Morgunblaðið - 21.10.2007, Blaðsíða 54

Morgunblaðið - 21.10.2007, Blaðsíða 54
54 SUNNUDAGUR 21. OKTÓBER 2007 MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN www.valholl.is www.nybyggingar.is Opið virka daga frá kl. 9.00-17.00. Ingólfur G. Gissurarson, lögg. fast. Opið hús í dag á milli kl. 14 og 16 Kambsvegur 23 Reykjavík Til sýnis og sölu í dag milli kl. 14-16 falleg 129.6 miðhæð í þríbýli ásamt 30,8 fm bílskúr á frábærum stað. Sérinngangur. Íbúðin skiptist í forstofu, forstofuherbergi, nýstandsetta gestasnyrtingu. Eldhús með fallegri innréttingu. Stofa og borðstofa. Suðursvalir. Svefnálman skiptist í 2 barnaherbergi með skápum og hjónaher- bergi með fataherbergi, síðan er lítið vinnuherbergi. Vandað ný- uppgert flísalagt baðherbergi. Parket á gólfum. Frábær nýting. Góður garður. Ákveðin sala. Mjög eftirsótt staðsetning, stutt í skóla og alla þjónustu. Laust í des. Verð 40,5 millj. Sími 588 4477 Opið hús í dag á milli kl. 13 og 15 Brekkuhlíð 7 Hafnarfirði Um er að ræða ca. 180 fm einbýli með bílskúr í Setbergslandi. Húsið er ekki alveg fullbúið. Húsið er á mjög góðum útsýnisstað. Fjögur góð svefnherbergi. Húsið er sérlega vel skipulagt og vel staðsett í lokaðri götu rétt. hjá t.d. skóla og leikskóla. V. 51 m. Böðvar og Hrönn taka á móti þér og þínum í dag á milli 13 og 15 FASTEIGNA MARKAÐURINN ÓÐINSGÖTU 4, SÍMI 570 4500, FAX 570 4505. OPIÐ VIRKA DAGA KL. 9–17. Netfang: fastmark@fastmark.is - Heimasíða: http://www.fastmark.is/ Jón Guðmundsson, sölustjóri og lögg. fasteignasali. Melgerði - glæsilegt einbýlishús Glæsilegt 145 fm tvílyft einbýli með fallegum bakgarði ásamt 32 fm bílskúr. Marmaralögð stofa og borðstofa með útg. í sólstofu, vandað eldhús, 4 herb. og baðh. og gesta w.c. flísalögð í gólf og veggi. Vestursvalir út af efri hæð. Garður með hellulögn og skjólveggjum. Góð eign sem mikið er búið að endurnýja. Verð 57,0 millj. Vættaborgir - parhús á útsýnisstað Glæsilegt 162 fm parhús á tveimur hæðum á frábærum útsýnisstað í lokaðri götu. Rúmgóð og björt stofa/borðsofa með arni, vandað eldhús með fallegri hvítri innrétt- ingu, 3 góð herbergi, sjónvarpshol með útg. á flísalagðar svalir og flísalagt baðherb. auk gesta w.c. Gott útsýni er af báðum hæðum og aukin lofthæð á efri hæð. Falleg ræktuð lóð með timburverönd og skjólveggjum. Verð 57,0 millj. Sörlaskjól - neðri sérh. m/bílskúr Mjög góð 109 fm neðri sérhæð í þríbýlishúsi ásamt 25 fm bílskúr á þessum eftirsótta stað í vestur- bænum. Hæðin er mikið endurnýj- uð á vandaðan og smekklegan hátt og skiptist m.a. í tvær rúm- góðar stofur, 2 herbergi og vand- að eldhús. Svalir til suðvesturs. Fallegt útsýni til sjávar. Laus til afh. við kaupsamning. Verð 49,0 millj. Safamýri - neðri sérh. auk bílskúrs. Vel skipulögð 139 fm neðri sér- hæð í þríbýlishúsi auk 32 fm bíl- skúrs og hlutdeildar í kjallara á þessum eftirsótta stað. Hæðin skiptist m.a. í eldhús, gesta w.c., rúmgóða stofu/borðstofu inn af eldhús, arinstofu, 3 herbergi (4 á teikn.) og baðherbergi. Hús nýlega viðgert og málað að utan. Laus til afh. strax. Verð 41,0 millj. Fornistekkur Mjög gott 210 fm