Morgunblaðið - 21.10.2007, Blaðsíða 65

Morgunblaðið - 21.10.2007, Blaðsíða 65
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 21. OKTÓBER 2007 65                               ! "# $!% &   ' (!!%  ! $) (!!*% !! +! ( (!!*% , ( '$  (!!*% - $ .! $  (!!*% /  0  (!!*% 0  1 ! (!!*% ✝ Sigrún Guð-mundsdóttir fæddist í Reykjavík hinn 22. september 1933. Hún lést á heimili sínu að Hofs- vallagötu 22 laug- ardaginn 29. sept- ember síðastliðinn. Sigrún var yngsta barn þeirra Áslaug- ar Jónsdóttur, f. 31.8. 1906, d. 26.11. 1970, og Guð- mundar Óskars Guðmundssonar, f. 14.7. 1901, d. 12.12. 1964, þau skildu, seinni eiginmaður Áslaug- ar var Jakob Loftsson, f. 8.6. 1900, d. 18.4. 1987. Systkini Sig- rúnar eru, 1) Jón Guðmundsson, f. 1928, kvæntur Rósu Kristmunds- dóttur, f. 1934, d. 1999, börn þeirra eru Guðmundur, f. 1968, Elín, f. 1969, og Áslaug, f. 1974, 2) María Áslaug Guðmundsdóttir, f. 1930, gift Haraldi Þórðarsyni, f. 1927, börn þeirra eru Áslaug, f. 1956, og Stefán, f. 1958, 3) Aron Guðmundsson, f. 1931, dáinn sama ár, og yngst er Sigrún eins og áður sagði. Eiginmaður Sig- rúnar er Sigurjón G. Jóhannesson, f. 31. mars 1930. Dóttir Sigrúnar, sem Sigurjón gekk í föður stað, er Ás- laug Sigurjóns- dóttur f. 11.5. 1956, gift Sigurði Ólafs- syni f. 28.3. 1960, börn þeirra eru Jak- ob f. 1.10. 1978 sem Sigurður gekk í föð- ur stað, Jóakim Snær f. 14.6. 1987 og Sigrún Sif, f. 10.4. 1989. Börn Jakobs eru Sigrún Ísgerður, f. 28.1. 1999, móðir Steinunn Gunn- arsdóttir og með sambýliskonu sinni Helgu Sjöfn Magnúsdóttur, Emma Sól, f. 8.7. 2004, og Vic- toria Nótt, f. 23.8. 2006. Að loknu gagnfræðaprófi vann Sigrún ýmis verslunar- og skrif- stofustörf í Reykjavík, hjá timb- urvöruversluninni Völundi og fl., en þó lengst af hjá Vöruflutninga- miðstöðinni þar sem hún starfaði ásamt eiginmanni sínum í 26 ár. Útför Sigrúnar var gerð frá Fossvogskapellu 9. október. Dúna frænka var hávaxin, grönn og glæsileg kona. Hún hafði einstaklega skemmtilegan, smit- andi hlátur sem hún var óspar á og alltaf var hún kát, glöð, bros- andi og lítið þurfti til að gleðja hana. Dúna var einstaklega gjaf- mild og alltaf var mikill spenn- ingur að vita hvað leyndist í jóla- pakkanum frá Dúnu og Jóni. Í gegnum tíðina hefur verið mikill samgangur á milli þeirra systkina Dúnu, Maddíar og Nonna þar sem fjölskyldurnar hittust við ýmis tækifæri. Sex af- mæli á ári voru fastir punktar í tilveru okkar fram á fullorðinsár, mjög fjörug, sérstaklega í gamla daga, og oft farið heim með síð- asta strætó. Við minnumst fjöl- skylduferðanna sem farnar voru árlega þar sem fundin var álitleg flöt við góðan læk og reistar tjald- búðir. Einnig minnumst við skemmtilegra heimsókna á Hofs- vallagötuna þar sem við gátum horft á prúðuleikarana í litasjón- varpi. Og heimsókna í kartöflu- garðinn hjá Dúnu og Jóni í Skammadal þar sem við fengum að hjálpa til við að setja kartöflur niður að vori og taka upp að hausti. Þetta eru dýrmætar minn- ingar úr æsku okkar systkina, minningar sem allar eru tengdar gleði og ánægju. Dúna og Jón hafa verið ham- ingjusamlega