Morgunblaðið - 21.10.2007, Síða 73
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 21. OKTÓBER 2007 73
Þetta er handbókin í ár fyrir stjórnendur sem eiga
eftir að ákveða hvað fyrirtækið ætlar að gefa samstarfs-
aðilum, viðskiptavinum og eigin starfsfólki í jólagjöf.
Jólagjafir frá fyrirtækjum
Glæsilegur blaðauki um allt sem snýr að
jólagjöfum frá fyrirtækjum til starfsfólks
og viðskiptavina fylgir Viðskiptablaði
Morgunblaðsins 1. nóvember.
Allar nánari upplýsingar veitir Sigríður Hvönn Karlsdóttir
í síma 569 1134 og 692 1010 eða sigridurh@mbl.is
Auglýsendur!
Pantið fyrir kl. 16 mánudaginn 29. október.
árnað heilla
ritstjorn@mbl.is
Félagsstarf
Félag eldri borgara í Kópavogi | Skrifstofan í
Gullsmára 9 er opin mánudaga og miðviku-
daga kl. 10-11.30. S. 554-1226. Skrifstofan í
Gjábakka er opin á miðvikudögum kl. 15-16. S.
554-3438. Félagsvist í Gullsmára á mánu-
dögum kl. 20.30, í Gjábakka á miðvikudögum
kl. 13 og á föstudögum kl. 20.30.
Félag eldri borgara, Reykjavík | Dansleikur í
kvöld kl. 20, Klassík leikur fyrir dansi. Nám-
skeið í framsögn hefst 23. október, leiðbein-
andi Bjarni Ingvarsson, uppl. og skráning á
skrifstofu FEB. Árshátíð FEB 2. nóvember í
sal Ferðafélagsins í Mörkinni. Skráning hafin á
skrifstofu FEB, s. 588-2111.
Félagsstarf Gerðubergs | Virka daga kl. 9-
16.30 er m.a. opnar vinnustofur, spilasalur o.fl.
Á föstud. kl. 10.30 er fjölbreytt leikfimi (frítt) í
íþróttahúsi ÍR við Skógarsel, kaffi. Miðvikud.
31. okt. er leikhúsferð í Þjóðleikhúsið að degi
til, uppl. á staðnum og s. 575-7720.
Flugvirkjasalurinn | Kvenfélagið Keðjan held-
ur fyrsta fund vetrarins 22. október kl. 20, í
Flugvirkjasalnum, Borgartúni 22.
Hraunbær 105 | Hárgreiðslustofan Blær, í
jólapermanent, klipping eða litun, tímapant-
anir í síma 894-6256.
Hæðargarður 31 | Miðar eru til á Vínarhljóm-
leika 5. jan. nk. Müllers-æfingar á þriðjudög-
um. Draumadísir og línudans á fimmtud.
Breiðagerðiskór í heimsókn. Listasmiðjan,
skapandi skrif, tölvufræðsla. World Class
þrisvar í viku; styrktarþjálfun. Ljósmyndasafn
Rvk. á mánud. 568-3132.
Korpúlfar, Grafarvogi | Á morgun er ganga
frá Grafarvogskirkju kl. 10.
Vesturgata 7 | Getum bætt við okkur nýjum
kórfélögum (allar raddir). Æfingar á mánu-
dögum og fimmtudögum kl. 13-14.30. Kór-
stjóri Árni Heiðar Karlsson. Nánari uppl. í
síma 535-2740.
Kirkjustarf
Bústaðakirkja | Á miðvikudögum kl. 13-16.30
er starf eldri borgara, spilað, föndrað og
handavinna. Gestur kemur í heimsókn.
Fríkirkjan Kefas | Sunnudagaskóli kl. 11,
kennsla, söngur, leikir o.fl. Almenn samkoma
kl. 14 þar sem Helga R. Ármannsdóttir prédik-
ar. Á samkomunni verður lofgjörð, barnastarf
og brauðsbrotning.
Laugarneskirkja | TTT-hópurinn kemur sam-
an undir handleiðslu sr. Hildar Eirar og Andra
Bjarnasonar kl. 13. (5.-6. bekkur) Kl. 16 Harð-
jaxlar, fullfrísk og fötluð börn saman í leik og
vináttu. Stella Rún Steinþórsdóttir og Þorkell
Sigurbjörnsson leiða starfið.
Óháði söfnuðurinn | Samvera aldraðra kl. 14.
Kaffi í boði safnaðarins á eftir
Laugarneskirkja.
65ára afmæli. MatthildurValdimarsdóttir,
starfsmaður á leikskóla, Ás-
braut 21 í Kópavogi er sextíu
og fimm ára í dag, sunnudag-
inn 21. október. Matthildur er
erlendis á afmælisdaginn.
