Morgunblaðið - 21.10.2007, Blaðsíða 73

Morgunblaðið - 21.10.2007, Blaðsíða 73
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 21. OKTÓBER 2007 73 Þetta er handbókin í ár fyrir stjórnendur sem eiga eftir að ákveða hvað fyrirtækið ætlar að gefa samstarfs- aðilum, viðskiptavinum og eigin starfsfólki í jólagjöf. Jólagjafir frá fyrirtækjum Glæsilegur blaðauki um allt sem snýr að jólagjöfum frá fyrirtækjum til starfsfólks og viðskiptavina fylgir Viðskiptablaði Morgunblaðsins 1. nóvember. Allar nánari upplýsingar veitir Sigríður Hvönn Karlsdóttir í síma 569 1134 og 692 1010 eða sigridurh@mbl.is Auglýsendur! Pantið fyrir kl. 16 mánudaginn 29. október. árnað heilla ritstjorn@mbl.is Félagsstarf Félag eldri borgara í Kópavogi | Skrifstofan í Gullsmára 9 er opin mánudaga og miðviku- daga kl. 10-11.30. S. 554-1226. Skrifstofan í Gjábakka er opin á miðvikudögum kl. 15-16. S. 554-3438. Félagsvist í Gullsmára á mánu- dögum kl. 20.30, í Gjábakka á miðvikudögum kl. 13 og á föstudögum kl. 20.30. Félag eldri borgara, Reykjavík | Dansleikur í kvöld kl. 20, Klassík leikur fyrir dansi. Nám- skeið í framsögn hefst 23. október, leiðbein- andi Bjarni Ingvarsson, uppl. og skráning á skrifstofu FEB. Árshátíð FEB 2. nóvember í sal Ferðafélagsins í Mörkinni. Skráning hafin á skrifstofu FEB, s. 588-2111. Félagsstarf Gerðubergs | Virka daga kl. 9- 16.30 er m.a. opnar vinnustofur, spilasalur o.fl. Á föstud. kl. 10.30 er fjölbreytt leikfimi (frítt) í íþróttahúsi ÍR við Skógarsel, kaffi. Miðvikud. 31. okt. er leikhúsferð í Þjóðleikhúsið að degi til, uppl. á staðnum og s. 575-7720. Flugvirkjasalurinn | Kvenfélagið Keðjan held- ur fyrsta fund vetrarins 22. október kl. 20, í Flugvirkjasalnum, Borgartúni 22. Hraunbær 105 | Hárgreiðslustofan Blær, í jólapermanent, klipping eða litun, tímapant- anir í síma 894-6256. Hæðargarður 31 | Miðar eru til á Vínarhljóm- leika 5. jan. nk. Müllers-æfingar á þriðjudög- um. Draumadísir og línudans á fimmtud. Breiðagerðiskór í heimsókn. Listasmiðjan, skapandi skrif, tölvufræðsla. World Class þrisvar í viku; styrktarþjálfun. Ljósmyndasafn Rvk. á mánud. 568-3132. Korpúlfar, Grafarvogi | Á morgun er ganga frá Grafarvogskirkju kl. 10. Vesturgata 7 | Getum bætt við okkur nýjum kórfélögum (allar raddir). Æfingar á mánu- dögum og fimmtudögum kl. 13-14.30. Kór- stjóri Árni Heiðar Karlsson. Nánari uppl. í síma 535-2740. Kirkjustarf Bústaðakirkja | Á miðvikudögum kl. 13-16.30 er starf eldri borgara, spilað, föndrað og handavinna. Gestur kemur í heimsókn. Fríkirkjan Kefas | Sunnudagaskóli kl. 11, kennsla, söngur, leikir o.fl. Almenn samkoma kl. 14 þar sem Helga R. Ármannsdóttir prédik- ar. Á samkomunni verður lofgjörð, barnastarf og brauðsbrotning. Laugarneskirkja | TTT-hópurinn kemur sam- an undir handleiðslu sr. Hildar Eirar og Andra Bjarnasonar kl. 13. (5.-6. bekkur) Kl. 16 Harð- jaxlar, fullfrísk og fötluð börn saman í leik og vináttu. Stella Rún Steinþórsdóttir og Þorkell Sigurbjörnsson leiða starfið. Óháði söfnuðurinn | Samvera aldraðra kl. 14. Kaffi í boði safnaðarins á eftir Laugarneskirkja. 65ára afmæli. MatthildurValdimarsdóttir, starfsmaður á leikskóla, Ás- braut 21 í Kópavogi er sextíu og fimm ára í dag, sunnudag- inn 21. október. Matthildur er erlendis á afmælisdaginn. 