gift í fjöldamörg ár og afar samheldin og samstiga hjón. Jón hefur verið Dúnu stoð og stytta síðustu ár þegar heils- unni hefur farið hrakandi og hún ekki átt heimangengt vegna veik- inda og höfum við saknað þess að hitta hana ekki eins oft. Hans vegna naut Dúna þess að dvelja á heimili sínu til síðasta dags, en þar leið henni best. Áslaug, einka- dóttir þeirra, hefur verið þeim ómetanlegur stuðningur alla tíð. Sigurjóni, Áslaugu, Sigga og fjölskyldu sendum við okkar dýpstu samúðarkveðjur. Minning- in um Dúnu mun lifa með okkur um ókomna tíð. Guðmundur, Elín og Ása. Sigrún Guðmundsdóttir✝ Auður Krist-insdóttir fædd- ist á Hofsósi 10. febrúar 1921. Hún lést á Hjúkr- unarheimilinu Seli á Akureyri hinn 29. september síðastlið- inn. Foreldrar hennar voru þau Sigurlína Gísladótt- ir og Kristinn Er- lendsson, sem lengst af bjuggu á Hofsósi, og var Auður yngst 10 al- systkina sem nú eru öll látin. Auk þess átti hún eina hálfsystur, samfeðra, sem einnig er látin. Árið 1942 fluttist Auður til Ak- ureyrar og 16. júní 1943 giftist hún Árna Ingimundarsyni, f. 17. mars 1921, d. 20. apríl 1998. Þau eignuðust þrjú börn. Þau eru Ingimundur, f. 8. apríl 1943, d. 12. janúar 1980, Guðrún, f. 20. apríl 1945, gift Ólafi H. Ólafssyni, þau eiga tvö börn og þrjú barnabörn, og Kristín Sig- urlína, f. 30. ágúst 1951, gift Friðriki Vagni Guðjónssyni, þau eiga tvö börn og fjögur barna- börn. Auður fór að loknu skyldunámi í Héraðsskólann á Laugarvatni og þaðan í Samvinnu- skólann í Reykjavík þar sem hún lauk samvinnuprófi árið 1940. Auður starfaði fyrst á Símanum á Ak- ureyri, en síðar um áratugaskeið hjá Kaupfélagi Eyfirðinga, lengst af í Endurskoðun KEA. Einnig starfaði hún við saumaskap fram- an af ævi, enda annáluð sauma- kona. Útför Auðar fór fram frá Höfðakapellu 8. október, í kyrr- þey að hennar ósk. Auður fæddist á Hofsósi árið 1921 og ólst þar upp yngst af stórum systkinahópi en þau voru tíu talsins auk hálfsystur. Á þeim tímum var það algengt að svo stór systkina- hópur tvístraðist snemma og ætti litla samleið á sínu bernskuheimili. Það átti við hjá Auði, en elstu systk- inin voru löngu farin að heiman þeg- ar hún kom til vits og ára. Samband hennar var alltaf mest við systur sína Líneyju og bróður sinn Erlend, en þau voru næst henni í aldri. Hún sýndi af sér strax á unga aldri mikinn dugnað, var hamhleypa til verka, afkastamikil og sérlega verklagin við flesta hluti. Hún fylgdi móður sinni nokkur sumur í síld- arsöltun á Siglufirði og var fram- legð hennar ekki lítil eftir vertíð- arnar. Hún fór til náms við Héraðsskól- ann á Laugarvatni og síðar við Sam- vinnuskólann í Reykjavík. Á sumrin vann hún fyrir skólagjöldunum og sýndi strax þá ráðdeild, skipulag og kjark, sem var henni svo eðlislægur. Auður var lágvaxin og grönn og snögg í hreyfingum. Hún var ákveð- in og hélt fast í sínar skoðanir. Á Akureyri kynntist hún eigin- manni sínum Árna Ingimundarsyni og bjuggu þau þar allan sinn bú- skap. Eignuðust þau þrjú börn og lifa dætur þeirra tvær móður sína. Auður og Árni voru um margt ólík, hún raunsæ, útsjónarsöm og