50ára afmæli. Á höf-uðdag, 29. ágúst, varð
50 ára Halldór Páll Hall-
dórsson skólameistari
Menntaskólans að Laug-
arvatni. Af því tilefni langar
hann og fjölskylda hans að
bjóða vinum og vandamönnum
til kaffisamsætis í sal Mennta-
skólans, laugardaginn 27.
október milli kl. 15 og 18. Von-
ast hann til að sjá sem flesta.
dagbók
Í dag er sunnudagur 21. október, 294. dagur ársins 2007
Orð dagsins: Varir hins réttláta vita, hvað geðfellt er, en munnur óguðlegra er eintóm flærð. (Ok. 10, 32)
Næstkomandi miðvikudagefna Stofnun stjórnsýslu-fræða og stjórnmála, Félagforstöðumanna ríkisstofn-
ana og fjármálaráðuneytið til morg-
unverðarfundar á Grand hóteli.
Á fundinum verða kynntar fyrstu nið-
urstöður umfangsmikillar könnunar
meðal forstöðumanna ríkisins.
Umfangsmikil rannsókn
Ómar H. Kristmundsson er dósent í
stjórnsýslufræðum við HÍ og stjórnandi
rannsóknarinnar: „Þær niðurstöður sem
kynntar verða nú á miðvikudag eru hluti
af umfangsmikilli rannsókn á starfsum-
hverfi ríkisstarfsmanna,“ segir hann.
Hér verður fjallað sérstaklega um
stjórnun og starfsmannamál ríkisins á
grundvelli viðhorfa stjórnenda rík-
isstofnana.“
Ómar segir rannsóknina hafa verið
tímabæra: „Á síðastliðnum árum hafa
verið innleidd ný stjórnunartæki í
stjórnsýslunni sem ástæða er til að
kanna hvernig forstöðumenn meta. Svo-
kallaðir stofnanasamningar hafa verið
innleiddir en þeirra markmið er m.a. að
færa launaákvarðanir í meira mæli í
hendur stjórnenda stofnana. Töluverð
reynsla er nú komin af breyttum starfs-
mannalögum og mikilvægt að fá mat
stjórnenda á hvernig til hefur tekist.“
Umfjöllun og viðbrögð
Á fundinum fjallar Ómar um helstu
niðurstöður skýrslunnar og einnig um
mögulegar aðgerðir af hálfu ríkisins í
ljósi niðurstaðnanna. Gunnar Björns-
son, skrifstofustjóri starfsmannaskrif-
stofu fjármálaráðuneytis, mun ræða um
tengsl niðurstaðna úr skýrslu Ríkisend-
urskoðanda um endurskoðun ríkisreikn-
ings 2006 varðandi framkvæmd kjara-
samninga og vörpun launa, og tengja
niðurstöðum rannsóknarinnar um fyr-
irkomulag launaákvarðana.
Einnig ætla Margrét Friðriksdóttir,
skólameistari MK, og Magnús Skúlason,
forstjóri Heilbrigðisstofnunar Suður-
lands, að bregðast við niðurstöðum
könnunarinnar. Fundarstjóri er Mar-
grét S. Björnsdóttir, forstöðumaður
Stofnunar stjórnsýslufræða.
Nánari upplýsingar eru á heimasíðu
Stofnunar stjórnsýslufræða
www.stjornsyslustofnun.hi.is. Þar fer
einnig fram skráning á þátttöku.
Stjórnsýsla | Rannsókn á stjórnun og starfsmannamálum ríkisstofnana
Hvar kreppir skórinn?
Ómar H. Krist-
mundsson fæddist í
Reykjavík 1958.
Hann lauk dokt-
orsprófi í op-
inberri stjórnsýslu
2002 frá Connecti-
cut-háskóla í
Bandaríkjunum.
Ómar hefur starf-
að sem sérfræðingur hjá fjár-
málaráðuneytinu og hjá Barnavernd-
arstofu og hefur verið kennari við
stjórnmálafræðiskor Háskóla Íslands
síðan 2003.
Tónlist
Seltjarnarneskirkja |
Sinfóníuhljómsveit áhuga-
manna heldur tónleika kl. 17.
Á efnisskránni eru Fuglarnir
eftir Respighi, Rúmenskir
dansar eftir Bartók, Pavane
eftir Ravel, Valse triste eftir
Sibelius og Íslensk rímnad-
anslög eftir Jón Leifs. Stjórn-
andi er Oliver Kentish.
Skálholt | Söng- og tónlist-
arkona Hannan El-Shemouty
frá Kaíró heldur tónleika kl.
16. Á dagskrá eru þjóðlög úr
ýmsum áttum. Tónlistarmenn-
irnir Hilmar Örn Agnarsson,
orgel og Steingrímur Guð-
mundsson, slagverk, leika með
og Kammerkór Suðurlands
syngur með.
