Morgunblaðið - 21.10.2007, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 21.10.2007, Blaðsíða 30
þróunarhjálp 30 SUNNUDAGUR 21. OKTÓBER 2007 MORGUNBLAÐIÐ H OLLENDING- URINN Bram E.C. Schreuder komst í kynni við Afganistan strax eftir að hann út- skrifaðist sem dýralæknir. „Fyrsta starf mitt eftir útskrift var tveggja ára verkefni í Afganistan á vegum Matvæla- og landbúnaðarstofnunar Sameinuðu þjóðanna (FAO). Ég var 25 ára gamall, konan mín kom með mér, og varð ég strax mjög hrifinn af landinu og fólkinu,“ segir Schreuder og bætir við að hann hafi sýkst af „afganska vírusnum“. Afganistan er stríðshrjáð land og hefur það haft áhrif á veru Schreud- ers í landinu en á sama tíma gert hann áhugasamari um að halda tengslum við landið og hjálpa fólkinu sem þar býr. „Eftir innrás Sovétríkj- anna í landið hittumst við nokkrir Hollendingar sem höfðum tengsl við landið og stofnuðum árið 1980 það sem heitir Dutch Committee for Afganistan (DCA),“ segir hann. Í upphafi tók nefndin þátt í póli- tískum aðgerðum en síðar varð hún að meiri hjálparstofnun. Dæmi um það er verkefni sem byggist upp á þjálfun hálfgildings dýralækna, á ensku kallaðir „para- vets“, sem hóf göngu sína árið 1998. „Í upphafi vorum við í Pakistan því ekki var hægt að starfa í Afganistan. Við vorum í sex ár í Peshawar og skipulögðum allt starfið þaðan. Við sáum um að flytja nemendurna til Pakistans en að námi loknu fóru þeir aftur til síns heima. Það var ekki fyrr en árið 1994 að við fluttum bæki- stöðvar okkar á tvo staði í Afganist- an.“ Öldungarnir velja nemana Nemendurnir eru valdir þannig að öldungarnir í þorpinu sem leitað er til stinga upp á manni til námsins. Hann þarf síðan að gangast undir inntökupróf áður en hann byrjar í námskeiðinu. „Við könnum hvort viðkomandi geti lesið, skrifað og reiknað,“ útskýrir Schreuder. Að- ferðin hefur skilað góðum árangri og nemarnir skila sér allir aftur í sveit- irnar að útskrift lokinni og starfa á sínum heimaslóðum þar sem þörfin er mest. Valaðferðin byggist á þekktum starfsaðferðum frá öðrum hjálparstofnunum en aðrar leiðir hafa ekki skilað eins miklum árangri. Til dæmis reyndist sú aðferð að velja Afgana í flóttamannabúðum í Pak- istan til svipaðs náms ekki eins góð. Þjálfunin skilaði sér vissulega en mennirnir sneru ekki aftur til Afgan- istans. Þjálfun þessara paravet- dýralækna tekur 24 vikur og eru þeir því ekki fullgildir dýralæknar en hefðbundið nám í faginu tekur mörg ár. Afgönsku dýralæknarnir sem þjálfaðir eru á vegum DCA læra um greiningar og meðferðir algengustu sjúkdómanna en þessi þekking kem- ur sér vel í afskekktum þorpum landsins. Til viðbótar fá sérstakir dýralæknastarfsmenn þjálfun, sem tekur fimm vikur en að náminu loknu getur viðkomandi séð um bólu- setningar og veitt ýmsar grundvall- armeðferðir. Alls hafa samtökin þjálfað 700 paravet-dýralækna og 200 dýralæknastarfsmenn og eru nú í landinu þrjár þjálfunarmiðstöðvar. Erfitt líf bóndans Sú spurning vaknar hvernig líf hins almenna afganska bónda sé? „Það er erfitt að lýsa því. Stríðs- átök hafa til dæmis ekki breytt miklu um daglegt líf bænda í hálöndunum í miðhluta Afganistans. Reyndar geta vegirnir verið lokaðir vegna bardaga og kannski verður skortur á mat. En umfram allt er líf hins dæmigerða bónda erfitt, sama hvort það geisar stríð eða ekki. Ef bóndi fær ekki áburð er mjög erfitt fyrir hann að fá næga uppskeru til að geta fætt fjöl- skyldu sína en flestir bændurnir rækta bara nóg til að sjá fyrir fjöl- skyldu sinni,“ segir Schreuder og út- skýrir nánar: „Landið sem bænd- urnir hafa er lítið og tækjakostur er lítill sem enginn. Landið er mjög fjalllent og aðeins er hægt að vera með búskap í dölum þar sem ár renna um. Aðeins er hægt að stunda búskap í 15% hluta þessa stóra lands en í landinu öllu búa meira en 20 milljónir manna.