50ára afmæli. Á höf-uðdag, 29. ágúst, varð 50 ára Halldór Páll Hall- dórsson skólameistari Menntaskólans að Laug- arvatni. Af því tilefni langar hann og fjölskylda hans að bjóða vinum og vandamönnum til kaffisamsætis í sal Mennta- skólans, laugardaginn 27. október milli kl. 15 og 18. Von- ast hann til að sjá sem flesta. dagbók Í dag er sunnudagur 21. október, 294. dagur ársins 2007 Orð dagsins: Varir hins réttláta vita, hvað geðfellt er, en munnur óguðlegra er eintóm flærð. (Ok. 10, 32) Næstkomandi miðvikudagefna Stofnun stjórnsýslu-fræða og stjórnmála, Félagforstöðumanna ríkisstofn- ana og fjármálaráðuneytið til morg- unverðarfundar á Grand hóteli. Á fundinum verða kynntar fyrstu nið- urstöður umfangsmikillar könnunar meðal forstöðumanna ríkisins. Umfangsmikil rannsókn Ómar H. Kristmundsson er dósent í stjórnsýslufræðum við HÍ og stjórnandi rannsóknarinnar: „Þær niðurstöður sem kynntar verða nú á miðvikudag eru hluti af umfangsmikilli rannsókn á starfsum- hverfi ríkisstarfsmanna,“ segir hann. Hér verður fjallað sérstaklega um stjórnun og starfsmannamál ríkisins á grundvelli viðhorfa stjórnenda rík- isstofnana.“ Ómar segir rannsóknina hafa verið tímabæra: „Á síðastliðnum árum hafa verið innleidd ný stjórnunartæki í stjórnsýslunni sem ástæða er til að kanna hvernig forstöðumenn meta. Svo- kallaðir stofnanasamningar hafa verið innleiddir en þeirra markmið er m.a. að færa launaákvarðanir í meira mæli í hendur stjórnenda stofnana. Töluverð reynsla er nú komin af breyttum starfs- mannalögum og mikilvægt að fá mat stjórnenda á hvernig til hefur tekist.“ Umfjöllun og viðbrögð Á fundinum fjallar Ómar um helstu niðurstöður skýrslunnar og einnig um mögulegar aðgerðir af hálfu ríkisins í ljósi niðurstaðnanna. Gunnar Björns- son, skrifstofustjóri starfsmannaskrif- stofu fjármálaráðuneytis, mun ræða um tengsl niðurstaðna úr skýrslu Ríkisend- urskoðanda um endurskoðun ríkisreikn- ings 2006 varðandi framkvæmd kjara- samninga og vörpun launa, og tengja niðurstöðum rannsóknarinnar um fyr- irkomulag launaákvarðana. Einnig ætla Margrét Friðriksdóttir, skólameistari MK, og Magnús Skúlason, forstjóri Heilbrigðisstofnunar Suður- lands, að bregðast við niðurstöðum könnunarinnar. Fundarstjóri er Mar- grét S. Björnsdóttir, forstöðumaður Stofnunar stjórnsýslufræða. Nánari upplýsingar eru á heimasíðu Stofnunar stjórnsýslufræða www.stjornsyslustofnun.hi.is. Þar fer einnig fram skráning á þátttöku. Stjórnsýsla | Rannsókn á stjórnun og starfsmannamálum ríkisstofnana Hvar kreppir skórinn?  Ómar H. Krist- mundsson fæddist í Reykjavík 1958. Hann lauk dokt- orsprófi í op- inberri stjórnsýslu 2002 frá Connecti- cut-háskóla í Bandaríkjunum. Ómar hefur starf- að sem sérfræðingur hjá fjár- málaráðuneytinu og hjá Barnavernd- arstofu og hefur verið kennari við stjórnmálafræðiskor Háskóla Íslands síðan 2003. Tónlist Seltjarnarneskirkja | Sinfóníuhljómsveit áhuga- manna heldur tónleika kl. 17. Á efnisskránni eru Fuglarnir eftir Respighi, Rúmenskir dansar eftir Bartók, Pavane eftir Ravel, Valse triste eftir Sibelius og Íslensk rímnad- anslög eftir Jón Leifs. Stjórn- andi er Oliver Kentish. Skálholt | Söng- og tónlist- arkona Hannan El-Shemouty frá Kaíró heldur tónleika kl. 16. Á dagskrá eru þjóðlög úr ýmsum áttum. Tónlistarmenn- irnir Hilmar Örn Agnarsson, orgel og Steingrímur Guð- mundsson, slagverk, leika með og Kammerkór Suðurlands syngur með. Bústaðakirkja | Strengjakvar- tett Sigrúnar Eðvaldsdóttur flytur verk eftir Haydn, Sibe- lius, Hafliða Hallgrímsson og Tsjaikovski á tónleikum Kammermúsíkklúbbsins í kvöld, kl. 20. Sjá