Morgunblaðið - 21.10.2007, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 21.10.2007, Blaðsíða 2
2 SUNNUDAGUR 21. OKTÓBER 2007 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fréttir frett@mbl.is Fréttastjórar Ágúst Ingi Jónsson, aðstoðarfréttaritstjóri, aij@mbl.is Sigtryggur Sigtryggsson, aðstoðarfréttaritstjóri, sisi@mbl.is Viðskipti vidsk@mbl.is Björn Jóhann Björnsson, fréttastjóri, bjb@mbl.is Daglegt líf Anna Sigríður Einarsdóttir, annaei@mbl.is Menning menning@mbl.is Fríða Björk Ingvarsdóttir, ritstjórnarfulltrúi, fbi@mbl.is Umræðan | Bréf til blaðsins Guðlaug Sigurðardóttir, ritstjórnarfulltrúi, gudlaug@mbl.is Minningar minning@mbl.is, Stefán Ólafsson, Arnór Ragnarsson Íþróttir sport@mbl.is Sigmundur Ó. Steinarsson, fréttastjóri, sos@mbl.is Útvarp | Sjónvarp Hulda Kristinsdóttir, dagskra@mbl.is mbl.is netfrett@mbl.is Guðmundur Sv. Hermannsson fréttastjóri gummi@mbl.is Eftir Örlyg Stein Sigurjónsson orsi@mbl.is GUÐLAUGUR Þór Þórðarson heilbrigðisráðherra tilkynnti á fundi í Valhöll í gær að hann hygðist skipa tvær nýjar nefndir, annars vegar um málefni Landspítala í stað þeirrar sem lögð var niður í lok september og laut formennsku Alfreðs Þorsteins- sonar, og hins vegar fyrir Fjórðungssjúkrahúsið á Akureyri. Verða nöfn nefndarmanna og formanna tilkynnt í eftir helgina að sögn ráðherra. Nefndirnar eiga að koma með tillögur um hlut- verk og stefnu sjúkrahúsanna ásamt því að skoða rekstur og aðra þætti, þar með talið nýtt hátækni- sjúkrahús. Guðlaugur Þór segir að nefndarmenn verði m.a. fengnir úr viðskiptalífinu, menn sem hafi reynslu á því sviði sem og öðrum þáttum þjóðlífsins. Guðlaugur Þór tilkynnti líka nýja nefnd sem hef- ur það hlutverk að fjalla um aðstöðumál heilbrigð- isstofnana sem á að fara yfir þau mál í stærra sam- hengi en gert hefur verið til þessa. Skal það vera meðal verkefna nefndarinnar að efla og styrkja eft- irlit og yfirstjórn heilbrigðisráðherra með upp- byggingu heilbrigðisstofnana og aðstöðu þeirra. Skal hún einnig tryggja góða samvinnu við samtök sjúklinga og aðstandendur. „Það skiptir máli að skoða málefni heilbrigðis- kerfisins í heildarsamhengi,“ segir Guðlaugur Þór. „Það þarf að líta á rekstur Landspítalans og hvað megi betur fara þar. Eins og ég hef nefnt þarf að skoða aðstöðumál spítalanna í víðara samhengi og í þessu tilviki er Landspítalinn ekkert eyland í kerf- inu. Það skiptir miklu máli huga að framboði og eft- irspurn á hjúkrunarrýmum svo dæmi sé tekið.“ Guðlaugur Þór tilkynnti líka á fundinum að ráðu- neyti sitt væri að skoða heilsugæsluna og mismun- andi rekstrarform hennar. „Það eru mismunandi rekstrarform á heilsugæslunni og það þarf að skoða hvernig þau hafa reynst til að taka ákvarðanir um framhald á þeirri þjónustu.