Morgunblaðið - 21.10.2007, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 21.10.2007, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 21. OKTÓBER 2007 29 Reynisvatnsás er nýtt skipulagssvæði í Reykjavík og er svæðið eingöngu hugsað sem sérbýlishúsabyggð fyrir einbýlis-, par- og raðhús. Slík hverfi hafa ekki verið í boði á höfuðborgarsvæðinu lengi en stefna borgaryfirvalda er að allir sem vilja geti byggt og búið í borginni og hún verði fyrsti búsetukostur sem flestra. Skipulagssvæðið við Reynisvatnsás er lítt snortið svæði norðaustan við Grafarholtið. Það afmarkast til suðvesturs af Reynisvatnsvegi, hægakstursgötu sem tengir saman íbúðar- byggðina í Grafarholti og Úlfarsárdal til norð-vesturs. Óbyggt svæði liggur að hverfinu að suðaustan- og austanverðu og verndarsvæði Úlfarsár afmarkar skipulag svæðisins til norðurs. Suðaustan skipulagssvæðisins, ofar í Reynisvatnsási, er skógræktarsvæði sem er hluti af Græna treflinum. Skipulags- svæðið við Reynisvatnsás er eitt þeirra svæða í Reykjavík sem ætlað er að fullnægja vaxtarþörf borgarinnar á næstu árum. SKILAFRESTUR TIL 31. OKTÓBER Umsóknum skal skila fyrir kl. 16:15 miðvikudaginn 31. október 2007. Tekið verður á móti umsóknum í þjónustuveri Framkvæmdasviðs, Skúlatúni 2, 1. hæð. Senda má undirritaðar umsóknir í tölvupósti til fs.lodir@reykjavik.is. Fyrirvari er um gildistöku deiliskipulags hverfisins, sem samþykkt var í borgarstjórn 2. október 2007. Búseta í námunda við náttúru UMSÓKNARGÖGN Umsóknareyðublöð, úthlutunarreglur, skipulagsskilmálar og önnur umsóknargögn eru aðgengileg á vef Framkvæmdasviðs, www.reykjavik.is/fs. Enn fremur fást umsóknareyðublöð og skipulagsuppdráttur afhent í þjónustuveri Framkvæmdasviðs í Skúlatúni 2. REYNISVATNSÁS 10 ÍBÚÐIR Í EINNAR HÆÐAR RAÐ- OG PARHÚSUM. 36 ÍBÚÐIR Í TVEGGJA HÆÐA RAÐ- OG KEÐJUHÚSUM. 4 ÍBÚÐIR Í TVEGGJA HÆÐA PARHÚSUM. 3 ÍBÚÐIR Í EINNAR HÆÐAR EINBÝLISHÚSUM. 5 ÍBÚÐIR Í EINBÝLISHÚSUM Á PÖLLUM. 48 ÍBÚÐIR Í TVEGGJA HÆÐA EINBÝLISHÚSUM. Mörk verndarsvæðis Úlfarsár (100 m frá árbakka) R-IIc R-IIc R-IIc R-IIc E-IIb E-IIb E-IIb E-IIb E-IIb E-IIb Ep-Ib E-IIa E-IIa E-IIa E-IIa E-IIa E-IIb E-IIb E-IIb E-IIb E-IIa E-IIa E-IIa E-IIb E-IIb Ep-Ia Ep-Ia E-IIaEp-Ib Ep-Ib E-IIb E-IIb E-IIb E-IIa E-IIa E-IIa E-IIa E-IIa E-IIa E-IIa E-IIa E-IIa E-IIa E-IIa R-IIa R-IIa R-Ia E-IIa E-IIa E-IIa E-Ia EII-b E-IIb E-IIb E-IIb E-IIb E-IIb E-IIb E-Ib E-Ib R-IIa Rk-IIb R-Ib Rk-IIa Z Z E-IIa Ep-Ib E-IIb E-IIb E-IIb R-Ia R-Ia Rk-IIa R-Ia R-Ia "H æ ga ks tu rs ga ta " r tilviljanakennt en auðvitað hefst ekkert nema vera á staðnum og tilbúin í slaginn.“ Og Dísella söng fleira sér til dundurs; hún tók þátt í söngkeppni í Los Angeles og komst þar í lokaúrslitin. Í lok janúar 2006 fékk hún loks ferðaleyfi og flýtti sér heim til Íslands, þar sem hún náði að taka þátt í Söngvakeppni Sjónvarpsins og syngja lagið „Útópía“ eftir Svein Rúnar Sigurðsson. Á Spáni er háð mikil keppni; Operalia, sem er á vegum Placido Domingo. Dísella ákvað að stefna þangað og þurfti að setja í póst persónuupplýsingar og tvær aríur í síðasta lagi 15. apríl. Þegar til kom herjaði hálsbólga á Dísellu og hún var eiginlega búin að gefa Domingo upp á bátinn. En þegar á herðir er uppgjöf ekki til í hennar orðabók. Þau Teddy fóru upp í skóla og tóku á vídeóvél tvær aríur. „Við hentum þessu í póst 14. apríl og fórum svo bara og fengum okkur bjór. Nema hvað, ég komst að og fór til Spánar í október og komst í undanúrslit. Ég var ánægð með þann árangur, þrátt fyrir allt. Og þetta var frábær lífsreynsla, að ég tali nú ekki um að hitta Domingo sjálfan. Hann er maður sem er búinn að vera svo sérstakur í huga mínum svo lengi, rétt eins og Metropolitan. Ég söng svo aftur fyrir hann á þessu ári og hann sagðist ætla að hafa mig í huga ef eitthvað félli til hjá óperufyrirtæki hans.