nánar á kammer.is Kvikmyndir MÍR-salurinn | Hverfisgötu 105. Kvikmyndin Andrejs Tar- kovskíj „Stalker“, gerð á árinu 1979 verður sýnd í dag kl. 15. Myndin er byggð á vís- indaskáldsögu rússnesku bræðranna Arkadís og Borisar Strúgatskíj. Rússneska – ensk- ur texti. Aðgangur ókeypis. TVÆR fram- úrskarandi tón- listarkonur frá Sovétríkjunum gömlu, hin unga, sívaxandi og glæsilega selló- stjarna Tanya Anisimova og píanóleikarinn listfengi Lydia Frumkin, halda tónleika í TÍBRÁ í Salnum í Kópavogi í kvöld kl. 20. Tanya og Lydia hafa flutt marg- víslegar efnisskrár í gegnum tíð- ina en á tónleikunum nú í TÍBRÁ leika þær Sónötu fyrir fiðlu og pí- anó í A-dúr eftir César Franck í umritun Jules Delsart, Sónötu fyr- ir selló og píanó í g-moll op. 19 eftir Sergei Rachmaninoff og loks nýtt verk eftir Tönju sem hún til- einkar Lydiu en verkið heitir „Ís- lensk ballaða“ og er samið í tilefni af hingaðkomu þessara rússnesku virtúósa. Tónleikar í TÍBRÁ Íslensk ballaða frá Rússlandi Lydia Frumkin MORGUNBLAÐIÐ birtir til kynningar um afmæli, brúðkaup, ætt- armót og fleira les- endum sínum að kostn- aðarlausu. Samþykki afmælisbarns þarf að fylgja afmælistilkynn- ingum og/ eða nafn ábyrgðarmanns og símanúmer. Hægt er að hringja í síma 569-1100, senda til- kynningu og mynd á net- fangið ritstjorn@mbl.is, eða senda tilkynningu og mynd í gegnum vefsíðu Morgunblaðsins, www.mbl.is, og velja lið- inn „Senda inn efni“. Einnig er hægt að senda vélritaða tilkynningu og mynd í pósti. Bréfið skal stíla á Árnað heilla, Morgunblaðinu, Hádegismóum 2 110 Reykjavík. FRÉTTIR BARTOLOME Celli lungnalæknir flytur erindi á árlegum Lungnadegi Félags íslenskra lungnalækna fimmtudaginn 25. október. Dr. Cellier er prófessor við Harvard-háskóla í Boston í Bandaríkjunum og er heims- þekktur fyrir rannsóknir sínar á lang- vinnri lungnateppu, segir í fréttatil- kynningu. Nýjustu rannsóknir sýna að mikil aukning er á algengi og dánartíðni sjúkdómsins langvinnrar lungna- teppu bæði hérlendis og um heim all- an. Íslenskar rannsóknir sýna að allt að 9% einstaklinga á Íslandi yfir 40 ára að aldri eru með þennan sjúkdóm og oft án þess að það hafi verið greint. Aðaláhættuþáttur sjúkdómsins eru reykingar auk loftmengunar ýmis- konar og erfðaþátta. Miklar rann- sóknir fara fram til þess að finna út hvaða meðferð hentar þeim einstak- lingum sem þjást vegna langvinnrar lungnateppu sem og hvernig best er að meta árangur meðferðar og horfur og hefur dr. Celli verið leiðandi á heimsvísu í þeim rannsóknum. Dr. Celli hefur lagt mikið á sig til að vekja áhuga lækna og heilbrigðisyf- irvalda um allan heim á langvinnri lungnateppu og hefur honum oft verið líkt við predikara vegna líflegrar framkomu og hæfileika hans við að upplýsa um sjúkdóminn langvinna lungnateppu, segir í tilkynningunni. Lungna- læknir ræðir langvinna lungnateppu RANNSÓKNASETUR í barna- og fjölskylduvernd (RBF) og félagsráð- gjafarskor Háskóla Íslands standa að málstofu miðvikudaginn 24. októ- ber nk. kl. 12-13 í Odda, stofu 101. Margrét María Sigurðardóttir, umboðsmaður barna, fjallar um þær réttarreglur sem gilda um rétt barna til beggja foreldra og þá þróun sem hefur verið í gangi á þessu sviði. Málstofan er öllum opin og að- gangur er ókeypis. Þetta er önnur málstofa vetrarins en þema haustsins er Börn og breyt- ingar í fjölskyldum. Lögheimili barna Fréttir á SMS ♦♦♦
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.