“ Ný nefnd skipuð vegna mál- efna spítalanna í heild sinni Tekur við nefnd um nýjan Landspítala og skoðar málefni spítalans heildrænt Morgunblaðið/Ómar Heildarskoðun Guðlaugur Þór sagði að skoða þyrfti aðstöðumál spítalanna í víðara samhengi. Eftir Ómar Friðriksson omfr@mbl.is ÍSLENSKIR sjómenn á kaupskip- um, sem eru starfsmenn erlendra dótturfyrirtækja kaupskipaút- gerða, njóta ekki nema að hluta til réttinda íslenskra almannatrygg- inga og fæðingarorlofs. Þetta kom fram í máli Arnar Friðrikssonar, formanns VM – Félags vélstjóra og málmtæknimanna, á ársfundi ASÍ. „Við stöndum frammi fyrir því að flestir íslenskir sjómenn sem starfa fyrir kaupskipaútgerðina eru í raun starfsmenn erlendra dótturfyrirtækja útgerðanna. Þeir eru með lögheimili á Íslandi og starfa hjá erlendu fyrirtæki en sigla auðvitað hingað til landsins,“ sagði Örn. „Það kemur í ljós að staða þess- ara ágætu félaga okkar er óviss. Þegar við kynnum okkur málin betur þá kemur í ljós að þeir standa að hluta til utan íslenska almannatryggingakerfisins hvað varðar lífeyristryggingar, fé- lagslega aðstoð, sjúkratryggingar, atvinnuleysisbætur og fæðingaror- lof,“ sagði Örn. Gengur yfir fleiri starfsstéttir Hann sagði að þetta væri að sjálfsögðu óviðunandi. „Við skulum athuga það að nákvæmlega þessi staða getur komið upp hjá öllum starfsstéttum í hverju því íslenska fyrirtæki sem stofnar dótturfyr- irtæki erlendis með íslenska starfsmenn í sinni þjónustu að hluta til eða að öllu leyti. Þetta er ekki bara mál sem snýr að þeim sem starfa á kaupskipunum. Þetta er hluti af alþjóðavæðingunni sem væntanlega á eftir að ganga yfir fleiri starfsstéttir. Þetta er mál sem hreyfingin í heild þarf að taka á sameiginlega,“ sagði hann. Sjómenn njóta ekki fullra rétt- inda á kaup- skipum LÖGREGLAN á höfuðborgarsvæð- inu lagði hald á talsvert magn af sterum í austurborginni á föstudag og handtók karlmann í tengslum við málið. Hann er 48 ára að aldri og var sleppt að loknum yfirheyrslum hjá lögreglu. Ekki þóttu efni til að krefj- ast gæsluvarðhalds í málinu sem komið er inn á borð rannsóknar- deildar lögreglunnar. Sterarnir samanstanda af töflum og vökva og segir lögreglan að efnin hafi fundist undir sólpalli við íbúðar- hús, þar sem leitin fór fram á föstu- dag. Ekki hefur verið upplýst hvort hinn handtekni hefur komið við sögu lögreglu áður. Handtekinn vegna stera KRÖFUR um sameiningu húsa- leigu- og vaxtabóta í eitt kerfi hús- næðisbóta, að horfið verði frá þeirri hugsun að barnabætur verði tekju- tengdar og að lágmarksframfærsla í velferðarkerfinu verði miðuð við upphæð sem nemur 50% af áætl- uðum miðtekjum fólks sem er 25 ára og eldra (150 þúsund kr. á mán- uði) eru meðal forgangsmála sem ASÍ ætlar að berjast fyrir á næstu misserum. Á nýafstöðnum ársfundi sam- bandsins voru samþykktar álykt- anir um velferðarmál eftir miklar umræður og var þar m.a. sett fram sú krafa að öllum börnum og ung- lingum undir 18 ára aldri yrði tryggt viðunandi aðgengi að alhliða heilbrigðisþjónustu, m.a. með því að greiða niður lyf og tannlækningar ásamt sjón- og heyrnartækjum. Þá vill ASÍ átak í menntunarmálum og að það markmið verði sett að ekki fleiri en 10% vinnuaflsins verði án viðurkenndrar starfs- eða fram- haldsmenntunar eftir 10 ár. Vilja stór- átak í menntun Greiða lyf og tann- lækningar barna SÝNINGIN Hönnun + heimili hófst í Laugardalshöll í gær en þar er ætlunin að bjóða fagfólki sem og almenn- ingi að kynna sér allt það nýjasta í vöru og þjónustu fyrir hönnun heimila á einum stað. Á sýningunni gefst íslenskum hönnuðum tækifæri