Morgunblaðið - 21.10.2007, Blaðsíða 66

Morgunblaðið - 21.10.2007, Blaðsíða 66
66 SUNNUDAGUR 21. OKTÓBER 2007 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR Kistur • Krossar • Sálmaskrár • Duftker • Blóm • Fáni • Gestabók • Erfidrykkja • Prestur Kirkja • Legstaður • Tónlist • Tilkynningar í fjölmiðla • Landsbyggðarþjónusta • Líkflutningar Suðurhlíð 35 Fossvogi • www.utforin.is Vaktsími: 581 3300 & 896 8242 • Sólarhringsvakt Komum heim til aðstandenda ef óskað er Bryndís ValbjarnardóttirSverrir Einarsson ÚTFARARSTOFA ÍSLANDS Það sem hafa ber í huga varðandi andlát og útför Hermann Jónasson Geir Harðarson ✝ Ástkær systir og fóstursystir okkar, LILJA GUÐRÚN HANNESDÓTTIR, Skúlagötu 20, Reykjavík, lést föstudaginn 12. október á líknardeild Land- spítala, Landakoti. Útförin fer fram frá Háteigskirkju þriðjudaginn 23. október kl. 15.00. Þeir sem vilja minnast hennar láti líknarfélög njóta. Systkin, fóstursystkin og aðrir vandamenn ✝ Elskulegur eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir, afi og langafi, PÉTUR ÞORGRÍMS KRISTJÁNSSON fv. framkvæmdastjóri, Smárarima 71, Reykjavík, lést á Tenerife mánudaginn 8. október. Útförin fer fram frá Dómkirkjunni þriðjudaginn 23. október kl. 13.00. Gunnur Samúelsdóttir, Pétur Pétursson, Sigríður Lovísa Sigurðardóttir, Ragnar Örn Pétursson, Sigríður Sigurðardóttir, Ólafur Bjarni Pétursson, Lára Ólafsdóttir, Gunnar Pétursson, Ragnheiður Regína Hansen, Samúel Bjarki Pétursson, Júlía Rós Júlíusdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Elskulegur faðir okkar, tengdafaðir og bróðir, SVEINN RÚNAR VILHJÁLMSSON, Dofrabergi 21, Hafnarfirði, verður jarðsunginn frá Víðistaðakirkju þriðjudaginn 23. október klukkan 15.00. Sigrún Fjeldsted Sveinsdóttir, Magnús Björnsson, Linda Guðrún Sigurðardóttir, Sævar Örn Gíslason, Benjamín Fjeldsted Sveinsson, systkini hins látna og aðrir aðstandendur. ✝ Okkar ástkæri MAGNÚS JÓNSSON, sem lést af slysförum hinn 15. október, verður jarðsunginn frá Seljakirkju fimmtudaginn 25. október kl. 13.00. Blóm og kransar vinsamlegast afþakkaðir. Þeim sem vilja minnast hins látna er bent á styrktarsjóð Thorvaldsensfélagsins fyrir sykursjúk börn. Guðrún Dagný Pétursdóttir, Hrefna Magnúsdóttir, Jón Tryggvason, Auður Jónsdóttir, Víðir Pálsson, Petra Jónsdóttir, Kristjana Þórdís Jónsdóttir, Jóhannes Karl Sveinsson, Jón Tryggvi Jónsson, Svala Arnardóttir. Elsku Kristín systir. Nú þegar þú hefur kvatt þennan heim vil ég segja þér hvað ég sakna þín óum- ræðilega mikið. Þú varst sannkölluð hetja í baráttu þinni við krabbamein sem þú barðist við um árabil og varðst að lúta í lægra haldi fyrir er yfir lauk. Ég minnist þess er þú þá 12 ára gömul komst í fyrsta sinn í heimsókn til mín. Yndisleg falleg og góð systir í ljósbláum silkikjól, brúnu augun þín ljómuðu og ljósa hárið þitt var svo fallegt. Það var yndislegt að fá að kynnast þér. Ég var þá ung gift kona með tvær litlar dætur. Atvikin höguðu því þannig að leiðir okkar hálfsystranna lágu ekki saman fyrr en þá. Ég vil bara segja þér, systir mín, ég hef alltaf verið stolt af þér og þótt svo undur vænt um þig frá því ég kynntist þér fyrst. Elsku Kristín mín, það eiga margir, og þá sérstaklega fjölskyldan þín, um sárt að binda við fráfall þitt. Ég votta mági mínum Jósúa og börnum ykkar og fjölskyldum innilega samúð mína. Guð blessi ykkur öll. Þín systir, Salóme Ósk Eggertsdóttir. „Þeir deyja ungir sem guðirnir elska“. Maður var ekki hár í loftinu þegar þessi kennisetning hljómaði fyrst í eyrunum, og hefur svo sem fylgt manni síðan. Kristín Eggerts- dóttir dó ung, en það voru ekki bara guðirnir sem elskuðu hana, það gerðu allir sem kynntust henni. Hún var góð kona. En hún var líka athygl- isverður persónuleiki, leit alltaf á lífið björtum augum, lífssýn hennar var svo jákvæð og hugsun hennar svo heilbrigð. Aldrei víl eða vol. Kristín kom ung til Eyja og kynnt- ist þar Jósúa Steinari, æskuvini mín- um. Þannig stofnuðust líka kynni okkar