Bústaðakirkja | Strengjakvar-
tett Sigrúnar Eðvaldsdóttur
flytur verk eftir Haydn, Sibe-
lius, Hafliða Hallgrímsson og
Tsjaikovski á tónleikum
Kammermúsíkklúbbsins í
kvöld, kl. 20. Sjá nánar á
kammer.is
Kvikmyndir
MÍR-salurinn | Hverfisgötu
105. Kvikmyndin Andrejs Tar-
kovskíj „Stalker“, gerð á árinu
1979 verður sýnd í dag kl. 15.
Myndin er byggð á vís-
indaskáldsögu rússnesku
bræðranna Arkadís og Borisar
Strúgatskíj. Rússneska – ensk-
ur texti. Aðgangur ókeypis.
TVÆR fram-
úrskarandi tón-
listarkonur frá
Sovétríkjunum
gömlu, hin unga,
sívaxandi og
glæsilega selló-
stjarna Tanya
Anisimova og
píanóleikarinn
listfengi Lydia
Frumkin, halda tónleika í TÍBRÁ í
Salnum í Kópavogi í kvöld kl. 20.
Tanya og Lydia hafa flutt marg-
víslegar efnisskrár í gegnum tíð-
ina en á tónleikunum nú í TÍBRÁ
leika þær Sónötu fyrir fiðlu og pí-
anó í A-dúr eftir César Franck í
umritun Jules Delsart, Sónötu fyr-
ir selló og píanó í g-moll op. 19
eftir Sergei Rachmaninoff og loks
nýtt verk eftir Tönju sem hún til-
einkar Lydiu en verkið heitir „Ís-
lensk ballaða“ og er samið í tilefni
af hingaðkomu þessara rússnesku
virtúósa.
Tónleikar í TÍBRÁ
Íslensk ballaða
frá Rússlandi
Lydia Frumkin
MORGUNBLAÐIÐ
birtir til kynningar um
afmæli, brúðkaup, ætt-
armót og fleira les-
endum sínum að kostn-
aðarlausu. Samþykki
afmælisbarns þarf að
fylgja afmælistilkynn-
ingum og/ eða nafn
ábyrgðarmanns og
símanúmer.
Hægt er að hringja í
síma 569-1100, senda til-
kynningu og mynd á net-
fangið ritstjorn@mbl.is,
eða senda tilkynningu og
mynd í gegnum vefsíðu
Morgunblaðsins,
www.mbl.is, og velja lið-
inn „Senda inn efni“.
Einnig er hægt að senda
vélritaða tilkynningu og
mynd í pósti. Bréfið skal
stíla á
Árnað heilla,
Morgunblaðinu,
Hádegismóum 2
110 Reykjavík.
FRÉTTIR
BARTOLOME Celli lungnalæknir
flytur erindi á árlegum Lungnadegi
Félags íslenskra lungnalækna
fimmtudaginn 25. október. Dr. Cellier
er prófessor við Harvard-háskóla í
Boston í Bandaríkjunum og er heims-
þekktur fyrir rannsóknir sínar á lang-
vinnri lungnateppu, segir í fréttatil-
kynningu.
Nýjustu rannsóknir sýna að mikil
aukning er á algengi og dánartíðni
sjúkdómsins langvinnrar lungna-
teppu bæði hérlendis og um heim all-
an. Íslenskar rannsóknir sýna að allt
að 9% einstaklinga á Íslandi yfir 40
ára að aldri eru með þennan sjúkdóm
og oft án þess að það hafi verið greint.
Aðaláhættuþáttur sjúkdómsins eru
reykingar auk loftmengunar ýmis-
konar og erfðaþátta. Miklar rann-
sóknir fara fram til þess að finna út
hvaða meðferð hentar þeim einstak-
lingum sem þjást vegna langvinnrar
lungnateppu sem og hvernig best er
að meta árangur meðferðar og horfur
og hefur dr. Celli verið leiðandi á
heimsvísu í þeim rannsóknum.
Dr. Celli hefur lagt mikið á sig til að
vekja áhuga lækna og heilbrigðisyf-
irvalda um allan heim á langvinnri
lungnateppu og hefur honum oft verið
líkt við predikara vegna líflegrar
framkomu og hæfileika hans við að
upplýsa um sjúkdóminn langvinna
lungnateppu, segir í tilkynningunni.
Lungna-
læknir ræðir
langvinna
lungnateppu
RANNSÓKNASETUR í barna- og
fjölskylduvernd (RBF) og félagsráð-
gjafarskor Háskóla Íslands standa
að málstofu miðvikudaginn 24. októ-
ber nk. kl. 12-13 í Odda, stofu 101.
Margrét María Sigurðardóttir,
umboðsmaður barna, fjallar um þær
réttarreglur sem gilda um rétt barna
til beggja foreldra og þá þróun sem
hefur verið í gangi á þessu sviði.
Málstofan er öllum opin og að-
gangur er ókeypis.
Þetta er önnur málstofa vetrarins
en þema haustsins er Börn og breyt-
ingar í fjölskyldum.
Lögheimili
barna
Fréttir á SMS
♦♦♦