til að kynna sig fyrir fagaðilum, framleiðendum, fyrirtækjum og söluaðilum sem og almenningi. Sérstakt BRUM-svæði verður á staðnum sem er verslun tileinkuð íslenskum hönnuðum. Þar munu 30 ís- lenskir hönnuðir, bæði nýútskrifaðir sem og vel þekkt- ir, kynna og selja vörur sínar. Lýkur sýningunni í dag, sunnudag. Morgunblaðið/Eggert Hönnunarsýning í Höllinni ♦♦♦ STOFNAÐ hefur verið Ákærenda- félag Íslands og var Helgi Magnús Gunnarsson, saksóknari efnahags- brota, kosinn formaður félagsins á stofnfundi þess á föstudag. Ákærendafélag Íslands er óháð áhugamannafélag ákærenda. Að því er segir í tilkynningu er tilgangur fé- lagsins m.a. að vinna að faglegum hagsmunamálum ákærenda og viður- kenningu á mikilvægu hlutverki þeirra í refsivörslukerfinu og stuðla að bættri þekkingu félagsmanna á sviði opinbers réttarfars og refsirétt- ar og efla samhug. Einnig að stuðla að upplýstri umræðu og skoðanaskiptum í samfélaginu um hlutverk ákærenda, meðferð refsimála, þróun löggjafar og úrbætur á löggjöf sem snertir störf ákærenda, hafa áhrif á og taka þátt í samningu lagafrumvarpa. Mun taka þátt í um- ræðunni SKÓLASTJÓRAR grunnskóla Reykjavíkur hafa kallað eftir við- brögðum menntaráðs Reykjavíkur- borgar við því ástandi sem þeir standa nú frammi fyrir þegar ekki er lengur hægt að halda uppi lögboðinni kennslu, að því er segir í bréfi þeirra til menntasviðs frá því að loknum fundi skólastjóra á föstudag. Í bréfinu segir m.a. að eins og kunnugt sé hafi ekki tekist að manna skólana að fullu nú í haust. Brugðist hafi verið við því með aukinni vinnu kennara og ann- arra starfsmanna. Strax í upphafi hafi orðið ljóst að lítið mætti út af bregða án þess að frekari vandræði yrðu. Oddný Sturludóttir, formaður menntaráðs, segir að mannekluað- gerðir borgaryfir- valda, sem kynnt- ar hafi verið í borgarráði, séu m.a. ætlaðar til að mæta því álagi sem sannarlega sé til staðar í grunn- skólum borgar- innar. „Við vitum af því ástandi sem skólastjórar lýsa og til að mynda má nefna 200 milljóna króna pott sem rennur á skólaárinu til þeirra stofn- ana sem glíma við manneklu,“ segir hún. „Hugsunin er sú að grunnskól- inn njóti góðs af, því á þessu ári eru óvenjumargir leiðbeinendur við störf. Pottinn á meðal annars að nýta til að koma til móts við þá kennara sem eru að leiðbeina nýjum leiðbeinend- um. Við vitum líka að undirbúnings- tími kennara rýrnar á meðan mann- ekla varir. Kennarar þurfa þá að undirbúa sig heima með þeim afleið- ingum að sú vinna leggst á fjölskyldu- líf þeirra og slíkt er ekki í anda þeirr- ar fjölskyldustefnu sem borgar- yfirvöld standa fyrir. Í næstu viku verður því rætt við skólastjórnendur um hvernig best sé að nýta þennan 200 milljóna króna pott.“ Grunnskólar borgarinn- ar fái 200 milljónirnar Fundað með skólastjórum í næstu viku vegna manneklu Oddný Sturludóttir ♦♦♦ KARLMAÐUR á þrítugsaldri er grunaður um mikla kannabisrækt- un í iðnaðarhúsi í Hafnarfirði þar sem fundust 160 kannabisplöntur á lokastigi ræktunar í fyrrinótt. Maðurinn var handtekinn heima hjá sér í Reykjavík og er málið í rannsókn. 160 kannabis- plöntur ♦♦♦
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.