einbýlishús ásamt 38 fm bílskúr í skjólgóðu og grónu hverfi. Eignin skiptist í forstofu, gesta snyrtingu, borð- stofu og stofu, eldhús með búri innaf, 3-4 herbergi, 2 baðherbergi og þvottaherbergi. Arinn í stofu. Útgangur úr eldhúsi á hellulagða verönd til suðurs og úr stofu út í garð til vesturs.Falleg ræktuð lóð og hiti í bílaplani. Verð 62,0 millj. Klausturhvammur - Hafnarfirði Fallegt og vel skipulagt 214 fm raðhús á tveimur hæðum með 30 fm innb. bílskúr. Eignin skiptist m.a. í eldhús með góðum borð- krók, tvö baðherb., flísalagt í hólf og gólf, arinstofu, setustofa með útgangi á verönd, borðstofu, 4 góð herbergja og rúmgóða sjón- varpsstofu. Aukin lofthæð í stof- um. Falleg ræktuð lóð með timburveröndum beggja vegna og skjólveggjum. Upphituð innkeyrsla og stéttir. Hús nýlega málað að utan. Verð 52,9 millj. Sæbólsbraut - Kóp. - Endaraðhús Fallegt 313 fm endaraðhús, tvær hæðir og kjallari á þessum eftir- sótta stað. Rúmgóð og björt stofa/borðstofa, sólstofa með útg. á lóð, vandað eldhús, 4 rúmgóð herb. auk 3ja herbergja í kjallara. Góð lofthæð á efri hæð og svalir til suðvesturs. Sauna í kjallara. Möguleiki er að innrétta 3ja herb.íbúð með sérinng. í kj. Ræktuð og gróin lóð með timburverönd, skjólveggjum og heitum potti. 23 fm bílskúr. Verðtilboð. SVANUR Sigurbjörnsson, lækn- ir og Siðmenntarmaður, skrifaði athyglisverða grein í Morg- unblaðið 30. september síðastlið- inn. Þar heldur hann fram með réttu mikilvægi húmanískra mann- réttindahugsjóna og nefnir nokkra menn sem mörkuðu spor á því sviði. Skýrt er tekið fram að umræddir menn hafi verið guð- leysingjar. Ástæða þess að ég drep niður penna er ekki sú að ég dragi í efa afrek umræddra manna, heldur hve Svani er mikið í mun að spyrða saman guðleysi og húmanisma. Ég er þess fullviss að hægt væri að semja langan lista t.d. yfir kristna menn sem komu miklu til leiðar á alþjóðavettvangi á sviði mannréttinda og mannúðar, enda engin tilviljun að öflugustu mannúðarsamtök heims hafi sprottið úr jarðvegi hinnar kristnu Evrópu. Slíkur metingur er hins vegar tilgangslaus. Að skilgreina húmanismann eða manngildisstefnuna fyrst og fremst sem guðlaust lífsviðhorf er fölsun. Guðlaus lífsviðhorf fæddu ekki af sér manngildishugsjónina. Vissulega skilgreinir fjöldi áhrifa- ríkra húmanista sig sem guðleys- ingja, en ekki þarf að lesa lengi í fjölfræðiritum til að komast að raun um að saga manngildisstefn- unnar er fjölbreyttari en svo og fjarri því að allar greinar hennar hafni trúarlegri sýn á tilveruna. Hér er ekki svigrúm til að rekja þá sögu. Það sem þessir straumar eiga sameiginlegt er virðing fyrir mennskunni og hæfi- leikum mannsins. En jafnvel þessar hug- sjónir geta og hafa snúist upp í and- hverfu sína þegar far- ið er að dýrka mann- inn, hæfileika hans og getu og fyrirlíta þá sem eru getu- og hæfileikalitlir. Ljóst er að Svanur telur mikilvægt að fólk losni „undan kreddukenndum hug- myndum trúar- bragða“. Svo langt gengur hann í ákafri baráttu sinni gegn trúar- legum lífsviðhorfum að hann stað- hæfir að húmanískum gildum stafi sama ógn af hófsömum trúar- brögðum og hryðjuverkamönnum. Hann segir: „Í kjölfar hryðjuverk- anna 11. september 2001 hafa æ fleiri gert sér grein fyrir því að það eru ekki aðeins bókstafs- trúarmenn, sem ógna húmanískum gildum eins og mannréttindum, heldur einnig hin svokölluðu hóf- sömu trúarbrögð með því að við- halda grunninum að hinum trúar- lega og forneskjulega hugmyndaheimi þeirra.