjónustu og göngudeild geðsviðs eru oft í til- finningalegu uppnámi og geta þeirra til að tjá sig takmörkuð vegna tungumálaörðugleika. Ein- staklingurinn kemur gjarnan í fylgd ættingja eða annars sem tengist honum á einhvern hátt svo sem vinar eða vinnuveitanda. Sá sem fylgir sjúklingnum lendir stundum í þeirri stöðu að þurfa að útskýra og túlka samtalið. Samtal getur orðið sjúklingi erfitt þar sjúklingur háður því að réttra upp- lýsinga sé aflað og að blæbrigði tjáningar komist til skila. Heil- brigðisstarfsmaðurinn fær þannig ekki tækifæri til að mynda það samband við sjúklinginn sem er grunnur þess trausts sem meðferð byggist á og getur haft áhrif á gæði þeirrar þjónustu sem veita skal. Ýmsir þættir hafa verið skoðaðir sem benda til að innflytjendur leiti sér almennt síður hjálpar en aðrir þegnar. Fólk af erlendum uppruna sem er að aðlagast nýjum lífs- háttum finnur gjarnan fyrir aukn- um kvíða, depurð og vanlíðan sem oft er afleiðing hörmunga styrjalda eða fátæktar. Aðrar ástæður fyrir hvort innflytjendur leiti sér hjálp- ar geta verið stjórnunarlegir og varðað réttindi þeirra í heilbrigð- iskerfinu, fjárhagslegar hindranir vegna lágra launa, menningarlegar hindranir og erfiðleikar við að átta sig á uppbyggingu heilbrigðiskerfa í nýju landi. Samvinna við túlka á geðviði LSH hófst fyrir um áratug og hef- ur farsæl þróun átt sér í því sam- starfi. Faglærðir túlkar eru nauðsyn þar sem talað er saman á tveim tungumálum. Túlkur þarf að gera sér grein fyrir mikilvægi trúnaðar og að þær upplýsingar sem fram koma í við- talinu komi aðeins fram í krafti þess að hann sé túlkandi samtals- ins. Þannig verður túlkur að gæta þess að hans eigin skoð- anir komi ekki fram eða trufli samtalið. Mikilvægt er að sjúklingur upplifi að hlustað sé á hann, að orð hans séu réttilega túlkuð og allt sem máli skipti komi fram í viðtalinu. Í fámennu sam- félagi eins og hér á landi getur sú staða komið upp að sjúklingur treystir ekki túlki eða vilji ekki þiggja aðstoð túlks af ýmsum ástæðum. Samkvæmt lögum um réttindi sjúklinga (lög nr. 74 frá 1997) er sú krafa gerð að sjúklingar fái skýrar og greinargóðar upplýs- ingar um hvaða meðferð er í boði, hverjar séu aukaverkanir lyfja- meðferðar o.s.frv. Heilbrigðisstarfsfólk er með- vitað um þessar kröfur og reynir að framfylgja þeim eins og kostur er. Það er hluti af starfi heilbrigð- isstétta að miðla, fræða og veita ráðgjöf til sjúklinga. Það eru sjálfsögð og eðlileg mannréttindi að allir landsmenn hafi jafnan aðgang að heilbrigð- iskerfinu. Góð heilbrigðisþjónusta tekur mið af þörfum allra þeirra sem þurfa á henni að halda og er notk- un túlkaþjónustu faglærðra einn liður í því að bæta geðheilbrigð- isþjónustu á bráðaþjónustu og göngudeildum geðsviðs LSH. Bættir starfshættir hafa leitt til betri mætinga í meðferð á geðsv- iði LSH og aukinnar meðferð- arheldni. Á Landspítala hafa nú þegar verið gefin út upplýsingarit um þjónustu spítalans og er slíkt efni nú þegar aðgengilegt á heimasíðu hans (www.landspitali.is). Innflytjendur á Íslandi og þjónusta á göngudeild- um geðsviðs LSH Guðrún Úlfhildur Grímsdóttir og Katrín Guðjónsdóttir skrifa um geðheilbrigðisþjónustu » Faglærðir túlkar erunauðsyn þar sem talað er saman á tveim tungumálum. Katrín Guðjónsdóttir Guðrún Úlfhildur er hjúkrunar- deildarstjóri á 31E og Katrín er hjúkrunardeildarstjóri á 32E á Landspítala. Guðrún Úlfhildur Grímsdóttir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.