Morgunblaðið - 21.10.2007, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 21.10.2007, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 21. OKTÓBER 2007 27 Morgunblaðið/Frikki Lán í óláni Jón Gústafsson var í þeirri skrýtnu aðstöðu að allt það sem fór úrskeiðis við gerð Bjólfskviðu varð mögulegur efniviður í myndina hans. Kynntu þér frábæran valkost í miðborginni. Nánari upplýsingar á www.101skuggi.is eða í síma 599 5000.í 101 Skuggahverfi Sala nýrra íbúða er hafin stæður þar sem hann veiktist mjög illa.“ – Þannig að hann er með þennan sama „brjálæðing“ í sér og Herzog? „Hann er með hann í sér. Hann sækir í þetta, skapar sér þetta sjálfur. Þegar hann hafði lokið háskólanámi í Kanada liðlega tvítugur ákvað hann að koma til Íslands og fara á sjóinn. Hann réð sig á lítinn fiskibát sem reri undan Suðurlandi. Þá til dæmis lend- ir hann í brotsjó þar sem honum er næstum svipt útbyrðis en nær að hanga á borðstokknum. Svo er hann hífður um borð þegar lag gefst. Hann hélt að þar sem hann hefði rétt slopp- ið lifandi fengi hann kannski frí það sem eftir væri dagsins. En menn hlógu bara að honum, sögðu honum að fara inn í þurrt og koma svo út aft- ur. Í annað skipti höfðu þeir dregið net í 10-12 tíma og loks kom síðasta netið inn, fullt af kóral svo þeir horfðu fram á 5-8 tíma við að laga netið. Og þá fór félagi hans bara að hlæja. Hvað annað gátu þeir gert? Það þýddi ekk- ert að kvarta eða væla. Hann segist hafa lært af þessu að ef maður gæti lifað af vertíð á litlum bát út af suður- strönd Íslands þá gæti maður lifað af kvikmyndatökur. Þetta er Íslending- urinn í honum. Þessi sem við losnum aldrei við, sama hvað við erum lengi í burtu.“ – Maður hlýtur þó óneitanlega að spyrja sig hvernig Sturla sjálfur hafi tekið í þessa heimildarmynd. Því hann gengur í gegnum eld og brenni- stein við að gera sína mynd sem fékk svo blendnar viðtökur. En þín mynd – sem rekur allar þessar þrautir – hún hefur a.m.k. sankað að sér verðlaun- um. „Sturla hefur bara talað vel um mína mynd. Það var auðvitað erfitt fyrir hann í fyrstu að horfa þar á sjálfan sig svona á ystu nöf. En hann er kominn yfir það núna. Og við verð- um að líta á það að Sturla er trúlega einn af þekktari heimildarmynd- argerðarmönnum í Kanada, hann er margverðlaunaður sem slíkur. Svo hann þekkir hina hliðina vel. Þegar hann er einu sinni búinn að taka ákvörðun um að leyfa mér að beina vélinni að sér þá lifir hann bara með henni. Auk þess hefur mín mynd víða vakið athygli á Bjólfskviðu sjálfri svo fólk langar að sjá hana.“ Hin tvíbenta landkynning Reiði guðanna hlaut enga fyr- irtaksaðsókn á Kvikmyndahátíð hér í fyrra. En þess utan var mörgum inn- an kvikmyndageirans í nöp við mynd- ina þar sem hún þótti vega um of að ímynd Íslands sem draumalands fyr- ir kvikmyndagerð. Jón segir að sér hafi meira að segja verið hótað lög- banni yrði myndin sýnd. „Það var reyndar ekki reynt þegar til kom. Það fór enginn slíkur prósess af stað.“ – En þessi mynd gengur óneit- anlega dálítið þvert á það sem menn hafa verið að reyna að gera hér, að gera Ísland eftirsóknarvert til kvik- myndatöku í augum útlendinga. „Í fyrsta lagi finnst mér mikilvægt að við setjum ekki boð og bönn um það hvaða sögur megi segja og hverj- ar ekki. Það yrði mjög skrýtið sam- félag ef það mætti bara segja sögur þar sem væri sólskin á Íslandi og vor. Meðframleiðandi minn Jón Ármann Steinsson hefur reyndar sagt að sennilega sé þetta orð „landkynning“ ekki til á neinu öðru máli en íslensku. En varðandi landkynninguna finnst mér einmitt hvað mest aðlaðandi við Ísland