Morgunblaðið - 21.10.2007, Síða 50

Morgunblaðið - 21.10.2007, Síða 50
50 SUNNUDAGUR 21. OKTÓBER 2007 MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN Laugavegur 182 • 4. hæð • 105 Rvík Fax 533 4811 • midborg@midborg.is Björn Þorri hdl., lögg. fastsali, Karl Georg hrl., lögg. fastsali. Sími 533 4800 Glæsileg 2945,8 fm heil húseign á tveimur hæðum auk millilofts. Húsið, sem er mjög vel staðsett, er steinsteypt og klætt að utan með álklæðningu. Húsið verður afhent fokhelt með fullfrágenginni sameign og lóð. Húsið er ráðgert undir verslunar- lagerhúsnæði á 1. hæð og skrifstofu-/þjónustu- og lagerhúsnæði á 2. hæð. Húsið stendur í halla, þannig að aðkoma að 1. og 2. hæð er frá götu. V. 440 millj. Allar nánari upplýsingar, skilalýsing og teikningar á skrifstofu Miðborgar. Víkurhvarf – heil húseign – Ö r u g g f a s t e i g n a v i ð s k i p t i ! – Rúmgóð 4ja herbergja, 133,9 fm íbúð ásamt 26,8 fm bílskýli. Þvotta- hús inn í íbúð. Maghognyparket á allri íbúðinni nema eldhúsi og baði. Hjónaherbergi mjög rúmgott með góðu skápaplássi. Góð staðsetning miðsvæðis í Grafarvoginum. Laus strax. Berjarimi 6 - 112 Reykjavík Ágúst R. Pétursson Sölufulltrúi agust@domus.is s. 664 6025/440 6025 Sölusýning í dag milli kl. 16 - 16:30 Verslunarhúsnæði VERÐ 32,9 M. Nýtt verslunarhúsnæði á góðum stað á Egilsstöðum. Mögulegt er að skipta húsnæðinu upp í fimm einingar með sérinngangi í hverja einingu eftir óskum hvers og eins. Húsinu verður skilað fullkláruðu að utan þ.m.t. lóð og bílastæði, tilbúið til málningar að innan og eða lengra komið ef aðilar óska þess. Fagradalsbraut 25 - 700 Egilsstaðir Björgvin Víðir Guðmundsson Viðskiptastjóri vidir@domus.is s. 664 6024/440 6024 Til sölu Hótel Bláfell á Breiðdalsvík. Húsið er bjálkahús byggt 1998. Hótelið tekur um 43 manns í gistingu. Eldhúsið er vel tækjum búið og rúmgott . Herbergin eru björt og rúmgóð, öll með sjónvarpi og síma. Einstaklega falleg setustofa með einstökum arni Þegar eru komnar góðar bókanir fyrir sumarið 2007. Gullið tækifæri fyrir þá sem vilja starfa sjálfstætt. Margir möguleikar. Fallegt útsýni til sjávar og sveita. Áhvílandi lán eru 30,5 millj. Hótel Bláfell - Breiðdalsvík Ævar Dungal Lögg. Fasteignasali dungal@domus.is S. 897 6060/440 6016 Halldór Jensson Viðskiptastjóri halldor@domus.is s. 840 2100/440 6014 Halldór Jensson Viðskiptastjóri halldor@domus.is s. 840 2100/440 6014 VERÐ 59 M. Mjög góð 4ra herbergja, 111,1 fm. íbúð með stæði í opinni bíla- geymslu að Laufengi í Reykjavík. Nánari lýsing: Íbúðin skiptist í þrjú góð herbergi, stofu, eldhús og baðherbergi. Sérgeymsla og hjóla- geymsla í sameign. Parket og flísar á gólfum. Stutt í skóla leikskóla svo og alla almenna þjónustu. Laufengi - 112 Reykjavík Bókaðu skoðun Hótel við hafið VERÐ 27,9 M. Mjög góð mikið endurnýjuð 5-6 herbergja 123,8 fm. íbúð á þriðju- hæð (efstu) í fallegu húsi. Íbúðin skiptist í fjögur góð svefnherbergi, stofu með útgengi á suður svalir, borðstofu, eldhús með nýlegri eik- arinnréttingu, baðherbergi með stórum sturtuklefa og þvotta- hús/geymslu auk sameiginlegrar útigeymslu. Rauðilækur - 105 Reykjavík Bókaðu skoðun VERÐ 34,9 M. GÓÐIR landsmenn! Það er aldrei of oft brýnt fyrir fólki að hafa aðgát í nærveru sálar. Regnbogabörn – fjöldasamtök gegn einelti skora á alla landsmenn að brýna sig til dáða í því augnamiði að gera allt sem í mannlegu valdi stend- ur til að uppræta einelti í samfélagi okkar. Öllum sem starfa að velferð- armálum barna og unglinga er það ljóst að þjóðfélags- meinið einelti er alvar- legt andlegt ofbeldi sem einhverjir í fávisku og óvitaskap sýna með- bræðrum sínum og systrum. Ekki bara einu sinni eða tvisvar; heldur ítrekað, mark- visst og að yfirlögðu ráði. Oft í langan tíma. Stundum mánuðum og jafnvel árum saman. Þeir einstaklingar sem verða fyrir ofbeldi af þessu tagi bíða af því alvarlegan skaða sem skapar oft var- anleg ör á sálinni. Sjálfsvirðingin bíð- ur hnekki. Námsárangri hrakar. Vanlíðan eykst, verður viðvarandi og sjálfsvígshugsanir kvikna. Sumir ganga alla leið. Það er viðurkennd staðreynd að til þess að börn geti einbeitt sér að námi í skóla og þroskast á eðlilegan hátt verður þeim að