“ Bændurnir sem halda sig í döl- unum rækta korn, ekki síst hveiti, bygg og hrísgrjón. Á þessum svæð- um eru áveitur og ef vatnið er nóg getur uppskeran orðið ágæt. Fyrir utan áveitusvæðin er aðeins hægt að halda kindur og ferðast hirðingja- fjölskyldur um með þær, þar sem ómögulegt er fyrir þær að halda sig á einum stað. Sauðfé eða ópíum? Þetta sýnir mikilvægi þess að dýr- in séu við góða heilsu og því er dýra- læknaverkefnið áhrifaríkt. „Um 85% íbúanna halda dýr og þau eru því mjög mikilvæg. Útflutningurinn byggist líka að miklu leyti á afurðum frá sauðfé, eins og kjöti og ull- arteppum, sem eru mjög mikilvæg. Áður en ópíumið fór að spila svona stóra rullu voru kindurnar mikilvæg- asti þátturinn í útflutningi landsins.“ Schreuder segir dýralæknaþjón- ustu í landinu hafa hrunið eftir inn- rás Sovétríkjanna. „Sovétmenn eyði- lögðu lífið í landinu. Menntað fólk yfirgaf landið en helst var hægt að lifa af í stórborgunum. Í sveitunum var engin dýralæknaþjónusta lengur til staðar. Þetta svið var síðan van- rækt í uppbyggingu landsins,“ segir hann en það breyttist með tilkomu dýralæknaverkefnis DCA. Starfið hefur ekki verið leikur einn og var erfitt að fá lyf og bóluefni til að byrja með. „Í upphafi var ekki hægt að fljúga til Kabúl svo ómögu- legt var að senda neitt með flugi, þannig að við þurftum að senda vör- urnar fyrst til Peshawar í Pakistan og keyra þaðan með vörurnar í vöru- bíl til Afganistans. Á meðan bardag- ar voru miklir var oft helmingnum af farminum stolið. Það skrýtna er að flutningarnir urðu auðveldari á tím- um talibananna. Þeir sköpuðu ákveðið öryggi því reglur þeirra voru strangar. Ef þú hlýddir þeim ekki var kannski handleggurinn tek- inn af þér!“ Sjálfbær þróun Takmarkið er að gera verkefnið sjálfbært en núna er það komið á það stig að bændurnir borga sjálfir fyrir öll lyf og 80% af bóluefninu, sem út- vegað er. „Við teljum að engin rík- isstjórn hafi bolmagn til að styrkja bændurna algjörlega. Núna erum við með marga styrktaraðila en spurningin sem vaknar er hver á að borga brúsann eftir fimm ár?“ Gjafa- fé hefur þó gert ýmislegt mögulegt eins og að knýja ísskápa, sem geyma lyf, með sólarrafhlöðum, sem kosta 3.000 Bandaríkjadali stykkið, eða um 190.000 krónur. Ekki þarf mikla aðstöðu í kringum starfsemi dýralæknanna og er yf- irbyggingin ekki mikil. „Hugmyndin er að við færum paravet-dýralækn- unum allt efni og búnað sem þarf í upphafi og fá þeir fjárhagsstuðning í eitt ár. Eftir þann tíma eiga þeir að sjá um reksturinn sjálfir. Þetta er hluti af því að gera verkefnið sjálf- bært. Annars er hætta á því að allt stöðvist ef gjafafé hættir að berast,“ segir hann en sem stendur er hægt að þjálfa 120 paravet-dýralækna á ári en fjöldinn fer þó eftir gjafafé hverju sinni. Minnir á Ísland En hvað er það við Afganistan sem heillar Schreuder? „Ég held að það sé sambland af fólkinu og land- inu sjálfu. Fólkið er mjög hart af sér og líka bæði stolt og hugrakkt. Ég er mjög hrifinn af fjöllunum, landið er fallegt en að sama skapi hrjóstrugt. Loftslagið er erfitt og gerir fólki ekki auðvelt að lifa af. Að sumu leyti minnir landið mig á Ísland. Ég er hrifinn af Afganistan og svo fer ég í frí til Íslands því það minnir mig á Fjalla- maður frá Hollandi Dýralæknirinn Bram E.C. Schreuder heillaðist af Afganistan fyrir 35 árum og snýr ávallt aftur til þessa stríðshrjáða lands. Inga Rún Sigurðardótt- ir ræddi við hann um töfra landsins og aðalstarfa hans þar, þjálfun dýralækna í landbúnaðarríkinu Afganistan, og erfiðleikana sem hann hefur þurft að kljást við í starfinu. Morgunblaðið/Golli Bram E.C. Schreuder „Ég er mjög hrifinn af því að geta skipt um aðstæður. Það er einhver ævintýraþrá í mér.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.