“ „Já, mikl- ir menn erum við, Hrólfur minn,“ að geta fellt slíka dóma og dregið slíkar ályktanir! Ekki skal því neitað að ofstæk- ismenn hafa í nafni trúarbragða, og þar með kristinnar trúar, unnið voðaverk. En er það sjálfkrafa dómur yfir viðkomandi trúar- brögðum? Getur guðleysi ekki orð- ið ofstækismönnum að bráð og það orðið slík kredda að það leiði til voðaverka? Ef mig misminnir ekki, þá vildu frumkvöðlar marx- ismans líta svo á að þeir gengju húmanískra erinda og hygðust létta kúgun auðvaldsins af þjök- uðum verkalýð. Þeir gengu einnig fram undir merkjum guðleysis, það átti að vera hluti af frels- uninni. Nú vita allir að frelsishug- sjónir marxismans snerust upp í andhverfu sína í Sovétríkjunum, Kína og víðar og fæddu af sér dæmalausar hörmungar og voða- verk. Í Sovétríkjunum leiddi guð- leysiskreddan m.a. til þess að trúarlegt uppeldi varðaði við lög og börn voru tekin af foreldrum sínum ef upp komst. Og ekki þarf að fjölyrða um ríki Hitlers. Þetta er ekki rifjað upp hér til að sýna fram á að guðleysi hljóti að leiða til þess arna, fjarri því. Ég vildi aðeins árétta að guðleysi getur orðið jafn kreddubundið og aðrar lífsskoðanir og illmenni með það lífsviðhorf geta og hafa unnið voðaverk ekki síður en illmenni sem unnið hafa voðaverk í nafni trúarbragða. Guðleysi er því ekki forsenda fyrir virðingu fyrir manninum, réttindum hans, frelsi og vits- munalegri getu. Þessir þættir eru t.d. allir fólgnir í kristinni trú. Nægir að minna á þá kristnu kenningu að maðurinn sé skapaður í Guðs mynd og að Guð hafi gerst maður í Jesú Kristi. Líf Krists og kenning er samfelld prédikun um mannúð og virðingu fyrir mann- inum óháð stöðu hans og getu og leggur áherslu á að sérhver maður beri ábyrgð á náunga sínum og velfarnaði hans. Er fráleitt að for- kólfar hins guðlausa húmanisma, sem upplýsingin og vitsmuna- hyggjan fæddu af sér á 18. og 19. öld, hafi haft manngildishugsjónir kristinnar trúar með sér í nestið þegar þeir sögðu skilið við kirkju og kristni? Hvort guðlaus húmanismi sé „lífsskoðun til framtíðar“ skal ósagt látið. Sú alda guðleysis sem hófst á nítjándu öld og reis hátt á þeirri tuttugustu er af ýmsum álit- in hnígandi, sbr. bók raunvísinda- mannsins og fyrrverandi guðleys- ingjans Alister McGrath, The Twilight of Atheism. Hitt skiptir meira máli að hugsjónir húm- anismans lifi án þess að verða of- stæki og kreddum guðleysis eða trúarbragða að bráð. Guðleysi og húmanismi Guðleysi er ekki forsenda húmanískra lífsviðhorfa, segir Sigurður Pálsson » Að skilgreina húm-anismann eða mann- gildisstefnuna fyrst og fremst sem guðlaust lífsviðhorf er fölsun. Sigurður Pálsson Höfundur er fyrrverandi sóknarprestur. Fréttir í tölvupósti
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.