líða vel. Öll börn, tak- ið eftir, öll börn eiga rétt á því að líða vel í skólanum og að þau séu látin í friði. Það er samfélagsleg skylda allra að sjá til þess að einelti og ann- að andlegt ofbeldi sé ekki liðið þar sem börn og unglingar eru sam- vistum við leik og störf. Raunar hvergi nokkurs staðar. En þar sem skipulagt starf með börnum og ung- lingum fer fram höfum við möguleika á að fylgjast með og grípa inn í ef með þarf. Það er ólíðandi með öllu að börn þurfi að eyða lunganum úr æsku sinni í angist og kvíða. Að þora ekki skólann af ótta við að á þau verði ráðist. Að vera útilokuð frá fé- lagsskap annarra. Að þurfa að hlusta á svívirðingar og þola margvíslegan skepnuskap af hálfu þeirra sem af einhverjum ástæðum fá ánægju út úr því að níðast á öðrum. Ein er sú tegund andlegs ofbeldis sem hefur verið nokkuð í umræðunni að undanförnu, en það eru særandi orð og athugasemdir sem send eru í gegnum margmiðlunartæki eins og gsm-síma, msn, tölvupóst, blogg- síður o.þ.h. Mitt í öllu góðærinu og allsnægtunum þrífst einelti sem fer fram í gegnum tækni- legar boðleiðir af því tagi sem hér um ræðir og þess vegna fyllsta ástæða til að vera vel á verði. Ég hvet alla foreldra til að fylgjast grannt með samskiptum barna sinna á netinu eða í gegnum gsm-símana. Í margmiðlunarumhverf- inu myndast gróðr- arstía fyrir alls kyns óþverra sem börnin okkar eru lítt varin fyr- ir. Mig langar að gefnu tilefni að hvetja ykkur, landsmenn góðir, til að velta fyrir ykkur þeirri ábyrgð sem fylgir notkun þessara ágætu marg- miðlunartækja okkar; sem hafa góðu heilli gert svo mikið gagn og gott fyr- ir okkur. Heimurinn minnkar stöð- ugt og það reynist æ auðveldara að hugsa sig sem hluta af því fólki sem gistir þessa jörð. Margmiðlunin fær- ir okkur nær hvert öðru, en það slæðast alltaf einhver skemmd epli með og það er okkar hlutverk að fjar- lægja þau til að þau eitri ekki út frá sér. Ég vil kalla eftir ábyrgð. Ég vil að þeir sem hagnast á því að selja börnum dót, nammi, tískuföt, afþrey- ingu, raftæki, tölvur, síma o.s.frv. axli raunverulega ábyrgð. Þannig verður hægt að skapa hér enn betra, barnvænna og ábyrgara þjóðfélag. Ég vil líka hvetja alla foreldra til að leiða börnum sínum fyrir sjónir þá miklu ábyrgð sem fylgir því að eiga jafn „sjálfsagðan hlut“ eins og gsm- síma eða tölvu og að hafa aðgang að netinu. Ég vil líka biðja símafyr- irtækin og fyrirtæki sem selja net- þjónustu um að axla sína ábyrgð. Alltof oft heyrir maður því fleygt að allir séu frjálsir að því að velja og hafna. Börn og unglingar hafa ekki þroska til að velja og hafna þegar t.d. kemur að því að taka ákvarðanir sem varða framtíð þeirra, velferð eða sál- arheill. Ég get til dæmis upplýst að bresk netþjónustufyrirtæki og síma- fyrirtæki hvetja börn og unglinga til að láta vita af því ef þeim berast ógn- andi skilaboð í gegnum netið eða far- símakerfið. Þau eru hvött til að afrita slík skilaboð og í framhaldinu er hægt að rekja þau og hafa jafnvel upp á þeim sem ber ábyrgð á skila- boðunum. Þannig aðstoða síma og netfyrirtækin í Bretlandi við að hafa uppi á þeim sem misnota þjónustu þeirra. Fyrir nú utan að slík mál verða oftar en ekki lögreglumál. Ég vil að lokum nota tækifærið til að hvetja alla grunnskóla landsins til að koma sér upp viðbragðsáætlun gagn- vart einelti og nota öll þau meðöl og verkefni sem hægt er að koma hönd- um yfir til að fræða börn, foreldra, kennara og skólastjórnendur um ein- elti og afleiðingar þess. Ég hvet líka alla skóla til að kynna sér vandlega Olweusar-áætlunina. Það hefur sýnt sig að þeir skólar sem hafa unnið eft- ir þeirri áætlun hafa náð góðum ár- angri í að minnka einelti og áhrif þess. Góðir landsmenn, hvetjum til þess að allir vandi sig í samskiptum og sammælumst um það að einelti á hvergi að líðast! Komum fram við aðra eins og við álítum að þeir vilji láta koma fram við sig. Ávarp Regnbogabarna 2007 Valgeir Skagfjörð hvetur fólk til að gefa einelti gaum »Kveðja og áminningtil allra landsmanna um að vaka á verðinum í eineltismálum í framtíð- inni. Valgeir Skagfjörð Höfundur er stjórnarformaður Regnbogabarna.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.