helg- aði sig heimilinu en starfaði aldrei mikið að félagsmálum. Hann var fé- lagslyndur og starfaði og sinnti mikið þeim áhugamálum, sem föng- uðu huga hans. Sameiginlega höfðu þau brennandi áhuga á bridge, spiluðu mikið og kepptu á þeim vett- vangi. Einnig var mikið spilað og teflt á heimilinu við vini og þá ekki síður við vini og skólafélaga barnanna, enda heimilið opið og oft margt um manninn, þegar allir voru heima og mest gekk á. Er mörgum eftirminnileg gleðin og kátínan sem ríkti á þeim stundum. Auður vann árum saman hjá end- urskoðunardeild KEA en þá var það fyrirtæki afar stórt og með fjöl- breytilegan rekstur. Starfsandinn á skrifstofunni var sérlega góður og átti hún þar marga afburða vinnu- félaga, sem urðu vinir hennar fyrir lífstíð. Þá var Auður afar flink sauma- kona, saumaði alla tíð mikið og á ár- um áður klæddust mörg börn á Ak- ureyri flíkum, sem frá henni voru komnar. Hún var mjög smekkvís og hafði næmt auga fyrir gæðum. Áhugamál hennar voru lestur bóka, ferðalög og garðrækt. Hún naut þess mjög að ferðast, innanlands sem utan, var góður ferðafélagi og kunni svo sannarlega að njóta stundarinnar. Þó fann ég í síðustu ferð okkar utanlands, sem var til Barcelona, að heldur hafði dregið úr krafti hennar og áhuga, enda stóð hún þá á áttræðu. Síðustu árin voru henni erfið en þá dvaldist hún á hjúkrunarheim- ilinu Seli. Þar leið henni vel og á starfsfólk Sels mikinn heiður skilinn fyrir frábæra umönnun og hlýleika. Nú er hún látin, síðust úr stórum systkinahóp, södd lífdaga en jafn- framt búin að skila af sér drjúgu og góðu ævistarfi. Ólafur Huxley Ólafsson. Auður Kristinsdóttir Þegar ég var lítil trítla fór ég oft í pass á Kársnesbrautina til Ingu ömmu. Og verður þeim heimsókn- um seint gleymt, hvort sem ferð- inni var heitið niður í bæ með strætó, í labbitúr út í búð eða bara setið inni við eldhúsborðið, horft á Perluna og spilað, þá var það alltaf jafn skemmtileg upplifun. Fyrir litla „sveitastelpu“ af Garðaholtinu var það ævintýri lík- ast að fara með ömmu úr einum strætó í annan og enda svo niðri í bæ, þar sem oftar en ekki var gengið niður Laugarveginn, og þá kíkt í sjoppu og keypt nammi eða farið á kaffihús. Ekki má svo gleyma pönnukökunum góðu og heita kakóinu sem fylgdu hverri heimsókn á Kársnesbrautina. Hún amma mín var alltaf voða- leg pæja, með bleikan varalit og nýbúin að taka rúllurnar úr hárinu til að skapa frúarlegar krullurnar. Ég upplifði mig alltaf jafn fína í nýju kjólunum frá ömmu, hún gat saumað sannkallaða prinsessukjóla og flottastir voru jólakjólarnir. Alltaf fannst mér jafn gaman, þegar ég kom til ömmu, að telja tölurnar sem geymdar voru í gam- alli Mackintosh karamelludós, allar stærðir, gerðir og litir af tölum var þar að finna og stendur þessi dós nú uppi í hillu hjá mér til minn- Inga Andrésdóttir Straumland ✝ Inga SvavaAndrésdóttir Straumland fæddist í Flatey á Breiða- firði 28. mars 1928. Hún lést á Hjúkr- unarheimilinu Sunnuhlíð í Kópa- vogi sunnudaginn 14. október síðast- liðinn. Útför Ingu fór fram frá Garða- kirkju á Garðaholti á Álftanesi 19. októ- ber