Kristínar. Steinar var á marg- an hátt ólíkur henni, stríðinn prakk- ari, en alltaf með saklaust grín og grómlaust, enda mikill ljúflingur inn við beinið. Samband þeirra var ein- staklega gott og alltaf eftirsóknar- vert að koma á heimili þeirra og ljúft að umgangast þau. Þau voru svo gestrisin og Kristín hafði svo gott lag á því að skapa notalegt og skemmti- legt andrúmsloft. Hún sýndi gestum sínum mikla umhyggju og kærleika og hafði mikla útgeislun. Hún var fal- leg og glæsileg kona. Þess vegna voru þær margar ferð- irnar sem ég fór til Eyja og þá gagn- gert til að heimsækja þau hjón og njóta umgengni við þau. Við fráfall Kristínar er mér því efst í huga þakk- læti fyrir alla þá fyrirhöfn sem hún hafði við mig og mína. Heimili þeirra stóð mér alltaf opið og gisting sjálf- sagður hlutur, hvort sem ég kom einn, með fleirum eða með dætur mínar. Þegar þær voru fermdar þar var eins og Kristín tæki að sér fram- kvæmdastjórnina. Fyrir þá vinsemd Kristín Eggertsdóttir ✝ Kristín Eggerts-dóttir fæddist í Reykjavík 4. ágúst 1952. Hún lést á sjúkrahúsinu í Vest- mannaeyjum 10. október sl. Útför Kristínar fór fram frá Landa- kirkju í Vest- mannaeyjum 20. okt. síðastliðinn. og vináttu þökkum við á þessum kveðjudegi. En svo kom áfallið. Kristín greindist með erfiðan og hættulegan sjúkdóm. Hún tók ör- lögum sínum af mikilli skynsemi og stillingu. Styrkur hennar var mikill þótt hún vissi hvað í vændum væri; svoleiðis var hún líka. Framundan voru samt erfiðir tímar þar sem skiptust á skin og skúrir. En Kristín var þakklát fyrir þau tvö ár sem henni voru gefin og þann tíma notaði hún vel. Hún sagði okkur hvað lífið getur gefið manni mikið og líka hvað það er sárt að finna það fjara út. Það voru mikil forréttindi að kynn- ast Kristínu og eignast hana að vini. Hún sýndi okkur hve lífið getur verið frábært ef menn hugsa jákvætt og líta bjart til framtíðarinnar. Hún sagði: það sem er liðið er liðið og því verður ekki breytt. Ljósið er fram- undan og því ber að fylgja. Margir munu sakna Kristínar, mest þó fjöl- skylda hennar enda fundu þau alltaf og ævinlega hvað henni þótti vænt um hana og hve mikils virði fjölskyld- an var henni. Ég færi æskuvini mínum, Jósúa Steinari, börnum þeirra Kristínar, barnabörnum og ættmönnum þeirra, mínar dýpstu samúðarkveðjur. Megi minningin um frábæra konu, móður og ömmu milda sorg þeirra. Jón Bernódusson. Kæra Kristín. Nú hefur þú kvatt þennan heim allt of fljótt. Sjúkdómur sá er tók þig í burtu frá okkur herjar greinilega á alla, líka þá sem lifa heilbrigðu lífi og þykir annt um heilsu sína, en þú tamdir þér einmitt þannig lífsstíl. Kynni okkar hófust fljótlega eftir að þú kynntist honum Steinari þínum og eftir því sem árin liðu urðu þau nán- ari. Það sem einkenndi þig fyrst og fremst var hversu gott lundarfar þú hafðir, góðvildin skein af þér hvert sem þú fórst og alltaf var stutt í hlát- urinn og brosið. Það fyrsta sem við hugsuðum þegar þú kvaddir var: Hvað munu Steinar og börnin gera án þín? Þið voruð í huga okkar full- komin hjón, þið sýnduð hvort öðru mikla virðingu, voruð bestu vinir hvort annars. Aldrei var talað um annað ykkar nema hitt væri nefnt um leið. Það sem ég tók sérstaklega eftir, ekki síst eftir að þú greindist með þann sjúkdóm sem dró þig til dauða, var hvað þú lagðir þig fram um að lina þjáningar samborgara þinna sem fengið höfðu sama sjúkdóm og þú, þar gafstu ekkert eftir þó svo að þú værir sjálf fársjúk. Á dánarbeði þínum talaðir þú mikið um fjölskyldu þína; hvað þú ættir yndislegan mann, þú varst ánægð með hvað börnunum þínum gengi vel í einkalífi sínu, þau voru búin að ná sér í góða maka, mennta sig og þú hafðir eignast fal- leg barnabörn. Kristín mín, þú getur verið stolt af þínu fólki og það á örugglega eftir að spjara sig. Það sem okkur fannst fyrst og fremst einkenna lífshlaup Kristínar var hversu sterk og sjálfstæð kona hún var, hún var sjálfbjarga um alla hluti og lagði sig fram um að vera öðrum stoð og