að hér er ekki eilífur steikjandi hiti. Ég held líka að það sé miklu betra til lengri tíma litið að segja sannleikann. Annars veldurðu bara vonbrigðum. Þetta er eins og að aug- lýsa að landið sé fullt af lauslátum konum. Svo koma einhverjir Banda- ríkjamenn hingað, finna aldrei þessar konur og verða fyrir vonbrigðum og fara að tala illa um landið. Við erum annars til þess að gera nýbyrjuð að gera heiðarlegar heim- ildarmyndir. Við höfum kannski að- allega haft þessar sögulegu glans- myndir sem eru gerðar til að fegra hlut einstakra stórmenna. Myndin um Lalla Johns var bylt- ing. Hún var æðisleg og Þorfinnur Guðnason er einn merkilegasti heim- ildarmyndagerðarmaður sem ég veit um. Og við erum að læra þetta. Við erum að fá kjarkinn til að gera svona myndir. Það er bara erfitt á litlu landi eins og Íslandi. Ég hef mætt tals- verðu mótlæti út af minni mynd. Menn hafa spurt af hverju ég sé að segja þessa sögu og reynt að fá mig ofan af því. Fólk hefur sagt mér að ég muni ekki geta unnið á Íslandi aftur ef ég geri þessa mynd og ég hef fund- ið fólk fjarlægjast mig út af henni. Það hefur reyndar fæst séð myndina heldur hræðist hana af orðspori. Svo ég geri mér engar vonir um að mynd- inni verði vel tekið á Íslandi. Ég á frekar von á að vera skammaður og rakkaður niður. Við búum við ákveðnar aðstæður sem eru þó að breytast og ég held að verði að breytast. Tækniþróun hefur verið slík að það er miklu auðveldara að ná inn á band hlutum sem eru að gerast. Það eru miklu meiri líkur til að það verði til fleiri cinema verité myndir sem verða til af því að fólk byrjar óvart að taka upp og svo allt í einu er það komið með sögu. Hins vegar búum við við þær aðstæður að það er ekki auðvelt að fjármagna slík- ar myndir.“ – Markaðurinn er erfiður og sjón- varpsstöðvarnar tregar til? „Já, þær borga allt of lítið svo menn lenda í því að geta ekki klárað myndir. Ég hefði til dæmis aldrei get- að gert þessa mynd nema af því að CBC tók þátt í henni sem meðfram- leiðandi. Síðan kom Kvikmynda- miðstöð inn í. Mér fannst hún reynd- ar sýna mikinn kjark með því. Og svo loks sjónvarpið þegar þeir höfðu skoðað myndina. Vandinn er bara sá að allar umsóknir til Kvikmyndasjóðs miðast við það að menn semji hand- ritið að myndunum fyrirfram. Skili því svo tilbúnu inn til að fá styrk og fari síðan út að mynda. En þá er bara búið að útiloka hreinar cinema verité- myndir. Hvernig hefði ég til dæmis átt að vita fyrirfram að allt myndi gerast sem gerðist í þessari mynd? Og af hverju var til dæmis enginn að gera heimildarmynd um Svandísi Svavarsdóttur nú um daginn, fyrst þegar hún stóð upp og hótaði að fara með málefni Orkuveitu Reykjavíkur fyrir dóm? Þann dag átti einhver að stökkva á hana með myndavél því þá var hún búin að setja sjálfa sig í mjög dramatíska aðstöðu. Gat einhver séð fyrir að þetta myndi velta borg- arstjórninni? Nei. En pældu í hverju hefði verið hægt að ná ef einhver hefði verið með myndavél í gangi. Og það hefði ekki kostað neitt nema tíma. Þetta hefði getað orðið heimild- armynd sem hefði sýnt okkur nú- tímann í nýju ljósi. Slíkar heim- ildamyndir hafa mjög mikið gildi og ég vona að það finnist leiðir til að gera fleiri slíkar myndir. Því sögulegar heimildamyndir eru fínar út af fyrir sig og náttúrumyndir líka en þessar myndir vantar í íslenska kvikmynda- flóru.“ »Ef hann [Sturla] hefði misst stjórn á sér þá hefði allt hrunið. Hann heldur öllu saman með þessu brosi sínu en á ákveðnu augnabliki verður þetta bros óneitanlega dálítið falskt.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.