sl. ingar um ömmu. Þegar amma var komin í Sunnuhlíð breyttust heimsókn- irnar en héldu samt sem áður áfram að vera skemmtilegar. Við keyrðum þá með hana í hjólastólnum upp í íbúð í blokkinni þar og drukkum gos, borðuðum nammi, spjölluðum og spiluð- um. Elsku besta amma mín, ég þakka þér fyrir yndislegar og skemmtilegar stundir. Ég veit að þú ert nú á betri stað, við betri heilsu og á ný með afa. Þín ömmustelpa, Vilborg Kolbrún. Elsku Inga. Örfá minningarbrot eftir fimmtíu og átta ára kynni og fjölskyldu- tengsl. Fyrsta minningin um þig; þú í grænu kápunni með skinn- köntunum, svo glæsileg „eins og Hollywoodstjarna“ sagði skólasyst- ir mín. Svo var það brúðkaupið ykkar Leifs föðurbróður, minning- in svo björt, þið bæði svo flott. Alltaf varstu svo góð og ljúf og létt í lund. Góð við mömmu alltaf, takk fyrir það allt. Síðast þegar þú og Svala sunguð svo lágt og fallega alla sálmana við jarðarför mömmu, fyrir aftan okkur systur, það er góð minning. Fallega rödd áttir þú og raulaðir oft fyrir munni þér, svo áttir þú aðra rödd, hún var sú sem kastaði fram vísu við hversdagslegustu at- burði í hinu daglega lífi, létt og ljúft. Eftir að við Grétar fórum að venja ferðir okkar í Flatey á Breiðafirði sagðir þú okkur frá vetrinum þínum í Flatey 1942- 1943. Þá bjóst þú í Bentshúsi hjá frændfólki þínu og varst við nám hjá prestinum. Þessi vetur var þér ljúfur í minningunni. Fyrir nokkrum árum sagðir þú okkur frá því, þegar þú varst barn heima á Fossá, hvað þér fannst gaman á vetrarkvöldum að horfa á blikkandi ljósið í vitanum í Klofingi við Flatey, það var alvöruljós, hitt voru bara týrur á næstu bæjum. Með söknuði, Katrín B. Jónsdóttir. Þegar við fréttum lát frænku okkar og fóstursystur Ingu Straumland reikaði hugurinn aftur til þess tíma þegar við vorum að alast upp saman á Fossá. Hún var glæsileg og skemmtileg stúlka sem við litum upp til og tókum okkur gjarnan til fyrirmyndar. Okkur fannst hún vera okkar stóra systir enda var hún oft dugleg við að stytta okkur krökkunum stundir og spjalla um hina ýmsu hluti við okk- ur. Eftir að hún flutti til Ísafjarðar, en þar bjó hún ásamt Sigurleifi manni sínum í mörg ár, var heimili hennar alltaf opið okkur og þar var gott að dvelja. Þar leið öllum vel. Eins var það eftir að hún flutti suður að leiðin lá oft til Ingu og alltaf var jafn gott að koma þar. Tekið á móti manni með hlýju faðmlagi og fallegu brosi og átti maður þar margar notalegar stundir. Inga sagði mjög skemmtilega frá og var oft glatt á hjalla þegar henni tókst upp við að rifja upp gamla daga og lýsa mönnum og málefnum. Inga var mikil handavinnukona og lék allt í höndunum á henni, enda vann hún mikið við sauma- skap meðan heilsan leyfði. Við minnumst hennar með virð- ingu og þakklæti og vottum fjöl- skyldunni innilega samúð okkar. Endum þessi kveðjuorð með þessari fallegu vísu eftir afa okkar, Sigurmund Guðmundsson: Ég lít til þín drottinn og sé þar sól og sælurík lönd. Ég vona að ég fái að finna þar skjól og friðsæla strönd. Systkinin á Fossá.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.