“ Ekki allir viðhlæjendur vinir „Þessi tónlistarheimur er harður bransi og ekki allir viðhlæjendur vinir. Mér fannst ég framan af svolítið út undan í Bandaríkjunum; ég hugsa að það hafi verið sveitamanneskjan í mér sem skein svona í gegn. En núna þegar ég er búin að syngja í Metropolitan og komin með starfssamning, þá allt í einu er ég orðin gjaldgeng og allir ætla að éta mig: Hæ, Dísella! Hvað segirðu, Dísella? Hvernig hefurðu það, Dísella? Það fer í mínar fínustu taugar, þegar fólk hagar sér svona. Ég kann bezt við að fólk tali hreint út og komi til dyranna eins og það er klætt.“ Erindið til Íslands að þessu sinni var að „debutera“ á einsöngstónleikum. „Ég hef alltaf verið gripin í að syngja popp, þegar ég kem heim, en ekki sýnt mína klassísku hlið fyrr en núna. Ég ætlaði mér auðvitað alltaf að halda tónleika hérna heima, en kom þeim ekki á dagskrá, fyrr en Diddú rak smiðshöggið fyrir mig. Við hlupum í skarðið með Sinfóníuhljómsveitinni í sumar og þá sagði hún: Þú átt að syngja í Mosfellssveit. Þar er þín vagga og þar átt þú að debútera. Og Diddú fékk tónlistarráðið í Mosó til þess að setja mig á dagskrá hjá sér. Svo ég setti á tónleika í Hlégarði. Teddý lék undir hjá mér og ég söng Purcell, Grieg, Strauss, Jórunni Viðar, Jón Ásgeirsson, Rachmaninov og Donizetti. Þetta var alveg mögnuð stund. Ég kom fram í Hlégarði fimm ára gömul sem álfur í Galdrakarlinum í Oz, sem mamma leikstýrði, og tólf ára var ég með í Hans og Grétu. Í minningunni var sviðið í Hlégarði mjög stórt, en þegar ég stóð þarna nú, þá var það svo lítið og heimilislegt. Og ég þekkti hvert einasta andlit í salnum. Það var yndisleg nærvera. Ég mátti taka mig taki til þess að hlaupa ekki niður í sal milli laga og spjalla við fólkið. Ég er enn í skýjunum yfir þessum tónleikum.“ Og þegar Dísella Lárusdóttir er búin að debútera í Mosfellsbænum er hún tilbúin til þess að halda sína debúttónleika í New York. Þeir verða í Merkin Hall 20. febrúar og Dísella segir að efnisskráin verði á svipuðum nótum og í Hlégarði; kannski eilítið íslenzkari. En áður en til þeirra kemur verða tónleikar með Philadelphia Orchestra 27. janúar. Hún sigraði í fyrra í sérstakri söngvarakeppni hljómsveitarinnar og mun koma fram á þessum tónleikum sem eru sérstakir tónleikar fyrir styrktaraðila hljómsveitarinnar. Auk hennar koma fram Conrad Tao, sem er 13 ára undrabarn á píanóið, Billy Joel og sveit, sem nefnist Blue Man Group. Plata í lok október Fyrir þremur árum kom út platan Jólaboð með þeim systrum; Dísellu, Ingibjörgu og Þórunni. Ég spyr hvort önnur slík sé á leiðinni. „Ekki eins og er. En við eigum ábyggilega eftir að gera eitthvað fleira saman, systurnar. Okkur líður svo vel saman. Við erum svolítið uppteknar hver í sínu horni núna; Þórunn er leikkona og nýbökuð móðir og Ingibjörg er í fluginu og fjögurra barna móðir! En við finnum okkur örugglega tíma til einhvers, einhvern tímann.“ Í lok október kemur út geislaplata með söng Dísellu. „Þetta er bland í poka, popp og klassík. Ætli ég reyni ekki að ýta eitthvað á þá plötu þegar ég kem heim um jólin og þá mun ég líka koma fram á tónleikum með Diddú og Garðari Thór.“ Þrjár systur „Við eigum ábyggilega eftir að gera fleira saman systurnar. Okkur líður svo vel sam- an.“ Dísella, Ingibjörg og Þórunn Lárusdætur. Morgunblaðið/Sverrir freysteinn@mbl.is Í HNOTSKURN »Dísella Lárusdóttir erfjórði íslenzki óperusöngvarinn sem fær starfssamning við Metropolitanóperuna í New York. »María Markan reið á vaðiðog þeir Kristján Jóhannsson og Kristinn Sigmundsson hafa einnig sungið þar. Óperan „Ég og Elíasa í uppfærslu á Don Giovanni eftir Mozart í marz síðastliðnum. Hún söng Donnu Elviru og ég Zerlinu og Teddy var hljómsveitarstjóri.“ Ástfangin „Við Teddy á Malibuströndinni.“ Þau kynntust í skólanum, þar sem hún lærði söng og hann píanóleik.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.