stytta. Kristín var söngelsk, hafði gaman af músík og söng meðal annars í Kirkjukór Vest- mannaeyja. Það var aðdáunarvert, Kristín mín, að fylgjast með því hvernig þú tókst á við hvert áfallið á fætur öðru af æðruleysi, hugrekki og heiðarleika. Lífsviljinn og gleðin hafði alltaf vinninginn hjá þér og ást og umhyggja fyrir fólkinu þínu. Kristín mín, Guð verndi þig. Það var yndislegt að kynnast þér, þú kenndir okkur svo margt um lífið og tilveruna. Elsku Steinar, við biðjum Guð að blessa þig og vernda í sorg þinni. Einnig vonum við að börnin ykkar, tengdabörn og barnabörn komist yfir þá sorg sem þið glímið nú við, því þið hafið misst mikið. Megi englar alheimsins blessa ykkur og vernda. Björk og Stefán. Elsku Kristín. Nú hefur þú kvatt þennan heim allt of fljótt eftir erfiða baráttu við ill- vígan sjúkdóm. Þú komst inn í líf okkar eins og sólargeisli árið 1970 þegar þú komst til Vestmannaeyja til að eiga heima hjá okkur. Kristín Ósk dóttir okkar hringdi til okkar úr Hús- mæðraskólanum og bað okkur um að leyfa þér að flytja til okkar og fannst okkur það alveg sjálfsagt. Við áttum veitingastað sem þú fórst strax að vinna á og þú varst hörkudugleg í vinnu. Þú varst einstaklega myndar- leg og prúð stúlka sem öllum þótti mjög vænt um. Ekki leið á löngu þar til þú hittir draumaprinsinn, hann Jósúa Steinar, yndislegan, reglusam- an og góðan dreng. Og vissum við að þú varst í góðum höndum, því okkur þótti einstaklega vænt um þig. Við vitum að Kristín Ósk dóttir okkar á um sárt að binda, þar sem hún getur ekki fylgt þér síðasta spöl- inn því hún býr erlendis, enda vitum við að henni þótti mjög vænt um þig. Við eigum eftir að sakna þín kæra vina. Elsku Steinar, börn, barnabörn og aðrir ástvinir, við vottum ykkur öll- um okkar innilegustu samúð. Snert hörpu mína, himinborna dís, svo hlusti englar guðs í Paradís. Við götu mína fann ég fjalarstúf og festi á hann streng og rauðan skúf. Ég heyri í fjarska villtan vængjaþyt. Um varpann leikur draumsins perluglit. Snert hörpu mína, himinborna dís, og hlustið, englar guðs í Paradís. (Davíð Stefánsson.) Blessuð sé minning þín. Ragnar, Alda og börn. Okkur hjónum langar að minnast með örfáum orðum kærrar vinkonu okkar, Kristínar Eggertsdóttur. Það var á unglingsárum okkar að Dóra kynnti fyrir okkur vinkonu sína Kristínu. Ekki vissum við þá að þar var lagður grunnur að traustu og góðu vinasambandi. Eftir að Kristín flutti til Vest- mannaeyja og kynntist Jósúa Stein- ari komum við oft í heimsókn til þeirra, bæði á þjóðhátíð og við hin ýmsu tækifæri, og fengum við þar alltaf höfðinglegar móttökur. Við minnumst ferðanna í Árdal og til Írlands og svo mætti lengi telja. Kristín hafði einstaklega góða nær- veru og nutum við þess að vera með henni hvar sem var. Hún lét sig full- komlega varða velferð vina sinna. Af trú, von, og kærleika rækti hún skyldur sínar í þessi lífi. Við kveðjum kæra vinkonu með söknuði og djúpri virðingu og þökk fyrir gengin spor með okkur. Blessuð sé minning hennar. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hjóta skalt. (V. Briem.) Elsku Steinar, Steinunn, Óskar og fjölskylda. Ykkar missir er mikill. Við vottum ykkur okkar innilegustu samúð. Dagfríður og Árni. Skarð hefur verið höggvið í hóp starfsmanna Sparisjóðs Vestmanna- eyja. Kristín Eggertsdóttir, sam- starfsmaður okkar, hefur nú kvatt þessa jarðvist eftir erfið veikindi. Þó að ljóst væri hvert stefndi síðustu vikurnar er erfitt að sætta sig við að þessi glæsilega kona hafi verið kölluð brott af jarðsviðinu. Við sitjum eftir sorgmædd og skiljum ekki tilgang- inn en líklega hefur skaparinn ríkar ástæður fyrir því hvernig hlutum er háttað í veröldinni og hefur ætlað Kristínu veigameira hlutverk á öðr- um tilverustigum. Kristín hóf störf hjá Sparisjóðnum árið 2000 og vann þar nær óslitið fram á mitt þetta ár. Hún vann sér fljótt, traust og virðingu stjórnenda, samstarfsmanna og viðskiptavina
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.