Morgunblaðið - 21.10.2007, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 21.10.2007, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 21. OKTÓBER 2007 35 hyglin skerpist og hann er tilbúinn að takast á við verkefnið sem hann kannski hafnaði áður en þvottavélin var nefnd.“ Svanhildur brosir glettnislega og segir frá nokkrum öðrum dæmum af þessu kostulega úrræði sem hægt er að nota á svo marga ein- staklinga með einhverfu: „Ein- hverfa er fötlun sem ekki er hægt að lækna en oft er þó hægt að ná tökum á henni og þannig hjálpa einstaklingunum að vinna með þessari fötlun sinni. Á vissan hátt verður einstaklingurinn þannig meðvitaður um fötlun sína og getur jafnvel – með þjálfun – náð tökum á henni. Engin þvingun Eitt af því sem er mikilvægt að mati Svanhildar í nálgun við ein- hverfa er að þvinga þá aldrei til neins; áhuginn og viljinn verður að koma frá þeim sjálfum. Ófötluð börn læra á sama hátt mun betur það sem þau hafa áhuga á en það sem er þröngvað upp á þau. „Eins finnst mér að ekki megi vanta gleðina í námið og kennsluna,“ seg- ir Svanhildur. „Stundum hefur mér fundist að stuðningskennarar barna með einhverfu taki hlutverk sitt of alvarlega. Mér finnst að námið og að sama skapi kennslan, eigi að vera skemmtileg. Öll börn skynja um leið ef kennarinn hefur ekki áhuga á kennslunni eða námsefn- inu. Ég hef oft á tíðum bent á að bæði kennarar og foreldrar verði að hafa gleði og trú á því sem þau eru að gera í nálgun sinni í kennslu barna með einhverfu. Ef kennarar eða foreldrar hafa ekki trú á því að börn með einhverfu geti lært það sem þeim er ætlað munu börnin örugglega ekki læra það.“ Unnur og Ingólfur eru sama sinnis: „Við höfum oft upplifað að jafnvel sérfræðingar hafa sagt við okkur að Unnar Ingi ætti ekki eftir að geta vissa hluti en ekki síst fyrir tilstuðlan aðferðafræði TEACCH höfum við séð hið ómögulega ger- ast aftur og aftur. Unnar Ingi hef- ur lært ýmislegt bara núna frá því að hann byrjaði í skólanum sem við héldum að við yrðum að baksa með fram á fullorðinsár hans. Rétt nálg- un er allt sem þarf til og þessi að- ferðafræði er að okkar mati svo frábær af því að hún stuðlar að því að finna lausnir á öllum vanda- málum. Ef ein aðferð virkar ekki þá prófum við bara þá næstu, við höfum notað sjónrænar vísbend- ingar frá því að hann var tveggja ára með mjög góðum árangri og einnig höfum við notað svokallaðar félagsfærnisögur. Svanhildur og Margrét kinka kolli til samþykkis en undirstrika þó að ekki sé hægt að alhæfa um öll börn með ein- hverfu þar sem fötlun þeirra sé misjöfn. „En þetta er almenn regla,“ segir Svanhildur. Eins tek- ur hún fram að alls ekki eigi að nota þvingun af neinu tagi á börn með einhverfu, frekar heldur en önnur börn. „Til dæmis er mik- ilvægt að snerta ekki börn með ein- hverfu, toga þau með sér eða eitt- hvað þvíumlíkt, því það lokar á frekari samskipti. Ef þú nærð ekki til barnsins með því að vekja áhuga þess með orðum eða sjónrænum vísbendingum, sem er mjög mik- ilvægt í tjáskiptum við einhverfa, fer barnið inn í einhverfu sína. Það er mikilvægt að það komi að eigin frumkvæði. Eins er mikilvægt að móta félags- og tilfinningaþroska barna með einhverfu því þau læra ekki á sama hátt og heilbrigð börn,“ segir Svanhildur. Að hennar mati hefur sú kennsla setið nokkuð á hakanum í námsefni fyrir börn með einhverfu. Sérskóli fyrir börn með einhverfu? Í umfjöllun Morgunblaðsins í júlí var fjallað um foreldra sem berjast fyrir því að reisa sérskóla fyrir ein- hverf börn. Hvað segja viðmæl- endur um það sjónarmið? Öll eru þau sammála um að það sé ekki sú stefna sem þau aðhyllist. „Vissulega gæti það hentað ein- hverjum, bæði börnum með ein- hverfu og foreldrum þeirra, en okk- ar nálgun er önnur,“ segir Svanhildur og bætir við að mark- miðið með TEACCH-aðferðinni, þar sem námsefnið sé aðlagað hverjum einstaklingi svo hann nái sem bestum árangri, sé að gera einstaklinga með einhverfu sjálf- bjarga. Reynslan hafi sýnt að mörg þessara barna spjara sig mjög vel þegar komið er fram á fullorðins- árin. Á Íslandi eru þó ekki mörg sér- tæk úrræði fyrir einstaklinga með einhverfu og verður að fara að gæta að því sem fyrst, ítrekar Svanhildur þar sem að fjölmenn kynslóð barna með einhverfu er að vaxa úr grasi. Unnur og Ingólfur eru nokkuð bjartsýn hvað varðar framtíð Unn- ars Inga: „Það er ekki síst þegar við vitum af fólki eins og Svanhildi með alla þá sérþekkingu sem hún býr yfir að við höfum andað eilítið rólegar undanfarið. Allt veltur þetta þó á yfirvöldum, hvort sem er hjá bæjarfélögum eða ríki, að for- gangsraða á þann hátt að fötluðu börnin sitji ekki á hakanum eins og svo oft vill verða.“ Einnig finnst Unni að það vanti meiri opinbera umræðu í þessum málaflokki þar sem þessi börn vanti oft málsvara: „Ég á mér þann draum að Unnar Ingi verði virkur þátttakandi í samfélaginu í framtíð- inni en ekki lokaður inni á stofnun. Ég bind miklar vonir við að það takist með markvissri þjálfun á borð við þá sem er verið að vinna að í Setbergsskóla. Þegar til langs tíma er litið sparar það þjóðfélag- inu umtalsverðar upphæðir að hjálpa þeim sem búa við fötlun að verða eins sjálfbjarga og mögulegt er.“ Morgunblaðið/Sverrir Gaman saman Unnar Ingi leikur sér við Adíb Má Loftsson og Kristínu Bjarnadóttur, en hann lærir að vera með félögum sínum í litlum hópum. Vefsíðan AutismPro.com er upplýs- inga- og söluvefur fyrir aðstandendur barna með einhverfu. Þar eru t.d. þær aðferðir sem nýttar eru í dag fyrir sértæk úrræði, uppeldi og nám ein- hverfra kynntar og geta foreldrar far- ið í gegnum efnið, kynnt sér og valið þær aðferðir sem henta barni þeirra og allri fjölskyldunni best. Óskum eftir að kaupa skötu og siginn fisk Upplýsingar veitir Birgir í síma 863 8603 Sjófiskur ehf. • Eyjarslóð 7 • 101 Reykjavík • Sími 515 8620 M bl 9 25 61 2
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.